Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 26
|laugardagur|30. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ egar maður er að kafa þá er það eins og að skyggnast inn í annan heim. Undir yfirborði vatnsins er ótrúlega mikið líf og allt öðruvísi umhverfi sem spennandi er að rannsaka,“ seg- ir Guðbjartur Sigurbergsson, einn sá yngsti hér á landi sem stundar köfun, en hann er aðeins fjórtán ára. „Ég var tólf ára þegar ég prófaði að kafa í fyrsta sinn, en það var úti á Kanarí þar sem ég var með fjöl- skyldunni í fríi. Við pabbi fengum að prófa að kafa með allar græjur í sundlaug og pabbi fór út í sjó að kafa. Við féllum báðir fyrir þessu og skelltum okkur á námskeið hjá Köf- unarskólanum hér heima strax um haustið. Ég var langyngstur en þetta gekk mjög vel. Ég má reyndar ekki kafa nema á tuttugu metra dýpi en þegar ég verð fimmtán ára núna í janúar hef ég aldur til að taka próf sem veitir mér rétt til að kafa dýpra. Eftir það get ég til dæmis kafað nið- ur á skipsflak sem er á Ólafsfirði og mig hefur lengi langað að skoða. Ég stefni líka á að kafa niður að El Grillo við Seyðisfjörð,“ segir Guð- bjartur sem ætlar að læra tækniköf- un þegar hann hefur aldur til. „Þá eru notaðar öðruvísi loftblöndur til að geta farið mjög djúpt, eða á allt að sjötíu metra dýpi.“ Skoðaði draugaskip á hafsbotni Guðbjartur hefur kafað heilmikið í sumar, en hann er svo heppinn að afi hans og nafni á sumarbústað við Þingvallavatn, svo það eru hæg heimatökin við köfun á því svæði. „Ég hef til dæmis kafað nokkrum sinnum í Davíðsgjá sem er úti í Þing- vallavatni. Ég er líka búin að kafa margoft í gjánni Silfru á Þingvöllum en hún er talin ein af tíu bestu köfun- arstöðum í heiminum enda er hún ótrúlega tær og falleg. Svo fórum við pabbi í köfunarferð með Sportkaf- arafélagi Íslands til Vestfjarða í sumar og köfuðum á Reykjanesi við Mjóafjörð. Þar er flak á hafsbotni af bátnum Kolbrúnu sem strandaði þar fyrir um tuttugu árum. Það var rosa- lega skemmtilegt að fara niður og skoða það, þetta er eins og drauga- skip, allt fullt af fiskikörum og öðru dóti. Við vorum fimmtán saman í þessari ferð og það er mjög gaman að fara í ferðir með Sportkafara- félaginu. Þeir þekkja mjög vel alla köfunarstaði landsins. Svo er líka heilmikið félagslíf í kringum þetta. Mikið verið að hittast og sprella saman, halda árshátíðir og annað.“ Næturköfun í svartamyrkri neðansjávar Til að geta kafað í svo köldum sjó og gjám sem raunin er á Íslandi er nauðsynlegt að vera í þurrbúningi en þegar kafað er í útlöndum í hlýrri sjó er hægt að vera í blautbúningi. „Það er miklu þægilegra að kafa í blaut- búningi, því þá þarf maður ekki að vera með eins mikið blý utan á sér og það verður léttara að öllu leyti. Við pabbi köfuðum heilmikið í Tyrklandi í sumar, fórum sex sinnum í köfun- arferðir og það var svakalega gam- an. Það er miklu meira líf neðan- sjávar í hlýjum sjónum í útlöndum og þar eru falleg kóralrif. Draum- urinn er að kafa á Bahamaeyjum, það er víst svakalega flott og sjórinn ótrúlega tær. Mig langar líka að fara til Indónesíu og kafa í þeim heims- hluta.“ Guðbjartur hefur stundum farið í næturköfun en þá er hann með ljós til að lýsa í svartamyrkrinu ofan í vatninu. „Það er svolítið ógnvekjandi en mjög skemmtilegt og þá er meira af fiskum á ferðinni, sérstaklega í Þingvallavatni. Einu sinni kafaði ég í vatninu um jólin og þá var hitastigið núll gráður, en maður finnur ekkert fyrir kuldanum nema í kringum munninn, þar sem húðin er ber.“ Tók þátt í Músíktilraunum Guðbjartur segist aldrei hafa lent í neinum óhöppum í köfun og hann hefur aldrei verið hræddur við að fara tuttugu metra undir yfirborð sjávar. „Maður verður líka slakari eftir því sem maður kafar oftar og venst þessu. Vissulega er þetta heilmikið púl að bera og ganga með allar þess- ar græjur, kannski einhverja vega- lengd að köfunarstað. En það er allt þess virði og algjör sæla að komast ofan í vatn eftir púl í burðinum og allt labbið. Það er mikil afslöppun sem felst í því að kafa,“ segir Guð- bjartur sem hefur fleiri áhugamál en köfun. Hann rennir sér á snjóbretti hvenær sem færi gefst og auk þess er hann mikill tónlistarmaður. Hann söng í Drengjakór Reykjavíkur í nokkur ár en nú á gítarinn hug hans allan. „Ég er í gítarnámi í Tónsölum og ég og Stefán Guðmundsson vinur minn trommari erum að leita að bassaleikara í hljómsveitina okkar. Við tókum þátt í Músíktilraunum síðasta vor ásamt bassaleikaranum Herdísi Arngrímsdóttur og komum fram undir nafninu No practice. Við náðum ekki í úrslit en ætlum kannski að taka þátt aftur. Við spil- um svona rokk-pönk og stefnum á toppinn, eða eins og AC/DC segir í einu lagi: ,,It’s a long way to the top if you wanna to rock ’n’ roll“. Ljósmynd/Torfi Agnarsson Kominn niður Hér er Guðbjartur í einni af mörgum köfunarferðum sínum ofan í gjána Silfru á Þingvöllum í sumar, en hún er ein af tíu bestu köfunarstöðum í heiminum. Morgunblaðið/Frikki Í bílskúrnum Guðbjartur kann vel við sig innan um hljóðfæri, gutlandi á gítarinn. Kafandi gítarleikari Músíkantinn og snjóbrettastrákurinn Guðbjartur Sigurbergsson er einn yngsti virki kafari á Íslandi. Hann ætlar að kafa á Bahamaeyjum og stefnir auk þess á toppinn í rokkinu, með gítarinn í fanginu. Í HNOTSKURN » Stofnkostnaður við aðkoma sér upp græjum til að stunda köfun er yfirleitt á bilinu 200.000 til 300.000. »Þurrbúningurinn kostarum hundrað þúsund, kút- arnir kosta um það bil 30.000 og svo er ýmislegt annað sem þarf að kaupa, eins og til dæm- is blý, vettlingar, húfa og gler- augu. Kútana þarf að láta yf- irfara á hverju ári og það kostar nokkur þúsund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.