Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 29
Gleði Þau voru ekki með bauga yfir höfðum sér heldur íslenska fánann, börnin á leikskólanum Geislabaugi í gær. Þau fylgdust spennt með íslenska hand-
boltalandsliðinu spila undanúrslitaleik við Spánverja á Ólympíuleikunum í Peking. Það var svo sannarlega ástæða til að fagna sigri Íslendinga í leikslok.
G. Rúnar Blog.is
Bryndís Gunnlaugsdóttir | 22. ágúst
Hærri húsaleigubætur
eða lægri leigu
Ég hef verið á leigumark-
aðnum síðustu 5 til 7 árin
og staðreyndin er bara sú
að leiguverð er einfald-
lega of hátt í dag. Ein-
hleyp manneskja hefur
einfaldlega ekki efni á því að leigja íbúð á
yfir 100.000 kr. á mánuði sérstaklega
þegar húsaleigubæturnar eru aðeins
brotabrot.
Eins og staðan er í dag þá eru margir
einhleypir í vandræðum, það er of dýrt
að leigja einn, en það er líka varla hægt
að kaupa íbúð nema vera tveir saman
um kostnaðinn.
Miðað við það sem ég hef séð í fjöl-
miðlum þá hefur sjaldan eða aldrei verið
eins mikið af leiguíbúðum auglýst. En
þeir sem þurfa á leiguíbúðum að halda,
t.d. námsmenn, þeir hafa einfaldlega
ekki efni á því að borga þessa leigu.
Ég vona að þeir byggingaverktakar
sem eru að fara inn á leigumarkaðinn
sjái sóma sinn í því að hafa leiguverðið í
lægra lagi en í staðinn munu þeir geta
valið um góða leigjendur sem geta stað-
ið í skilum. Alla vega tel ég vera betri
bransa í því að geta leigt út allar íbúð-
irnar og fá ávallt greitt heldur en að
leigja út fáar íbúðir og leigjendur lendi í
greiðsluerfiðleikum eftir nokkra mánuði.
Meira: bryndisgunnlaugs.blog.is
Pjetur Hafstein Lárusson | 22. ágúst
Steinn Steinarr LXIII
Í síðustu viku var ég að
velta því fyrir mér hvers
vegna opinberir aðilar
gera ekkert til að minnast
aldarafmælis Steins, eftir
allt tilstandið á tveggja
alda afmæli Jónasar Hallgrímssonar árið
2007. Auðvitað hef ég ekki fundið á
þessu nokkra skýringu. Þó sakar ekki að
velta málinu fyrir sér.
Vitanlega er ég ekki að agnúast út í
hátíðarhöldin til heiðurs Jónasi; þó nú
ekki væri. Þeir Jónas Hallgrímsson og
Steinn Steinarr eiga það sammerkt að
báðir vega þeir að yfirvöldum síns tíma,
hvor með sínum hætti. ...
Meira: hafstein.blog.is
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 22. ágúst
Gamli sjálfstæð-
isflokkurinn …
Það er til fullt af eldra
fólki sem kýs ennþá Sjálf-
stæðisflokkinn af því að
það man einhvers staðar í
afkimum hugans eftir
flokki sem sagðist standa
vörð um velferðarsamfélagið og sem
sagðist vera flokkur allra stétta. Það var
fullt af verkafólki sem kaus Sjálfstæð-
isflokkinn í gamla daga, af því að það
trúði því í einlægni að flokkurinn stæði
vörð um hagsmuni þeirra smáu, ekki síð-
ur en þeirra háu. ... En gamla fólkið held-
ur áfram að kjósa.
Meira: ingibjorgelsa.blog.is
Samkvæmt gamalli
skilgreiningu fela listir
eða listiðkun í sér
einhvers konar eft-
iröpun raunveruleikans.
Oft þykir manni þó
t.a.m. erfitt að finna
„konkret“ fyrirmyndir í
fjölskrúðugum mynd-
listarheimi samtímans.
Það er enda oft vand-
kvæðum bundið að átta
sig á hvað verið sé að
fara og hvað sum verkin eigi að fyr-
irstilla.
Slíku skilgreiningarvandamáli er
þó síður fyrir að fara hvað viðkemur
fossa-útspili Ólafs Elíassonar í New
York. Hann hefir meira að segja
uppljóstrað í viðtali að hluti þeirra
fjögurra fossa, sem
dreifðir eru um borg-
ina, byggist á íslensk-
um fyrirmyndum. Og
líkt og listrænum eft-
irlíkingum er al-
mennt ætlað eiga
þessar að vekja fólk
til umhugsunar og
vekja óræðar tilfinn-
ingar.
Nú eru flestir sam-
mála því að nátt-
úrufyrirbrigði eins og
t.d. vatnsföll séu (eða
geti verið) falleg,
stórbrotin o.s.frv. í sjálfu sér og ekki
sé nauðsyn á að kryfja þá fullyrð-
ingu til mergjar með það augnamið
að komast að því hvað geri fyr-
irbrigðið jákvætt séð lýsing-
arorðavænt. Þau eru því á óræðu
sviði hvað sem öllum náttúruvís-
indum líður. Vissulega geta svo
náttúruundur vakið mannskepnuna
til umhugsunar um svo margt;
smæð mannsins, tilgang lífsins. Er
ýmislegt sammerkt með náttúru og
listum.
Ég ímynda mér að fossaverk
Ólafs sé fært um að kalla fram svip-
aðar tilfinningar (hefi ekki upplifað
það sjálfur), enda er fallandi vatn í
grunninn kannski ekki svo flókið og
því „meikar“ það í sjálfu sér ekki
„diff“ hvort fossarnir séu hand-
gerðir eða raungerðir. Liggur þetta
þá ekki í augum uppi?
Ja, ekki ef maður leyfir því ekki
að liggja í augum uppi. Eins og
flestallt sem viðkemur mannlegri til-
veru er hægt að velta fyrir sér
hlutnum endalaust og lesa eitthvað
úr þeim, bæði eitthvað sem augljóst
má þykja og eitthvað sem er algjört
aukaatriði eða fyrir utan málið.
Mér finnst það t.d. merkilegt að
möguleiki sé á túrhestavænum báts-
ferðum til að berja eftirlíkingarnátt-
úruundrin augum, svona kannski
líkt og þegar farið er út fyrir borg-
armörkin til skoða Skógafoss, svo
flakkað sé á milli ólíkrar náttúru.
Helsti munurinn er náttúrlega sá að
Ólafs-vatnsföllin eru innan borg-
armarka (fyrir utan það að þau í
New York eru handgerð).
Líklega upplifa ótrúlega mörg
okkar náttúruna nær einvörðungu
gegnum sjónvarp. Það er náttúrlega
fínt að þurfa ekki að vera plagaður
af fylgifiskum útiverunnar, sem geta
birst í formi rigningar eða mosk-
ítóflugna. Auk þess kemst maður yf-
ir svo miklu meira af náttúru í gegn-
um tækið heldur en ella. Er það og
fjárhagslega hagkvæmara. Lyk-
ilorðið hér er neysla í heimi sem,
sakir almennra hagkvæmissjón-
armiða, vill hafa allt staðlað stöðugt
og neytendavænt.
Gefum okkur nú að náttúran sé
eitthvað sem er því að gera ósnortið
af mannavöldum. Gefum okkur að
upplifun manns af náttúrunni sé
ekki sönn nema maður sé í persónu-
legu návígi við hana; sönn náttúra sé
með ósnortið meyjarhaft og kalli
fram náttúrulegar tilfinningar. Miðl-
uð náttúra sé plat og þar af leiðandi
séu þær tilfinningar sem miðlar
miðla ónáttúrulegar en að sama
skapi aðgengilegar og neysluvænar.
Gæti þá ekki verið að fossarnir
kalli fram eftirlíkingu af óræðum til-
finningum; óræðum aðgengilegum
og neysluvænum tilfinningum? All-
tént fór ég að pæla í því.
Eftir Ólaf Guðstein
Kristjánsson » Gæti þá ekki verið að
fossarnir kalli fram
eftirlíkingu af óræðum
tilfinningum; óræðum
aðgengilegum og
neysluvænum tilfinn-
ingum?
Ólafur Guðsteinn
Kristjánsson
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Ó! Náttúra, ó-náttúra
Þeir, sem hafa að undanförnu haft
uppi stór orð um að stjórnvöld hafi
ekki brugðist við því efnahagsástandi
sem nú ríkir, hafa einfaldlega ekki
verið að fylgjast með eða horfa vilj-
andi framhjá staðreyndum. Hér skal
því rifjað upp fyrir viðkomandi að-
ilum og öðrum nokkrar mikilvægar
aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar
og Seðlabankans það sem af er ári.
14. janúar rýmkaði Seðlabankinn
reglur um verðbréf sem teljast veð-
hæf í þeim tilgangi að bæta aðgengi
fjármálastofnana að lausafé. Meðal nýrra veðhæfra
verðbréfa voru bréf í erlendum gjaldmiðli, auk þess
sem rýmkaðar voru reglur um sértryggð skulda-
bréf. 17. febrúar var sett í gang aðgerðaáætlun
tengd kjarasamningum og eru í henni atriði sem
vega á móti þrengingum í efnahagsmálum, svo sem
hækkun persónuafsláttar umfram verðuppfærslu.
Við það ættu ráðstöfunartekjur að hækka. Tekju-
skattur á fyrirtæki var einnig lækkaður, sem ætlað
er að auki arðsemi og umsvif fyrirtækja og bæti
samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þann 13.
mars var kynntur viðauki við samgönguáætlun sem
fól í sér að flýta ákveðnum stórum verkefnum í
samgöngum og aðgerðum í flug- og siglingamálum.
Því til viðbótar var strax farið í átak í fjarskipta-
málum. Allt þetta skiptir máli. 16. maí var gert
kunnugt um skiptasamninga seðlabanka Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, sem fela í sér svokallaða
lánalínu á milli Seðlabankans og bank-
anna þriggja, metið á u.þ.b. 500 millj-
ónir evra við hvern banka. 29. maí
heimilaði Alþingi ríkissjóði að taka allt
að 500 milljarða króna að láni eða
jafnvirði þess í erlendri mynt. Nýta
má heimildina til töku erlends láns
sem endurlánað yrði Seðlabankanum
til þess að styrkja gjaldeyrisforðann
og eða til aukinnar útgáfu ríkisverð-
bréfa á innlendum markaði. 20. júní
var gripið til ráðstafana á lána- og
fjármálamörkuðum sem eru hugsaðar
til þess að stuðla að auknum við-
skiptum á bæði fasteigna- og gjald-
eyrismörkuðum og draga úr verðlækkun á fast-
eignamarkaði. Þetta veitir fjármálafyrirtækjum
möguleika á að koma húsbréfum sínum í verð og
bæta þannig lausafjárstöðu sína. Þetta felur einnig
í sér opnun á umbreytingu lána til að fjölga leigu-
íbúðum, sem er jákvætt við núverandi aðstæður.
Hinn 27. júní var fyrsta skrefið tekið í viðbót-
arútgáfu skuldabréfa ríkisins á bréfum til styttri
tíma, sem nemur allt að 75 milljörðum króna og er
mikilvægt skref til að styrkja íslensku krónuna.
Svokölluð krónubréfaútgáfa hafði á þessum tíma
nánast lagst af og á meðan lenda sum þeirra bréfa á
gjalddaga, en við þær aðstæður er hætta á að virði
krónunnar lækki enn frekar. Aðgerðirnar eiga því
að auka möguleika til áframfjárfestingar hér á
landi og hemja fall krónunnar, sem er nauðsynlegt í
baráttunni við verðbólguna. 1. júlí kom til fram-
kvæmda niðurfelling stimpilgjalda vegna kaupa á
fyrstu íbúð, sem var ákvörðun í tengslum við kjara-
samninga. Það hefur strax sýnt sig að þessi ákvörð-
un var rétt, hún hefur dregið úr kostnaði þeirra
sem eru að kaupa sér húsnæði og virðist sem hún
hafi einnig leitt til aukinna viðskipta á húsnæð-
ismarkaðnum. Þessu til viðbótar má svo benda á að
gjaldeyrisvaraforðinn var aukinn um liðlega 12 pró-
sent í júlímánuði, fyrst og fremst með víxlaútgáfu
og hefur því gjaldeyrisviðbúnaður Seðlabankans
verið fjórfaldaður á innan við tveimur árum.
Þessi upptalning mín ætti að slá á þær gagnrýn-
israddir sem uppi hafa verið um aðgerðaleysi
stjórnvalda og hafa verið að mínu mati ósann-
gjarnar. Það er einfaldlega þannig að vanda þarf
verulega til verka þegar brugðist er við þeim að-
stæðum sem komið hafa upp í efnahagskerfinu
bæði hér á landi og víðast hvar í hinum vestræna
heimi. Ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn hafa
mikla samvinnu sín á milli og við aðra aðila um að
koma jafnvægi á efnahag okkar Íslendinga sem
allra fyrst og eru vakin og sofin yfir því verkefni.
Ásakanir um annað eru einfaldlega rangar.
Eftir Árna M. Mathiesen » Þessi upptalning mín ætti að
slá á þær gagnrýnisraddir
sem uppi hafa verið um aðgerða-
leysi stjórnvalda og hafa verið
að mínu mati ósanngjarnar.
Árni M. Mathiesen
Höfundur er fjármálaráðherra.
Aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum