Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 35 ✝ Ólína Ragnheið-ur Jónsdóttir fæddist á Steinholti í Staðarhreppi, Skagafirði, 17. nóv- ember 1921. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Ólínu voru Jón Jó- hannesson, f. 21.12. 1889, d. 30.5. 1967 og Guðrún Jóns- dóttir, f. 30.12. 1895, d. 8.4. 1962. Þau eignuðust 4 börn 1) andvana dreng, f. 14.6. 1920, 2) Ólínu, 3) Jónínu Sigríði, f. 31.12. 1923, d. 12.8. 2000, og 4) Lilju Aðalbjörgu, f. 11.10. 1931, d. 8.5. 1987. 12.11. 1947 giftist Ólína Gunn- laugi Magnúsi Jónassyni. For- eldrar hans voru Jónas Jón Gunn- arsson, f. 17.5. 1891, d. 17.7. 1939, og Steinunn Sigurjónsdóttir, f. 5.2. 1891, d. 28.2. 1981. Ólína og Gunnlaugur eignuðust tvo syni: A) Ragnar, f. 26.2. 1949, kvænt- ist Maríu Valgarðsdóttur, f. 28.4. 1952. Þau eignuðust 4 börn 1) Finnu Guðrúnu, f. 29.1. 1969, gifta Garðari Smárasyni og eiga þau 3 drengi Ólaf Ragnar, Einar Smára og Gunnar Inga. 2) Ólafur Gunnar, f. 16.12. 1970, d. 27.2. 1986. 3) Valgarður Ingi, f. 27.7. 1974, kvæntur Jórunni Sigurð- ardóttur og eiga þau 2 börn Maríu og Frosta. 4) Ragna María, f. 24.5. 1978, í sambúð með Guðmundi Hreinssyni og eiga þau einn dreng, Ragnar Svein, fyrir á Ragna Guðnýju Ósk með Jónasi Tryggvasyni. Ragnar og María skildu. Seinni kona Ragnars er Anna Margrét Stef- ánsdóttir, f. 16.1. 1959, þau skildu. B) Jón, f. 28.9. 1954, kvæntur Jónínu Stefánsdóttur, f. 3.12. 1953. Þau eiga 3 drengi 1) Stefán Friðrik, f. 2.2. 1972, í sambúð með Hörpu Örvarsdótt- ur, fyrir á Stefán 2 börn, Kristófer Fannar og Jónínu Margréti, með Katr- ínu Evu Björgvins- dóttur. 2) Gunnlaugur Hrafn, f. 7.4. 1975, kvæntur Helgu Sjöfn Helgadóttur og eiga þau 2 börn, Dagmar Ólínu og Hrafn Helga, fyrir á Gunnlaugur Jón Dag með Lindu Björk Jónsdóttur. 3) Heiðar Logi, f. 7.1. 1980, í sambúð með Dagnýju Ósk Símonardóttur. Ólína ólst upp á Sauðárkróki og stundaði nám við barna- og ungl- ingaskólann þar. 1939-40 stund- aði hún framhaldsnám á Laugar- vatni og 1946-47 við húsmæðra- skólann á Löngumýri. 1947 hófu Ólína og Gunnlaugur búskap í Há- túni og héldu búi þar til 2008. Ólína vann ýmis störf á lífsleiðinni í 8 ár vann hún á símstöðinni á Sauðárkróki, einnig vann hún við símstöðina í Varmahlíð í fjölda mörg ár. Lengst af starfaði hún sem safnvörður í byggðasafninu í Glaumbæ í ein 25 ár. Ólína var virkur meðlimur í kvenfélagi Seyluhrepps allt til æviloka og söng með kirkjukór Glaumbæjar- kirkju í fjölda ára. Útför Ólínu fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við kveðjum Línu í Hátúni með eftirsjá. Það hefur verið okkur dýr- mætt að fá að kynnast henni og deila með henni stundum. Ólína, eða Lína eins og hún var jafnan kölluð, var gift Gulla föður- bróður okkar, en þau hjón í Hátúni hafa ætíð átt stóran sess í hjörtum okkar systra. Við vorum ungar að árum þegar ferðirnar hófust með föður okkar í Landrover á leið í Skagafjörð. Í farteskinu voru stund- um kassar með hænuungum því Gulli bróðir ætlaði að fjölga. Á þeim tíma voru ferðirnar langar, nánast dagleið, en við dunduðum okkur við söng og sögur. Mest var þó tilhlökk- unin að ná áfangastað og hitta frændfólkið á bæjunum og koma í Hátún til Línu og Gulla þar sem fað- ir okkar hafði alist upp. Bærinn hafði yfir sér minningar þeirra systkina frá Hátúni sem pabbi sagði okkur oft sögur af. Við nutum þess að vera hjá Línu þegar þeir bræður sýsluðu úti við. Návist við hana ein- kenndist ávallt af friði og ró og það var einstaklega notalegt að koma í eldhúsið til hennar og þiggja góðar veitingar yfir spjalli. Þau eru ófá hlaðborðin sem við höfum fengið að njóta þar með fjölskyldum okkar. Heimili þeirra umvafði hún svo fal- legum blómum og garði að leitun var að öðru eins. Öll blóm blómstr- uðu í höndum Línu, hvílík fegurð enda hugsaði hún vel um blómin sín eins og Gulla sinn og fólkið sitt. Eftir að faðir okkar byggði hús í túnfætinum við Hátún fjölgaði ferð- um okkar norður og alltaf hefur það verið sama tilhlökkunin að rölta í Hátún til Línu í góða kaffibrauðið, fá að líta augum fallegu blómin hennar og njóta rólegheitanna. Við eigum henni þakkir að gjalda og göngum ríkari áfram veginn. Elsku Gulli, Raggi, Nonni og fjöl- skyldur, við biðjum Guð að styrkja ykkur og vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Jóhanna, Steinunn, Katrín, Berglind Ólafsdætur og fjölskyldur. Elsku amma okkar, það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar við sitjum hérna í fallega húsinu þínu og hugsum til baka. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar. Þú varst sú kona í okkar lífi sem var alltaf til staðar alveg sama á hverju gekk. Kærleikurinn og hlýj- an var alltaf sú sama hvort sem það voru jólin, göngur og réttir eða bara hversdagurinn. Alltaf var sama ró- lega andrúmsloftið og þessi óend- anlegi tími sem þú hafðir fyrir okk- ur. Þar sem þú bjóst alla okkar æsku í næsta húsi var samgangur mikill á milli og það leið aldrei sá dagur að við hittumst ekki. Allir skóladagar enduðu þannig að maður gekk upp afleggjarann og beint til þín að læra. Það var alveg sama hvort um var að ræða ensku, dönsku, landafræði eða eitthvað annað, alltaf gastu hjálpað okkur. Það voru ansi margir dag- arnir sem við eyddum með þér í gamla bænum á sumrin en þar vannstu í 21 ár. Amma, þú kenndir okkur býsna margt sem sneri að húsmóðurhlut- verkinu og garðrækt. Það eru ófá símtölin sem við höfum átt með spurningum um vatnsdeigsbollur, jólakökur, lús á blómum og umpott- un. Við vorum ekki gamlar þegar við fengum að hræra í jólakökudeiginu og smökkuðum aðeins á því. Þegar við vorum farnar að borða of mikið fengum við söguna af pabba þegar hann át sig veikan af hráu deigi. Jólakökurnar þínar voru svo góðar að margir voru búnir að reyna að baka eftir uppskriftinni en aldrei voru þær eins góðar og hjá þér. Þú varst dugleg að koma suður eftir að við fluttum þangað og þá var alltaf farið á kaffihús og keypt heitt súkkulaði og góð terta með. Þú lést þig ekki vanta þegar eitthvað stórt var að gerast í lífi okkur, hvort sem það var fæðing barna okkar, ferm- ing, útskrift eða eitthvað annað. Nýársdagur var alltaf haldinn há- tíðlegur hjá þér og þegar við vorum litlar gistum við hjá þér á nýársnótt til að geta byrjað strax um morg- uninn að hjálpa til við veisluna. Það var borðaður hádegismatur, lamba- hryggur og hangikjöt með öllu til- heyrandi, farið í messu, spiluð vist og í kaffinu fylltist borðið af kökum og heitu súkkulaði. Það var yndislegt í fyrrasumar að fá að hjálpa ykkur afa að flytja í nýja húsið ykkar hérna í Hátúni. Það var svo gaman að taka þátt í gleði ykkar við að flytja í nýtt hús og finna fyrir þakklæti ykkar í okkar garð og hvað þið voruð hissa hvernig við komum öllu dótinu ykkar vel fyrir. Elsku amma okkar, takk fyrir allt sem þú gafst okkur, það voru for- réttindi að eiga þig sem ömmu og fá að alast upp með þér. Við erum þakklátar fyrir að hafa getað setið hjá þér í veikindum þínum. Missir afa er mikill eftir rúmlega 60 ár saman. Guð blessi þig, afi. Finna og Ragna. Ég vil nú við leiðarlok minnast fyrrverandi tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Ég vil þakka henni margt það sem hún kenndi mér í störfum við heimilishald og varð mér notadrjúgt á lífsleiðinni. Ég vil þakka henni allar viðgerðir og umönnun á fatnaði barnabarna hennar en við slík störf átti hún fáa sína líka. Aldrei minnist ég þess að bæði ég hana um viðvik, að hafa börnin hjá sér um stund eða annað sem dag- legu lífi fylgir, væri nei í hennar svörum. Allt var einhvern veginn svo sjálfsagt og án margra orða. Hún var ekki sögð hláturmild hún Lína eins og nafn hennar var í dag- legu tali en á okkar stundum var oft hlátur og nú eru þær stundir mér einkar kærar og vil ég ljúka fáum orðum á þeim stundum. Gulli minn, innilegar samúðarkveðjur María Valgarðsdóttir (Mæsa.) Ólína Ragnheiður Jónsdóttir Elsku amma mín, það var mjög gott að geta komið til þín og alltaf gaman. Þú varst alltaf til í að spila við mig rommý. Þú sagðir mér sögur af Óla sem var strákur sem bjó í sveit. Við vöskuðum upp saman eftir matinn. Alltaf á afmælinu mínu fórum við út í garð og klipptum blóm til að hafa í vasa. Bréfkökurnar þínar voru mjög góðar og þær voru alltaf til. Ég sakna þín mjög mikið. Þín Guðný Ósk. Elsku amma mín, það var gaman að koma til þín og það var alltaf rólegt hjá þér. Þú varst alltaf tilbúin að spila við okkur. Við máttum alltaf koma til þín og svo fengum við oft möffins hjá þér. Gunnar Ingi. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓSKAR V. FRIÐRIKSSON, Árakri 5, Garðabæ, sem andaðist 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 1. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Guðlaug Þorleifsdóttir, Stefanía Óskarsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Herdís Óskarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson, Þorleifur Óskarsson, Kristrún Lilja Daðadóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir kunnum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR HÖDDU EGILSDÓTTUR. Ingiberg Þ. Halldórsson, Katrín Ingibergsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson, Bergþór Ingibergsson, Sirivan Khongjamroen, Egill Ingibergsson, Anna María Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg Ingibergsdóttir, Ólafur Haukdal Bergsson, Halldór Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, tengdadóttir og systir, GUÐBJÖRG ELSA SIGURJÓNSDÓTTIR fulltrúi hjá Íslandspósti Kópavogi, Funalind 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 26. ágúst. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinslækningadeild 11E við Hringbraut eða Krabbameinsfélagið. Sigurjón Ómar Níelsson, Elísa Harpa Grytvik, Anna Björg Níelsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Níels Birgir Níelsson, Svanborg Gísladóttir, Arnar Bjarki, Glódís Rún, Védís Huld og Heiðdís Perla, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Skagfjörð, Íris Dagmar Sigurjónsdóttir, Jónanna María Sigurjónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA ÓLAFSDÓTTIR, Viðjugerði 12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. ágúst. Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Bjarghildur Jósepsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Magnús Á. Magnússon, Finnbogi Ingólfsson, Kristín Birna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.