Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 28
- kemur þér við
Lamaður bóndi sviptur
sérútbúnum vélum
Furðuleg farsímaflækja
Þarf að keyra 14 kíló-
metra eftir póstinum
Koma á lúxusjeppum til
að þiggja fatagjafir
Besta súkkulaðikaka
norðan Alpafjalla?
GylfiÆgis vill lands-
söfnun fyrir Pál Óskar
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
lifun
28 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að þykir merki um fallega
sál að leggja natni við
garð sinn og ber garður
þeirra Jóhannesar Árna-
sonar og Guðrúnar
Sveinjónsdóttur merki þess að hon-
um hefur verið sinnt af mikilli alúð.
Stór grasflöt umhverfis húsið er fag-
urlega skreytt með hlutum á borð við
vatnsbrunn, fuglahús, sveppi úr
grjóti, gamalt vagnhjól og að sjálf-
sögðu blómabeð í góðri rækt.
„Við neyddumst til að gera eitt-
hvað við garðinn þegar við fluttum
hingað því hér var bara moldarflag.
Við byrjuðum smátt, gróðursettum
nokkra sprota og blóm en með ár-
unum hefur ræktunin orðið að ein-
hvers konar ástríðu hjá mér,“ segir
Jóhannes. Hjónin fluttu í Tjarnarflöt
árið 1970 og voru á dögunum heiðruð
af bæjarstjórn Garðabæjar fyrir
snyrtimennsku og glæsilegan garð.
„Ég sé um blómin, Jóhannes um
allt hitt,“ segir Guðrún hlæjandi þeg-
ar spurt er um verkaskiptingu í garð-
inum. „Honum er afar annt um garð-
inn og fer afskaplega vel með hann.“
Jóhannes segir mikla vinnu fylgja
því að halda stóran garð. Mesta vinn-
an sé á vorin en þá klippi þau lim-
gerðið og endurnýi blómin. Yfir sum-
arið slær hann síðan á tíu daga fresti.
„Ég set turbo-kalk á blettinn til að
halda mosanum niðri og fyrir vikið
þarf að slá blettinn nokkuð oft.“
Sólargeislar skína nú á flötina
Fyrir sjö árum lögðu Jóhannes og
Guðrún út í miklar breytingar á garð-
inum. „Á lóðinni var fjöldinn allur af
tíu metra háum grenitrjám sem við
höfðum gróðursett fyrir tæpum
fjörutíu árum. Garðurinn var því hul-
inn myrkri og það sást varla til sólar.
Við ákváðum því að fjarlægja átta
grenitré, þrjú þeirra gáfum við bæn-
um sem notaði þau sem jólatré,“ segir
Guðrún. Við þessa yfirhalningu gjör-
breyttist yfirbragð garðsins. Sólar-
geislar skína nú inn á stóra grasflöt
þar sem barnabörn og barnabarna-
börn þeirra Jóhannesar og Guðrúnar
leika sér.
Smáhlutirnir njóta sín sömuleiðis
vel en flesta þeirra hefur Jóhannes
smíðað sjálfur.
„Ég hef útbúið ýmislegt í garðinn,
Bjartur Fyrir sjö árum fjarlægðu hjónin fjölda trjáa og hleyptu þannig sólinni inn í garðinn.
Hjónin í garðinum Jóhannes og Guðrún hafa
fengu á dögunum viðurkenningu fyrir verk s
„Það er alltaf
hægt að
hafa eitthvað
fyrir stafni“
Þau hafa sinnt garðinum af alúð í tæp 40 ár og geta
ekki hugsað sér að búa annars staðar en í Garðabæ.
Guðrún Hulda Pálsdóttir skoðaði verðlaunagarð
hjónanna Jóhannesar Árnasonar og Guðrúnar
Sveinjónsdóttur, sem láta það ekki stoppa sig í garð-
ræktinni að vera komin á níræðisaldur.