Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SKY sjónvarpsstöðin ætlar að gera
vel við menninguna með nýrri menn-
ingarrás, Sky Arts 2. Ráðgert er að
útsendingar hefjist 20. október. Sky
stöðin rekur þegar eina menning-
arrás, Sky Arts, og því er um tvö-
földun á menningarefni að ræða.
Áherslumunur verður nokkur á
menningarrásum Sky. Þeirri fyrri
verður ætlað að sinna samtímalist og
jaðarmenningu sem þó höfðar til
stórs hóps fólks. Þar verður rokk-
tónlist, heimildamyndir og efni sem
stöðin vinnur sjálf. Sky Art 2 á hinn
bóginn mun sinna dansi, myndlist,
óperu og klassískri tónlist.
Þriðja rásin verður einnig tekin í
notkun, samhliða þessu, Sky Arts
HD (High Definition), en hún sendir
út úrval efnis af báðum hinum rás-
unum. Þar verða meðal annars út-
sendingar frá Metropolitan-
óperunni.
Poppklassíkerinn Vanessa-Mae
verður með Top tíu þátt, þar sem
hún spilar óskalög frá áhorfendum.
Bókaþáttur Mariellu Frostrup
verður áfram á Sky Arts 1 og þar
verða á misserinu þættir um Francis
Bacon, Iggy Pop og fleiri stjörnur
lífs og liðnar.
Samtals munu menningarstöðvar
Sky senda út í 36 stundir á dag.
Sky vill
meiri
menningu
Sky Arts 2 og Sky
Arts HD senn í loftið
Iggy Pop Á dagskrá Sky Arts 1.
MADDID Theatre Company
sýnir í kvöld kl. 19 einleikinn
Maddid, en með hlutverk
Maddidar fer leikkonan Vala
Ómarsdóttir. Sýningin er hluti
af Artfart-listahátíðinni.
Sýningin fer fram í Smiðj-
unni, sýningarsal Listaháskóla
Íslands, á Sölvhólsgötu 13.
Miðasala fer fram við inngang-
inn. Maddid er einleikur um
stúlkuna Maddid sem er að
reyna að fóta sig í lífinu. Verkið hefur verið sýnt í
Space-leikhúsinu í London og Kuiperfest á Spáni.
Að sýningunni standa listamenn frá Íslandi, Nor-
egi, Bretlandi, Spáni og Brasilíu. Gestaleikstjórar
eru Ástþór Ágústsson og Gael Le Cornec.
Leiklist
Maddid púslar
í Smiðjunni
Vala Ómarsdóttir
sem Maddid.
FOSSILS, eða Steingervingar,
er heiti myndlistarsýningar
sem Elín Edda Árnadóttir opn-
ar í dag í Studio Stafni í Ing-
ólfsstræti 6. Opnun sýning-
arinnar er hluti af dagskrá
Menningarnætur en opnunin
er klukkan 15.
Á sýningunni eru ný verk
eftir Elínu Eddu. Voru þau
unnin í Leifsbúð í Prag og í
Kjarvalsstofu í Parísarborg.
Verkin eru öll kolateikningar.
Auk myndlistarsköpunar er Elín Edda kunn
fyrir búningateikningar og vinnu við leikhús.
Opið er til klukkan 22.00 á Menningarnótt, og á
sunnudag. Sýningin stendur til 1. september.
Myndlist
Steingervingar í
kolateikningum
Eitt af verkum
Elínar Eddu.
„ÞETTA er margrætt verk
sem tengist innri og ytri veru-
leika,“ segir Pjetur Stef-
ánsson um verk sitt, seríu af
sjö ljósmyndum, sem hann á á
sýningu þeirra Þórs Sig-
mundssonar í Grafíksafni Ís-
lands, sal Íslenskrar grafíkur,
sem opnuð verður klukkan
16.00 í dag. Þór sýnir hins-
vegar sex skúlptúrverk.
Pjetur segir verkin unnin í
framhaldi af sýningu þeirra á sama stað í fyrra.
Grafíksafn Íslands er í Hafnarhúsinu, rétt eins
og Listasafn Reykjavíkur, nema hafnarmegin.
Sýningin stendur til 6. september en opið er laug-
ardaga og sunnudaga.
Myndlist
Ljósmyndir og
skúlptúrar
Verk eftir Pjetur
Stefánsson.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„ÞETTA er stórmerkilegt hús því
Alvar Aalto er einn þekktasti arkí-
tekt sem hefur byggt hús hér á
landi, sérstaklega fyrir 40 árum
þegar við vorum enn dálítið aft-
arlega á merinni í þessu en það
var margt að byrja að gerast,“
segir Leópold Kristjánsson, sem
er verkefnisstjóri vegna 40 ára af-
mælis Norræna hússins sem hófst
í gær og stendur út mánuðinn.
„Þetta hús var gjöf hinna Norð-
urlandaþjóðanna til Íslands og
markmiðið hefur alltaf verið að
tengja Norðurlöndin saman í
menningu. Stefnan er að taka þátt
í öllum þáttum menningarlífsins,
það á allt heima hérna, hvort sem
það er klassísk tónlist eða gjörn-
ingar eða eitthvað allt annað,“
bætir hann við.
En hvernig karakter er afmæl-
isbarnið? „Upprunalega svolítið
einmana í Vatnsmýrinni og frum-
kvöðull á sínum tíma, síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
mörg gallerí og tónlistarsalir verið
opnaðir í Reykjavík en Norræna
húsið er ennþá lifandi þáttur í ís-
lensku menningarlífi.“
Frá 1968 til 2018
Dagskráin stendur yfir í tíu
daga og eru sex dagar sérstaklega
helgaðir afmælisárum. Í gær
heimsóttu þeir Sigurður Pálsson
og Þórarinn Eldjárn hið sögu-
fræga ár 1968 aftur og hljóm-
sveitin sögufræga Pops kom sam-
an á ný. Stuðmenn komu fyrst
fram í sviðsljósið á áttunda ára-
tugnum og þeir spila á mánudag-
inn næsta kl. 20 á dagskrá helg-
aðri árinu 1978 þegar húsið varð
tíu ára. Auk þess munu Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
og Þorbjörn Broddason prófessor
leiða umræðu um norræna sam-
vinnu og hlutverk Norræna húss-
ins, en Þorbjörn talaði einmitt á
25 ára afmæli hússins og mun rifja
upp hvernig hlutunum hefur miðað
í norrænni samvinnu síðan þá.
Árið 1988 varð húsið tvítugt og
sama ár hlaut Thor Vilhjálmsson
Norðurlandaverðlaunin í bók-
menntum fyrir Grámosinn glóir.
Hann ræðir bókmenntir tímabils-
ins við Halldór Guðmundsson á
þriðjudaginn kl. 20 og Tómas R.
Einarsson og Ragnheiður Gröndal
flytja tónlist. Umhverfismál fóru
fyrst að komast í brennidepil fyrir
alvöru á tíunda áratugnum og
Andri Snær Magnason og Þor-
steinn Ingi Sigfússon ræða hvern-
ig þróunin hefur verið síðan á mið-
vikudaginn kl. 20, en það verða
sérstakir umhverfisdagar í húsinu
í september. Hjaltalín flytur tón-
list og gjörningalistamaðurinn
Charlotte Engelkes sýnir myndir.
Árinu 2008 er fagnað kl. 18.30 á
fimmtudag með sýningu áð-
urnefndrar Engelkes sem blandar
saman kabarett, uppistandi og
leikritun. Retro Stefson, Reykja-
vik! og FM Belfast spila á meðan
listhópurinn 128 Hands treður upp
í anddyrinu.
Framtíðin hefst svo á föstudag-
inn kl. 18.30. „Þá erum við að
veðja á framtíðina og finna bönd
sem eru nánast ekkert þekkt og
að stíga sín fyrstu skref,“ segir
Leópold um dagskrána helgaða
árinu 2018 þegar sveitirnar Sykur,
Ásgeir og Eysteinn & Sæi troða
upp sem og danska sveitin Skand-
als og listhópurinn Kúmíkat en all-
ir sem troða upp eru undir tví-
tugu. „Það væri gaman ef við
gætum svo fengið þau aftur í
fimmtugsafmælið,“ segir Leópold
að lokum.
40 ára afmælishátíð Norræna hússins stendur yfir út mánuðinn
Frumkvöðull í Vatnsmýri
Morgunblaðið/Golli
Framtíðin Stefán Finnbogason og Halldór Eldjárn skipa hljómsveitina Sykur sem spilar á dagskrá helguð árinu
2018 ásamt hljómsveitunum Ásgeiri, Eysteini & Sæja og dönsku sveitinni Skandal.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„FYRST og fremst veitir styrkurinn mér hugarró,“ segir Jó-
hann Nardeau trompetleikari, en hann er handhafi styrks
Minningarsjóðs Jean Pierre Jaquillat í ár. Jóhann segir
styrkinn feng á margþættan hátt; hugarróin er efst á blaði,
því við blasir að hann þurfi að fá nýjan trompet, og það er
ekki auðvelt á þessum tímum þegar evran er dýr. „Þetta er
rosalega gleðilegt og gaman að fá svona viðurkenningu. Það
er alltaf gott að fá klapp á bakið fyrir það sem maður gerir
en enn betra þegar einhver tekur af skarið og gefur manni
smápening,“ segir Jóhann. „Styrkurinn veitir mér öryggi og
ég get einbeitt mér að náminu.“
Í febrúar þreytti Jóhann inntökupróf í Parísarkonserv-
atoríið, einn virtasta tónlistarskóla heims. Eitt pláss var
laust fyrir trompetnema og 27 umsækjendur. „Ég var svo
heppinn að fá þetta eina pláss eftir þriggja umferða inntöku-
próf og í þessum fræga skóla byrja ég nú í haust. Þarna er
rjóminn af tónlistarfólki Frakklands, kennarar og nem-
endur. Ég verð lágmark þrjú ár í skólanum og útskrifast þá
með próf sem kallast Prix. Ég hlakka til samneytisins við
alla þá góðu nemendur sem eru þarna. Í trompetbekknum
eru stjörnur, fólk sem er komið í bullandi starfsframa og
komið með stöður hjá hljómsveitum og farið að vinna fyrir
sér með lúðrinum. Ég held að þetta verði mórölsk innspýt-
ing fyrir mig að kynnast fólki á hæsta plani. Ég held að
þetta verði alveg geðveikt.“
Jóhann er Frakki í aðra ættina. „Það verður æðislegt að
geta náð ennþá betri tökum á tungumálinni og kynnast bet-
ur frönsku hliðinni á sjálfum mér. Svo er alveg geðveikt að
vera í París.“
Ég held þetta verði alveg geðveikt
Jóhann Nardeau hlaut Jaquillat-styrkinn og komst gegnum nálarauga Parísarkonservatorísins
Nardeau Tuttugu og sjö kepptu um stöðuna sem hann fékk.
Á AUSTURVELLI verður boðið
upp á lifandi bókasafn milli 13
og 17 í dag. Það er rétt eins og
önnur bókasöfn, nema bæk-
urnar eru lifandi fólk að þessu
sinni. Bækurnar eru fulltrúar
ólíkra hópa í samfélaginu.
Í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur, Tryggvagötu 15, 6. hæð,
verður boðið upp á hina árlegu
Polaroid-myndatöku, í búningi,
fyrir framan stóra sérmálaða
leikmynd. Opið er til 22.00.
Í DAG er flugdrekagerð fyrir
börn í Norræna húsinu kl. 13,
Nýhil heldur fyrirlestur í tilefni
af ljóðahátíð, Ísland-Panorama
verður með atriði, Steinunn
Soffía Skjenstad og Solmund
Nystabakk flytja tónlist og Guja
Dögg stjórnar hringborði um
arkítektúr, en helgina 30.-31.
ágúst verður svo þriðja Alvar
Aalto-ráðstefnan um nútíma-
arkítektúr. Sent er út beint frá
Finnlandi og verða fyrirlestr-
arnir sýndir á stórum skjá í Nor-
ræna húsinu auk þess sem þeir
sem í Reykjavík sitja geta spurt
spurninga beint gegnum net-
tengdan búnað.
Önnur dagskrá