Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 52
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2008
3 3
3 &3 &3 4
5$'.!
$+!
6!
"!
! $$%$" $&&
3
3&
3 3
&3
&3
3
-
71 '
3
3 3
3
&3 3
89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'7$7<D@;
@9<'7$7<D@;
'E@'7$7<D@;
'2=''@%$F<;@7=
G;A;@'7>$G?@
'8<
?2<;
6?@6='2+'=>;:;
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Fyrst smáþjóða í úrslita-
leik í flokkaíþrótt á ÓL
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik tryggði sér í gær verð-
launasæti á Ólympíuleikunum í Pek-
ing með sigri á Spánverjum.
Íslendingar eru þar með fyrsta smá-
þjóðin sem kemst í úrslitaleik í
flokkaíþrótt á Ólympíuleikum.
»Forsíða, íþróttir, 4, 6, 8
Paul Ramses til Íslands
Dómsmálaráðherra hefur úr-
skurðað að Útlendingastofnun skuli
taka mál keníska hælisleitandans
Pauls Ramses til efnislegrar með-
ferðar. Paul kemur því aftur til Ís-
lands frá Ítalíu. »2
Fresta má afborgunum
Íbúðalánasjóður hefur heimilað
eigendum tveggja húseigna að
fresta afborgunum af lánum til að
koma til móts við þá sem glíma við
greiðsluerfiðleika. »12
SKOÐANIR»
Staksteinar: Sérfræðingarnir
Forystugreinar: Ólympíudraum-
urinn | Tökum ábyrgð á einelti
Ljósvaki: Enginn venjulegur dagur
UMRÆÐAN»
Ég hélt mig hafa séð það allt …
Ljós í myrkri
Þriðja heimsstyrjöldin …?
Andstæðingar virkjana bíta ekki á …
Þrjár bækur – eitt krakkarýni
Skemmtileg þraut
Folf er frábær fjölskylduskemmtun
BÖRN»
Heitast 18 °C | Kaldast 12 °C
Sunnan- og suð-
vestanátt, 5-10 m/s og
rigning með köflum en
birtir til norðaust-
anlands. » 10
200.000 naglbítar
leika sín þekktustu
lög ásamt Lúðra-
sveit verkalýðsins.
Komnir í gang, með
nýtt í smíðum. » 42
SJÓNVARP»
Bítandi
lúðratónar
TÓNLIST»
Fjölmenni hlýddi á blús-
skotið rokk Esju. » 48
Leikritið er sam-
bland af Hellisbúan-
um og kvikmyndinni
The Exorcist. Leik-
arinn er búinn eftir
hverja sýningu. » 46
LEIKLIST»
Geimverur
og apar
BÓKMENNTIR»
Vill ekki fá bókina upp í
hillu hjá Braga. » 45
TÓNLIST»
Órafmagnaðir loka-
tónleikar í kirkju. » 49
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Íslendingar í úrslitaleikinn
2. „Sköpunarkraftur af öðrum heimi“
3. Þegar Dorrit veifaði
4. Íslenska þjóðin fagnar sigri
Íslenska krónan styrktist um 0,9%
Prins Póló hefur komist inn í ís-
lenskar þjóðarbókmenntir og um
tíma fengu ferðamenn það til baka í
Póllandi í stað skiptimyntar.
Þegar verðið á Prins Póló er at-
hugað virðist það einna lægst í Bón-
us. Þar kostar pakki með 32 stykkj-
um 1.109 krónur eða 34,65 kr.
stykkið. Hvert stykki er 39 g.
Hjá Hafnarbúðinni á Hornafirði
kostar hvert stk. 100 kr., 89 kr. í
Nesti á Bíldshöfða og 80 kr. í Sölu-
turninum á Eiðistorgi.
Sé verðið á stærstu stykkjunum
sem eru 52 g athugað kemur í ljós
að Europris selur pakka með 28
stk. á 2.492 kr. eða 89 kr. stykkið.
Í Hafnarbúðinni kostar hvert stk.
120 kr., 110 kr. í Söluturninum á
Eiðistorgi og í Nesti er stykkið
verðlagt á 105 kr. arnthorh@mbl.is
Auratal
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ við Rauðarárstíg 25
verður opið upp á gátt á Menningarnótt Reykjavíkur.
„Við viljum nota þetta tækifæri til að kynna al-
menningi þá fjölþættu starfsemi sem fer fram í ráðu-
neytinu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra.
„Utanríkisþjónustan er í ákveðinni fjarlægð frá al-
menningi og við viljum færa hana nær fólki. Við er-
um stolt af því að vera fyrst ráðuneyta til að efna til
opins húss. Þetta var hugmynd sem kviknaði hjá
ágætri konu sem ég átti spjall við úti í bæ. Ég hafði
lengi haft þá hugmynd að efna til opins húss og
fannst stórsnjallt að gera þetta á Menningarnótt.“
Ingibjörg Sólrún ætlar að vera í ráðuneytinu, auk
annarra starfsmanna, og upplýsa gesti. Þar verður
margt á boðstólum.
„Ég tel að fólki þyki til dæmis áhugavert að kynn-
ast störfum Íslensku friðargæslunnar,“ sagði Ingi-
björg Sólrún. „Þarna verða friðargæsluliðar sem
geta sagt frá sínum störfum. Eins er áhugavert fyrir
fólk að kynnast því sem við leggjum af mörkum í
þróunarsamvinnu víða um heim og hvernig að því er
staðið. Mér finnst að þetta hvort tveggja sé nokkuð
sem við Íslendingar eigum að vera stoltir af.“
Opið upp á gátt í utanríkisráðuneytinu
Ráðherra kynnir utanríkisþjónustuna á Menningarnótt
Morgunblaðið/G. Rúnar
EITT fræknasta íþróttaafrek Ís-
landssögunar, silfursleginn sigur Ís-
lendinga á Spánverjum í handbolta á
ÓL í gær, gat varla borið upp á betri
dag, 22. ágúst, því þá átti amma Guð-
jóns Vals Sigurðssonar stórafmæli.
Fagnaði Guðbjörg Guðjónsdóttir átt-
ræðisafmæli sínu um leið og ömmu-
strákurinn hennar tók þátt í hinum
ógleymanlega sigri með félögum sín-
um og skoraði sjö mörk. „Það hafa
varla þornað á manni augnahvarm-
arnir,“ sagði hún. „Ég sá snemma að
hann var efni í afreksíþróttamann og
hann lét varla boltann frá sér í æsku.“
Hún sagði viðureignina við Spán-
verja í gær hafa kallað fram mikil til-
finningaviðbrögð hjá öllum sem
fylgdust með henni í sjónvarpi.
Spánverjaleikurinn hélt þjóðinni
sannarlega í heljargreipum í gær en
þá fyrst byrjar alvöru taugastríð þeg-
ar Íslendingar mæta Frökkum í úr-
slitaleiknum á morgun. Og Guðjón
Valur leikur stórt hlutverk þar sem
endranær.
„Maður sendir honum eins góðar
hugsanir og maður getur,“ sagði Guð-
björg.
Úrslitaleikurinn hefst í fyrramálið
klukkan 7.45. orsi@mbl.is
Silfur á stórafmælinu
Amma Guðjóns Vals Sigurðssonar átti 80 ára afmæli sama
dag og ömmustrákurinn frækni komst í úrslit á ÓL
Morgunblaðið/hag
Stolt Guðbjörg Guðjónsdóttir á ömmustrák sem er réttnefnd þjóðhetja Ís-
lendinga ásamt landsliðsfélögum sínum eftir árangurinn á ÓL í Peking.
Í HVERJUM mánuði í vetur mun
Ríkissjónvarpið endursýna eitt gam-
alt áramótaskaup.
Áhorfendur fá að kjósa hvaða
skaup verður sýnt hverju sinni, lík-
lega í netkosningu. Þá verða útbúnir
stuttir fréttaannálar sem sýndir
verða á undan endursýndu skaup-
unum þar sem farið er yfir þá at-
burði sem verið er að gera grín að.
Meðal nýrra íslenskra þátta hjá
Ríkissjónvarpinu í vetur má nefna
tvo spennuþætti og umfangsmikinn
tónlistarþátt sem verður á dagskrá á
laugardögum. | 44
Gömul skaup
snúa aftur
Jamaíkumað-
urinn Usain
Bolt hélt áfram
sigurgöngu
sinni í sprett-
hlaupunum á
Ólympíu-
leikunum í Peking í gær. Hann
var í sveit Jamaíku sem sigr-
aði í 4x100 metra boðhlaupi á
nýju heimsmeti og krækti þar
með í sín þriðju gullverðlaun
en hann hafði áður sigrað
glæsilega í 100 og 200 metra
hlaupum og slegið heimsmetin
í báðum greinum.
Bryan Clay varð í gær Ólymp-
íumeistari í tug-
þraut, greininni sem
margir telja þá erf-
iðustu á leikunum
hverju sinni. Eins og
svo oft áður hrósaði Eþíópía
sigri í langhlaupi þegar Tir-
unesh Dibaba vann 5.000 m
hlaup kvenna. Steve Hooker
frá Ástralíu setti Ólympíumet
í stangarstökki karla og þá
varð ljóst að Bandaríkin og
Spánn leika til úrslita í körfu-
bolta karla. » Íþróttir