Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 27
tíska
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 27
Frá 15. september til 11. desember 2008
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur
liljath@mbl.is
María Lovísa Ragnars-dóttir fatahönnuðurog Steingrímur K.Reynisson giftu sig á
björtum sumardegi og skörtuðu
að sjálfsögu sínu fínasta pússi.
Blaðamaður Daglegs lífs fékk að
forvitnast um sérstöku kápuna
sem María Lovísa klæddist á
brúðkaupsdaginn.
„Kápan er úr hvítu leðri. Það
er þunnt, mjúkt og svipar til
hanskaleðurs,“ segir María
Lovísa. „Kápan er síð og opin að
framan, en ég lét jaðarinn á leðr-
inu njóta sín og vera svolítið hrá-
an að framan. Ég var í síðum,
svörtum kjól innan undir til að
undirstrika kápuna, en þetta var
ekki svona kápa sem maður
hneppir að sér. Þetta var voða-
lega smart, þótti mjög flott og ég
fékk skemmtileg viðbrögð við
kápunni.“
María Lovísa segist hafa fengið
hugmyndina nokkuð óvænt. „Ég
nota leður í sum föt, þá brydda
ég með því á ull. Ég hef notað
svart leður, en svo benti mér ein
kona á að það fengist svona æðis-
lega flott hvítt leður í Hvítlist. Ég
rauk til og keypti það, það kvikn-
aði á ljósaperu í höfðinu á mér en
ég var búin að hugsa mér kápuna
úr öðru efni. Hugmyndin hefur
alltaf verið með mér og mér
finnst þessi stíll klæða mig. Mað-
ur er alltaf með nýjar hugmyndir
en þessi kom með leðrinu,“ segir
María Lovísa.
Skemmtilegt brúðkaup
Brúðkaupið var ekki með hefð-
bundnu sniði, en að sögn Maríu
Lovísu kom fjöldi náinna vina og
ættingja og skemmti sér kon-
unglega. „Við eigum stóran garð
með háum trjám. Við settum upp
stórt veislutjald úti í garði og
veðrið var svo sannarlega með
okkur. Það var hlaðborð með mat
frá Ostabúðinni, en Sigríður
Klingenberg var veislustjóri og
hún kom auðvitað með brandara
inn í veisluhaldið. Geir Ólafsson
kom líka og söng fimm lög. Það
skemmtu sér allir ofsalega vel og
við erum rosalega ánægð með
daginn.“
Ljósmynd/Ljósmyndastofa Kópavogs
Kápan hvíta Brúðhjónin voru alsæl með brúðkaupsdaginn. Hugmyndin að
brúðarkápunni sem María Lovísa klæddist kviknaði út frá hvíta leðrinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Fatahönnuðurinn María Lovísa Ragnarsdóttir segist stöðugt fá nýjar hugmyndir.
Hugmyndin að kápunni
kom með leðrinu
SÍSTÆKKANDI skammta-
stærðir eru oft nefndar sem
ein ástæða vaxandi holda –
litlu pakkarnir virðast þó
vera enginn trygging fyrir
því að við borðum minna.
Samvæmt rannsókn, sem
unnin var við Tækniháskól-
ann í Lissabon, telja margir
að litlar pakkningar séu góð
leið til að halda freisting-
unum í hófi – hvort sem um
er að ræða kartöfluflögur,
súkkulaðikökur eða sælgæti.
Raunveruleikinn er hins veg-
ar annar, með minni pakkn-
ingunum eykst neysla fólks
en stóru pakkninganar vekja
áhyggjur um að borða of
mikið. „Af því að litlu
skammtarnir eru taldir sak-
laus sæla kunna [þeir] að
reynst lúmskar litlar synd-
ir,“ segir í niðurstöðu vísindamannanna, sem birt er í októberhefti fagtíma-
ritsins Journal of Consumer Research og greint var frá á vefmiðli MSNBC.
Í einum hluta rannsóknarinnar voru þátttakendur látnir horfa á þætti af
Vinum og var sagt að rannsóknin sem þeir tækju þátt í fælist í að meta aug-
lýsingar. Kartöfluflögupokar í mismunandi stærðum lágu síðan á borðum.
Niðurstaðan var sú að minni pokarnir voru líklegri til að freista þátttakenda.
Í annarri rannsókn, tengdri þessari, könnuðu Maura L. Scott við Univers-
ity of Kentucky og vísindamenn við ríkisháskólann í Arizona viðhorf fólks og
átvenjur á M&M súkkulaðikúlunum í mismunandi pakkningum. Þátttak-
endum var skipt í tvo hópa – þá sem stöðugt voru í megrun og þá sem ekki
voru í megrun. Og niðurstaðan – megrunarhópurinn innbyrti fleiri kaloríur í
smápökkunum en hinn hópurinn. „Þó þeir sem reyni að hafa hemil á áti sínu
leiti frekar í mat í smærri pakkningum, væntanlega af því að þessar vörur
eru taldar megrunarvænar, þá sýnir rannsókn okkar að þessi hópur endar í
rauninni á því að borða meira en hann myndi annars gera,“ segir í niður-
stöðum vísindamannanna.
Litlu bitarnir
teljast ekki með
Litlar freistingar Einn súkkulaðimoli í
viðbót skiptir varla máli – eða hvað?
Um Halldóru Sölvadóttur íKeldudal, litla stúlku tveggja
ára, orti afinn Sigurður
Sigurðarson dýralæknir:
Orðin tveggja ára perla
undurfríð með nettan fót
Sigurður og Ólöf Erla
elska þessa litlu snót.
Augun bláu undrastóru
unað vekja og brosin fín
í góðar ættir sig þær sóru
sólargeisladúfan mín.
Frænka Sigurðar tók
stúdentspróf í hraðferð, Edda
Sigurðardóttir, og hann orti með
hraði:
Stúdentsprófið stúlkan tók og stóð með
glansi
líður um í lífsins dansi
líkt og hind með elegansi.
Hugann bindur hesta við sem hjartans
vini
en elskaðu líka Adams syni
svo af þeim fjölgi voru kyni.
Til hamingju með hraðferðina
heillafrænka
á meðan allar grundir grænka
gengi þitt mun sífellt vænka.
Og Sigurður orti um Jón
Ólafsson frá Kirkjulæk, sem lést í
sumar, en það var úrhelli við
jarðarförina:
Jón var glaður, hljóðahreinn,
hagyrðingur góður
styrkur í lundu stóð hann beinn
stemmu- og vísnafróður.
Vin hér kveðja mætan má
mæða viðkvæm sárin
himinkórum háum frá
hvolfast sorgartárin.
VÍSNAHORNIÐ
pebl@mbl.is
Af dúfu og sólargeisla