Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 19
MENNING
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„ÞEGAR ég var í MR labbaði ég
með ljóð inn á skrifstofu til Friðriks
Rafnssonar, sem þá var ritstjóri
Tímarits Máls og menningar. Hann
vildi alls ekki birta ljóðin en ég hét
því þá að ég myndi aldrei gefa út
ljóðabók nema ég fengi birt eftir
mig í Tímariti Máls og menningar.
Fyrir mér hefur Tímaritið því alltaf
verið ákveðinn mælikvarði á það
sem vel er gert og ég vona að það
verði það áfram í huga fólks,“ segir
Haukur Ingvarsson. Árið 2004 birt-
ist ljóðið „Herdísarvík III“ í TMM
og í framhaldinu gaf Mál og menn-
ing út fyrstu bók hans Niðurfall og
þættir af hinum dularfulla Manga.
Og nú hefur hann verið ráðinn
ritstjóri TMM frá og með næstu
áramótum. „Silja [Aðalsteinsdóttir,
fráfarandi ritstjóri] bauð mér þetta
starf. Við höfðum rætt um tímaritið
óformlega áður og hún vissi því að
ég hafði mikinn áhuga á ritinu.“
Haukur er næstyngsti ritstjóri
Tímaritsins frá upphafi og einungis
örfáum mánuðum eldri en Guð-
mundur Andri Thorsson var þegar
hann tók við ritstjórn þess. En mun
ritið yngjast að sama skapi? „Ein-
hvers staðar stendur að tímarit séu
rödd tímans og hlutverk þeirra sé
fyrst og síðast að fella tíðarandann
í orð, þessu er ég sammála. Það eru
hræringar í samtímanum sem þarf
að greina, útskýra og setja í sam-
hengi ýmist við það sem hefur
gerst áður eða á sér stað núna í
heiminum umhverfis okkur. Dag-
blöð, útvarp og sjónvarp birta nær-
myndir af líðandi stundu, tímarit
eins og Tímarit Máls og menningar
á að taka sér ögn lengri tíma til
umhugsunar, það á að draga saman
það sem gerst hefur á vettvangi
dagsins, mánaðarins, ársins eða
jafnvel aldarinnar komi það okkur á
annað borð við. Ef tímarit er gott
þá er það síungt, það á t.a.m. við
um tímaritið Birting og sömuleiðis
bestu árganga Tímarits Máls og
menningar. Og ég ætla að leggja
mig allan fram við að gefa út gott
tímarit.“
Fjöregg í tröllahöndum?
Hauk þekkja margir úr útvarps-
þættinum Víðsjá þar sem hann
verður í loftinu út október. En
hvernig er að yfirgefa útvarps-
húsið? „Ég lít ekki svo á að ég sé
að kveðja útvarpið því ég hef vakn-
að og sofnað út frá þeirri dagskrá
sem þar er boðið upp á frá því ég
man eftir mér – á því verður von-
andi engin breyting. Margir dýr-
mætir fjársjóðir íslenskrar menn-
ingar eru í safni útvarpsins og það
þarf að rækta af alúð ef við ætlum
okkur ekki að daga uppi sem sögu-
laust fólk. Á sama tíma iðar Út-
varpið af lífi, þar starfar fólk á ólík-
um aldri, með ólíka reynslu,
fjölbreytta menntun og mikinn
metnað.
Stjórnmálamenn tala um mik-
ilvægi útvarpsins vegna þess að
þeir vita að útvarpið skiptir fólkið í
landinu máli. Peningarnir fara samt
alltaf eitthvað annað og manni get-
ur virst sem stjórnvöld gangi að því
sem vísu að gæði dagskrár Rásar 1
haldist óbreytt vegna þeirrar ríku
hefðar sem þar er fyrir vandaðri
dagskrárgerð. Starfsfólkið heldur
þessa hefð í heiðri en það gerir það
á kostnað fjölskyldu sinnar og eigin
frítíma. Næst þegar talað er um
Rás 1 sem fjöregg þá ætti viðkom-
andi stjórnmálamaður að rifja upp
hvernig fór fyrir tröllunum í æv-
intýrunum sem ekki pössuðu upp á
sín fjöregg. Ég efast ekki um um-
hyggju þeirra en þeir verða að hafa
hugfast að það er mikil ábyrgð sem
hvílir á þeirra herðum, ég vil ekki
að þeir fari í vörn heldur sókn fyrir
hönd Útvarpsins,“ segir Haukur og
bætir við: „Samstarfsfólk mitt á
Rás 1, bæði dagskrárgerðar- og
tæknimenn, hefur kennt mér ótal-
margt auk þess að reynast mér
góðir vinir. Það er ekki leiðinlegt að
vakna á morgnana og halda rit-
stjórnarfundi með því skemmtilega
fólki sem stýrt hefur Víðsjá en nú
held ég til nýrra starfa og það geri
ég fullur tilhlökkunar.“
Haukur Ingvarsson verður næsti ritstjóri TMM
Að greina samtímann
Morgunblaðið/hag
Síungt rit Haukur verður næstyngsti ritstjóri TMM frá upphafi.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„IÐKUN þjóðlagatónlistar er mjög
almenn í Tékklandi. Þetta er tónlist
almennings og þegar tveir Tékkar
hittast er sungin þjóðlagatónlist,“
segir Eydís Franzdóttir um þjóð-
lagahefð Tékka en henni geta gestir
fengið að kynnast á Þjóðlagahátíð í
Árbæjarsafni á sunnudag.
Þar mun þjóðlagahópurinn Osm-
inka frá Prag leika, syngja og dansa
en hópurinn er skipaður börnum og
unglingum frá virtum tónlistarskóla
þar í borg. „Osminka hefurs tarfað
frá 1999 og eru börnin sérhæfð í að
flytja þjóðlagatónlist og gera það af
mikilli ánægju, klædd í litríka þjóð-
búninga,“ segir Eydís sem skipu-
leggur viðburðinn.
Hefðirnar bornar saman
Ekki er nóg með að njóta megi
tékkneskrar þjóðlagahefðar heldur
verður íslensk þjóðlagatónlist á sín-
um stað: „Hugmyndin er að blanda
saman menningu þessara tveggja
Tékknesk-íslensk
þjóðlagaveisla
Gleðigjafar Rík og útbreidd þjóðlagahefð er í Tékklandi.
landa og þess vegna höfum við feng-
ið til liðs við okkur danshópinn Spor
úr Borgarfirði til að sýna íslenskan
þjóðdans við harmonikkuundirleik
og söng. Einnig ætla Bára Gríms-
dóttir og Chris Foster, sem saman
mynda dúóið Funa, m.a. að leika á
langspil og íslenska fiðlu.“ Við bæt-
ist svo hópur 9 ára barna úr Laug-
arneshverfinu sem bregða á leik. Fé-
lagsskapurinn Faldafeykir sýnir
íslenska faldbúninginn og býður
börnum að máta, eldsmiður verður
við störf, tálgað og unnið úr ull.
Fjörug og glaðleg
Eydís segir mjög gaman að fylgj-
ast með Osminka og gaman verður
að bera saman hefðir landanna
tveggja. „Tékknesk þjóðlagatónlist
er glaðleg og fjörug, umfram allt
ætluð til skemmtunar og þegar
Osminka fara af stað skín bros úr
hverju andliti,“ segir hún en með-
limir hópsins spila m.a. á tékkneska
sekkjapípu og hið óvenjulega hljóð-
færi vosenbuch.
Dagskráin hefst kl. 13.
STÓRAR svartar tréristur Magda-
lenu Margrétar Kjartansdóttur í
STARTART listamannahúsi sýna á
táknrænan hátt samruna manns og
trés sem vekur athygli á þekktri
líkingu mannkyns við tré, rætur
þess og greinar. Þrátt fyrir að við
tölum almennt um rætur okkar og
ættartré sem línuleg ferli þá mynd-
gerir Magdalena eilífa hringrás
tímans í myndum sínum sem vísar í
fornan tímaskilning sem byggist á
eilífri endurnýjun náttúrunnar.
Þessi tímaskilningur hefur sótt í
sig veðrið eftir að stórlega hefur
dregið úr trú á línulega þróun
mannsins og sögunnar sem og
Biblíunnar.
Myndirnar eru skornar og prent-
aðar af mikilli afslöppun og leikni
sem sýnir hversu góð tök Magda-
lena hefur á miðlinum. Myndefnið
sjálft er einfalt með náttúrutengdu
trúarlegu yfirbragði sem minnir á
forna gyðjudýrkun. Hætta er á að
svo almennar skírskotanir í einfald-
ar þekktar myndlíkingar missi
marks. Magdalena hefur oft valið
persónulegri útfærslu með dýpri
sálrænni undirtóni í myndum sín-
um en nú.
Það er ánægjulegt að sjá svart-
list blómstra innan um fjölbreyti-
leika íslenskrar myndlistarflóru
samtímans.
Rætur manns
og greinar
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
START ART listamannahús
Laugavegi 12b.
Sýningin stendur til 27.ágúst. Opið
þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17.
Magdalena Margrét Kjartansdóttir,
SVART LIST, tréristur
bbbnn
Í TVEIMUR aðskildum rýmum
START ART sýna listakonurnar
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þór-
dís Jóhannesdóttir innsetningar sem
í byrjun voru höfundarverk hvorrar
fyrir sig. Á hverjum degi breyta þær
innsetningunum og gefa sér það
frelsi að vinna inn á eða með verk
hvor annarrar svo heildin er háð sí-
breytilegu sameiginlegu frjálsu ferli.
Spurningin um höfundarverk varð
áleitin í menningarumræðunni á
seinni helmingi síðustu aldar og er
enn. Sá þáttur innsetningarinnar
ásamt því tilraunakennda ferli sem á
sér stað meðan á sýningunni stendur
er vissulega skemmtilegur þótt
áhorfendur sjái oftast bara eina út-
gáfuna. Það er mikill metnaður lagð-
ur í innsetningarnar sem hvor um
sig samanstendur af einskonar fjöl-
tæknilegum vegg þar sem mismun-
andi miðlar eru notaðir og klipptir
saman í eina heild. Myndbönd sem
er varpað inn í heildina bæði aft-
anfrá og að framan spila með ljós-
myndum og máluðum flötum sem
kallast aftur á við síbreytilegt
skuggaspil og speglun úr umhverf-
inu.
Verkin hafa ekki síður skírskotun
í arkitektúr, hönnun og sviðs-
myndagerð en í myndlist og styrkur
þeirra felst í því að þær stöllur hafa
náð góðum tökum á tæknilega sjón-
rænni framsetningu miðlanna og
skapað myndræna stemmingu sem
vísar í eilíft flökt augans. Þó er ekki
laust við að það vanti einhvern
herslumun til að verkin verði eft-
irminnileg. Umgjörð verkanna er
kannski of niðurnjörfuð til að leik-
urinn og tilraunirnar nái sér á strik
um leið og framkvæmd leiksins gref-
ur undan ígrundaðri endanlegri nið-
urstöðu.
Listakonurnar báðar eru nýlega
útskrifaðar úr listnámi og hafa strax
gert sig gildandi í íslensku sýning-
arhaldi.
Ruglað saman reitum
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
START ART listamannahús
Laugavegi 12b
Sýningin stendur til 27.ágúst. Opið
þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13–17.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jó-
hannesdóttir – Innsetning blönduð tækni
bbbnn
Fjöltæknilegt Mikill metnaður er lagður í innsetningarnar.