Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VARÐSKIPIÐ Þór var dregið í öruggt lægi í Hvalfirði eftir hádegi í gær. Skipið hafði legið á miðri Hvammsvík en hrakti undan óveðr- inu og dró þrjú akkeri um 500 metra upp undir sker undan Hvamms- höfða. Um tíma var óttast að skipið hefði strandað og voru kallaðir til kafarar frá Köfunarþjónustunni og einnig dráttarbáturinn Magni sem kom og dró skipið á öruggt lægi. Skipið gegnir nú hlutverki hval- báts, Hrefnu RE 11, í kvikmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre sem Júlíus Kemp leik- stýrir. Ingvar Þórðarson, framleið- andi myndarinnar, sagði að skipið hafi ekki strandað og að svo virtist sem bæði skip og búnaður hefðu sloppið. Trillan Grímur sem einnig er notuð í kvikmyndinni skaddaðist nokkuð í sjóganginum og var dregin á þurrt. Árekstur forðaði strandi Betur fór en á horfðist þegar flutningaskipið Wilson Rough, sem Nesskip gerir út, lagði að bryggju í Grundartangahöfn í gærmorgun. Þá gekk á með hvössum vindhviðum. Þegar skipið var komið langleið- ina að bryggu og mjög nálægt landi létu skipverjar akkerið falla til að stöðva skipið. Þá snerist skipið und- an vindinum og rakst afturhornið bakborðsmegin í bryggjuna og lask- aðist nokkuð. Það var lán í óláni því þá tókst starfsmönnum Klafa, sem annast hafnarþjónustu á Grundar- tanga, að ná í taug frá skipinu. Hún var fest í stóra hjólaskóflu og gáma- lyftara sem gátu dregið skipið út með bryggjunni. Starfsmenn Klafa töldu að ef skip- ið hefði ekki rekist í bryggjuna hefði afturendinn líklega tekið niðri. Ljósmynd/SGM Björgun Dráttarbáturinn Magni kom og dró fyrrum varðskip og nú hvalbát frá skerinu í öruggt lægi. Dró akkeri 500 metra Morgunblaðið/Frikki Í höfn Wilson Rough rak afturendann í bryggjuna til móts við framkinnung- inn. Stefnið var úti á höfninni, þvert á bryggjuna, og fjaran beið fyrir innan.  Betur fór en á horfðist í Grundartangahöfn og Hvammsvík í gær  Skip hrakti undan óveðrinu svo lá við strandi hinu góða. Ég er ekki að segja að hún sé af hinu slæma, en í þessu samhengi er hún afar þýðing- arlítil,“ segir Árni. „Trén hafa lít- inn tíma til að laufgast og eru auk þess oft sett niður í jarðveg sem SKÓGRÆKT á norðurhveli jarðar hefur lítið sem ekkert vægi gegn hlýnun jarðar. Þetta viðhorf hefur farið heldur lægra en hið gagn- stæða síðustu ár, þótt ýmsir hafi haldið þessu fram í gegnum tíðina. Í síðustu viku funduðu skógar- málaráðherrar Norðurlandanna á Íslandi og lýstu þá m.a. yfir vilja til að efla skógrækt á norðurslóðum til að bregðast við loftslagsbreyting- um. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, heldur því hins vegar fram að skógrækt á Íslandi sé ekki rétt áhersla í barátt- unni við hlýnun jarðar. „Það hafa verið viðtekin sannindi í mörg ár að skógrækt hér sé af þegar er gróinn. Ef þú plægir upp mólendi þá losarðu ákveðinn koltví- sýring og svo ætlarðu að binda hann aftur með því að setja niður einhverjar hríslur. Viðbótarbinding kolefnis verður þá svo lítil að ávinn- ingurinn er sama og enginn.“ „Ef menn vilja virkilega beita sér fyrir því að efla bindingu kolefnis með skógrækt, þá er mun vænlegra til árangurs að koma í veg fyrir eyðingu regnskóganna og styrkja skógrækt þar.“ Í því samhengi bendir Árni á leið- ina sem Norðmenn hafa farið, en í fyrra ákváðu norsk stjórnvöld að verja 500 milljónum dollara næstu fimm ár í verndun regnskóga jarð- ar. Slíka greiðslu megi líta á sem borgun fyrir þá þjónustu sem vist- kerfi regnskóganna veiti lífkerfum jarðar. Fyrst og fremst þurfi h.v. að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. „Skógrækt hefur gjarnan verið kynnt á Íslandi sem ein helsta lausnin við loftslagsvandanum. En á meðan íslensk stjórnvöld skortir öll áform um hvernig þau ætla að draga úr losun hefur skógrækt lítið að segja.“ una@mbl.is Skógrækt ekki lausnin í norðri Ofmetnir? Norrænir skógar mega sín víst lítils gegn loftslagsvandanum í samanburði við regnskógana við miðbaug sem nauðsynlegt er að vernda. Segir vænlegra að stöðva eyðingu regnskóganna FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞEGAR þorskvótinn var minnkaður um 63 þúsund tonn og leyfður 130 þúsund tonna hámarksþorskafli á líðandi fiskveiðiári óttuðust margir afleiðingarnar, en sjávarútvegurinn brást hratt og vel við og hefur að- lagað sig breyttu umhverfi. Upp- sagnir hafa ekki aukist þrátt fyrir minnkandi kvóta, gengið og hátt af- urðaverð hafa hjálpað mikið. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að vegna niðurskurðarins í fyrra hafi sjávarútvegsfyrirtæki þurft að að- laga rekstur sinn breyttu umhverfi, minni veiði og minni vinnslu. Menn hafi gert sér grein fyrir að í garð færi tími þar sem niðurskurður í þorsk- veiðum yrði viðvarandi í nokkur ár og til að þurfa ekki að grípa til fjölda- uppsagna, þegar fyrir lá frekari nið- urskurður á öðrum fisktegundum en þorski á næsta fiskveiðiári, hafi fyr- irtækin í mörgum tilfellum brugðist við með því að loka fiskvinnsluhúsum lengur í sumar en áður og draga úr nýráðningum. Um 500 töpuð störf Um 4.000 manns starfa hérlendis í fiskvinnslu í fullu starfi fyrir utan fjöldann allan í hlutastörfum, en fyr- ir um 20 árum voru um 12.000 starfs- menn í fullu starfi í greininni. Arnar bendir á að á sínum tíma hafi hluti vinnslunnar færst út á sjó og miklar tæknibreytingar hafi haft mikil áhrif á starfsmannafjöldann. Fyrir rúmu ári hafi sum fyrirtæki gripið til upp- sagna og talið sé að um 500 störf hafi tapast vegna niðurskurðar í þorski. Í sumar hafi mörg fyrirtæki lengt sumarstoppið úr einum mánuði í tvo til þrjá og notað starfsmannaveltuna til þess að ráða færra fólk í stað þess sem hætti. Í mars gaf krónan mikið eftir auk þess sem skilaverðið fyrir fiskafurð- irnar hefur vaxið. Arnar segir þetta hafa létt undir rekstrinum, þó að skuldirnar hafi aukist og hátt olíu- verð hafi sett strik í reikninginn. Makrílveiðar Íslendinga í ár hafa komið á óvart og verið búbót fyrir nokkur fyrirtæki, sjómenn og fólk í vinnslu, einkum á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Í fyrra veiddust um 36 þúsund tonn af markíl en í ár hefur veiðst um 101 þúsund tonn. „Aðstæður núna eru jafnvel skárri en við hefðum getað búist við fyrir ári,“ segir Arnar og vísar til þess að legið hafi fyrir að þorskkvótinn yrði svipaður á næsta fiskveiðiári og á líð- andi ári. Hann bendir á að til þessa hafi venjulegt ár í þorskveiðum skil- að um 40% af öllu verðmæti sjávaraf- urða auk þess sem þorskurinn sé mannaflsfrekur. Því hafi höggið ver- ið gríðarlega mikið en menn hafi reynt að taka á því. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. septem- ber. Arnar segir að menn viti að hverju þeir gangi en hafi miklar áhyggjur af óstöðugleika krónunnar. Sjávarútvegurinn hafi gengið í gegn- um ár þar sem krónan hafi verið allt of sterk, en miklu máli skipti að jafn- vægi komist á. Sjávarútvegurinn geti vel lifað með gengisvísitölu í kringum 140 en nú sé hún á bilinu 155 til 160 og hafi farið niður í 100. Ekki sé endilega mikil bjartsýni í sjávarútveginum. Sjávarútvegur- inn aðlagast fljótt  Uppsagnir ekki aukist þrátt fyrir minnkandi kvóta  Makrílveiðar eru bú- bót, einkum á Austfjörðum og í Eyjum Morgunblaðið/ÞÖK Þorskur Nokkuð vantar upp á að bjartsýni ríki í sjávarútveginum. Í HNOTSKURN »Óttast var um afleiðingarniðurskurðar á þorskkvóta en sjávarútvegurinn brást hratt við og hefur aðlagað sig breyttu umhverfi. »Talið er að um 500 störfhafi tapast vegna niður- skurðarins. JÚRÍJ Boev, skipstjóri á flutningaskipinu Wilson Rough, kvaðst hafa feng- ið þær upplýsingar kl. 8.00 í gærmorgun að í Grundartangahöfn væri 10 m/s vindur. Við þær aðstæður taldi hann sig ekki þurfa á aðstoð hafn- sögubáts að halda og því var ekki beðið um hana. Þegar þeir svo komu í höfnina um klukkan níu sagði Júríj að þar hafi verið mjög sterkar vind- hviður sem gerðu aðstæður allt aðrar en þeir höfðu búist við. Samkvæmt veðurtöflu á heimasíðu Faxaflóahafna bætti í vindinn frá því um áttaleytið í gærmorgun og var vindur 13-15 m/s um níuleytið og 23-25 m/s í hviðum. Yuriy sagði að skemmdirnar á skipinu væru ekki miklar og að þær rösk- uðu ekki sjóhæfni þess. Wilson Rough kom fulllestað af kvarsi til Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga og hófst losun á farminum þegar í gærmorgun. gudni@mbl.is Mjög sterkar vindhviður LÖGREGLU hafa borist ábending- ar um hraðakstur í námunda við nokkra grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu. Langholtsskóli, Breiða- gerðisskóli og Réttarholtsskóli hafa verið nefndir til sögunnar. Virðist sem sumir ökumenn virði að vettugi ítrekaðar ábendingar um sérstaka aðgát þar sem börn geta verið á ferð. Af þessu tilefni mun lögreglan herða eftirlit við grunnskóla og með- al annars nota til þess ómerkta lög- reglubifreið sem búin er hraða- myndavél. Þeir sem aka yfir leyfilegum há- markshraða mega búast við sektum. Ökumenn eru að endingu hvattir til að sýna sérstaka árvekni og ábyrgð við grunnskóla á höfuðborgarsvæð- inu enda fjöldi nemenda að hefja skólagöngu og færni þeirra til að meta hættur í umferðinni takmörk- uð. haa@mbl.is Greitt ekið við skólana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.