Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ER nýbúinn að
fá grein eftir mig birta
á umræðusíðum Mogg-
ans og ætlaði ekkert
að fara að senda inn
meira efni strax. En
þegar svona pistill
kemur fyrir almenning
eins og pistill Ragnars
Halldórssonar föstudaginn 15.
ágúst, þá spyr maður sig: Er svona
gunnhyggni ástæðan fyrir fylgi
íhaldsins á Íslandi? Er til fólk sem í
alvöru trúir því að góðærið sé sjálf-
stæðismönnum að þakka? Eru störf
Geirs H. Haarde yfir gagnrýni haf-
in? Í fúlustu alvöru þá hefði ég trúað
þessu upp á sjö ára krakka að tala
um pabba sinn en ekki fullorðinn
mann, að tala um
stjórnmálamann. Veit
Ragnar hvað hann er
að gera flokknum sín-
um mikinn óleik með
svona barnalegri álits-
gerð? Ég mundi í al-
vöru skammast mín
fyrir að titla mig sjálf-
stæðismann hér eftir.
Sko … skipið sem Geir
siglir er gottveðurskip,
samkvæmt Ragnari,
sem er á leiðinni inn í
vont veður og vonda
veðrið er ekki Geir að kenna af því
Geir getur bara smíðað gottveð-
urskip en góða veðrið er Geir að
þakka af því Geir er góður pabbi og
það er bannað að skamma góða
pabba þegar gottveðurskipið liggur
við bryggju í vonda veðrinu sem
vondi kallinn bjó til. Geir þarf bara
að veifa hendinni, þá kemur gott
veður, þá er hægt að láta úr höfn og
setja í álfisk, virkjanafisk, og alla
hina fiskana sem hjálpa okkur að
halda vöruskiptajöfnuðinum í mínus
sem veldur áframhaldandi geng-
islækkunum sem heldur uppi fall-
andi gengi sem heldur uppi verð-
bólgunni sem réttlætir háa
stýrivexti sem heldur uppi tekjum
bankanna. Einfalt, skilvirkt, snjallt
og engan grunar neitt. Og það er
líka bannað að skamma Jóhannes
afa þótt strákurinn hans sé að fljúga
á flugvélinni sinni í útlandið að
kaupa allan heiminn. Hann er góður
líka og pabbi hans gaf honum pen-
inginn, hann stal honum ekkert frá
þeim sem áttu allar FL-flugvélarnar
með honum, það er ekki satt. Hann
Jóhannes afi græddi sko eiginlega
ekkert á því að selja okkur mat og
borgaði nýju búðirnar allar sjálfur
og gaf fátæka fólkinu að borða líka
fyrir afganginn. Og bankamennirnir
eru líka góðir, þeir lána fólki fyrir
nýja húsinu og nýja bílnum og líka
nýja hjólhýsinu og líka sum-
arbústaðnum.
Ragnar! Skammastu þín ekki fyr-
ir að bera svona á borð fyrir lands-
menn? Skammastu þín ekki fyrir að
halda því fram að alþjóð sé svona
tröllheimsk? Geir H. Haarde sigldi
þjóðarskútunni, sem Davíð, Halldór
og Geir sem fjármálaráðherra voru
búnir að sigla á í gegnum mörg góð-
viðristímabil, til hafnar áður en
hvessti, svo við höldum áfram á
þinni myndlíkingabraut. Davíð og
Halldór borguðu niður skuldir rík-
isins í góðærinu sem segir til um
fyrirhyggju þeirra en þeir gleymdu
hins vegar að setja bönd á fjársjúka
menn sem nú ganga lausir í þjóð-
félaginu sem virkar á sama hátt og
ef þeir hefðu opnað ÁTVR með
ódagsettan frímiða fyrir alkóhólista.
Það sem er að er það, að til að þjóð-
arskútan gegni sínu hlutverki þarf
að láta aftur úr höfn. Það fiskast
ekkert nema látið sé úr höfn og
veiðarfærunum sleppt fyrir borð.
Og það sem skipstjórinn þarf að
átta sig á er, að það er fullt af fiski í
sjónum
Aðgerðir sem vantar strax til að
bjarga heimilunum í landinu:
Fryst verðlag og laun til að
stöðva verðbólgu á meðan fjár-
málakerfið er að jafna sig eftir
hvassviðrið.
Að vextir lækki til jafns við ná-
grannalöndin. Ef setja þarf ný lög
um seðlabankann og fækka banka-
stjórunum til þess, þá hvað með
það?
Að verðtryggingin, sem er að
sliga fyrirtækin og þó aðallega
heimilin í landinu, verði aflögð.
Heimilin, sem ég hélt að væru
grunnurinn í sjálfstæðishugsuninni
til að frjálsa fjármálakerfið þeirra
gengi upp. Er neytandinn í hinu
nýja íhaldsskipulagi orðinn óþarfur?
Eða er „kreppan“ partur af pró-
gramminu svo hægt sé að sölsa und-
ir sig fullt af fyrirtækjum fyrir lítinn
aur og rétta svo vinum og kunn-
ingjum á gjafverði? Eru heimilin
sem fara forgörðum í aðgerðunum
þá bara eðlilegur fórnarkostnaður?
Að virkri samkeppni verði komið
á fót í olíugeiranum, bankageir-
anum, milli fjármögnunarfyr-
irtækja, matvörugeiranum og á öll-
um þeim sviðum sem kemur
neytandanum til góða svo hann geti
haldið áfram að halda þjóðfélaginu
gangandi með því að vekja neyt-
endasamtökin af hinum langa svefni
og fjármálaeftirlit verði eflt til
muna.
Tilrauninni með fljótandi krónu
verði hætt samstundis þar sem út-
séð er með að það gangi upp nema
til að offóðra íslensku bankana.
Sjálfstæðishugsun þín Ragnar er
trú og sterk og slík trúmennska á
alla mína virðingu þótt óbeit mín sé
óneitanlega til staðar.
Ertu ekki ennþá búinn að átta þig
á því að neytandinn borgar allan
brúsann á endanum? Þarf þá ekki í
sjálfstæðishugsjóninni að hlúa að
neytandanum númer eitt svo hann
eigi fyrir brúsanum? Og annað sem
er gott að glöggva sig á. Samkeppni
virkar ekki á Íslandi. Það hefur
margsannast í verðsamráði þeirra
sem ákveðnastir eru í því að ná sem
stærstum bita af annars ágætum
launum okkar Íslendinga. Hinn
gullni meðalvegur er þarna þótt
vandrataður sé. Veröldin er ekki
bara svört og hvít, vinstri eða
hægri. Öfgarnar eru ekki góðar, í
hvoruga áttina.
Ég hélt mig hafa séð það allt …
Magnús Vignir
Árnason gerir at-
hugasemdir við
grein Ragnars Hall-
dórssonar
» Geir er góður pabbi
og það er bannað að
skamma góða pabba
þegar gottveðurskipið
þeirra liggur við
bryggju í vonda veðrinu
sem vondi kallinn bjó
til.
Magnús Vignir Árnason
Höfundur er bifreiðasali.
Íslandshreyfingin –
lifandi land hélt aðal-
fund sinn 14. ágúst sl.
Litið var yfir farinn
veg, stjórnmálaályktun
samþykkt og framtíðin
rædd. Skemmst er frá
því að segja að Ómar
Þ. Ragnarsson var ein-
róma kosinn formaður,
Margrét K. Sverrisdóttir varafor-
maður og aðrir í stjórn fengu góða
kosningu. Á fundinum fór Ómar á
kostum eins og við þekkjum hann
best og sérstaklega ánægjulegt að
sjá hann tvíefldan eftir erfið veik-
indi sem hann hefur glímt við und-
anfarna mánuði. Ekki ónýtt að hafa
hann í forystu með Margréti hinn
mikla baráttumann sér við hlið þar
sem heilindi og manngæzka ráða
för, og andinn á fundinum var eins
og ljós í myrkri í allri þeirri orra-
hríð sem á okkur hefur dunið í
stjórnmálum undanfarið.
Óumdeilt er að framboð Íslands-
hreyfingarinnar til Alþings fyrir
síðustu kosningar ásamt starfi
hinna ýmsu félagasamtaka hafði
mikil áhrif á alla umræðu í þjóð-
félaginu og aðrir stjórnmálaflokkar
tóku mið af sjónarmiðum hreyfing-
arinnar, fundu að þarna var komið
afl sem snerti raunverulegan vilja
margra og það ógnaði kjörfylgi
þeirra. Því fór sem fór að allir
flokkar, allir sem einn, lögðust gegn
hinu nýja framboði, stóriðjuflokk-
arnir grænkuðu í orði en því miður
ekki á borði, og við náðum ekki
fólki á þing þrátt fyrir um 6.000 at-
kæði.
Eins og við spáðum fyrir síðustu
kosningar til Alþings fylgdi ekki
hugur máli hjá þingflokkum þegar
kom að því að efna kosningaloforð.
Við megum þó ekki gleyma því að
innan flokka sem eiga sæti á þingi
er fólk sem svo sannarlega fylgir
sjónarmiðum um landvernd og
sjálfbæra þróun, en eins og málum
er háttað má það fólk sín lítils gegn
vanhugsuðum skammtímasjón-
armiðum. Fulltrúar Framsóknar
virðast t.d. hafa
gleymt eftirfarandi
orðum forvera síns
Eysteins Jónssonar á
orkuþingi 1977 þar
sem hann sagði m.a.:
,,Er það til dæmis
raunsætt að gera ráð
fyrir því að fylla vatni
ýmsar mestu lægðir á
hálendinu á stórum
landsvæðum þar sem
gróðurinn og dýralífið
er mest, eða flytja
stórfljót milli byggða-
laga o.s.frv.? Ég held ekki. Áreið-
anlega hafa menn ekki enn getað
áttað sig á til hvers þess háttar
gæti leitt í landspjöllum, t.d. ágangi
vatns, veðurfarsbreytingum o.fl.
Hér er því brýnt að fara með gát.
Og í hvaða skyni ætti að færa slíkar
fórnir, umturna landinu með þvílíku
móti? Til þess að koma upp orku-
frekum iðnaði útlendinga? Ekki
geri ég ráð fyrir að landsmenn vilji
það í raun og veru. En þá er líka
vissara að kryfja þessi mál til
mergjar í tæka tíð og taka þá með í
reikninginn, að okkur ber skylda til
að koma barnabörnum okkar eða
þeirra börnum ekki í þá klípu, að
þau telji sig tilneydd að vinna stór-
skemmdir á landinu, til þess að afla
sér orku í lífsnauðsyn.“
Ég er klár á því að Eysteinn
hefði aldrei samþykkt þá rányrkju
sem átt hefur sér stað og fyr-
irhuguð er, m.a. á jarðhita sem ekki
telst sjálfbær. Stóriðjublindan
þrífst þó sem aldrei fyrr og ryki er
slegið í augu fólks með vísan til
samdráttar í byggðum landsins og
þá virðist engu skipta hvernig farið
er með land. Hjá því verður þó
aldrei komist, til að lifa í landi, að
hróflað verði við einhverju. Það er
hins vegar bjargföst trú okkar Ís-
landshreyfingarfólks að stóriðja á
borð við risaálver og olíuhreins-
unarstöð með tilheyrandi nátt-
úruspjöllum mun ekki bjarga þjóð-
inni, þvert á móti munu slíkar
framkvæmdir vinna gegn hugviti og
framtaki fólks til framþróunar og
veikja Ísland.
Íslandshreyfingin var ekki stofn-
uð til að einblína til hægri eða
vinstri, heldur til að breikka hóp
þeirra sem aðhyllast sjálfbæra þró-
un og vinna að viðgangi byggða.
Margir aðrir hafa lagt hönd á plóg
til að efla þetta viðhorf og lagt til
vitræna umræðu í umhverfismálum
að undanförnu. Freistandi er að
nefna nöfn utan okkar hreyfingar
en læt það þó ógert, nema hvað ég
get ekki látið hjá líða að nefna Láru
Hönnu Einarsdóttur sem með góð-
um rökum hefur barist gegn áform-
um um sóðaskap í umhverfinu, hvar
í flokki sem hún er nú stödd.
Þeim náttúruverndurum sem
halda tryggð við sína gömlu flokka
veitir svo sannarlega ekki af stuðn-
ingi okkar, hvort sem við verðum
innan eða utan þings og munum því
ótrauð halda starfi okkar áfram. Ís-
landsheyfingin samanstendur ekki
af „hundasúru- og fjallagrasafólki
með vit sem nær ekki út fyrir 101 í
Reykjavík,“ heldur vel upplýstu
fólki sem hefur víðtæka reynslu og
þekkingu á þörfum, löngunum og
þrám þeirra sem landið byggja og
hefur einskæran ásetning til að
jafna búsetuskilyrði. Við vitum að
það er hægt ef rétt er á haldið. Að
standa í vörn hefur kallað á viðhorf
til okkar sem öfgafólks, en slíkt á
sér ekki stað í raunveruleikanum
eins og framganga okkar manna í
efstu sætum fyrir síðustu alþing-
skosningar ber vott um. Vonandi
getum við snúið vörn í sókn og
bjóðum alla velkomna í okkar raðir.
Enginn ætti að efast um víðsýni og
greind Ómar Ragnarssonar sem
valdist til forystu í okkar hópi og
hann mun halda ótrauður við hug-
sjónir sínar á hverju sem gengur.
Látum ekki úrtöluraddir hafa áhrif
á okkur og mætum galvösk til fram-
tíðar.
Ljós í myrkri
Snorri Sigurjónsson
skrifar um umhverf-
ismál og Íslands-
hreyfinguna
» Stóriðjublindan
þrífst þó sem aldrei
fyrr og ryki er slegið í
augu fólks með vísan til
samdráttar í byggðum
landsins …
Snorri Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi
í Íslandshreyfingunni.
Heilsa og lífstíll
Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 29. ágúst.
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 25. ágúst.
Ásamt fullt af spennandi efni.
Meðal efnis er:
• Hreyfing og líkamsrækt.
• Heildrænar heilsumeðferðir af ýmsu
tagi.
• Andleg iðkun.
• Slökun og leiðir til þess að slaka á.
• Ofnæmi og aðgerðir gegn því.
• Heilsusamlegar uppskriftir.
• Megrun - hver er skynsamlegasta
leiðin.
• Grænmetisfæði og annað fæði.
• Mataræði barna - hvernig má bæta
það.
• Skaðsemi reykinga.
• Góður svefn.
• Fætur og skór.