Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»Hulda tók við Aker-háskólasjúkrahúsinu í
Osló 2005. Áður var hún
hjúkrunarframkvæmdastjóri,
verkefnisstjóri og sviðsstjóri
hjá Ullevål-háskólasjúkrahús-
inu.
»Hún starfaði sem hjúkr-unarfræðingur 1981-1992.
»Hún er hjúkrunarfræði- ogstjórnunarmenntuð frá
Hjúkrunarskóla Íslands, með
embættispróf í hjúkrunarvís-
indum frá Osló og með norska
menntun í stjórnun.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HULDA Gunnlaugsdóttir var í gær
ráðin forstjóri Landspítalans frá og
með 1. september. Hulda hefur ver-
ið forstjóri Aker-háskólasjúkra-
hússins í Noregi og sinnt stjórn-
unarstörfum þar í landi frá árinu
1992 auk þess að hafa verið hjúkr-
unarforstjóri Kristnesspítala 1983-
1988.
Spurð hvernig fyrra forstjóra-
starf hennar geti nýst Landspítal-
anum segist Hulda þar hafa lagt
áherslu á tvennt: Í fyrsta lagi þróun
starfseminnar. „Að hvetja fólk til
þess að stunda vísindaleg vinnu-
brögð og rannsóknir, setja meiri
peninga til þeirra starfa um leið og
við höfum meðhöndlað fleiri sjúk-
linga.“ Hitt áhersluatriði Huldu er
að sjúkrahúsið haldi sig innan fjár-
heimilda. „Aker er eitt af fáum
sjúkrahúsum í Noregi sem gera það
í dag,“ segir Hulda.
Athygli vekur að Hulda er hjúkr-
unarfræðingur en ekki læknir, en
mun það hafa áhrif á þá stefnu sem
Hulda setur sjúkrahúsinu? „Nei, ég
er fyrst og fremst stjórnandi, en af
því að ég er hjúkrunarfræðingur er
ég stjórnandi innan úr heilbrigð-
iskerfinu.“ Hún segir ekki tímabært
að svara því hvort hún geri breyt-
ingar á stjórnkerfi spítalans eða
innviðum. „Ég þekki spítalann vel
bæði af því að lesa vefsíðuna og
önnur gögn. En ég þarf þrjá mánuði
til þess að kynna mér innviði
sjúkrahússins. Það er alveg jafn-
mikilvægt og að lesa skýrslur.“
Mikill styrkur að Huldu
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra segir ekki hafa ver-
ið hægt að greina annað en almenna
ánægju meðal starfsmanna Land-
spítalans þegar þeim var kynnt
ákvörðunin snemma í gærdag. Þar
skipti máli að starfið hafi verið aug-
lýst í fyrsta skipti í áratugi og fag-
lega hafi verið staðið að ráðning-
unni. „Ég tel það mikinn styrk fyrir
Landspítalann og fyrir heilbrigðis-
þjónustuna að fá manneskju með
þessa reynslu annars staðar frá, frá
stöðum sem við viljum bera okkur
saman við,“ sagði Guðlaugur Þór.
Björn Zoëga verður áfram lækn-
ingaforstjóri eins og verið hefur.
Hann mun að auki verða staðgengill
forstjóra.
Nýjum forstjóra vel tekið
„Er fyrst og fremst stjórnandi,“ segir Hulda Gunnlaugs-
dóttir, nýr hjúkrunarfræðimenntaður forstjóri Landspítala
Morgunblaðið/Ómar
Staðan fyllt Hulda tekur við forstjórastarfi á Landspítala hinn 10. október næstkomandi.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„ÉG kveið alltaf fyrir mánudeg-
inum, þegar ég fór út að skemmta
mér, að hann færi að skoða reikn-
inginn minn. Ég var á tímabili farin
að taka alltaf út úr hraðbanka,“
segir ung kona en fyrrverandi sam-
býlismaður hennar og barnsfaðir,
sem vinnur sem þjónustufulltrúi í
viðskiptabanka hennar, fylgist í
leyfisleysi með bankareikningi
hennar. Að sögn konunnar, sem
ekki vill láta nafns síns getið, slitu
hún og maðurinn samvistum fyrir
um ári en sambandið var storma-
samt og hún beitt andlegu og lík-
amlegu ofbeldi. Er hún nú að reyna
að skipta um banka en það er hæg-
ara sagt en gert vegna lána og yf-
irdráttar.
Mikil innrás í einkalífið
„Þegar við hættum saman fór
hann að spyrja mig alls konar
spurninga til að athuga hvort ég
væri að ljúga að honum eða ekki.
Ég bar dálítinn ótta til hans því
hann er skapmikill,“ segir hún og
nefnir sem dæmi að hann hafi
fylgst með hvenær hún tók leigubíl
heim um helgar eftir skemmtanir.
Þá hafi hann spurt hví hún væri að
eyða í hluti fyrir sjálfa sig sem hún
hefði ekki gert meðan þau voru
saman, nokkuð sem var ómögulegt
fyrir hann að vita nema hafa skoð-
að kortanotkun hennar.
„Þetta er svo mikil stjórnun.
Sama hvað gekk á á undan þá er
þetta svo mikil innrás í mitt einka-
líf. Ég á náttúrlega að fá að ráða
því sjálf hvað ég nota peningana
mína í og klukkan hvað ég kem
heim,“ segir hún. Aðspurð segist
hún ekki þora að kvarta undan
manninum auk þess sem hún sé að-
eins nýlega búin að uppgötva hvað
hegðun hans er óeðlileg.
Það gerðist þegar hún ræddi
málið við vini og ættingja og þeir
bentu henni á alvarleika málsins.
„Ég áttaði mig ekki á því að þetta
væri óheilbrigt því ég var búin að
lifa í svo miklu óheilbrigði lengi. Þá
er maður orðinn mjög brotin mann-
eskja og ég er það ennþá. Ég áttaði
mig ekki á því hvað þetta væri
rangt því hann hafði alltaf séð um
fjármálin okkar. Hann er nátt-
úrlega að brjóta sínar vinnureglur
en ég gerði mér aldrei grein fyrir
því.“
Konan segir ástandið vægast
sagt óþægilegt. Maðurinn reyni að
nota allt gegn henni sem hægt sé að
nota og reyni að standa hana að
lygum, „til þess að geta sagt mér að
ég sé lygin og slæm manneskja“.
Skoðar banka-
reikning án leyfis
Þjónustufulltrúi fylgist með fv. maka
Morgunblaðið/ÞÖK
Hrædd Um tíma notaði konan frek-
ar pening en greiðslukort.
UNGUR Íslendingur hefur verið
hnepptur í varðhald í Kína þar sem
landvistarleyfi hans var útrunnið.
Utanríkisráðuneytið segir að reynt
sé eftir megni að aðstoða manninn,
og hefur fulltrúi þess hitt hann.
Kínversk stjórnvöld vilja senda
manninn úr landi.
Að sögn Urðar Gunnarsdóttur,
fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðu-
neytisins, eru góðar líkur á að mað-
urinn verði leystur úr varðhaldinu
á næstu dögum. Fulltrúi ráðuneyt-
isins segir aðbúnaðinn þar sem
maðurinn er í varðhaldi í borginni
Guangzhou vera þolanlegan.
Í haldi í Kína
Bankar hafa flestir þá reglu að
aðeins þeir starfsmenn, sem
þurfa að vinna með vissar upp-
lýsingar, svo sem reikninga við-
skiptavina, hafa aðgang að
þeim. Hafa bankarnir sérstakar
aðgangsstýringar í þessu sam-
hengi og innra eftirlit. Í 58.
grein laga um fjármálafyrirtæki
segir að starfsmenn séu bundn-
ir þagnarskyldu um allt það
sem þeir fá vitneskju um við
framkvæmd starfa síns og varð-
ar viðskipta- eða einkamálefni
viðskiptamanna þess.
Bundið í reglur
LANDSVIRKJUN varar við því að
mögulegt er að fylla losni úr vegg
Hafrahvammsgljúfurs á móts við
Kárahnjúkafoss. Segir í tilkynningu
að mannvirki séu ekki í hættu þótt
bergfyllan falli, en mikilvægt er að
ferðamenn virði umferðarbann sem
verið hefur í gildi á vinnusvæði neð-
an Kárahnjúkastíflu.
Varað við hruni