Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 49 DAGSKRÁ heimildar- og stuttmyndahátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs átti að vera lokið en vegna fjölda áskorana heldur hátíðin áfram um helgina í Austurbæjarbíói gamla í dag og á morgun. Í dag kl. 17 verða sýndar íslensku heimildarmyndirnar Kjötborg og Sagan um Svein Kristján Bjarnason – öðru nafni Holger Cahill, óskarsverðlaunaðar stuttmyndir á borð við Pétur og úlfinn (kl. 15) og Freeheld, en sú síðari verður sýnd kl. 19 með ísraelsku myndinni Að deyja í Jerúsalem. Sú fjallar um tvær syrgjandi mæður nýlátinna stúlkna. Önnur dóttirin var lifandi sjálfsmorðssprengja, hin fórnarlamb hennar. Á morgun verður svo Silfurrefurinn afhentur, en hann hlýtur besta ís- lenska stuttmyndin og besta íslenska heimildarmyndin. Í kjölfarið verður svo óður Toms Andersons til Englaborgarinnar, Los Angeles Plays Itself, sýnd og í kjölfarið fá áhugamenn um skoska heimildarmyndagerð í styttri kantinum loksins eitthvað fyrir sinn snúð þegar sýndar verða sjö stuttar skoskar heimildarmyndir saman kl. 21. asgeirhi@mbl.is Ljósið við enda götunnar Úr heimildarmyndinni Að deyja í Ísrael. Stuttmyndahátíð lengist SAMSPIL myndar og tónlistar hefur verið lykilatriði í kvikmyndagerð nánast frá upp- hafi, meira að segja frá því áður en tal var sett á myndirnar því í staðinn voru flest betri bíó með hljóðfæraleikara til þess að spila undir. Nú í haust mun svo vera sér- stök ráðstefna um tónlist og kvikmyndir á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og er hún hluti af tónlistardagskrá hátíð- arinnar, Sound on Sight. Ráðstefnan er þrískipt. Í fyrsta lagi verð- ur skoðað hvernig vinnslu- og markaðsferli tónleikamynda er og verður myndin Heima, þar sem Sigur Rós var í aðal- hlutverki, notuð sem dæmi til að varpa ljósi á það ferli allt og ýmsir umboðsmenn og markaðsmenn sem komu að myndinni hér heima sem og erlendis munu segja sína sögu. Þá verður fjallað sérstaklega um hvernig tónlist getur selt kvikmyndir og öfugt, og einnig verður tæpt á hvernig stafræn tækni og netverslanir hafa breytt þeim markaði. Meðal fyrirlesara hér eru þeir Erich Mich- on sem annaðist útgáfu á tónlistinni úr Amélie og Thomas Jamois sem hefur ann- ast útgáfu á tónlistinni úr Fight Club, Be Kind Rewind, Lost in Translation og Inland Empire auk fleiri mynda. Loks verður fjallað um þann lagalega frumskóg sem verður að rata í gegnum þegar menn vilja nota lög í bíómyndirnar sínar en sá frumskógur er ansi misjafn á milli landa. Þau Mikkel Maltha, sem hefur starfað við myndirnar Dancer in the Dark, Drabet og Drömmen, og Elisa Luguern sem hefur séð um þessa hluti fyrir myndir í Ást- ríks- og Taxi-seríunni, koma og kynna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Evrópu en tónskáldið Atli Örvarsson, sem lengi hefur starfað vestanhafs, mun kynna okkur fyrir bandaríska reglugerðafrumskóginum. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu 2. október næstkomandi. Klofinn kærasti Helena Bonham-Carter reynir að þekkja á milli Brad Pitt og Ed Norton í Fight Club. Parísartónar Audrey Tautou sem Amélie Poulain í Parísarrómansinum Amélie. Bíótónlistarhátíð í Reykjavík CAVALLERIA RUSTICANA MASCAGNI LEONCAVALLO KRISTJÁN JÓHANNSSON JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON SÓLRÚN BRAGADÓTTIR ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR TÓMAS TÓMASSON ALINA DUBIK SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR ALEX ASHWORTH EYJÓLFUR EYJÓLFSSON KURT KOPECKY SVEINN EINARSSON ÞÓRUNN S. ÞORGRÍMSDÓTTIR HELGA BJÖRNSSON PÁLL RAGNARSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR FRUMSÝNING 19. SEPTEMBER 2008 ATH! AÐEINS ÁTTA SÝNINGAR MIÐASALA HAFIN www.opera.is PAGLIACCI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.