Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hléskógar 15 Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsilegt 284 fm einbýlishús á tveimur hæðum með um 30 fm innbyggðum bílskúr, vel staðsett á útsýnisstað í neðra Breiðholti. Eignin skiptist m.a. í stórar og bjartar samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, sex herbergi, sjónvarpshol/setustofu og rúmgott baðherbergi auk gestasnyrtingar. Tvennar svalir út af stofum og svefgangi. Stór ver- önd til suðausturs. Ræktuð lóð með fjölda trjáa og plantna. Verð 72,5 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Eignin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. „Þetta er það versta sem hent getur nokkra manneskju. Ef ástvinur deyr þá syrgir þú og góðvinir hughreysta þig. Smám saman lærir þú að sætta þig við missinn. Allt öðru máli gegnir hins vegar um ástvin sem horfið hefur sporlaust – það er sár- asta kvölin.“ Þannig lýsir Amina Jan- jua frá Pakistan þeirri lamandi ang- ist sem fylgir því þegar ástvinur er látinn hverfa og ættingum gert að lifa í algerri óvissu um afdrif hans. Eiginmaður Aminu, Masood Ahmed Janjua „hvarf“ í júlí 2005 fyrir til- verknað Pervez Musharrafs, fyrrum forseta landsins, og ekkert hefur spurst til hans síðan. Tilfelli Masoods er eitt 50.000 þvingaðra mannshvarfa sem vinnuhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur skráð frá árinu 1980. Það þýðir að fimm einstaklingar eru að meðaltali fórnarlömb þvingaðra mannshvarfa á degi hverjum. Í tilefni dagsins í dag, sem er alþjóðadagur til minningar um hina horfnu og ætt- ingja þeirra, er vert að vekja athygli á þessu grófa mannréttinda- broti sem teygir anga sína um allan heim. Leyndin greiðir fyr- ir frekari mannrétt- indabrotum Þvinguð mannshvörf eru meðal alvarlegustu mannréttindabrota heims en skýrt er kveð- ið á um bann við slíkum brotum í alþjóðalögum. Það kallast „þvingað mannshvarf“ þegar stjórnvöld svipta fólk frelsi sínu, halda því í leynilegu varðhaldi og neita að upplýsa um örlög þess eða dvalarstað,eða svipta það jafnvel lífi. Varðhaldið byggir jafnan á geð- þóttaákvörðunum, án þess að fang- arnir sæti ákæru eða komi fyrir dóm. Lagaleg vernd nær ekki til þeirra og einangrun frá umheiminum er nán- ast alger. Þvinguð mannshvörf brjóta á fjölda mannréttinda, samanber rétt einstaklings á viðurkenningu fyrir lögum, rétt til frelsis og persónu- öryggis, rétt til fjölskyldulífs, rétt til mannúðlegra aðstæðna í varðhaldi og réttinum til lífs. Alþjóðlegur samningur gegn þvinguðum mannshvörfum Á síðustu tuttugu og fimm árum eða allt frá því að skráningar á þving- uðum mannshvörfum hófust, hafa pólitískar og félagslegar aðstæður ríkja verið breytilegar. Nú á dögum er algengt að þvinguð mannshvörf eigi sér stað meðal ríkja sem glíma við innanlandsátök, samanber Kól- umbíu, Sri Lanka, Nepal, Rússland og Íran, svo fáein dæmi séu tekin. Þá má síst gleyma aðgerðum Banda- ríkjamanna í hinu svonefndu „stríði gegn hryðjuverkum“ sem fela í sér þvinguð mannshvörf um allan heim, ólöglegt fangaflug í Evrópu og leyni- lega varðhaldsvistun á „svörtum stöðum“, þar sem pyndingum og annarri illri meðferð er beitt á kerf- isbundinn hátt. Meðal samstarfs- landa Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum er Pakistan, en sam- kvæmt nýútkominni skýrslu Am- nesty International, Denying the undeniable: Enforced disappear- ances in Pakistan, hafa a.m.k. 563 einstaklingar horfið frá júlí 2008, meðal þeirra börn allt niður í níu ára gömul. En þessi dæmi eru engin nýmæli. Í seinni heimsstyrjöld beittu nasistar þvinguðum mannshvörfum gegn andófsfólki, bæði heima fyrir og í hersetnum löndum, sem síðar varð að sjálfri Helförinni. Á áratugnum 1970 til 1980 notuðu hægri herforingjastjórnir ýmissa ríkja í Suður-Ameríku ámóta aðferð- ir í þeim tilgangi að losna við póli- tíska andstæðinga. Tugir þúsunda týndu lífinu, sættu leynilegu varð- haldi eða pyndingum og refsileysi var algjört. Á níunda áratugnum tóku hins vegar margir ættingjanna saman böndum og stofnuðu frjáls fé- lagasamtök til að þrýsta á um gerð alþjóðlegs samnings öllum til vernd- ar gegn þvinguðum mannshvörfum. Baráttuhugur og þrotlaus vinna slíka samtaka, auk rannsóknarvinnu Am- nesty International og fleiri fé- lagasamtaka, skilaði sér loks í sam- þykkt alþjóðlegs samnings gegn þvinguðum mannshvörfum, á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. desember árið 2006. Alls hafa sjötíu og þrjár þjóðir skrifað undir samninginn en meðal þeirra eru Argentína, Chile og Brasilía. Samningurinn miðar að því að koma í veg fyrir þvinguð mannshvörf, sporna við refsileysi hinna seku og tryggja fórnarlömbum og ættingjum þeirra skaðabætur. En samning- urinn einn og sér mun ekki sporna við þvinguðum mannshvörfum. Til að hljóta fullgildingu verða a.m.k. tutt- ugu þjóðir að fullgilda samninginn en til þessa hafa aðeins fjögur ríki fylgt því eftir, þ.e. Albanía, Argentína, Mexíkó and Hondúras. Ef vinna á gegn þessu grófa mannréttindabroti sem þvinguð mannshvörf eru og lina þjáningar fórnarlamba og fjöl- skyldna þeirra, verða þjóðir heims að sýna einhug og fullgilda hann án taf- ar. Íslensk stjórnvöld ættu að fylgja Danmörku og Svíþjóð að máli með því að undirrita alþjóðlegan samning gegn þvinguðum mannshvörfum og fullgilda hann hið fyrsta. 50.000 horfnir í yfir 80 löndum Bryndís Bjarnadótt- ir skrifar um þving- uð mannshvörf »Ef vinna á gegn þessu grófa mann- réttindabroti sem þving- uð mannshvörf eru, verða þjóðir heims að sýna einhug og fullgilda samninginn án tafar. Bryndís Bjarnadóttir Höfundur er herferðastjóri Íslands- deildar Amnesty International. LOKIÐ er ein- hverjum tilkomu- mestu íþróttaleikum mannkynssögunnar – Ólympíuleikunum í Peking. Það var ánægjulegt að íslenskt keppnislið næði glæsi- legasta árangri sög- unnar undir þeim kringumstæðum – ár- angri sem er langt um- fram eðlilegar kröfur smáþjóðar, árangri sem telst að því leyti sá besti í sögu Ólymp- íuleika nútímans. Í kjölfar höfð- inglegrar móttöku þjóðarinnar þegar heim var komið ásamt viðurkenningu stjórn- valda og þjóðhöfðingja á vaxandi mikilvægi afreksstarfs íþrótta- hreyfingarinnar – þyk- ir undirrituðum sem fyrirsvarsmanni þeirr- ar hreyfingar tilefni til að þakka ís- lensku þjóðinni fyrir stuðninginn. Viðvera forsetahjónanna og menntamálaráðherra í Peking var keppendum mikilvæg og stuðningur þeirra sem fulltrúa íslensku þjóð- arinnar endurspeglaði það stolt og þann hlý- hug sem ómaði um langan veg til austurs. Þegar blikur eru á lofti á vettvangi efna- hagsmála er athygl- isvert að fylgjast með samstöðu þjóðarinnar í stuðningi við afreksfólk okkar í íþróttum – og býsna merkilegt hversu mikla samkennd og já- kvæði þjóðin getur sýnt þegar á reynir. Ég veit og vona að ís- lenska þjóðin mun standa einhuga að baki ákvörðunum stjórn- valda um eflingu þess afreksstarfs sem í senn hefur gefið okkur svo miklar gleðistundir og verið æsku landsins leiðarvísir inn á heil- brigðar brautir í lífinu. Íþróttahreyfingunni hafa verið færðar þakk- ir fyrir sitt framlag. Ég vil hinsvegar nota hér tækifærið fyrir hönd Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands og færa íslensku þjóðinni þakklæti og virðingu fyrir einlægan stuðning. Takk, Ísland Ólafur E. Rafnsson sendir þakkir til ís- lensku þjóðarinnar Ólafur E.Rafnsson » Þegar blikur eru á lofti á vettvangi efna- hagsmála er at- hyglisvert að fylgjast með samstöðu þjóð- arinnar í stuðn- ingi við afreks- fólk okkar í íþróttum … Höfundur er forseti Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands. KÆRI Jakob. Ég þakka aðhaldið með neysluna mína. Í greininni þinni tal- ar þú um álneyslu mína eins og ég sé að stelast, eins og náttúruunn- endur á Íslandi séu oggu mikið lopapeysul- ið sem vilji helst búa í torfhúsum og ekki hafa eina einustu uppfinningu mannkyns- ins í kringum sig. Jæja, þarna náðir þú mér alveg vitlaust inn! Ég er nefnilega mesti aðdáandi Nýjasta tækni og vísindi „ever“ og hélt meira upp á Örnólf Thorlacius sem barn en nokkra poppstjörnu. Ef Jakob hefur hlustað á eitthvað af tónlistinni minni eða séð eitthvað af tónleikunum mín- um þá hefur hann fljótlega komast að því að ég er algerlega tækjasjúk. Með nýjungagjarnari manneskjum sem ég hef hitt. Helmingur hljóðfær- anna er búinn til úr alls kyns málm- um og helmingur hljóðanna ekki „ak- ústísk“. Ég og Jakob gætum áreiðanlega, yfir góðri flösku af sér- ríi, hlustað á fögur teknó-hljóð, ann- aðhvort af illfáanlegum álgeislad- iskum eða bara setið við sumar virkjanirnar sem Jakob stóð fyrir að byggja sem fyrrverandi orku- málastjóri og dáðst að þeim anda! Þetta kemur honum kannski ekki á óvart en kannski kemur það honum og fleiri skoðanabræðrum hans í opna skjöldu að meirihluti þeirra, sem vilja ekki fleiri álver á Íslandi, er ekki aft- urhaldsseggir í lopa- peysum sem borða bara kál og drekka fjalla- grasasaft. Þetta er fólk með kjöltutölvur, far- síma, fólk sem hefur áhuga á málm- vindmyllum, sól- arorkugræjum og rafknúnum bílum. Meirihluti þeirra á Íslandi, sem vilja ekki meiri álver, er ekki á móti álverunum sem komin eru, allavega ekki þessum tveimur fyrstu. Þeim finnst bara þrjú álver vera nóg. Þetta fjallar um hlutfall. Ekki vera smá- eyja með fimm stærstu málm- bræðslur heimsins og ekkert annað. Heldur smáeyja með þremur, og síð- an skipta þessum tveimur sem eftir er út fyrir meiri fjölbreytileika, meiri frjósemi. Á síðasta ári framleiddum við nógu mikið af áli til að byggja flugvélar fyrir Icelandair í 10.000 ár. Er ekki bara komið nóg? Ég veit ekki hvort Jakob las grein- ina mína sem kom í Mogganum í júní en þar er ég að tala um að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að vera ekki bara fastir í frumvinnunni á áli og vera vinnuþrælar Alcoa og ann- arra stórfyrirtækja, heldur vinna álið áfram sjálf. Þannig myndum við einnig nýta hugvit Íslendinga, hönn- uði og vísindamenn sem Háskóli Ís- lands hefur keppst við að mennta upp í fullt. Mikið af ungum Íslend- ingum hefur líka menntast erlendis og kemst ekki heim aftur í störf sem henta menntun þeirra. Álið sem við bræðum hér heima væri t.d. hægt að nota í framleiðslu á sólarorku plöt- um, eitthvað sem erlendis er kallað „medium concentration photovoltaic technology“ eða „medium cpv“. Það er búið að komast að því að það þarf að undirbúa álið á sérstakan máta strax eftir bræðslu svo það henti þessum nýjungum. Þarna gætum við tekið þátt í uppfinningum og verið virkir þátttakendur í vísinda- framförum mannkynsins. Mér þætti líka verðara að byggja álend- urvinnslustöð en annað álver. Eins og Árni Sigfússon minnist á í grein sinni er hægt að endurvinna næstum allt ál, en mjög lítið af því er samt gert. Kannski gætum við öll, Íslend- ingar í sameiningu, jafnað aðeins út ójafnvægið með allri þessari álfram- leiðslu, ekki bara endurunnið ál held- ur plast og alls kyns rusl sem við sendum allt úr landi í dag. Ég þakka Sól á Suðurlandi fyrir að planta 1001 björk til að vega upp á móti öllum þeim flugferðum sem ég og mínir samstarfsmenn höfum þurft að fara í gegnum tíðina en skil á sama tíma að þetta er ekki svo ein- falt. Enginn okkar er „saklaus“. Enginn okkar „sekur“. Við gerðum bara það besta sem við gátum í hvert og eitt skiptið. Við höfum öll mengað. Framtíðin fjallar ekki um himnaríki og helvíti neytenda. Heldur fjallar hún um hversu fljótt við getum lært af mistökunum og lagað okkur að breyttum tímum. Iðnbyltingunni er lokið og hátækni og umhverfisvænni þróun hefur tekið við og við verðum að geta sleppt gömlum hugmyndum sem kannski virkuðu einu sinni en virka ekki lengur. Þannig hefur jú manneskjan alltaf komist af: „survi- val“. Eitthvað sem ég, Jakob og Örn- ólfur getum skálað yfir í sérríi. Neyslan og aðhaldið Björk Guðmunds- dóttir svarar grein Jakobs Björnssonar » Framtíðin fjallar ekki um himnaríki og helvíti neytenda. Heldur fjallar hún um hversu fljótt við getum lært af mistökunum og lagað okkur að breytt- um tímum. Björk Guðmundsdóttir Höfundur er tónlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.