Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 36

Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 36
36 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Sig-þrúður Sig- urjónsdóttir fæddist á Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu 13. ágúst 1915. Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Kristínar voru Sigrún Tobías- dóttir, f. 26. ágúst 1877, d. 23. desem- ber 1964, og Sig- urjón Helgason, bóndi, f. 30. maí 1867, d. 16. febr- úar 1952. Kristín var næstyngst af sjö systkinum en eitt þeirra dó í frumbernsku. Systkini Kristínar eru Tobías, f. 10. október 1897, d. 23. ágúst 1973, Sigurður, f. 18. september 1900, d. 24. ágúst 2000, Ingimar, f. 10. janúar 1911, d. 9. júní 2001, Þórður, f. 10. ágúst 1909, d. 27. ágúst 1975, Brynleif- ur, f. 20. desember 1917, búsettur í Reykjavík. Kristín ólst upp fyrstu æviárin á Gili í Svartárdal eða þar til 1922 en þá flutti fjölskyldan að Geld- ingaholti í Skagafirði og bjó þar alla tíð. Kristín bjó heima í sveit- Aðalbjörg Jóna, f. 17. október 1969, maki Valur Júlíusson, börn þeirra eru Björn Emil, Birta Dröfn, Rebekka Eva, Júlía Snædís og Jóel Pálmi, c) Hafdís Hrönn, f. 9. október 1971, maki Valdimar Júlíusson, dætur þeirra eru Sig- rún Sandra og Sunneva Björk, d) Sandra Dröfn, f. 15. mars 1979, d. 13. maí 1996. Sambýlismaður Sig- rúnar er Steinn Ágúst Baldvins- son, f. 16. mars 1946. 3) Anna Sig- urlaug, f. 20. júní 1955, hennar maður er Örn Ingólfsson, f. 24. maí 1953, börn þeirra eru a) Ing- unn Berglind, f. 5. mars 1979, maki Peter Eliassen, b) Lilja Rut, f. 24. september 1984, maki Eyjólf- ur Þorkelsson, c) Ívar Dan, f. 29. júlí 1991, fyrir á Anna dótturina Auði Björnsdóttur, f 17. maí 1974, maki Stefán Magnússon, börn þeirra eru Anna Thelma og Magn- ús Aðils. Kristín og Ívar bjuggu fyrst í Reykjavík þar sem hann var að læra húsasmíðar en voru síðan um tíma á Hvanneyri og fluttu þaðan til Sauðárkróks og bjuggu þar alla tíð. Á Sauðárkróki vann hún lengst af við saumaskap bæði á saumastofum og heima. Hún bjó á Kambastíg 8 allt fram í mars á þessu ári en tók þá ákvörðun um að flytja á dval- arheimili aldraðra þar sem hún kynntist mörgu góðu fólki og naut mjög góðrar umönnunar. Útför Kristínar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. inni fram yfir tvítugt en um 1938 fór hún í húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyja- firði. Eftir það fór hún til Reykjavíkur í leit að vinnu og vann þar meðal annars í Hampiðjunni, á prjónastofu og saumastofu. Kristín giftist hinn 17. maí 1946 Ívari Antonssyni, f. á Fjalli í Kolbeinsdal 27. júní 1917, d. 14. febrúar 2002. Hann var sonur hjónanna Sigurjónu Bjarnadóttur, f. 8. júní 1892, d. 4. janúar 1963, og Antons Gunnlaugssonar, f. 1. september 1891, d. 15. maí 1971. Þau hjónin bjuggu á Fjalli í Kolbeinsdal og víðar og síðast á Sauðárkróki. Börn Kristínar og Ívars eru: 1) Sonur, f. andvana 11. september 1947, 2) Sigrún Sigurjóna, f. 17. september 1948, hennar maður var Björn Sigurður Ívarsson, f. 9. janúar 1942, d. 26. maí 1996, dæt- ur þeirra eru a) Kristín Sigþrúður, f. 10. nóv 1968, maki Skúli Skúla- son, þeirra börn eru Kolbrún Sif, Sigurður Ívar og Anna Kristín, b) Elsku amma, með söknuði kveð ég þig og þakka þér fyrir samfylgd- ina í gegnum árin. Það eru ekki all- ir sem geta þakkað fyrir að hafa kynnast ömmu sinni og afa eins vel og við gerðum. Amma og afi á Krók, eins og við kölluðum ykkur, voru bæði svo gjafmild og góð við okkur börnin. Við eigum svo ótal margar góðar minningar um ykkur og svo fallega muni eftir ykkur því þið voruð svo dugleg í höndunum. Ekki nóg með að prjónaðir væru sokkar, vettlingar, húfur, saumuð föt og rúmföt þá var saumað á dúkkurnar okkar stelpnanna, látið smíða dúkkurúm og saumuð sæng og koddi ásamt rúmfötum sem pössuðu nákvæmlega í rúmin. Eitt sinn þegar pabbi og mamma voru í siglingu pössuðuð þið afi okkur og þá var nú drifið í að sauma glans- galla á okkur og þannig stóðum við systur á bryggjunni og tókum á móti foreldrunum svo stoltar í nýj- um heimagerðum fötum. Það var ekkert síðra að fá föt sem amma saumaði en það sem keypt var í búð. Þú varst svo dugleg að finna þér eitthvað til að dunda við og þrátt fyrir að þú færir ekki víða var eins og þér leiddist aldrei. Skiptist bara á að sauma, prjóna eða vinna aðra handavinnu, leggja kapal eða grufla í bókunum þínum. Það voru ófáir sem komu og fengu hjá þér upplýsingar um ættfræði eða sögu Skagafjarðar, svo ekki sé nú minnst á hvað þú saumaðir mikið fyrir aðra. Flestar minningar á ég um þig eftir að ég kom í Fjölbraut. Þá fékk ég að búa hjá ykkur afa og kynntist ykkur enn betur en áður. Það var nú meiri snjóaveturinn. Ég náði ekki að moka tröppurnar áður en ég fór í skólann en yfirleitt voru þær hreinar og vel saltaðar þegar ég kom heim. Það mátti ekki láta póstinn vaða allan þennan snjó eða detta í hálkunni. Seinna þegar ég var komin á heimavistina snjóaði mikið eina helgina. Ég ákvað því að vera hjá ykkur og í rúman sólar- hring vorum við rafmagnslaus. Það mátti nú ekki við miklu því þeir héldu ekki miklum hita veggirnir í fallega húsinu ykkar. En þú varst ekki ráðalaus. Náðir í gaseldavélina og hitaðir okkur kakó. Síðan þegar hún hélt ekki nægum hita var grip- ið til Aladinlampans svokallaða. Það var nú ekkert auðvelt að kveikja á honum. Örfínn þráðurinn í grisjunni mátti ekki við neinu en af öryggi kveiktir þú á lampanum og þvílík hlýja og birta sem af honum kom. Þarna sátum við svo í ylnum af lampanum og spiluðum. Þetta er ein ævintýralegasta minning sem ég á elsku amma. Ég veit amma að þú ert komin til afa og að hann tekur vel á móti þér. Nú eruð þið sameinuð á ný og verð- ið eins traust hvort öðru og þið vor- uð alla tíð hérna megin. Megi góður guð vera með ykkur. Ingunn Berglind (Inga Lind). Hún amma mín á Krók er látin, langamma Stína eins og börnin mín kölluðu hana. Fyrsta skýra minning mín um ömmu er þegar hún hélt á mér í fanginu um miðja nótt, eftir að ég hafði vaknað og grét eftir mömmu. Amma ruggaði mér og raulaði, ef- laust hefur það verið ein af uppá- haldsvísunum hennar „Á ég ekki að segja þér söguna af mér“. Amma söng ávallt þessa vísu þegar hún var að svæfa okkur barnabörnin, og ég var alltaf jafn hissa á því að amma sofnaði oftast á sama stað í vísunni. Hún var með stálminni, og mundi fjöldann allan af vísum og ljóðum. Það var svo notalegt síðast þegar við fórum á Kambastíginn og hún sat við eldhúsborðið með litla sokka á prjónunum og raulaði. Svo komu Kidda og Lilla við og allt var eins og í fyrra þegar hún bjó heima. Ég er svo þakklát fyrir þessa daga sem við fengum. Minningarnar hrannast upp, minningar um samverustundir niðri í saumaherbergi, þar sem þú saum- aðir og lagaðir fjöldann allan af flík- um, og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Í berjamó með ykkur afa, þótt þú borðaðir aldrei ber, þá fannst þér gaman að tína þau. Heyskapinn uppá túni og þar sem afi sló fyrir aðra. Ferðalögin sem við fórum saman um landið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mig langar að þakka Lillu frænku sem var henni ómetanleg aðstoð alla tíð. Og starfsfólkinu á hjúkrunar- heimilinu fyrir hversu yndisleg þau voru við hana ömmu mína, hún naut sín svo þar og þá mest í handavinn- unni. Hvíl í friði elsku amma mín. Ég mun ávallt hafa þessa vísu í huga sem var þér svo kær. Trúðu á tvennt í heimi. Tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi. Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Auður. Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við fengum að njóta með þér. Það eru ófá skiptin sem maður kom ýmist til að vera og naut þá fróð- leiks þíns og í seinni tíð í heimsókn og fékk sér kleinur og pönnukökur áður en haldið var í bæinn. Það eru ákveðin forréttindi að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, sér- staklega fyrir öll barnabarnabörnin. Minningarnar um þig eru ljóslif- andi í öllu handbragði sem þú hefur sent okkur, sokkapörunum og vett- lingunum „langömmusokkunum“ og „langömmuvettlingunum“ sem varð- veittir eru eins og gullmolar. Okkur langar með þessum orðum að kveðja þig elsku amma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafdís og fjölskylda. Kristín Sigþrúður Sigurjónsdóttir ✝ Björn Jónssonfæddist í Reykjavík 23. ágúst 1958, hann lést 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Katrín S. Karls- dóttir, fædd 1.7. 1932, og Jón Ólafs- son málmiðn- aðarmaður, f. 20.9. 1927, d. 30.11. 1992. Systkini hans eru Sigurbjörg Jóns- dóttir, f. 21.11. 1951, maki Jónas Guð- mundsson, Ólafur Jónsson, f. 9.1. 1953, maki Kristjana Guðmunds- dóttir, Karl Ómar Jónsson, f. 8.3. 1955, maki Margrét Gísladóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, f. 23.2. 1960, Steinvör Laufey Jónsdóttir, fædd 1962, maki Terry Douglas. Björn ólst upp í Reykjavík, á Nesvegi 33 í vesturbænum, hjá foreldrum sínum og systkinum. Sem drengur fór hann í sveit á sumrin að Súluvöllum í Vestur- Húnavatnssýslu og undi hann sér vel þar við leik og störf. Björn eignaðist þrjár dætur og fjög- ur barnabörn. Dætur Björns eru Linda Björg Björns- dóttir, f. 5.12. 1978. Dóttir hennar er Cloey Anna Borg Lindudóttir, f. 9.8. 2003. Móðir Lindu er Anna Vilborg Hallgrímsdóttir. Berglind Ósk Björnsdóttir, f. 28.4. 1981. Börn hennar eru Emilía Ýr Jóhann- esdóttir, f. 1.3. 2006, og Kristján Freyr Jóhannesson, f. 11.9. 2007. Móðir Berglindar er Harpa Nor- dahl Arnardóttir. Birna Hólm Björnsdóttir, f. 8.11. 1988. Sonur hennar er Björn Ómar Úlfarsson, f. 15.10. 2006. Móðir Birnu er Járnbrá Guðríður Hilmarsdóttir. Útför Björns Jónssonar var gerð í kyrrþey. Elsku góði Bjössi okkar. Það er sárt að fá ekki að hafa þig lengur hjá okkur elsku vinur og að hafa ekki ver- ið til staðar þegar þú kvaddir. En svona er lífið, allt á ferð og flugi því miður. En það er huggun að vita að þú áttir svo góða trú á annað líf og við trúum að vel hafi verið tekið á móti þér elsku vinur. Við ólumst upp á Nesvegi 33 hjá foreldrum okkar Jóni og Katrínu. Þú varst þriðji yngstur af okkur sex systkinum. Við áttum góða æsku þar sem við ólumst upp í stórum systk- inahópi og oft var margt um manninn heima því vinir og vinkonur voru mörg. Við gengum í Melaskóla og Hagaskóla og áttum öll góðar minn- ingar úr Vesturbænum. Þú varst allt- af sætur Bjössi minn, grannur og há- vaxinn, hugsaðir vel um að vera smart og snyrtilegur. Þú fórst ungur að vinna á verkstæðinu hjá pabba á sumrin við ýmsar málmsmíðar. 15 ára gamall eignaðist þú þitt fyrsta mót- orhjól og ekki leið á löngu þar til þú fékkst þér annað og stærra hjól. Og svo kom bílprófið og þá voru það am- erískir kaggar sem áttu hug þinn og eignaðist þú nokkra á þessum árum, enda hörkuduglegur og farinn að vinna hjá Landhelgisgæslunni með fínar tekjur. Stelpur sópuðust að ykk- ur félögunum á þessum tíma enda voruð þið allir myndarlegir vinirnir og vinahópurinn stór og samheldinn. Stelpurnar þínar þrjár og afabörn- in þín fjögur voru alltaf ofarlega í huga þér og það var svo margt og mikið sem þig langaði til að gera fyrir þær enda varstu mjög barngóður og hændust öll börn mjög að þér. Þegar þú varst u.þ.b. 25 ára varstu allt í einu sviptur heilsunni og rifinn inn í heim geðveiki með tilheyrandi angist og einmanaleika sem er svo sannarlega fylgifiskur þessa erfiða og skelfilega sjúkdóms. Þessi sjúkdómur fylgdi þér alla ævi, elsku Bjössi, og voru það ömurlegir tímar þegar sjúk- dómurinn blossaði upp og þurftir þú oft að fara inn á spítala af þessum sök- um í gegnum árin, þó ekki eins oft nú í seinni tíð. Foreldrar okkar, pabbi á meðan hann lifði og mamma, stóðu alltaf þétt við bakið á þér og þar áttir þú alltaf stuðning vísan á nóttu sem degi. Þú kynntist mörgum á lífsleið þinni hjá Geðhjálp og Geysi. Fyrir nokkrum árum kynntist þú svo elskunni þinni henni Hrafnhildi Einarsdóttur og átti hún alltaf stóran sess í hjarta þér og var vinátta ykkar einlæg. Allir sem þekktu þig muna þig sem góðan, gjaf- mildan og myndarlegan mann og þú varst svo sannarlega vinur vina þinna. En elsku Bjössi okkar, í dag, 23. ágúst, hefðir þú orðið fimmtugur en nú erum það ekki við sem höldum þér veislu eins og ráðgert hafði verið, en við munum þó sannarlega vera með hugann hjá þér elsku Bjössi. Við þökkum þér samfylgdina, elsku vinur, og mun minningin um þig ávallt lifa í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Þín systir, Ragnhildur. Björn Jónsson ✝ Við færum öllum þakkir er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför TEITS BENEDIKTSSONAR menntaskólakennara Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Sverrir Teitsson og aðstandendur. ✝ Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNSTEINS SÓLBERGS SIGURÐSSONAR, Furulundi 25, Akureyri. Jórunn Inga Ellertsdóttir, Þorsteinn Gunnsteinsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Þórunn Gunnsteinsdóttir, Smári Úlfarsson, Ellert Gunnsteinsson, Kristrún Þ. Ríkharðsdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, afabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR ARNARS KRISTINSSONAR, fyrrverandi sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanns, Hátúni 23, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild D á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og Sr. Sigfúsar B. Ingvasonar fyrir einstaka umhyggju og vinarþel. Kristín Rut Jóhannsdóttir, Jóhann Kristinn Lárusson,Kolbrún Kristinsdóttir, Hafsteinn Lárusson, Halla Benediktsdóttir, Sigvaldi Arnar Lárusson, Berglind Kristjánsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.