Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 15 FRÉTTIR heilsumeðferð · heilsuvörur dekur · hugræn leikfimi • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Allt það fína frá Kína Kínversk handgerð list Tao lu og Tai chi Opið hús í Skeifunni 3jKínverskirdagar DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is MIROSLAW Lasota kom til Íslands í janúar síðastliðnum eftir að hafa skrifað undir samning frá ráðning- arfyrirtæki á vegum Ístaks hf. í Varsjá í Póllandi. Honum var sagt upp störfum hinn 31. júlí. Miroslaw segir óvissu ríkja meðal erlendra vinnufélaga sinna. Margir hafi sagt upp undanfarið vegna óánægju með kjörin á Íslandi, en þeir sem eftir séu óttist uppsagnir. Honum var að eigin sögn lofað góð- um launum og talsverðum fríðindum þegar starfið var kynnt fyrir honum í Varsjá, en hann segist fljótt hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann kom til Íslands og það sama eigi við um marga vinnufélaga hans. Launin hafi til dæmis verið önnur en þeir hafi talið sig skrifa undir í upphafi og að mati Miroslaws of lág, eða 880 kr. á tímann sem nemur um 140 þúsund krónum í grunnmán- aðarlaun og 1.584 kr. í yfirvinnu- laun. Bjóðast betri kjör í Póllandi Sjálfur er Miroslaw menntaður trésmiður í heimalandi sínu og hefur í fórum sínum prófskírteini sem staðfestir það. Þrátt fyrir beiðni hans var menntunin þó ekki til- greind í launasamningnum og lítur Miroslaw svo á að hann hafi ekki verið metinn að verðleikum á Ís- landi. Honum býðst nú starf heima í Póllandi á talsvert betri kjörum en hann fékk hjá Ístaki og segist varla geta beðið eftir að komast heim. Það hefur þó reynst erfiðleikum bundið. Samkvæmt launasamningi skuld- bindur Ístak sig til að kaupa flug- miða heim fyrir starfsmenn sem hætta eða er sagt upp störfum. Miroslaw segist hafa fengið flug- miða þegar hann sagði sjálfur upp störfum, en svo hafi yfirmaður hans sagst ætla að ganga í málið og tryggja að farið yrði að launakröfum hans. Hann hafi því beðið, en þrem- ur dögum síðar hafi hann verið rek- inn. Í millitíðinni missti hann af flug- inu heim og fær ekki nýjan miða. Á ræðismannsskrifstofu Póllands stendur nú til að veita honum lán fyrir flugfarinu heim eins og gert hefur verið fyrir fleiri undanfarið. Brást væntingum Staða erlendra verkamanna hefur breyst mjög á íslenskum vinnumarkaði vegna gengisfalls og ótryggs atvinnuástands „UPPSAGNIRNAR hjá Ístaki koma í raun ekki á óvart því síðustu þrjár vikur eða svo höfum við fengið mjög margar fyrirspurnir frá pólskum starfsmönnum fyrirtækisins sem voru uggandi um í hvað stefndi,“ segir Michal Sikorski, ræðismaður Póllands á Íslandi. Ístak tilkynnti í gær uppsagnir 300 starfsmanna í haust og þótt ekki liggi fyrir hverjum verður sagt upp er ljóst að þar á meðal verða einhverjir fjöl- margra erlendra starfsmanna fyrirtækisins. Sikorski segir að sífellt fleiri Pólverjar leiti nú eftir aðstoð við að komast aftur heim til Póllands. „Það er alveg ljóst að aðstæður hafa breyst fyrir erlent starfsfólk hér og við finn- um það á mikilli fjölgun fyrirspurna hjá okkur undanfarna tvo mánuði.“ Æ fleiri vilja aftur heim Morgunblaðið/G. Rúnar Ósáttur Miroslaw er óánægður með þau kjör sem honum mættu á Íslandi og segist jafnframt enn eiga inni 100.000 kr. ógreiddar í yfirvinnu og orlof. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÚTBOÐSMÁL sorphirðu eru hvorki sérstakt áhugamál sjálfstæð- ismanna né framsóknarmanna og allar ákvarðanir verða teknar að vel athuguðu máli. Starfsmenn sviðsins eru að skoða málið á ábyrgan og fag- legan hátt og fulltrúar umhverfis- og samgönguráðs fá allar upplýsingar sem hægt er að útvega er varða þetta mál.“ Svo hljóðar bókun sem meirihlutinn í borgarstjórn lagði fram á fundi umhverfis- og sam- gönguráðs í gær. Þetta er breyting frá afstöðu fyrri meirihluta. Á síðasta fundi umhverf- is- og samgönguráðs, sem haldinn var í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar, lá fyrir til- laga um að bjóða 20% af allri sorp- hirðu í Reykjavík út. Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi VG, fagnar þessum orðum frá meirihlutanum. Hann var for- maður ráðsins í stjórnartíð Tjarnar- kvartettsins og lagðist þá eindregið gegn slíkum áformum. „Sorphirðan hefur verið mjög vel rekin, komið mjög vel út í þjónustukönnunum og starfsmannaveltan hefur verið mjög góð. Því höfum við lagst gegn áform- um um útboð með ýmsum rökum. Ég var því mjög glaður þegar ég sá þessa bókun frá Þorbjörgu Helgu (Vigfúsdóttur), formanni ráðsins, og meirihlutanum.“ Útboðið skoðað á faglegan hátt „Ekki sérstakt áhugamál meirihlutans“ LÁTINN er í Reykja- vík Ólafur Björn Guð- mundsson lyfjafræð- ingur á 90. aldursári. Ólafur fæddist 23. júní 1919, en foreldrar hans voru hjónin Guðmund- ur M. Björnsson bóndi og Þórey Ólafsdóttir handavinnukennari. Ólafur lagði stund á lyfjafræði við HÍ og síð- ar í Kaupmannahöfn. Hann starfaði alla sína starfsævi í Reykjavík- urapóteki og var þar yf- irlyfjafræðingur 1962- 1993 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur var meðal garðyrkju- og ræktunarfólks landsþekktur fyrir yfirgripsmikla þekkingu á garðrækt og á íslensku flórunni. Plöntur og garðrækt var hans stóra áhugamál frá barnsaldri. Eftir að hann kom heim frá námi í lyfjafræði byggði hann sér hús í holtinu í Langagerði 96 og ræktaði þar upp einn fallegasta garð í Reykjavík í marga áratugi. Þeir voru ófáir sem þangað komu að skoða garðinn og fengu gjarnan með sér heim einhverja sjaldséða plöntu í potti til að setja í eigin garð. Ólafur var ritari Garð- yrkjufélags Íslands og ritstjóri Garðyrkjurits- ins og Garðsins í rúma þrjá áratugi og var á þeim vettvangi ötull við að miðla þekkingu sinni til annarra. Eftir hann liggja fjölmargar greinar um ýmis efni sem snerta plöntur og garðrækt. Ólafur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, var m.a. um tíma formaður Lyfjafræðingafélagsins og í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags. Ólafur var kvæntur Elínu Maríus- dóttur, sem lést sl. haust. Þau eign- uðust 4 börn en auk þess átti hann einn son fyrir hjónaband. Andlát Ólafur B. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.