Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 39 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Au pair óskast til Hollands Íslensk fjölskylda óskar eftir au pair til að gæta tveggja stuð systra; 2ja og 4ra ára. Verður að vera reykaus. Upplýsingar veitir Olga í síma 0031648262436 eða olgahrafnsdot- tir@gmail.com Au pair í Lúxemborg Íslensk fjölskylda óskar eftir stúlku um tvítugt til að gæta tveggja telpna, 3 og 6 ára, í eitt ár frá og með októ- ber nk. Þyrfti einnig að sinna léttum heimilisstörfum. Frekari uppl. í maran.min@gmail.com Dýrahald Svartir og dökkgulir labrador- hvolpar til sölu. Allar nánari upplýsingar á: www.pointinglab.tk. Ferðalög www.floridahus.is Úrval glæsilegra sumarhúsa til leigu í Orlando, Flórída. www.floridahus.is, info@floridahus.is Íbúðir til leigu í Barcelona á Spáni, hagstætt verð, Costa Brava Playa de Aro, Baliares- eyjan, Menorca Mahon, Vallado- lid, www.helenjonsson.ws Sími 899 5863. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum. LR- kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Uppl. hjá Dóru 869-2024 www.dietkur.is Snyrting Gerðu tennurnar skjannhvítar á 1 klst. Auðvelt og árangursríkt tannhvítunartæki. Notar tækið í 3 x 20 mínútur og tennurnar verða aftur skannahvítar. Ótrúlegur árangur. Sjá: www.hvitartennur.is Húsnæði í boði Atvinnuhúsnæði 100 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í Síðumúla. Gott húsnæði, hagstæð leiga. Uppl. í síma 896-8068. Íbúð til leigu í Sjálandi Til leigu stórglæsileg 3-4 herb. íbúð við Strandveg með stórbrotnu sjávar- útsýni. Húsið er afar vandað með lyftu og bílageymslu. Íbúðin er 123 fm á stærð og er óskað eftir 1-3 ára leigusamningi. Áhugasamir hafi sam- band í s.86 24682. Íbúðaskipti fyrir eldri íslenska borgara: Höfum fullbúna íbúð á besta stað í Albufeira í göngufæri á strönd, búðir og Laugaveginn. Óskum eftir fullbúinni íbúð eða raðhúsi á RVK svæðinu frá haustinu 2008. S.00351-968569300 eða 00354-8687722. Íbúð til leigu í Barcelona. Íbúð til leigu í vetur á góðum stað miðsvæðis í Barcelona. Tilvalið fyrir námsfólk. Nánari uppl: www.ibudbcn.blogspot.com, ibud.bcn@gmail.com og í síma 6912418 Húsnæði óskast Íbúð óskast Ung og reglusöm stelpa í námi óskar eftir að leigja 2 herbergja eða stúdío íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Skilvísum greiðslum heitið. S.8664054 Bráðvantar húsnæði Par&einstakl. utan af landi leita að leiguhúsnæði í Rvk. Greiðslugeta 130 þús. Reglu- semi og skilv. greiðsl. heitið. Ása 8627961 asasigsig@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Skrifstofur - vinnustofur: Nokkur herbergi til leigu í snyrtilegu húsnæði í Hafnarfirði 20-40 m2. Sameiginleg kaffistofa og snyrtingar. Laust strax. Sími 898 7820. Sumarhús Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu Nýkomnir vandaðir dömu götuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum gúmmísóla. Sérlega mjúkir og þægi- legir. Margar gerðir og litir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 8.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Ýmislegt Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Blómakór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. og barnaskór 500 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12. Sími 562 2466. Ný sending af Hello Kitty og Dora vörunum. Bakpokar, húfur, vettlingar, skartgripir og margt fleira Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Bílar Námsmannabílinn Nissan Almera, árg'99. ek.128 þús km. Beinskiptur. Vetrar-og sumardekk fylgja. Sparneytinn eðalkaggi í skólann. Verð 300 þús. Nánari upplýsingar í síma 696-0915. Volvo 740GL árg. '88 ek. 171 þús. Volvo 740, '88, ek. 171 þ. Ssk., raf- magn í rúðum. Tilboð: 220 þ. Mjög gott eintak. S: 8567208. Lincoln Mark LT 2007 - 35” breytt- ur. Innfluttur nýr. Mikið af aukabún- aði. 34” breyttur - Krómpakki - DVD og sjónvarp með þráðlausum höfuð- búnaði - Navigation system - Sól- lúga - Rifdrifin afturrúða við pall - Dráttarbeisli - Lincoln lok á afturpall og klæðning innan á palli. Glæsilegur bíll á góðu verði. Upplýsingar í síma 860 1180, Ólafur. Bílavörur Dekk til sölu! 4 stykki negld og míkróskorin 33" dekk á felgum sex gata til sölu á 60.þ. Upplýsingar í síma 863-9902. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Mótorhjól Til sölu KXF-450 2008 Flott hjól, ekið ca. 20 tíma. Fatbar-stýri og fleiri aukahlutir. Verð 690 þús. Uppl. í s. 866 0532. Húsbílar Húsbíll - Bátur Vil kaupa húsbíl í skiptum fyrir bát. Verðhugmynd ca. 4 milljónir. Sími: 864 4589 Húsbíll til sölu M-B-100 1994 ekinn aðeins 115 þús. km. Bíll í topp- standi, ný dekk og 2 aukadekk á felg- um. Verð 1,4 millj. Upplýsingar í síma 863-7365 Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. Píanó til sölu Euterpe píanó til sölu. Í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 669 1348. Hljóðfæri MINNINGARMÓTIÐ um Mikhail Tal var haldið í fyrsta sinn síðla árs 2006 en þá hefði töframað- urinn orðið sjötugur hefði hann lifað. Nú er mótið orðið að hefð og er fyrr á ferðinni í ár. Ástæður þess eru sennnilega þær að mikið stendur til í skákheiminum á næstu mánuðum: heimsmeistaraeinvígi í Bonn, Ól- ympíumót í Dresden svo dæmi séu tekin. En það er vel til fundið hjá rússnesku mótshöldurunum að hafa hraðskákmót samhliða; Tal var alltaf að tefla hraðskák og var baneitraður á því sviði. Á skákhátíðinni í Saint John 1988 varð hann fyrsti og eini opinberi heimsmeistarinn í hrað- skák. Í gamla Búnaðarbankanum 1986 vann hann sterkt hraðskákmót og hlaut þar 13 ½ vinning úr 15 skákum. Af tíu keppendum í Moskvu eru nokkrir skákmenn sem eru þekktir fyrir fjöruga taflmennsku. Alexei Shirov sem er með spænskt rík- isfang en er fæddur og uppalinn í Riga hefur ekki náð sér strik en Al- exander Morosevich, sem telja má næstum óútreiknanlegan skákmann, er hinsvegar efstur að loknum fjór- um umferðum. Staðan: 1. Alexander Morosevich (Rúss- land) 3 v. af 4. 2.–3. Peter Leko (Ungverjalnd) og Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) 2 ½ v. 4.–8. Gata Kamsky (Bandaríkin), Boris Gelfand (Ísrael), Ruslan Ponomarion (Úkraína), Shakriyar Mamedyarov (Aserbad- sjan) og Vladimir Kramnik (Rúss- land) 2 v. 9. Evgení Alekseev (Rúss- land) 1 ½ v. 10. Alexei Shirov (Spánn) ½ v. Þetta er síðasta mót Kramniks áð- ur en hann leggur í einvígið við An- and í Bonn en af frammistöðu hans undanfarið að dæma virðist hann ekki ætla að toppa á vitlausum tíma. Skák hans við efsta mann mótsins fylgir hér en þar misnotaði Kramnik ýmis góð færi: Minningarmót um Tal; 3. umferð: Alexander Morosevich – Vladim- ir Kramnik Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 Tískuafbrigðið sem fyrst kom fram í skák Shorovs og Þrastar Þórhalls- sonar á Reykjavíkurmótinu 1992. Það felur í sér nokkra áhættu að taka peðið en Kramnik á að vera öll- um hnútum kunnugur. 7. Rxg4 8. Hg1 Rxh2 9. Rxh2 Bxh2 10. Hxg7 Rf8 11. Hg2 Bd6 12. e4!Kjarninn í áætlun hvíts; fyrir peð- ið nær hann frumkvæðinu á mið- borðinu. 12. .. Rg6 13. Bg5 Be7 14. Bxe7 Dxe7 15. 0–0–0 dxe4 16. Rxe4 f5 17. Rd2 c5 Að öðrum kosti leikur hvítur 18. c5 og – Rc4. 18. dxc5 Bd7 19. b4 0–0–0 20. Hg3 e5 21. Hd3 Be6 Eftir athyglisverða baráttu má svartur nokkuð vel við una. 22. Ha3 a6 23. c6! bxc6? Betra var 23. .. Dxb4 24. cxb7+ Kc7. 24. c5 Dg5? 25. Hxa6 Kd7 26. Bc4! Eins og hendi væri veifað hefur hvítur náð vinningsstöðu. Moro ger- ir út um taflið með nokkrum hnit- miðuðum leikjum. 26. Bxc4 27. Dxc4 Re7 28. Kc2 Ke8 29. Rf3 Df6 30. Hd6! Lokahnykkurinn. 31. Hxd6 31. cxd6 – og Kramnik gafst upp. Eftir 31. Dxd6 32. Ha8+ fellur hrókurinn a h8. „Æskan“ malar „Reynsluna“ Þeir sem halda því fram að mikil reynsla sé einhvers virði gætu farið endurskoða afstöðu sína ef marka má helstu niðurstöðu keppni sem nú stendur yfir í Amsterdam og ber yf- irskriftina „Æskan gegn Reynsl- unni“. Eftir tvær umferðir af fimm er staðan 8 ½ : 1 ½ „æskunni“ í vil. Lið „Reynslunnar“ skipa Viktor Korchnoi, Arthur Jusupov, Simen Agdestein, Evgení Bareev og Lu- bomir Ljuboevic. Æskumenn eru minna þekktir: Yue Wang, (Kína), Daniel Stellwagen, (Holland) Ivan Cheparinov, (Búlgaríu), Erwin L.Ami, (Frakkland) og Fabiano Caruna, (Ítalíu). Keppni í áskorendaflokki hefst á miðvikudag Keppni í áskorendaflokki á Skák- þingi Íslands fer fram dagana 27. ágúst – 4. september n.k. Mótið mun fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Efstu tvö sætin gefa föst sæti í lands- liðsflokki að ári. Skráningu skal senda í tölvupósti á siks@simnet.is eða tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10–13, í síðasta lagi 25. ágúst 2008. Morosevich efstur á minningarmótinu um Tal Helgi Ólafsson SKÁK Moskva, Rússland 17.–31. águst 2008 Minningarmót um Mikhail Tal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.