Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest réttmæti ráðningarsamn- ings sveitarfélagsins Álftaness við Sigurð Magnússon bæjarstjóra. Guðmundur G. Gunnarsson, odd- viti sjálfstæðismanna á Álftanesi, krafðist úrskurðar ráðuneytisins um hvort framkvæmd ráðning- arsamningsins væri í samræmi við samninginn sjálfan og lög og reglur um meðferð slíkra samninga. Í úrskurði ráðuneytisins segir að ekki verði séð af gögnum málsins að greiðslur hafi verið óhóflegar. Það hafi verið innan valdmarka bæjarstjórnar að ákvarða kjör bæj- arstjóra með þeim hætti sem gert var í ráðningarsamningi og fram- kvæmd hans sé ekki andstæð rétt- arreglum. thorbjorn@mbl.is Allt með felldu á Álftanesi FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is FÉLAG fasteignasala hefur sent er- indi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann er beðinn að kanna í heild sinni svonefnt eftirlitsgjald með fast- eignasölum. Að sögn Grétars Jónassonar, framkvæmdastjóra félagsins, var byrjað að innheimta þetta gjald 1. október 2004. Er gjaldið 100 þúsund á ári fyrir hvern löggiltan fasteigna- sala. Þeir eru rúmlega 250 talsins og innheimtast því um 25 milljónir á ári. Reiknast Grétari svo til, að fá upp- hafi hafi verið innheimtar um 110 milljónir króna af fasteignasölum í þetta gjald. Að sögn Grétars er kostnaður við eftirlitið aðeins brot af þessari upp- hæð, og telur hann líklegt að 90 millj- ónir króna liggi inni á bankareikn- ingum. Grétar segir að fasteignasalar vilji eðlilega fá þessa peninga til baka en enginn svör fáist frá ríkinu. Að öllu óbreyttu muni þessir peningar að lokum renna til ríkisins. „Mörgum fasteignasölum er ofboðið og finnst að þarna sé að þeim vegið með þessari gjaldtöku,“ segir Grétar. Hörð gagnrýni á gjaldtöku Í Morgunblaðinu í gær kom fram hörð gagnrýni á gjaldtökuna. Einnig kom þar fram, að margir fasteigna- salar hafi lagt inn leyfi sín sem lög- giltir fasteignasalar, til að losna við að greiða gjaldið. Dæmi séu um að fasteignasölur með marga löggilta fasteignasala á sínum snærum greiði tífalt hærra gjald en sölur sem hafa tugi sölufulltrúa en aðeins einn lög- giltan fasteignasala. Einar Páll Kjærnested er stjórn- arformaður fasteignasölunnar Eignamiðlun. Eignamiðlun rekur tvær stofur, aðra í Reykjavík og hina í Mosfellsbæ. Hjá Eignamiðlun starfa 20 manns, þar af 10 löggiltir fasteignasalar. „Okkur finnst afar undarlegt að vera rukkaðir fyrir tífalt hærra gjald en aðrir komast upp með að greiða. Auðvitað ætti að vera eitt gjald fyrir hverja stofu,“ segir Einar Páll. Hann segir að Eignamiðlun hafi greitt gjaldið fyrir 10 löggilta fast- eignasala fyrir nokkru síðan, samtals eina milljón. Greiðslan hafi verið innt af hendi með fyrirvara um endur- greiðslu. Íhuguðu að skila leyfunum „Hvers vegna er verið að greiða gjöld sem hafa augljóslega verið of- greidd á undanförnum árum. Eftir- litsnefndin hefur yfir digrum sjóðum að ráða og af hverju er ekki tekið fé úr þessum sjóðum,“ segir Einar Páll. Hann segir fráleitt að svona greiðslur séu íþyngjandi á þeim stof- um, þar sem margir löggiltir fast- eignasalar vinna saman. Þvert á móti ætti gjaldið að vera lægra í slíkum tilvikum. Hann segir að eigendur Eigna- miðlunar hafi velt því fyrir sér í al- vöru að skila inn 8 leyfum og hafa bara einn löggiltan fasteignasala á hvorri stofu. „Við vildum það ekki, því þetta eru réttindin okkar og starfsheitið okkar.“ Einar Páll segir það vera í lagi að greiða eftirlitsgjald ef eftirlitið væri virkt. Svo væri alls ekki, því undan- farin 2-3 ár hafi fjöldi manns unnið við fasteignasölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. „Við erum með 10 löggilta fast- eignasala á okkar stofum og svo eru aðrir með 20 sölumenn og einn lög- giltan fasteignasala. Því miður gerir almenningur lítinn greinamun á lög- giltum fasteignasala og venjulegum starfsmanni fasteignasölu,“ segir Einar Páll. Hann tekur undir með Ingibjörgu Þórðardóttur, formanni Félags fasteignasala, að best væri að eftirlitið væri á vegum eftirlitsstofn- ana ríkisins, Fjámálaeftirlitsins eða Samkeppniseftirlits. Hann segir að því miður hafi verið lítill vilji til að taka á þessum málum en kveðst binda vonir við að við- skiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðs- son, skoði málaflokkinn ofan í kjölinn og komi með úrbætur. Ekki náðist í gær í Þorstein Ein- arsson, formann eftirlitsnefndar með fasteignasölum. Morgunblaðið/ÞÖK Digrir sjóðir eftirlits  Félag fasteignasala vill að umboðsmaður Alþingis skoði eftirlitsgjaldið  Segja að tugir milljóna séu til í sjóðum hjá eftirlitsnefnd með fasteignasölum Í HNOTSKURN »Sýslumaðurinn í Hafnar-firði gefur út leyfi til löggiltra fasteignasala. Í gær voru 253 slík leyfi í gildi. Það sem af er þessu ári hafa 32 fasteignasalar skilað inn leyfum sínum til sýslumanns. »Fyrir ári gerði Félagfasteignasala könnun á því hve margir einstaklingar störfuðu við fasteignasölu í landinu. »Niðurstaðan var sú, aðfjöldinn væri á bilinu 850 til 900. Nýrri tölur liggja ekki fyrir, en Grétar Jón- asson telur líklegt að þeim hafi fækkað um 150 á einu ári. »Til þess að fá löggildingusem fasteignasali þarf viðkomandi að ljúka háskóla- námi, sem stendur í rúm tvö ár. Hann þarf að hafa til- skilda reynslu af fasteigna- sölu, hafa hreinan sakaferil og má ekki vera gjaldþrota. VERIÐ er að leggja lokahönd á frumvarp um fast- eignasölur og verður það lagt fram í byrjun haust- þingsins í október, að sögn Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar viðskipta- ráðherra. Málefni fasteignasala voru áður á vett- vangi dómsmálaráðuneytisins, en voru fyrir nokkru flutt til viðskiptaráðuneytisins. Jón Þór segir það eitt meginatriði frumvarpsins að skýra þau atriði sem eru á ábyrgð fasteignasalans og auka ábyrgð hans. Svokallaðri verktöku verða settar skýrari skorður, án þess þó að slíkt verði bannað. „Við þekkjum þessi sjónarmið frá báðum hliðum og reynum að finna ákjósanlega lausn,“ segir hann. Jón Þór segir að í frumvarpinu verði ekki fjöldatakmarkanir heldur gert skýrt hvaða verkþættir það eru sem löggiltir fasteignasalar verða að inna af hendi í söluferlinu. Varðandi athugasemdir Félags fast- eignasala um innheimtu eftirlitsgjalds, sagði Jón Þór að væntanlega yrði komið til móts við sjónarmið félagsins í því máli. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efni frumvarpsins fyrr en það verður lagt fram. Jón Þór Sturluson Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „MARKAÐURINN er fyrst og fremst haldinn til þess að við getum byggt skóla í Sanaa í Jemen fyrir fátæk börn og styrkt konur í full- orðinsfræðslu, en ólæsi er mjög útbreitt í Jemen,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir. Í dag kl. 10 verður opnaður í Perlunni sér- stakur markaður þar sem verða til sölu skrautmunir, búsáhöld, málverk, teikningar o.fl. á „spottprís“ og í sérstökum bás verður selt handverk eftir jemensk börn. Allur ágóði rennur til Fatimusjóðs Jóhönnu Kristjóns- dóttur, en sjóðurinn styrkir núna 126 börn til náms í Jemen. Treyjan hans Óla Stef boðin upp Í Perlunni verður einnig uppboð á lista- verki eftir Ólaf Elíasson, kjól sem var í eigu Bjarkar og landsliðstreyju Ólafs Stef- ánssonar, sem hann keppti í á Ólympíu- leikunum, svo fátt eitt sé nefnt. Uppboðið hefst fljótlega eftir að markaðurinn verður opnaður. Í Perlunni verða líka skemmtiatriði fyrir börnin. „Okkur vantar stærra húsnæði til þess að geta veitt börnunum í Sanaa betri að- stöðu og eins til þess að geta bætt fullorð- insfræðsluna,“ segir Jóhanna. Í nýja húsinu í Sanaa verða kennslustofur sem munu rýma tónlistar-, hannyrða- og tölvukennslu, íþrótt- ir auk aðstöðu fyrir sjálfboðaliða o.fl. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Jemena.“ Fatimusjóður Jóhönnu var stofnaður 14. febrúar 1965. Að sögn Jóhönnu vildi hún ekki láta mikið á sjóðnum bera fyrr en hún væri farin að sjá árangur af starfinu. „Þessi mark- aður í dag er eitt mesta átak sem konur hafa sameinast um að gera í langan tíma.“ Frekari upplýsingar um starf sjóðsins í Jemen á johannaferdir.blogspot.com. Markaður í Perlunni í þágu barna í Jemen Morgunblaðið/Ómar Markaður F.v. Jóhanna Kristjónsdóttir og Sigþrúður Ármann, aðstandendur markaðarins. Nafn féll niður Vegna mistaka birtist ekki nafn greinarhöfundar undir minningar- grein um Hafdísi K. Ólafsson laug- ardaginn 23. ágúst, heldur aðeins nöfn tveggja meðhöfunda. Rétt und- irskrift skal vera: Ólafur Halldórs- son, Þuríður Guðmundsdóttir og Kristinn K. Guðmundsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT LOSUN heilsuspillandi lofttegunda hefur minnkað til muna á Norður- löndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndar- innar. Skýrslan fjallar um minnkun loftmengunar yfir landamæri, metur hversu langt Norðurlöndin eru kom- in mót hreinni Norðurlöndum og um þau verkfæri og aðgerðir sem mögu- legt er að nota til að minnka loft- mengun enn frekar. Árið 1999 samþykktu Norður- löndin svonefnt Gautaborgar sam- komulag um minnkun loftmengunar yfir landamæri og eru þau langt á veg komin með að uppfylla flestar skuldbindingar samkomulagsins. Mengun frá Rússlandi ógnar þó gæðum andrúmslofts á Norðurlönd- unum, einkum þó í Finnlandi. Norrænt loft er að batna Morgunblaðið/Kristinn Frumvarp í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.