Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 25
kjúklingabringum í ofnfast mót, hell-
ið ólífuolíu yfir og steikið í ofninum
við 180°C í 15 mínútur. Takið þá út og
penslið bláberjasósunni yfir og steik-
ið þar til kjöthitamælir sýnir 65°C
kjarnhita. Ef mótið er þurrt má setja
smávatn í botninn meðan á steikingu
stendur. Berið fram með góðu græn-
metissalati, kúskús eða hrísgrjónum.
Berjasnafs
Þetta er sænsk uppskrift sem má
breyta fram og til baka eins og manni
dettur í hug. Það má nota hvaða teg-
und sem er af berjum, margir nota
rifsber en það er ekki síðra að nota
bláber, hindber, jarðarber eða sólber.
5 dl fersk bláber
2 dl hrásykur
3 dl vodki
Setjið sykur og bláber í stóra
krukku með loki eða skál með loki,
hrærið saman og hellið vodkanum yf-
ir og hrærið í þar til sykurinn hefur
leyst upp. Setjið lokið á og látið
standa í 1-2 vikur og hrærið í annað
slagið (gjarna á hverjum degi).
Eftir þennan tíma er
ágætt að setja krukkuna á
kaldan stað í 1-3 mánuði
eða þar til tími er kominn
til að smakka. Þá þarf að sigta líkjör-
inn, fyrst í gegnum sigti og að síðustu
í gegnum kaffipoka og hellið á flösku.
Geggjað salat með
hjúpuðum túnfiski
2 msk. hvít sesamfræ
1 msk. svört sesamfræ
2 msk. maldonsalt
1 tsk. paprikuduft
3 msk. ólífuolía
400 g túnfiskur
10 dl ferskt blandað salat
1 dl ferskt kóríander, saxað
2 dl fersk bláber
5 vorlaukar, saxað
1 kúrbítur (ferskur)
10 kokteiltómatar
1 límóna
½ msk. ólífuolía
½ msk. tamari-sojasósa
Blandið saman sesamfræjum, salti
og papriku. Rúllið túnfiskinum upp
úr kryddblöndunni. Hitið olíuna á
pönnu og steikið túnfiskinn snöggt
þannig að hann brúnist að utan en sé
enn hrár að innan. Leggið fiskinn til
hliðar. Setjið blandað salat í skál
ásamt kryddi, bláberjum og söxuðum
vorlauk. Afhýðið kúrbítinn og skerið í
ræmur með kartöfluskrælara. Setjið
út í salatið ásamt kokteiltómötum
skornum þvert. Hrærið saman safa
úr einni límónu, ólífuolíu og tamari-
sósu. Hellið sósunni yfir salatið. Rað-
ið túnfiskinum yfir og njótið.
Berjasalsa
Þetta salsa er alveg frábært með
grilluðu kjöti eða fiski. Gómsæt
vítamínsósa.
Fyrir 4
3 tómatar
½ laukur, smátt saxaður
1 dl ferskt kóríander, saxað
1 tsk. hrásykur
½ tsk. maldonsalt
örlítill nýmalaður svartur pipar
2 msk. ólífuolía
2 dl fersk bláber
Skerið tómata, lauk og kóríander
smátt og blandið saman með salti,
sykri og pipar. Hellið ólífuolíu saman
við og látið standa í um það bil
klukkutíma áður en borið er fram.
Rétt áður en salsað er borið fram er
berjunum blandað varlega saman við.
Bláberjarjómaostur Hollt og gott.
sál og líkama
Bláberjaglansandi kjúklingabringa Passar vel við cous cous og salat.
Orkudrykkur
Hressandi
berjabomba.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 25
- kemur þér við
Sæstrengur hjá Surtsey
vafðist fyrir ráðherra
Skrifa undir óskiljanleg
skjöl hjá sýslumanni
Ísland á toppnum en
Evrópa á niðurleið
Svava Johansen leggur
tískulínur haustsins
Arnar Grétar í Sign
strippaði á Gay pride
Djúpsteiktar hunda-
súrur er lostæti
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Karl af Laugaveginum yrkir:
Við sólarupprás á mig leit
og ekki duldist mér;
drjúgt er það sem Dagur veit
og Dagur veit af sér.
Bragi Sveinsson ættfræðingur
orti hringhendu á sínum tíma:
Dagur bjartur gekk um garð,
glataði skarti sínu.
Nóttin svarta nöpur varð
næddi að hjarta mínu.
Og Sveinbjörn Beinteinsson
allsherjargoði:
Bjartur dagur hægt og hljótt
heim að dyrum gengur.
Þó er eins og þessi nótt
þyrfti að endast lengur.
Hallmundur Kristinsson fylgdist
með lyklaskiptum í Ráðhúsinu að
norðan:
Haldin munu hanastél.
Hrókeringar tíðar.
Allt er gott sem endar vel
– einhverntíma síðar.
VÍSNAHORN
pebl@mbl.is
Dagur og sólarupprás