Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR söng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. hjallakirkja.is. HJALLAKIRKJA í Ölfusi | Hátíðarmessa kl. 14, í tilefni af 80 ára afmæli kirkj- unnar. Sr. Svavar Stefánsson fyrrverandi sóknarprestur kirkjunnar þjónar fyrir alt- ari ásamt sóknarprestinum Baldri Krist- jánssyni. Organisti verður Hannes Bald- ursson og kirkjukór Þorlákskirkju syngur. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skál- holtsstifti predikar. Eftir messu er kirkju- gestum boðið til kaffisamsætis að hótel- inu að Hlíð í Ölfusi. Hjallakirkja er Ólafs- kirkja, kennd við Ólaf helga Noregs- konung. Núverandi kirkja er byggð 1928. Allir velunnarar og vinir Hjallakirkju vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur Ester Daní- elsdóttir og Wouter van Gooswilligen. Einnig eru útgáfutónleikar kl. 14 v/ disksins „Gospelgleði“ hjá KFUM og K á Holtavegi 28. Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudag til fimmtudags. Kvöldvaka með happdrætti og veitingum fimmtudag kl. 20. Umsjón hefur Bjarg. Fatabúðin í Garðastræti 6 og nytjamarkaðurinn á Eyj- arslóð 7 eru opin virka daga kl. 13-18. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Vígslubiskup sr. Jón Aðalsteinn Baldvins- son messar, Kvennakórinn Vox femine syngur og organisti er Örn Magnússon. Tónleikar kl. 14, Kvennakórinn Vox fem- ine syngur. HRÍSEYJARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 í tilefni af 80 ára afmæli kirkjunnar. Sr. Hannes Örn Blandon prófastur Eyja- fjarðarprófastsdæmis predikar, kirkjukór Hríseyjarkirkju syngur undir stjórn Jóhanns Ólafssonar organista. Þá mun Ásgeir Halldórsson málarameistari segir sögu kirkjunnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Inter- national church service in the cafeteria at 13PM. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður er Vörður Leví Traustason lofgjörð og fyrirbæn. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Stórhljómsveit kirkjunnar sér um lof- gjörð við hammondundirleik. Vitnisburðir frá Marokkóförum og fyrirbænir. www.kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mánuði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugar- daga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Haustmessa kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. KETUKIRKJA Skaga | Hátíðarmessa kl. 14. Kirkjan tekin í notkun að nýju eftir miklar endurbætur. Jón Aðalsteinn Bald- vinsson Hólabiskup predikar, Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir AKRANESKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Messað á Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og predikar. Krisztina K. Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðar- söng. Kaffiveitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt Mar- gréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Vinir og vandamenn heim- ilisfólks eru hvattir til að koma. Félagar úr Kór Áskirkju leiða söng, organisti Magnús Ragnarsson. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar predikar og þjónar fyrir altari. Barn borið til skírnar. Álftaneskór- inn syngur undir stjórn organistans, Bjarts Loga Guðnasonar. Minnt er á að ljúka skráningum til ferminga 2009 á www.gardasokn.is BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjáns- son sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breið- holtskirkju syngur, organisti Julian Isaacs. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, oragnisti Renata Ivan, prestur sr. Pálmi Matthías- son. Eftir messu er kaffi í safnaðar- heimilinu. Guðspjallið fjallar um að geta ekki þjónað tveimur herrum; Guði og mammon. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson, organisti Bjarni Þór Jónatansson og kór Digranes- kirkju leiðir söng. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari, sönghópur úr Dómkórnum syngur, organ- isti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Samvinna presta og safnaða á Hér- aði. Þorgeir Arason guðfræðingur, æsku- lýðs- og fræðslufulltrúi predikar, organisti er Torvald Gjerde. Vænst þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, Sig- ríður Rún Tryggvadóttir guðfræðingur pre- dikar. Félagar úr kirkjukórnum leiða al- mennan safnaðarsöng, organisti er Sigrún Magnea Þorsteinsdóttir. Með- hjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Samvera í kirkjustarfi eldri borgara verður 2. sept. þar sem dagskrá haustsins verður kynnt. Kaffiveitingar. Endað verður með helgi- stund í kirkju. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl. 20. Helgi Guðnason verður gestur og predik- ar Guðs orð. Lofgjörð og boðið til fyrir- bæna. Að samkomu lokinni verður kaffi og samvera og verslun kirkjunnar opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Tónlistina leiða tónlist- arstjórarnir Anna Sigga og Carl Möller einnig kemur kór Fríkirkjunnar til starfa aftur eftir sumarfrí. Hjörtur Magni Jó- hannsson predikar og þjónar fyrir altari. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Messa kl. 14, altarisganga. GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórðar- sveig, kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guð- marsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15 og messa kl. 11. Altarisganga og samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensás- kirkju leiðir söng, organisti Árni Arin- bjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Hreinn S. Hákonar- son, organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason, kantor er Guðmundur Sigurðs- son, kór Barbörukórinn í Hafnarfirði. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson skólaprestur pre- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og messuhópi skóla- fólks. Beðið verður fyrir skólastarfi á Ís- landi og safnað til Kristilega skólastarfs- ins. Hópur úr Mótettukór syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Sögustund verður fyrir börnin. Ensk messa kl. 14, í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar, organisti Hörður Ás- kelsson, forsöngvari Jónína Kristins- dóttir. Messukaffi. HJALLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðar- altari, Pétur Pétursson syngur einsöng, organisti Rögnvaldur Valbergsson. Á eftir er boðið upp á kaffiveitingar í Skagaseli. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur Ægir Fr. Sigurgeirsson, félagar úr kór Kópavogskirkju leiða söng, organisti er Lenka Mátéová. Kaffi eftir messu. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta kl. 10.30 í Fossvogi, 4. hæð. Prestur Gunnar Rúnar Matthíasson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Kvartett úr Kór Langholts- kirkju syngur úr Kantötu nr. 138 eftir J.S. Bach. Barnastarfið hefst á ný eftir sumarleyfi og byrjar í kirkjunni, síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut, Stein- unni og Aroni. Nýtt efni afhent. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir predikar og þjónar ásamt sóknarpresti sr. Jóni Helga Þór- arinssyni, organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messuna. Fermingarstarf kl. 18-21. Sjá á langholtskirkja.is. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11 og móttaka sunnudagaskólabarna. Sókn- arprestur og aðrir safnaðarþjónar annast helgihaldið ásamt lesarahópi og kór safnaðarins. Sungnir verða sálmar hr. Sigurbjörns Einarssonar og hans sér- staklega minnst. Tekið verður á móti sunnudagaskólabörnum þar sem Mar- grét Rós Harðardóttir sunnudagaskóla- stjóri kynnir sig og sitt samstarfsfólk. Eft- ir messu verður opinn stefnumótunar- fundur í safnaðaheimilinu kl. 12.30-14.30, þar sem lögð verður loka- hönd á stefnumótun safnaðarins til þriggja ára. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Guðsþjón- usta kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðs- þjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng, prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Endurnýjum heit okkar við Guð.“ Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. Túlk- að á ensku. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Messa kl. 17. Fermingarbörn næsta vors eru sér- staklega boðin velkomin ásamt for- eldrum sínum. Eftir messuna er fundur með foreldrum fermingarbarna. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar, kór kirkj- unnar leiðir söng undir stjórn Jörg Sondermann organista. Léttur hádegis- verður eftir messu. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í Skógar- bæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason pre- dikar. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pét- ur Bollason predikar. Altarisganga, kór kirkjunnar leiðir sönginn við athafnir und- ir stjórn organistans Jóns Bjarnasonar. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða safnaðarsöng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, prestur er Sigurður Grétar Helgason. TUNGUFELLSKIRKJA | Árleg sumar- messa í Tungufellskirkju kl. 16. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða tónlistina undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Hressing í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Sjá gardasokn.is YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Dagmar Kunakova, kór kirkjunnar leiðir söng. Meðhjálpari er Ást- ríður Helga Sigurðardóttir. Sóknar- prestur. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prestur við Nes- kirkju í Reykjavík predikar og þjónar fyrir altari, organisti Þórður Sigurðsson. Þetta er síðasta messa í kirkjunni um sinn, þar sem í hönd fer tími viðgerða og lagfær- inga á kirkjunni og umhverfi hennar. Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) Morgunblaðið/Ómar Strandarkirkja þér fyrir allar þær gleðistundir og alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku amma. Þín Eva Rós. Það var laugardagurinn 23. ágúst sl., undirrituð stödd austur í Skál- holti. Það var einhver angurværð í loftinu, umbreyting árstíðar að læðast að, handan hæðarinnar hinn gróskumikli Laugarás og hugurinn reikaði til horfins tíma þegar Sig- urbjörg Svanhvít móðursystir mín og Gísli maður hennar bjuggu að Ljósalandi í Laugarási og ráku þar garðyrkjustöð með miklum mynd- arbrag í 23 ár. Óafvitandi að líf frænku minnar væri á þessari stundu að fjara út, svo snögglega bar andlát hennar að. Bagga var hún ávallt kölluð, en yfirleitt var hún á okkar heimili kölluð Bagga móðursystir. Hún ólst upp í Ósgerði í Ölfusi ásamt 4 systkinum, þeim Sveini, Guðríði, Aðalsteini og Halldóru og er nú Að- alsteinn einn eftirlifandi. Þegar heimilisfaðirinn andaðist flutti amma með börnin til Hveragerðis. Það er skammt stórra högga á milli í lífi fjölskyldunnar en á sl. ári létust Halldóra systir og Svanlaug mágkona hennar og svo dó hann Sveinn Steindór einkasonur henn- ar. Í fjölskyldualbúminu er mynd af Böggu og Gísla nýtrúlofuðum og fallegum í Hveragerði og sólin skín. Þau eignuðust 3 börn, Sigurbjörgu Þorkelínu, Svein Steindór og Svan- hvíti. Barnabörnin urðu 9, þar af eitt látið og barnabarnabörnin eru orðin 14. Þau stofnuðu heimili í Hveragerði. Byggðu hús sem þau kölluðu Varmá. Þar vorum við fjöl- skyldan part úr sumri áður en við eignuðumst Hof, sumarbústaðinn okkar í Hverahlíðinni. En það urðu 13 árin sem Suðurlandið var án frænku og fjölskyldu. Áður en þau fluttu austur í Laugarás bjuggu þau í 13 ár í Eyjafirði, þar sem Gísli rak gróðrarstöð Kea að Brúnalaug. Við fjölskyldan heim- sóttum þau norður og nutum gest- risni þeirra. Minningabrotin eru mörg: Eitt sinn er Bagga þurfti í bæjar- skreppu og dvaldi hjá okkur á Reynimelnum, gerði hún sér ferð til kaupmannsins á horninu og keypti að því er mér fannst í þá daga firnastórar kókosbollur og skenkti okkur ungdómnum sem ljómuðum af ánægju og aðdáun á Böggu móðursystur og enn var hún að koma á óvart hálfum mánuði fyrir andlátið, þegar við nokkrar „stelpur“ fengum okkur rispu um sveitirnar, stöldruðum við á Geysi og pöntuðum kaffi og veislubrauð. Þá dró Sibba frænka upp úr pússi sínu peninga frá móður sinni, hún ætlaði að borga þetta. Líf frænku minnar var ekki alltaf auðvelt heilsufarslega séð og var sumarið núna henni sérlega erfitt. Eftir að Sveinn Steindór dó reyndi virkilega á hennar krafta. Þó á eng- an sé hallað verður ekki hjá því komist að minnast sambands Böggu og Sibbu dóttur hennar. Einstaklega samrýndar mæðgur og umhyggja Sibbu og óeigingirni gagnvart velferð móður einstakt. Bagga var nægjusöm, hennar stað- ur var heimilið og Ísland, sem hún fór aldrei af í sínu lífi. Hún las bækur og blöð, horfði á sjónvarpið og hafði hið mesta yndi af að fá gesti í heimsókn og vílaði ekki fyrir sér að labba milli bæja og í búðir meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hún var hugsunarsöm, góð og hún átti innri frið. Ég get alveg séð hana fyrir mér hressa í anda að nostra við hann Gísla sinn, hella upp á, smyrja flatkökur og gefandi gaum hvort gesti beri að garði. Blessuð sé minning Sigurbjargar Svanhvítar Steindórsdóttur. Elín E. Steinþórsdóttir. Móðursystir mín er farin í hinstu förina sem við leggjum öll í á end- anum. Við þennan viðskilnað vakna minningarnar og hugurinn fer á flug. Ein fyrsta bernskuminningin eru svipleiftur frá dvöl okkar á Varmá, garðyrkjubýlinu sem þau Gísli stofnuðu við samnefnda á, í Hveragerði. Þar dvaldi mamma með okkur systkinin sem þá voru fædd, sumarlangt. Minnisstæð var olíueldavélin og lyktin af henni. Við Sibba að leika okkur úti við á landareigninni, sem þá var grýtt. Og Grýta gaus reglulega. Við frænkurnar sýndum ýmsa athafnasemi sem Bagga rifjaði upp síðar. Einhvern tíma, þegar enginn fylgdist með okkur, fórum við í rannsóknarleiðangur í vinnuskúr- inn, náðum okkur í málningu og máluðum hvor aðra frá hvirfli til ilja, var það víst mikið verk fyrir systurnar að ná þessum ófögnuði af okkur. Síðar komu skýrar minningar frá Brúnalaug í Eyjafirði. En þar veitti Gísli forstöðu garðyrkjustöð KEA. Bagga stýrði stóru og mannmögu heimili af miklum myndarskap og gestrisni sem reyndar einkenndi alltaf hennar heimilishald. Þar tóku þau á móti okkur fjölskyldunni og áttum við dýrðardaga. Börnin þeirra þrjú komin vel á legg; Sig- urbjörg, Sveinn Steindór og Svan- hvít. Við fórum m.a. saman að Mý- vatni og í Vaglaskóg. Fyrir okkur Sunnlendingana af mölinni var þetta mikil upplifun. Síðar var stofnað garðyrkjubýlið Ljósaland í Laugarási, Biskups- tungum. Þá fjölgaði nú samveru- stundum og heimsóknum enda styttra á milli. Frænka var yndisleg manneskja, skaplétt og átti auðvelt með að um- gangast fólk, átti ótakmarkaða hlýju og umhyggju til allra sem hún kynntist. Að henni löðuðust menn og málleysingjar. Böggu var ekki hlíft við veik- indamótlæti og þungbærum ást- vinamissi. Fyrsta barnabarnið,u Gísli Jón, fórst í hörmulegu vél- hjólaslysi kornungur. Gísla, mann sinn, missti hún eftir mikil veikindi fyrir allmörgum árum. Brá hún þá búi og flutti til Hveragerðis, á æskustöðvarnar. Kom hún sér upp notalegu heimili og var gestkvæmt hjá henni. Vin- mörg, enda uppskar hún þá rækt- arsemi sem hún ætíð sýndi öðrum. Hún var umvafin umhyggju barna sinna Sigurbjargar og Sveins Steindórs, tengdabarna og afkom- enda þeirra. Síðar flutti yngsta dóttirin Svanhvít ásamt fjölskyldu suður til Reykjavíkur og fjölgaði þá samverustundum þeirra. Tvö af systkinum Böggu bjuggu þá í Hveragerði, þau Halldóra, nú látin, og Aðalsteinn, sem einn lifir af systkinunum fimm frá Ósgerði í Ölfusi. Sveinn Steindór lést í fyrravor og var það frænku mikill harmur. Ó, hve sæll er sá, er treysti sínum Guði hverja tíð, hann á bjargi hús sitt reisti, hræðist ekki veðrin stríð. Hann í allri segir sorg: Sjálfur Drottinn mín er borg, náð og fullting hans mig hugga, hans ég bý í verndar skugga. (Höf. ók.) Ég átti því láni að fagna hin síð- ari ár að eiga fjölmargar samveru- stundir með móðursystur minni, og á þessari stundu er mér þakklæti efst í huga. Blessuð sé minning hennar. Sveinbjörg Steinþórsdóttir. Sigurbjörg Svanhvít Steindórsdóttir MESSUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.