Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ B A R N A - OG U NGL I N GA BÆ K U R M E T S Ö L U L I S T I 27.08.08 www.forlagid.is • Sérstaklega sniðin að þörfum 8–12 ára barna. • Samin af reyndum kennurum fyrir byrjendur í enskunámi. • Ríflega 2600 uppflettiorð með fjölmörgum dæmum. • Myndskreytt fjölda líflegra teikninga. • Skemmtileg og sérlega aðgengileg orðabók sem gerir enskunámið að leik. Orðabækur eru fyrir alla! Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Að dansa einn á sviði fyriraugum milljóna manna. Íhuga blaðamanns er þaðsannkölluð martröð en í huga Söbru Johnson, sigurvegara þriðju þáttaraðar So You Think You Can Dance vekur það sælar minn- ingar. Sabra er fyrsta og eina konan sem staðið hefur uppi sem sigurvegari í þættinum og hlaut að launum 250.000 dollara. Sabra segist hafa notið fjár- málaaðstoðar móður sinnar og endurskoðanda, lagt meirihluta verð- launafjárins inn á banka og hugað að framtíðinni með eftirlaunasjóði. Skynsöm kona. Góð líka, því hún ætl- ar að bjóða fjölskyldu sinni til Egyptalands í frí. Blaðamaður hitti dansmeyna á Nordica-hótelinu í fyrradag, skammt frá Laugardalshöll þar sem hún hélt námskeið um kvöldið. Sabra er skraf- hreyfin og hress, hláturmildur orku- bolti. Enda þurfa menn að vera hressir og kraftmiklir til að halda út margra vikna dansraunveru- leikakeppni í sjónvarpi, með tilheyr- andi áreiti og athygli. Hvað hefurðu verið að gera frá því þú sigraðir í sjónvarpsþættinum? „Ég er sídansandi og stöðugt á flakki, ferðalögin eru alveg ný upp- lifun fyrir mér. Ég kenni líka, ég þarf ekki á hefðbundnu starfi að halda núna en ég vona að ég fái stöðu sem dansari í dansflokki í framtíðinni,“ svarar Sabra. Erfitt að kenna dans Hefurðu gaman af því að kenna dans? „Já, ég nýt þess þó svo það sé ekki mín sterkasta hlið, ekki mín sérgrein. Mér finnst afar erfitt að kenna. Ég kenndi áður en ég fór í keppnina, í heilt ár, og hafði ekki áður gert mér grein fyrir því hversu erfitt væri að kenna. Ég var að kenna fimm ára krökkum, og það þarf sérstaka hæfi- leika til að kenna fullum sal af svo ungum krökkum í klukkutíma.“ Sabra segir mun meiri orku fara í að kenna dans en æfa dans, kennslan krefjist mikils af kennaranum því hann þurfi að laga sig að ólíkum þörf- um hvers og eins í danstímanum. Allir dansa, líka þeir taktlausu Heldurðu að allir geti dansað? „Góð og erfið spurning. Allir dansa, hvort sem þeir hafa tilfinningu fyrir takti eða ekki. Það geta allir gert sig að fífli með því að dansa,“ segir Sabra. Þó svo hún hafi náð þessum árangri í sjónvarpsþættinum eigi hún margt eftir ólært, vilji hún komast í óskastöðu í virtum dansflokki. Í dans- námi ákveði kennararnir hvað eigi að kenna manni, kunnátta dansaranna fari eftir því hvar þeir hafi lært. Þú varst dansnemi þegar þú sóttir um þátttöku í þættinum. Nú hefur allt breyst, er það ekki? „Ég ætlaði reyndar ekki að verða dansari upphaflega, ég ætlaði að verða fatahönnuður. En ég ákvað að reyna fyrir mér í dansinum, með hon- um gæti ég aflað mér tekna og tekið ákvörðun um nám í framhaldinu.“ Sabra hóf dansnámið frekar seint, 15 ára, en æfði fram að því fimleika sem hún segir að hafi nýst sér ágætlega í dansinum, eins og menn sáu sem fylgdust með sjónvarpsþáttunum So You Think You Can Dance. Sabra er 21 árs í dag, á nóg eftir. Ekki er allt sem sýnist Hvernig reynsla var þetta, að vera í þessum þætti? „Mjög erfitt. Hvernig leit þetta út?“ spyr Sabra, hefur sem sagt ekki horft á þættina sem hún keppti í. „Þetta er mikið klippt til, þess vegna lítur þetta svona vel út,“ bætir hún við af hógværð. Æfingatíminn fyrir dansatriðin sé t.d. mun meiri en hann virðist vera í þáttunum. Dómararnir hafi gætt þess að hitta keppendur ekki of mikið þegar tökur stóðu ekki yfir, verið fagmannlegir að því leyti. Sabra segir dansgrunn sinn liggja í djassdansi og ballett, djassinn sé í uppáhaldi. Í hvaða stöðu viltu verða eftir fimm ár, þ.e.a.s. í dansinum ? „Í dansflokki, helst í Evrópu,“ svarar Sabra. Flokki sem dansaði bæði ballett og nútímadans. Hún kunni vel við sig í Evrópu, vilji helst eyða í álfunni sínu ævikvöldi. Enda bjó hún í Þýskalandi í níu ár sem barn, pabbi hennar var í bandaríska hernum, í herstöð þar í landi. Sabra hefur komið víða við sem ný- bökuð dansstjarna, flakkað milli heimsálfa og kennt og sýnt dans víða um lönd. Hún segist ekki þreytt á því, hún njóti þess innilega að ferðast. Fúsi flottur Sabra ætlar að dvelja í viku á Ís- landi, skoða sig um á sígildum ferða- mannastöðum og að sjálfsögðu slaka á í Bláa lóninu, borða ís og drekka vatn úr krana. Þá hefur hún fengið forsmekkinn af íslenskum karl- mönnum, hitti handboltalandsliðs- manninn Sigfús Sigurðsson í Út- varpshúsinu og segist kunna vel að meta hávaxna, ljóshærða víkinga á borð við Fúsa. Skeggið engin fyr- irstaða, að því er virðist. Það er varla hægt að sleppa Söbru án þess að spyrja hana hvaða dans henni þyki leiðinlegastur. Hún er fljót að svara því: Línudans. Af þeim sem hún hefur þurft að dansa í sjónvarpsþáttunum segist hún minnst hrifinn af krumpi. Sam- kvæmisdansar séu svo með þeim erf- iðari sem hún hafi spreytt sig á. Dansfestival 2008 Dansstjarnan Sabra Johnson veitir þátttakendum á dansnámskeiði góð ráð í fyrrakvöld. Eins og sjá má af myndunum er hlustað af athygli og reynt að líkja sem best eftir. Sídansandi og alltaf á flakki Morgunblaðið/G. Rúnar Tignarleg fetta Sabra Johnson sýnir íslenskum dönsurum hvernig eigi að bera sig að. Menn ná fettunni misvel, eins og sjá má. Ítarlegar upplýsingar um Johnson má finna á Wikipedia og mynd- skeið úr So You Think You Can Dance má sjá á YouTube með því að slá inn „Sabra Johnson“. Vefsíða sjónvarpsþáttanna: www.fox.com/dance. Sabra Johnson, eina konan sem staðið hefur uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþáttunum So You Think You Can Dance, kennir Íslendingum að dansa og segir frá dansdraumum sínum Sabra Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.