Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 24
Ber eru góður kostur í margamatarrétti auk þess að veraheilsusamleg fæða með af-brigðum. Ber eru nefnilega auðug að vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og andoxunarefnum eins og C- og E-vítamíni. Andoxunarefni hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans sem talin eru stuðla að hrörnun og eru tengd mynd- un sjúkdóma eins og krabbameins og æðakölkunar. Svo eru ber einnig trefjarík og því góð fyrir meltinguna. Ef flett er upp í gömlum grasabók- um má sjá að Íslendingar hafa lengi haft trú á virkni bláberja. Þetta hefur nú verið staðfest með vísindarann- sóknum og því ekki eftir neinu að bíða. Gaman er að gefa ungbörnum maukuð bláber, þeim þykja þau al- mennt góð og þau geta hjálpað til við magavandamál eins og niðurgang og harðlífi. Hægt er að borða berin strax í mó- anum eða taka með sér heim og gæða sér á ferskum. Þá eru þau bragðmest við stofuhita þótt ráðlegt sé að geyma ber í lokuðu íláti í kæli standi til að geyma þau í nokkra daga. Margir sulta og safta ber og það getur verið bæði skemmtilegt og hlýlegt að draga fram gómsæta sólarsultu í vetur. Ber má hins vegar líka nota í ýmislegt annað. Þau eru góð í hrásalöt með mat, í ávaxtasalöt, pæ, kökur, múffur, salsa, sósur, pottrétti, marineringu og margt fleira. Það er bara að prófa sig áfram. Bláber og lambakjöt eiga mjög vel saman, sólber og nautakjöt og rifsber og feitur fiskur eða hvað finnst þér? Blái grísalundar- pottrétturinn Þessi réttur kemur á óvart því hann er virkilega gómsætur. Fyrir 4 400 g grísalundir, skornar í sneiðar 2 msk. matarolía 150 g sveppir 1 knippi vorlaukur 2 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar 2 dl vatn 1 msk. kjúklingakraftur 1½ dl matargerðarrjómi 1 msk. tamarisósa 3 msk. maízenajafnari 2 dl fersk bláber nýmalaður svartur pipar eftir smekk Skerið grísalundirnar í sneiðar og steikið í matarolíunni, setjið sveppi út í og látið þá steikjast í stutta stund. Saxið vorlaukinn og setjið saman við ásamt hvítlauk og steikið stutt. Setjið niðursoðna tómata, vatn og kraft út í og látið sjóða saman í u.þ.b. 10 mín- útur. Setjið þá matargerðarrjóma og tamarisósu saman við og jafnið með maísenajafnaranum. Blandið berj- unum saman við og smakkið til með svörtum pipar. Gott að bera fram með hrísgrjónum og brauði og góðu fersku grænmeti. Hressandi orkudrykkur 3-4 glös 5 dl haframjólk (vel köld) 2 dl fersk bláber ½ tsk. rifið ferskt engifer örlítið af límónusafa Setjið allt í matvinnsluvél og mauk- ið saman. Setjið klaka í glös og hellið drykknum yfir. Gaman er að skreyta með smávegis rifnu límónuhýði eða heilum berjum en það þarf auðvitað ekki. Ótrúlega hressandi drykkur. Bláberjarjómaostur 150 g rjómaostur til matargerðar eða delfí-ostur 1 dl fersk bláber Setjið í matvinnsluvél og fáið þenn- an fallega bláa ost. Gaman að skreyta brauð sem smurt er með þessum osti með heilum berjum. Bláberjadesert Ber og rjómi eru gullin samsetning en það eru ekki allir sem vilja eða mega borða rjóma. Hér er önnur hugmynd fyrir þá sem vilja forðast rjómann eða bara prófa eitthvað nýtt og gómsætt Fyrir 4 2 dl kasjúhnetur 1 dl nýkreistur appelsínusafi (má nota appelsínu-, gulrótar- og sítrónusafa) ½ dl döðlur 8 dl fersk bláber fersk mynta Setjið kasjúhnetur og döðlur í skál og látið renna kalt vatn þannig að rétt fljóti yfir. Setjið í kæli og látið standa í u.þ.b. fjóra tíma (til að mýkja). Síið vatnið frá og setjið í matvinnsluvél ásamt appelsínusafanum og maukið saman þar til mjúkt krem hefur myndast. Berið fram kalt með berj- unum. Smávegis fersk mynta gerir þetta bara betra en henni má líka sleppa. Bláberjaglansandi kjúklingabringa Fyrir 4 2 dl bláber 1 dl hrásykur 2 msk. piparrót (í rauða pakkanum) 1 tsk. fljótandi kjúklingakraftur ¼ tsk. salt 4 kjúklingabringur 3 msk. ólífuolía Setjið bláber, hrásykur, piparrót, kjúklingakraft og salt í pott og sjóðið saman í u.þ.b. 10 mínútur. Raðið Berjasalsa Bragðast frábærlega vel með grilluðu kjöti. Bláberjadesert Góð tilbreyting frá berjum og rjóma. Morgunblaðið/Kristinn Blái grísalundarpottrétturinn Lostæti sem kemur skemmtilega á óvart. Geggjað salat með hjúpuðum túnfisk Íslensk-asískur bræðingur. Bragðgóðir berjaréttir fyrir Það er einstaklega gott fyr- ir sálina að fara í berja- mó, sitja í kyrrð og ró einn með sjálfum sér að tína ber. Það er líka, segir Heiða Björk Hilmisdóttir, á „krepputímum“ afar hagkvæmur kostur að geta farið út í náttúruna og náð sér í ókeypis mat. matur 24 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.