Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 35
þar eftir í eins og eina eða tvær næt-
ur. Þær urðu heldur fleiri og fór svo
að ég eyddi mörgum vikum á hverju
sumri á Bakka, allt fram til ung-
lingsára.
Við Helga urðum fljótt miklar vin-
konur. Hún sat með mér tímunum
saman og spjallaði, spilaði og
kenndi. Við lásum saman sögur og
ljóð, gengum saman um sveitina og
aldrei þreyttist ég á því að hlusta á
allan hennar fróðleik. Hún sagði allt-
af að við bættum hvor aðra upp – ég
væri vítamínsprautan hennar og hún
væri fróðleikssprautan mín. Þótt
Helga hafi kvatt þennan heim mun
hún alltaf eiga stóran hlut í mér og
ég ávallt bera með mér öll hennar
orð og þær stundir sem við áttum
saman.
Elsku Ingvi og fjölskylda, innileg-
ar samúðarkveðjur til ykkar allra.
Lilja Dögg Jónsdóttir.
Alltaf kemur maðurinn með ljáinn
okkur jafnmikið á óvart, þótt við eig-
um von á heimsókn hans og hans sé
jafnvel beðið. Þannig var það er mér
barst fréttin um andlát Helgu á
Bakka, vinkonu, nágranna og einnar
af mínum „mömmum“. Ég hef lík-
lega verið fjögurra eða fimm ára
þegar ég man fyrst eftir Helgu, síð-
an hefur hún verið samofin mínu lífi.
Mamma og Helga voru miklar vin-
konur og þegar mamma dó held ég
að Helga hafi talið það vera sitt hlut-
verk að koma að einhverju leyti í
hennar stað og það gerði hún svo
sannarlega svikalaust. Hún var allt-
af til staðar þegar ég þurfti að fá góð
ráð hvort sem var í saumaskap, mat-
artilbúningi eða ráða lífsgátuna.
Alltaf ef mig langaði í nýja flík fyrir
jól eða annað tilefni var hún boðin og
búin að bæta úr því með snilli sinni í
saumaskap. Þegar börnin mín komu
til hennar og Ingva var þeim fagnað
sem þeirra eigin barnabörnum, og
spurt frétta af „nafna“, eins og hún
kallaði Helga, og Mæju þegar ég
heimsótti þau. Hún var alltaf tilbúin
að „hjálpa“ mér að sauma föt á þau
hvenær sem um var beðið. En oftast
var minn hlutur dálítið miklu minni
en hennar í þeim efnum. Ég gæti tal-
ið svo margt sem Helga gerði fyrir
okkur á Þverá en það yrði of langt
mál, en geymist í huga okkar og er
henni þakkað það allt af heilum hug.
Margt vorum við búnar að gera
skemmtilegt saman og oft var mikið
hlegið því það var stutt í gamansemi
hjá Helgu og hún sá spaugilegu hlið-
arnar á mörgu. Fyrir ári fórum við
saman í smáferðalag ásamt Göggu
vinkonu okkar og það var gaman að
sjá hvað Helga skemmti sér vel og
naut þess sem fyrir augu bar. Ekki
skemmdu heldur móttökurnar sem
við fengum hjá Jóhönnu vinkonu
hennar á Húsavík. Síðasta ferðin
okkar saman var 1. júní á tónleika
þar sem María var að syngja ásamt
fleirum. Það fannst okkur báðum
dásamlegt eins og Helga orðaði það.
Það er dýrmætt að eiga þessar
minningar í dag.
Helga var mikill tónlistarunnandi
og var alveg sama hvaða tónlist það
var. Hún söng í kórum, var góð
söngkona og kunni ógrynni af lögum
og ljóðum, enda ljóð hennar uppá-
hald. Þegar ég byrjaði að syngja í
kór höfðu Helga og Rikka frænka
mig á milli sín og þar var ekki komið
að tómum kofum. Þær kunnu allt og
maður komst ekki hjá því að læra af
þeim. Það var góður skóli fyrir byrj-
anda. Helga söng til síðasta dags í
þess orðs fyllstu merkingu. Það
verður örugglega tekið á móti henni
með söng og gleði á öðru tilverustigi.
Það á hún líka skilið.
Helga kenndi handavinnu í Húsa-
bakkaskóla í mörg ár og voru marg-
ar flíkur, dúkar, skírnarkjólar og
ýmislegt annað afrakstur hennar
leiðsagnar. Hún var félagi í kven-
félaginu Tilraun, í stjórn þess í mörg
ár og lét sér annt um þann fé-
lagsskap til síðasta dags.
Elsku Helga! Þakka þér alla
hlýjuna, umhyggjuna, hvatningu og
endalausa elsku til mín og minna.
Guð geymi þig og blessi minningu
þína.
Innilegar samúðarkveðjur til
Ingva og allra ættingja Helgu á
Bakka.
Guðrún og fjölskylda á Þverá.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 35
✝ Þorvaldur Ár-sæll Pálsson
fæddist í Stykk-
ishólmi 12. júlí
1963. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu, Rán-
argötu 4 á Flateyri,
sunnudaginn 10.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sæmunda Þor-
valdsdóttir hús-
móðir og verka-
kona í Stykkis-
hólmi, f. 16.7. 1926,
d. 25.11. 1986, og Páll Oddsson
verkamaður í Stykkishólmi, f.
16.9. 1922, d. 9.4. 2002. Systkini
Þorvaldar eru: 1) Áslaug Kristín,
f. 12.2. 1946. Maki Ólafur Gúst-
afsson, f. 5.2. 1943, d. 6.9. 1998. 2)
leið Þorvaldar í Menntaskólann í
Hamrahlíð, í kennaraverkfalli
kom hann heim og hóf nám í tré-
smíðum sem hann lauk og eftir
það voru smíðar hans aðalat-
vinnugrein.
Eftir að Þorvaldur flutti til
Flateyrar kom hann víða við auk
smíðanna. Hann og unnusta hans
ráku vídeóleigu og skyndibitastað
í Kjartanshúsi og síðan verslun
Olís. Seinustu árin vann hann hjá
Vestfirskum verktökum við smíð-
ar. Þorvaldur var mikill áhuga-
maður um boltaíþróttir og var um
tíma formaður körfuboltadeildar
Snæfells í Stykkishólmi, fylgdist
hann ávallt grannt með gengi liðs
síns.
Útför Þorvaldar fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sesselja, f. 14.2.
1948, maki Þorberg-
ur Bæringsson, f.
26.11. 1943. 3) Ás-
gerður Ágústa, f. 7.2.
1950. 4) Böðvar Páls-
son, f. 13.7. 1955, d.
10.2. 1985. Maki
Rósa Marinósdóttir,
f. 10.12. 1955. Seinni
maður Rósu er Krist-
ján Andrésson.
Systkinabörn Þor-
valdar eru níu og
börn systkinabarna
eru níu.
Unnusta Þorvaldar er Sarah
Jane Allard, f. 21.1. 1961, uppalin
í Jóhannesarborg í Suður-Afríku
og einkabarn foreldra sinna sem
bæði eru látin.
Að loknu grunnskólanámi lá
Valdi, ástin mín Ég er algerlega
eyðilögð yfir því sem hefur gerst. Ég
er týnd án þín. Þú varst loksins að
flytja heim í Stykkishólm með mig
þér við hlið, og saman ætluðum við
að byrja nýja kafla í lífi okkar saman.
Við hlökkuðum svo til að taka þátt í
daglegu lífi fjölskyldu þinnar í Hólm-
inum og við áttum okkur svo marga
drauma sem við ætluðum að láta
rætast. Ég lít á úrið mitt á hverjum
drgi klukkan fimm og bíð eftir að þú
hringir í mig úr vinnunni, og það er
svo sárt að vita að þú munir ekki
koma heim í kvöld. Þegar ég kom til
Íslands 1993 átti ég ekki von á að þú
kæmir inn í líf mitt og að við yrðum
ástfangin og ættum svona vel saman.
það virtist sem við hefðum beðið í
mörg ár eftir að finna hvort annað.
Áhugamál okkar voru hin sömu, við
höfðum gaman af sömu hlutunum og
áttum svo vel saman. Þú hugsaðir
svo vel um mig og veittir mér öryggi.
Þú varst óendanlega þolinmóður,
góður og með kímnigáfuna í lagi. Þú
hikaðir ekki við að hjálpa þeim sem
þurfti án þess að búast við neinu í
staðinn.
Hvern dag sem átti ég með þér,
varðveiti ég í hjarta mínu og ég mun
reyna að halda áfram, taka eitt skerf
í einu. Hlýhugurinn og samúðin sem
fjölskylda þín hefir sýnt mér, ásamt
því sem að þau glíma við sína eigin
sorg, er frábær vitnisburður um þig
og þeirra vonir um það sem átti að
verða sameining fjölskyldunnar og
fagnaðarfundir fyrir okkur öll. Ég er
lánsöm að hafa hitt þig, hafa elskað
þig og hafa verið elskuð af þér.
Love always
Sarah Jane Allard.
Í dag kveð ég elskulegan bróður
minn Þorvald Ársæl. Hann kom inn í
líf okkar fjölskyldunnar eins og stór
sólargeisli fyrir nákvæmlega 45 ár-
um. Við bárum hann á höndum okk-
ar eins og skiljanlegt er þegar lítill
gullmoli fæðist inn í fjölskyldu. Hann
var yndislegt barn, fljótur til og
hvers manns hugljúfi. Í æsku var
hann umvafinn elsku mömmu og
pabba. Hann var sólargeislinn. Hann
átti ákaflega auðvelt með nám og eft-
ir hefðbundna skólagöngu fór hann í
MH. Þá vetur sem hann var í MH
átti hann heima hjá mér í Mávahlíð-
inni. Okkur kom alltaf vel saman og
ekki bar skugga á samveru okkar.
Hann flutti aftur á heimaslóðir og fór
að vinna við trésmíði sem honum lík-
aði vel. Árið 1985 var sorgarár hjá
fjölskyldunni. Böðvar bróðir okkar
varð bráðkvaddur 10. febrúar það ár,
aðeins 29 ára gamall. Þvílík sorg. En
aðeins ári seinna lést mamma langt
um aldur fram. Sorgin varð enn
meiri. Þá dvaldi hann hjá pabba og
hélt heimili með honum uns hann fór
að vinna á Flateyri. Þá varð ekki aft-
ur snúið. Þar hitti hann ástina sína
hana Söru og þið hófuð búskap sam-
an. Sarah var stóri vinningurinn
þinn í lífinu.
Við í fjölskyldunni höfum reynt að
hittast einu sinni á ári til að halda við
nánari tengslum innan fjölskyldunn-
ar. Tvisvar komum við til ykkar á
Flateyri. Hvað við gátum hlegið og
haft gaman af og spaugað um okkur
sjálf, láta þig herma eftir ýmsum
persónum – þú varst svo leikinn í eft-
irhermum. Þessar samverustundir
geymum við í hjarta okkar og yljum
okkur við minningarnar.
Nú í vor ákváðuð þið Sarah að
koma heim í Hólminn og þið ætluðuð
að flytja í æskuheimlið okkar og
dvelja þar. Glaðari mann hef ég ekki
séð þegar ég sagði já að þið gætuð
dvalið í húsinu. Strax var hafist
handa við að pakka niður og í júní
komstu með fyrsta hluta búslóðar-
innar. Ég pakkaði niður en var hálf-
smeyk um að ég hefði ekki nógu snör
handtök því ykkur gekk svo vel að
pakka. Síðasta pökkunin hjá mér var
á laugardeginum 9. ágúst. En skjótt
skipast veður í lofti. Upp úr átta
sunnudagsmorguninn 10. ágúst kom
Sesselja systir og tilkynnti að þú
hefðir orðið bráðkvaddur fyrr um
morguninn. Ó nei, þetta gat ekki ver-
ið rétt. En vegir Guðs eru órannsak-
anlegir og ég veit að fjölskyldan sem
farin er hefur tekið á móti þér opn-
um örmum og umvafið þig ást og
kærleika.
Elsku Sarah, missir þinn er mest-
ur. Ég veit að Guð styrkir þig og
varðveitir og við í fjölskyldunni mun-
um annast þig af öllu hjarta.
Elsku bróðir, far þú í friði til bjart-
ari heimkynna sem okkur eru í dag
hulin.
Hjartans saknaðarkveðjur, þín
systir
Ásgerður Ágústa.
Hjartkæran bróður kveðjum við í
dag, skref okkar eru þung. Við vitum
að dauðann umflýr enginn, hann er
það eina sem allir eiga sameiginlegt.
En þegar sá ættlægi hjartasjúkdóm-
ur sem fylgir okkur brá nú á leik svo
óvænt þá bresta allar varnir og orð
geta ekki lýst sorg okkar. Þið Sarah
voruð að flytja heim aftur í Hólminn
þinn kæra. En heim ertu kominn þó
á annan hátt sé en við hefðum viljað.
1993 fórst þú til Flateyrar til að
vinna í sumarleyfi þínu, þar var mik-
ið að gera og þörf fyrir viljugar
hendur. Þú ákvaðst að vera þar eitt-
hvað áfram, kannski þurftir þú að
breyta um umhverfi eftir að hafa
misst eldri bróður og móður nokkr-
um árum áður jafn sviplega og
óvænt og þú kvaddir nú sjálfur þetta
jarðneska líf. Samfélagið á Flateyri
tók þér afskaplega vel. Þú eignaðist
þar vini, kynntist ástvinu þinni henni
Söruh og stofnuðuð þið þar ykkar
heimili. En erfiðleikar mættu ykkur.
Snjóflóðið 1995 var þungur sorgar-
baggi öllum íbúum Flateyrar. En þið
ákváðuð að vera áfram og standa við
hlið vina ykkar í sorg og erfiðleikum.
En þú gleymdir sjálfum þér,
gleymdir að þú eins og ótal aðrir
hafðir í þeim hörmungum gengið
fram af þér bæði á líkama og sál, og
eftir því sem tíminn leið varð þér æ
erfiðara að vinna úr þeim bagga.
Eigi að síður áttuð þið Sarah þar
saman 15 gæfurík ár.
Síðastliðin 12 ár hefur það verið
órjúfanleg hefð að við hittumst öll
einu sinni á ári til að treysta ætt-
arböndin. Þá hefur verið mikið fjör,
brandarar flogið og þvílík ágætis eft-
irherma sem þú varst. Við gátum
hlegið saman í sorg og gleði og gert
grín hvert að öðru og spaugilegum
atvikum sem hent hafa innan fjöl-
skyldunnar og þau atvik eru ekki svo
fá. Þetta árið þurftum við ekkert að
flýta okkur með ættarmótið, aðeins
að fresta því örlítið en það verður
annar bragur á litla ættarmótinu
okkar núna.
Þú sagðir stundum: Sesselja, þú
ert ekki mamma mín! Þá þótti þér ég
vilja gefa of mörg ráð, kannski vildi
ég taka að mér móðurhlutverkið. Ég
hlustaði því bara á þetta með öðru
eyranu og hélt bara áfram að læða að
þér móðurlegum ráðum. En nú tekur
mamma við aftur og þið bræðurnir
báðir eruð nú í faðmi foreldra okkar.
Ljúfar minningar um lítinn dreng,
yngsta barn og gleðigjafa foreldra
sinna, eftirlæti okkar allra, og ung-
an, sterkan mann í blóma lífsins ylja
okkur um hjartarætur.
Harmur er kveðinn að stórfjöl-
skyldunni og hún Sarah þín syrgir
mikið. Vinir og ættingjar umvefja
hana í sorginni, hún þarf nú að tak-
ast á við breyttar aðstæður, en við
munum öll standa saman, styrkja og
styðja hana og hvert annað. Sarah
var ástin þín og gleðigjafi og hún er
góð viðbót við fjölskylduna.
Elsku hjartans Sarah, við biðjum
Guð að blessa þig og styrkja í sorg
þinni og söknuði, við biðjum Guð að
styrkja og blessa alla fjölskylduna á
sorgarstundum. Elsku bróðir og
mágur, við kveðjum þig með sorg og
söknuð í hjarta, hvað við hefðum
virkilega viljað eiga lengri tíma sam-
an. Við biðjum Guð að blessa þig og
varðveita og umvefja þig kærleiks-
örmum sínum.
Þín systir og mágur
Sesselja og Þorbergur.
Mig langar til að minnast Þorvald-
ar. Þakka honum fyrir öll góðu og
bestu árin sem við áttum saman
heima í Hólminum. Þorvaldur átti
heima á Silfurgötunni en ég átti
heima á Laufásgötunni. Við vorum
systkinabörn. Sæmunda, móðir Þor-
valdar, var systir Huldu, móður
minnar. Svo var hann pabbi minn svo
montinn með hann Þorvald því að
þeir áttu sama afmælisdag, 12. júlí.
Þorvaldur náði að verða 45 ára
gamall, því fór hann alltof ungur frá
systrum sínum og sambýliskonu.
Systur hans heita Sesselja Áslaug og
Ásgerður. Sambýliskona hans er Sa-
rah Jene Allart. Með þessum orðum
vil ég minnast og kveðja kæran vin
og elskulegan frænda, Þorvald Ár-
sæl, sem er nú kominn til foreldra
sinna og bróður. Far þú í guðs friði.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég hef þér heitið, Jesús,
því heit þitt gafstu mér.
Ó, láttu líf mitt verða
til lofs og dýrðar þér.
(Sigurjón Guðjónsson.)
Samúðarkveðjur til sambýliskonu
hans, systra og annarra aðstand-
enda,
Hildur Þóra Bragadóttir, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Það er okkur þungt að skrifa þessi
orð þegar við kveðjum ungan mann
sem var okkur meira sem bróðir en
frændi. Í stað þess að fagna heim-
komu þinni erum við að syrgja and-
lát þitt. Þú ert kominn heim en ekki á
þann hátt sem við áttum von á. Ein-
hver hlýtur tilgangurinn að vera þó
við sem eftir sitjum skiljum ekki
hver hann er.
Hér, á æskuheimili þínu, ætluðuð
þið Sarah að hefja nýjan kafla í lífi
ykkar. Þið áttuð drauma um framtíð-
ina sem nú verða aldrei að veruleika.
Kæra Sarah, við biðjum Guð að
styrkja þig í sorg þinni. Mamma og
pabbi, Ása, Ásgerður og Rósa, þið
sem standið nú í þessum sporum í
annað sinn, orð geta ekki lýst sorg
ykkar. Við biðjum Guð að styrkja
ykkur og okkur öll í sorginni.
Og þó skal engum dýrðardraumi glatað
sem dreymdi þína önd.
Í auðmýkt hjartans ennþá færðu ratað
í óska þinna lönd.
Því minning um morgunlandið bjarta
um myrka vegu lýsir þínu hjarta.
(Tómas Guðmundsson.)
Þín frændsystkini,
Kristín, Páll, Sæþór, Berglind,
makar og börn.
Kæri vinur, komið er að kveðju-
stund, sem engan óraði fyrir. Þakk-
læti er okkur efst í huga fyrir þau
forréttindi að hafa átt þig að vini og
félaga.
Yfir haf sem heima skilur
héðan leitar sálin þín.
Alvaldshöndin upp þig leiðir
inn í dýrðarríki sín.
Vertu sæll! Við sjáumst aftur
saman öll, er lífið þver.
Far vel vinur! Frjáls úr heimi.
Friður Drottins sé með þér.
(Höf. ók.)
Minningin um þig lifir í hug okkar
og hjarta að eilífu.
Elsku Söruh og fjölskyldu þinni
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Auður og Þórður.
Þorvaldur Ársæll Pálsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÓLAFAR JÓHANNESDÓTTUR,
Oddeyrargötu 12,
Akureyri,
sem andaðist þriðjudaginn 5. ágúst.
Sérstakar þakkir, fyrir alúð alla og umhyggju Ólöfu
til handa, eru sendar starfsfólki heimahjúkrunar
Akureyrar og Dvalarheimilisins Hornbrekku
Ólafsfirði.
Sigurbjörg Unnur Þengilsdóttir, Stefán Ásberg,
Jóhannes Hólm Þengilsson, Seselía María Gunnarsdóttir,
Jón Marteinn Þengilsson, Erla Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Þengilsson
og fjölskyldur þeirra.