Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hafdís K. Ólafs-son fæddist í Reykjavík 13. mars 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Siglufirði 17. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Guðmunda Júlíusdóttir, f. 12.3. 1922, d. 7.9. 1995, og Kai Ólafsson, f. 25.8. 1921, d. 28.9. 1968. Systkini Haf- dísar eru, sam- mæðra: Júlíus, f. 1951, Jóhann, f. 1952, Jónína, f. 1955, Jónsbörn og samfeðra: Lár- us Lárusson, f. 1942. Hafdís giftist hinn 6.9. 1959 Hinriki Karli Aðalsteinssyni, f. 1930. Börn þeirra eru: 1) Jón Aðal- Árið 1950 fluttu þær mæðgur til Siglufjarðar, þegar Guðmunda giftist Jóni Kristinssyni gull- smiði. Hafdís lauk skólagöngu sinni í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1956. Hafdís fór mjög ung að vinna í síld og um tíma í fiski í frystihúsi á staðnum eða þar til sauma- stofan Salína var stofnuð, þar sem hún vann til fjölda ára. Haf- dís hóf störf á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar, síðar Heilbrigðisstofn- uninni Siglufirði, og starfaði þar í rúma tvo áratugi, allt þar til hún veiktist. Snemma kom í ljós áhugi Hafdísar á varðveislu gam- alla muna. Þá hafði hún einnig mikinn áhuga á alls konar saumaskap. Hafdís keypti árið 2005 af systkinum sínum úra- og gullsmíðaverkstæði á Eyrargötu 16, en verkstæðin höfðu verið rekin allt frá árinu 1929. Útför Hafdísar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag kl. 14. steinn, f. 1959, sam- býliskona Anna Viðarsdóttir, f. 1963. Dætur Jóns Aðalsteins eru Thelma, f. 1983, og Stefanía Tara, f. 1995. 2) Auður Hel- ena, f. 1961, fyrrver- andi maki Björn Rögnvaldsson f. 1959, börn þeirra eru: Hafdís Huld, f. 1986, Rögnvaldur, f. 1992, og Andrés Helgi, f. 1994. 3) Hin- rik Karl, f. 1963, maki Bylgja Rúna Aradóttir, f. 1964, börn þeirra eru: Kristinn Ari, f. 1986, Hinrik Karl, f. 1994, og Kristbjörg Lára, f. 1995. Hafdís ólst upp með móður sinni í Reykjavík til átta ára aldurs. Elskulega amma Hafdís, þú varst mér allt. Alltaf þegar ég vildi gera eitthvað þá varst þú til í það, hvað sem það var. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman, það er eitthvað sem mun aldrei hverfa úr huga mínum. Við amma áttum svipuð áhugamál, svo það var nú ekki lítið sem við gerðum skemmtilegt saman. Amma Hafdís var góðhjörtuð, vönduð og yndisleg persóna og hennar verður sárt saknað úr þessum heimi, það er ég viss um. Amma átti stóran þátt í því að gera líf mitt yndislegt og frábært. Ég vona að þú sért á góðum stað núna. Þín sonardóttir, Kristbjörg Lára Hinriksdóttir. Elsku amma mín, með þessum fallega sálmi vil ég kveðja þig og megi englar Guðs vaka yfir þér og gefa þér frið. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Þín Stefanía Tara. „Við sjáumst næst,“ sagði ég við mágkonu mína í sumar þegar ég kvaddi hana, nú hefur hún kvatt okkur en verður kvödd í dag af ættingjum og vinum hér í Siglu- fjarðarkirkju. Hafdís var safnari af ástríðu og safnaði fallegum hlutum í kringum sig en einn fjársjóð átti hún sem henni þótti hvað vænst um, en það var fjölskyldan, eiginmaður, börn og barnabörn og þeirra fjölskyld- ur. Það var vel í borið þegar fjöl- skyldan mætti á Lindargötunni og þá var hún í aðalhlutverki. Það verður sorg og söknuður í ranni, en öll él birtir upp um síðir. Elsku bróðir, þú stóðst þig eins og hetja við hlið konu þinnar og barna. Samúðarkveðjur frá okkur syðra. Kristjana Aðalsteinsdóttir. Látin er um aldur fram eftir erf- ið veikindi góð vinkona, Hafdís K. Ólafsson. Það er sárt þegar fólk fellur frá á besta aldri sem hefði getað átt mörg góð ár framundan til leiks og starfa. Hafdís var myndarkona í alla staði, einkar verklagin og mikill snyrtipinni í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Söfnun var henni einkar hug- leikin og átti hún óhemjumarga penna, merki og tölur og mikið af gömlum munum. Fyrir nokkrum árum keypti hún gamalt verslun- arhúsnæði við Eyrargötu þar sem áður hafði verið úr- og gullsmíða- stofa og kom hún þar upp frábæru safni gamalla úra og klukkna ásamt áhöldum sem notuð höfðu verið til viðgerða og smíða, hefur þetta safn einstakt sögulegt gildi. Við Hafdís áttum margar góðar stundir saman bæði á Ólafsfirði og Siglufirði og stutt er að minnast aðventuferðar okkar til Kaup- mannahafnar. Guð gefi Hinriki, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni. Innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Ég kveð Hafdísi með virðingu og þökk fyrir allt. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Minný K. Eggertsdóttir. Hún var skemmtileg hún Hafdís. Við kynntumst henni haustið 2005 þegar við keyptum hlut í húsinu Eyrargötu 16 á Siglufirði, en þá um sumarið hafði hún opnað úr- og gullsmíðasafn á neðstu hæð húss- ins. Safnið byggði hún á gamla úr- og gullsmíðaverkstæðinu og versl- un þeirra Kristins Björnssonar og sona hans, Jóns og Svavars, en Jón var stjúpfaðir Hafdísar. Það mun ekki hafa komið neinum á óvart, sem þekkti Hafdísi, að hún skyldi kaupa gamla verkstæðið og verslunina og breyta því í safn, því söfnun gamalla muna var hennar líf og yndi. Henni tókst líka svo vel til við að standsetja safnið að þeg- ar hópur sprenglærðra safnstjóra heimsótti það eitt sumarið urðu allir gestirnir yfir sig hrifnir og einn þeirra spurði hvaða uppstill- ingaraðferð hún hefði notað. Þetta þótti Hafdísi ekki mjög gáfuleg spurning og sagðist bara hafa not- að aðferðina sem væri í hausnum á sér. Hafdís tók vel á móti okkur borgarbúunum þegar við fórum að venja komur okkar á Eyrargötuna. Hún var öllum stundum á safninu eitthvað að dunda, og oft var Hinni þar með henni. Það var gaman að skjótast niður í kaffi og spjall og það var eins og við manninn mælt, gestunum var skenkt neskaffi, beilís og súkkulaði. Svo fíraði frúin upp í rettu, sagði sögur og hló. Henni var tíðrætt um ágætar Barcelonaferðir sínar, en oftast snerust umræðurnar um lífið á Sigló fyrr og nú. Þegar félagar okkar komu með að sunnan til að hjálpa til við endurbætur á Eyr- argötunni þótti þeim ævinlega há- punktur ferðarinnar þegar boðið var í búðina á neðri hæðinni í kaffi og beilís. Þá var það ógleymanleg upplifun að koma á heimili Hafdís- ar og Hinna á Lindargötunni því þar hafði Hafdís safnað saman því- líkum kynstrum af gömlum mun- um að heimilið var að hluta til eins og safn. Hafdís hafði áður búið á Eyrargötu 16 og vissi allt um sögu hússins og þeirra sem þar höfðu verið. Stundum kom hún í heimsókn upp og fylgdist með hvernig fram- kvæmdum miðaði. Hún skipti sér aldrei af því hvernig við gerðum hlutina, en það var augljóst að henni þótti vænt um húsið og var ekki sama hvernig hugsað var um það. Ef heppnin var með tókst að fá hana til að þiggja kaffi og beilís, en kaffið varð að vera þunnt og helst úr hitaveituvatni. Svo var vissara að vera klár með ösku- bakkann í stofunni því Hafdís var ekki kona sem fór út á tröppur til að reykja. Í einu fjölmennu boði á Eyrargötunni á þjóðlagahátíð voru Hafdís og Hinni á meðal veislu- gesta. Hópur fólks var úti á tröpp- um að reykja á meðan Hafdís sat virðulega í sófanum og reykti af hjartans lyst. Hinna fannst þetta ekki við hæfi og bað hana um að fara að dæmi tröppuliðsins og reykja úti. „Farðu sjálfur út!“ gall þá við í Hafdísi og svo fékk hún sér góðan smók. Og þannig var Hafdís, sjálfstæð kona sem fór sínar eigin leiðir. En það er einkum minningin um hina glaðværu og stórskemmtilegu Haf- dísi sem fyllir hugann á kveðju- stundinni. Það var mikil gæfa að fá að kynnast henni og í huganum lif- ir Hafdís um ókomin ár. Hinna og fjölskyldunni allri vottum við okk- ar innilegustu samúð. Þuríður Guðmundsdóttir, Kristinn K. Guðmundsson. Hafdís K. Ólafsson ✝ Brynjólfur Sæ-mundsson fæddist í Heydal í Bæjarhreppi í Strandasýslu 22. apríl 1923. Hann lést hinn 13. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sæmundur Guð- jónsson er seinna bjó á Borðeyrarbæ, hreppstjóri, oddviti og sparisjóðsstjóri um áratugaskeið, og kona hans Jóhanna Brynjólfsdóttir frá Bakkaseli í Bæjarhreppi. Brynj- ólfur var elstur sinna systkina, en hin eru Guðjón Ingvi, fyrr- verandi bóndi á Borðeyrarbæ, Gunnar Daníel, fyrrverandi bóndi á Broddadalsá, Pálmi í Laugarholti, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, og Unnur Þórdís, sem var húsfreyja á Akranesi (d. 18. júlí 1995). Fjölskyldan flutti frá Heydal að Borðeyrarbæ 1938 er Sæmundur tók við mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Eiginkona Brynjólfs var Guð- rún Lilja Jóhannesdóttir frá einstaklinga, en hann var ágæt- lega hagur bæði á tré og járn. Eftir að Brynjólfur hætti bif- reiðaakstri fyrir Kaupfélag Hrútfirðinga vann hann um skeið að vélaviðgerðum á verk- stæðinu á Borðeyri enn flutti til Reykjavíkur eftir að eiginkona hans lést. Þar starfaði hann hjá afurðasölu SÍS uns hann varð fyrir því áfalli að lamast að hluta vegna blóðtappa. Eftir það áfall var hann öryrki. Við end- urhæfingu eftir áfallið sýndi hann einstakan sjálfsaga og ein- beitingu og tókst að ná nokkrum bata með þrotlausum æfingum, eiginlega meiri bata en hægt var að búast við. Hann sýndi líka mikinn sálarstyrk og æðru- leysi yfir þessum örlögum sínum og heyrðist aldrei kvarta yfir neinu. Í Reykjavík bjó hann hjá dóttur sinni Jónu Pálínu og hennar fjölskyldu sem sinntu þörfum hans af mikilli natni og einstakri alúð uns hann flutti í íbúð aldraðra á Dalbraut 27. Þar hlaut hann góða umönnun hjá starfsfólki heimilisins. Útför Brynjólfs verður gerð frá Prestbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Skálholtsvík, d. 11. maí 1983. Þau eign- uðust þrjár dætur, þær eru: 1) Dagmar er býr á Kjörseyri, maki Georg Jón Jónsson, þau eiga átta börn og tólf barnabörn. 2) Jóhanna er býr í Skálholtsvík, maki Sveinbjörn Jónsson, þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn. 3) Jóna Pálína er býr í Reykjavík, maki Gylfi Þór Helgason, þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn. Brynjólfur missti móður sína ungur (d. 18. desember 1939). Kornungur byrjaði hann að vinna að jarðvinnslu á drátt- arvél Búnaðarfélags Bæj- arhrepps. Seinna, um 1947, gerðist hann bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga og vann þar um áratugaskeið við vöruflutninga á vegum Kaup- félagsins. Með þessu starfi sem vörubílstjóri vann hann meira og minna við vélaviðgerðir, bæði fyrir Kaupfélagið og fyrir Móðurafi minn, Brynjólfur Sæ- mundsson, kvaddi þennan heim hinn 13. ágúst sl. Vissulega var far- ið að hausta að í lífi afa, en engu að síður vorum við óviðbúin andláti hans sem bar brátt að. Nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast ástkærs afa míns í nokkrum orðum. Góðu minningarn- ar hrannast upp þegar ég rifja upp samverustundir okkar afa. Binni afi, eins og hann var ávallt kallaður, var fæddur og uppalinn í Hrútafirð- inum og bjó lengst af á Borðeyri. Árið 1984 fluttist hann síðan til Reykjavíkur og var það ein mesta gæfa okkar systkinanna þegar ákveðið var að Binni afi skyldi flytja inn á heimili okkar fjölskyld- unnar í Fífuselinu. Í meira en tutt- ugu ár nutum við því þeirra forrétt- inda að eiga daglegar samveru- stundir með afa sem síðan söfnuðust í sjóð dýrmætra minn- inga. Litlum gutta virtist guli eld- hússkápurinn hans afa vera enda- laus uppspretta margskonar góðgætis. Var hann duglegur að stinga slíku að okkur systkinunum í Breiðholtinu. Það var þó ekki bara sælgætið sem nóg var af. Binni afi var fullur af fróðleik um menn og málefni og virtist hann hafa skoðun á flestöllum álitaefnum líðandi stundar. Þá virtist ekki vera til sá staður á þessu landi sem afi ekki þekkti og afkimarnir fáir sem hann ekki hafði heimsótt. Síðar, eftir að ég fór sjálfur að ferðast um landið, er mér minnisstætt hversu gaman var að segja afa ferðasöguna og ræða hvert skyldi haldið næst. Allt- af sköpuðust skemmtilegar umræð- ur í kringum það og kom maður jafnframt mun fróðari frá þeim samræðum. Það sem lifir þó hvað sterkast í minningunni um afa var eljusemi hans og dugnaður. Allt fram á það síðasta var honum það mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og kappkostaði hann ávallt að verða aldrei verkefnalaus. Síðari tíma veikindi efldu þetta áræði hans enn frekar. Með bros á vör minnist maður þessarar eljusemi afa, en hún virtist óþrjótandi þegar kom að ýmiss konar smíðaverkefn- um. Þá þarfnaðist hann oft aðstoðar við og var þá kallað á nafna sem iðulega var beðinn um að „halda við“ meðan efniviðurinn var sagað- ur. Já, Binni afi var svo sannarlega órjúfanlegur hluti af lífinu í Fífusel- inu og því hlaut að skapast tóma- rúm þegar hann flutti á sitt síðasta heimili á Dalbrautinni. Á Dalbraut- inni undi afi sér hins vegar afar vel og naut þar góðrar umönnunar. Ná- lægðin við sundlaugarnar í Laug- ardalnum var honum mikils virði og varla leið sá dagur að Binni afi færi ekki í laugarnar til að njóta góðs fé- lagsskapar og viðhalda líkamlegu þreki. Í notalegu herbergi sínu hafði hann líka sínar helstu gersem- ar, myndirnar af barnabörnum sín- um og barnabarnabörnum sem hann hafði svo mikið dálæti á og lét sér svo annt um. Óhætt er að segja að sú væntumþykja hafi verið margfalt endurgoldin af hinum stóra hópi afkomenda hans. Að lok- um kveð ég ástkæran afa og nafna með hlýhug og þakklæti. Hann var mér ævinlega góður félagi. Brynjólfur Þór Gylfason. Elsku besti afi minn. Þú kvaddir snöggt en ég veit að þér líður vel og núna ertu kominn aftur til ömmu. Þær eru ófáar stundirnar sem ég átti með þér og ég mun aldrei gleyma þeim. Frá því ég man eftir mér bjóstu alltaf með okkur. Það var mjög notalegt að vita af þér í kjallaranum í Fífuselinu og alltaf jafn gaman að kíkja niður til þín að spjalla við þig. Þú lumaðir alltaf á einhverju góðgæti sem þú hafðir gaman af að gefa manni. Mér er það minnisstæðast að þú áttir alltaf Garp og Hi-C og fór ég ósjaldan niður til þín og spurði hvort ég mætti fá. Þú hafðir rosalega gaman af því að ferðast um landið og þekktir hvern krók og kima á Íslandi og það var ekkert mál að fá svör hjá þér ef þess þurfti. Það var jafnframt alveg ótrúlegt hvað þú kunnir strætó- kerfið utan að. Hvaða strætó maður átti að taka og hvar maður átti að fara úr, þú vissir það betur en leiða- bókin. Ég man alltaf eftir þeim degi þegar þú fékkst svo íbúð á Dal- braut. Það var miklu auðveldara fyrir þig að vera þar því þar varstu nær öllu, þar á meðal sundlaugun- um sem voru þitt líf og yndi. Það var samt mjög erfitt að sætta sig við að þú værir að flytja burt úr Fífuselinu. Elsku afi minn ég kveð nú að sinni og við munum hittast ein- hvern tímann seinna. Megir þú hvíla í friði elsku besti afi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Þitt afabarn, Lilja Dröfn Gylfadóttir. Brynjólfur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.