Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 37
✝ SigurbjörgSvanhvít Stein-
dórsdóttir fæddist
í Reykjavík 22. júlí
1925. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut að
kvöldi 23. ágúst
síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
Þorkelína Sigur-
björg Þorkels-
dóttir, f. 25. júní
1894, d. 20. maí
1945 og Steindór
Sigurbergsson, f.
12. júní 1890, d. 26. maí 1930.
Systkini Sigurbjargar eru: a)
Sveinn, f. 7. desember 1913, d.
3. febrúar 1944, maki Ástrún
Jónsdóttir, látin, b) Guðríður, f.
12. október 1916, d. 26. ágúst
2001, maki Steinþór Eiríksson,
látinn, c) Aðalsteinn, f. 1. októ-
ber 1921, maki Svanlaug Guð-
mundsdóttir, látin, og d) Hall-
dóra Guðlaug, f. 7. febrúar
1927, d. 7. janúar 2007, maki
Gestur Eyjólfsson, látinn.
Sigurbjörg giftist 7. október
1944 Gísla Jóni Oddssyni garð-
yrkjumanni, f. 6. júlí 1922, d. 5.
janúar 1995. Foreldrar hans
voru Þuríður Jónsdóttir, f. 7.
nóvember 1889, d. 22. nóvember
1983 og Oddur Ólafsson, f. 12.
júlí 1886, d. 13. júní 1978. Börn
Sigurbjargar og Gísla eru: 1)
Sigurbjörg garðyrkjumaður bú-
sett í Hveragerði, f. 19. septem-
ber 1945, maður hennar er
syni húsasmíðameistara, f. 3.
apríl 1937. Börn þeirra eru: a)
Haukur Freyr, f. 20. mars 1971,
kvæntur Línu Dögg Halldórs-
dóttur, f. 25. janúar 1976.
Þeirra börn eru: Reynir Freyr,
Kormákur Helgi og Hrafnhildur
Karen. b) Ásta Kristín, f. 9.
mars 1977, í sambúð með
Rúnari Friðrikssyni, f. 3. ágúst
1979, dóttir hans er Mary Lind.
c) Gísli Björn, f. 8. júlí 1987,
sambýliskona hans er Þórey
Fjóla Aradóttir, f. 21. septem-
ber 1989.
Sigurbjörg flutti með for-
eldrum sínum að Ósgerði í Ölf-
usi og bjó þar fyrstu árin, eða
þar til faðir hennar lést þegar
hún var fimm ára. Þá flutti
móðir hennar til Hveragerðis en
Sigurbjörg fór til ömmu sinnar
og nöfnu í Hafnarfirði og var
þar um tíma. Nokkrum árum
seinna kom hún aftur heim til
móður og systkina í Hveragerði,
lauk þar hefðbundinni skóla-
göngu og í framhaldi af því
stundaði hún ýmiss konar störf.
Sigurbjörg og Gísli hófu búskap
sinn í Álfafelli en byggðu fljót-
lega húsið á Varmá og settust
þar að. Árið 1951 tóku þau við
garðyrkjustöðinni á Brúnalaug í
Eyjafirði og bjuggu þar í 13 ár.
Eftir það lá leiðin aftur til
Hveragerðis, en þar bjuggu þau
þar til þau keyptu garð-
yrkjustöðina Ljósaland í Laug-
arási í Biskupstungum og ráku
hana saman þar til Gísli lést.
Sigurbjörg bjó síðustu 13 árin í
Borgarheiði í Hveragerði.
Sigurbjörg var félagslynd og
tók þátt í ýmsum félagsstörfum.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Hannes Krist-
mundsson garð-
yrkjumaður, f. 29.
september 1945.
Börn þeirra eru a)
Gísli Jón, f. 9. maí
1968, d. 14. febrúar
1986. b) Kristmund-
ur Stefán, f. 16.
október 1971, maki
Solveig Pálmadótt-
ir, f. 23. ágúst
1966, skilin, sonur
þeirra er Hannes.
Stjúpsonur Krist-
mundar, sonur Sol-
veigar er Pálmi Jónsson. c) Sig-
urður Elí, f. 15. nóvember 1973,
í sambúð með Helenu Sif Eric-
son, f. 10. júlí 1973, dóttir
þeirra er Hanna Karen, sonur
Helenu er Eric Már Ásgeirsson.
2) Sveinn Steindór húsasmíða-
meistari í Hveragerði, f. 1. febr-
úar 1947, d. 7. júní 2007, kvænt-
ur Magneu Ásdísi Árnadóttur,
húsmóður og verkakonu, f. 31.
ágúst 1950. Börn þeirra eru a)
Árni Steindór, f. 30. ágúst 1969,
kvæntur Jóhönnu Sigurey
Snorradóttur, f. 21. janúar
1972. Þeirra börn eru Snorri
Þór og Eva Björg. b) Sigurbjörg
Sara, f. 3. júlí 1973, gift Þor-
steini Karlssyni, f. 12. febrúar
1971. Þeirra börn eru Ásdís
Erla, Katrín Ósk og Bjarkar
Sveinn. c) Eva Rós, f. 25. októ-
ber 1984. 3) Svanhvít, húsmóðir
og skólaliði, búsett í Reykjavík,
f. 5. mars 1950, gift Reyni Gísla-
Það er erfitt að hugsa sér lífið án
mömmu. Ég á eftir að sakna henn-
ar mikið. Hún er búin að vera svo
stór hluti af tilverunni, sérstaklega
síðustu þrettán árin. Eftir að pabbi
lést kom hún aftur hingað í Hvera-
gerði, keypti sér litla parhúsíbúð
þar sem hún kom sér notalega fyrir
og leið vel. Hún eignaðist góða ná-
granna sem henni þótti vænt um.
Henni var afskaplega annt um fjöl-
skylduna sína alla saman og hafði
oft áhyggjur af ýmsu, þar á meðal
heilsufarinu. Það var svolítið fyndið
að þótt við börnin hennar værum
komin á sextugs- og sjötugsaldur
átti hún það til að finna að klæða-
burðinum á okkur. Við vorum ekki
nógu vel klædd úti í kuldanum.
Einu sinni datt ég úti í gróðurhúsi
og meiddi mig þannig að úr blæddi,
þá stakk hún upp á að ég færi á
heilsugæslustöðina til að fá stíf-
krampasprautu og ég hlýddi henni
auðvitað.
Þegar við misstum Gísla okkar
voru þau mamma og pabbi mín
styrkasta stoð. Oft komu þau til
okkar ofan úr Laugarási, einnig
var síminn mikið notaður. Þetta vor
og sumar var búið að vera henni af-
skaplega erfitt, heilsunni hafði
hrakað mikið. En mér fannst sem
hún væri tilbúin að fara, sátt og
óhrædd við dauðann. Guð geymi
hana mömmu mína.
Sigurbjörg Gísladóttir.
Í dag þegar ég kveð tengdamóð-
ur mína Sigurbjörgu Steindórsdótt-
ur, eða Böggu eins og hún var oft-
ast kölluð, rifjast upp atburðir
liðinna áratuga.
Bagga var rúmlega fertug þegar
ég kom inn í fjölskylduna. Fyrst
eftir að við Sveinn, sonur hennar
fórum að búa komum við til þeirra
Gísla nærri daglega. Horfðum á
sjónvarp hjá þeim áður en við feng-
um slíkt tæki sjálf og leituðum ráða
um ýmislegt. Bagga kenndi mér
sláturgerð og hjálpaði hún mér
fyrstu árin með það og aðra mat-
argerð. Auðfengið var að fá afnot
af saumavélinni hennar og kom það
sér vel fyrir unga húsmóður sem
lítið átti.
Bagga og Gísli keyptu garð-
yrkjustöðina Ljósaland í Biskups-
tungum og ráku hana þar til Gísli
lést. Þegar verið var að byrja
reksturinn fórum við fjölskyldan
nærri hverja helgi með þeim til að
undirbúa reksturinn og standsetja
húsin. Hjálpuðust þeir feðgar að.
Þá sváfum við öll í einu herbergi og
ekki var kvartað um þrengsli. Þetta
var skemmtilegur tími og kynntist
ég Böggu enn betur þá. Hún hafði
létta lund og húmorinn í lagi. Gest-
risin var hún og afskaplega blíð-
lynd. Bagga var minnug og sagði
svo vel frá mörgum samferðamann-
inum að mér fannst eins og ég
þekkti viðkomandi. Ekki var hún
heilsuhraust um dagana, fékk ung
astma og var því mjög viðkvæm í
lungum. Nú eru óðum að kveðja
þessi systkin og er Aðalsteinn einn
eftirlifandi að verða áttatíu og sjö
ára og votta ég honum innilega
samúð mína. Hann hefur misst svo
mikið á stuttum tíma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Að leiðarlokum vil ég þakka þér,
Bagga mín, fyrir mig og mína og
bið þér Guðs blessunar í nýjum
heimkynnum
Þín tengdadóttir,
Magnea Ásdís.
Elsku amma mín, ég verð að fá
að segja þér að mér finnst mjög
erfitt að trúa því að þú sért nú dáin
og að ég geti ekki lengur skroppið
austur fyrir fjall með Línu og grísl-
ingunum okkar og heimsótt þig í
fallegu íbúðina þína.
En í hjarta mínu veit ég að þér
líður ábyggilega betur núna eftir að
hafa þurft að ganga í gegnum þessi
erfiðu veikindi. Það hafa ábyggi-
lega verið fagnaðarfundir hjá ykk-
ur afa þegar þið hittust á ný þarna
„ hinum megin“. Þar eigum við
vonandi öll eftir að hittast aftur
einhvern daginn og þá verður nú
gaman. Þangað til verðum við bara
að ylja okkur við góðar og fallegar
minningar um ykkur og þær munu
lifa í hugum okkar.
Mig langar aðeins til að rifja upp
æskuminningar frá þeim tíma þeg-
ar ég fékk að heimsækja þig og
Gísla afa á sumrin upp í Ljósaland.
Ég var ekki gamall þegar þær
heimsóknir hófust og alltaf var ég
jafn spenntur fyrir þessu ferðalagi
að norðan, að fá að fara einn í flug-
vél, og svo tókuð þið á móti mér
svo hlý og góð. Hjá ykkur leið mér
alltaf svo yndislega vel, erfiðast
þótti mér hvað tíminn leið alltaf
hratt, mér fannst ég alltaf vera ný-
kominn þegar það var kominn tími
til að fara heim aftur. Mér fannst
frábært að geta stússað með afa í
blómunum, fá að skreppa niður í
Hveragerði með blómasendingar á
gamla rússanum, slá og raka blett-
inn og geta svo líka leikið mér frá
morgni til kvölds. Það var sama á
hvaða tíma sólarhringsins ég var
svangur, alltaf áttir þú eitthvað
gott að borða, amma mín. Þú
treystir mér líka til að hjóla í búð-
ina til að kaupa eitthvað smálegt og
ég var nú bara þónokkuð stoltur af
mér þá.
Mér er líka alltaf svo minnis-
stætt, þó að það hljómi svolítið
fyndið, hvað mér fannst alltaf
merkilegt hvað heita vatnið á
Ljósalandi var svakalega heitt og
fátt fannst mér betra en að fara í
sjóðheitt bað hjá ykkur og slaka á
eftir ævintýri dagsins. Í sveitinni
fyrir norðan var engin hitaveita og
því fannst mér munurinn vera svo
mikill.
Svo líður tíminn, ég eignast mína
yndislegu konu og börnin þrjú og
sem betur fer gafst okkur oftar
tími til að hitta þig eftir að við
fluttum suður. Mér fannst gaman
að geta farið með þér smá rúnt upp
í Laugarás og geta kíkt við á
Ljósalandi og það var sérstaklega
gott að geta átt með þér dálítinn
tíma í sumar þegar við vorum í fríi,
það var alltaf svo notalegt að tala
við þig um allt milli himins og jarð-
ar.
Mig langaði líka til að segja þér
að þegar Kormákur vissi að þú
værir dáinn þá spurði hann
mömmu sína hvort þú værir þá að
labba upp til himna með fallegan
hring (meinti geislabaug) á höfðinu
þínu, svo spurði hann með sinni
einlægni: „Mamma, er stigi upp til
himna?“
Kannski fáum við einhvern tíman
svar við því.
Við kveðjum þig öll með söknuð í
hjarta elsku amma og langamma.
Hvíl þú í friði.
Haukur Freyr Reynisson
Elsku hjartans amma, nú er
komið að kveðjustund og mikið er
maður eigingjarn þegar maður vill
bara fá að hafa þig alla tíð hjá sér.
Við vitum þó að það voru margir
sem tóku á móti þér og vöfðu þig
ástarfaðmi þar sem nú ert þú kom-
in til afa, Svenna og Gísla Jóns sem
og svo ótal margra annarra sem
voru þér svo kærir.
Það er samt svo sárt að þurfa að
kveðja þig og margar minningar
koma upp í hugann. Minningar sem
við munum varðveita og munu alla
okkar tíð ylja okkur um hjartaræt-
ur. Minningar um ljúfu, fallegu og
hjartahlýju ömmuna okkar.
Elsku hjartans amma, takk fyrir
allar stundirnar, takk fyrir ást þína
og blíðu. Þú verður ávallt í huga
okkar og munt alltaf eiga stað í
hjörtum okkar.
Hér sit ég hljóð og þakka þér
allt það sem hefurðu gefið mér
ást og von og traust og trú,
með trega í hjarta kveð þig nú.
Þú elli mættir stolt og styrk,
þó stund væri oft af kvölum myrk.
Sem hetja um síðir hélst á braut
og hræddist ekki dauðans þraut.
Nú langri ævi lýkur hér,
lagt til hvíldar holdið er
í helgan reit á heimaslóð,
þar hafið kveður sorgaróð.
(Þórunn Ólafsdóttir.)
Þín ömmubörn
Ásta Kristín, Gísli Björn
og makar.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
(Einar Benediktsson)
Elsku amma. Nú hefur þú kvatt
þennan heim og farið á fund horf-
inna ástvina, eftir stutt veikindi.
Ég sit hér eftir og lít yfir farin veg.
Minningarnar eru margar. En
fyrst hugsa ég um líf þitt og hvað
þú hefur þurft að takast á við mikið
um ævina.
Þú varst ekki nema fimm ára
þegar pabbi þinn lést. Þú varst
bara 19 ára þegar bróðir þinn lést í
bruna á Hótel Íslandi, og 20 ára
þegar mamma þín lést eftir veik-
indi. Þú misstir svo barnabarn af
slysförum fyrir 22 árum, einnig
eiginmann (afa) úr erfiðum veik-
indum fyrir 13 árum. Og síðast lést
sonur þinn (pabbi minn) fyrir ári
eftir mjög stutt og erfið veikindi.
Fyrir utan systkini og aðra ástvini
sem hafa farið á undanförnum ár-
um.
Ég hugsa um hvað lífið hefur
verið ósanngjarnt við þig. En eins
og þú varst hefur þú tekist á við
áföllin eins og hetja. Þú varst mjög
glettin manneskja að eðlisfari og
alltaf með húmorinn í lagi.
Hver kannast ekki við það að
koma með krakkana í heimsókn til
þín og þú varðst aðeins að fá að
klípa í bollukinnarnar á þeim og fá
koss og talaðir til þeirra með
stríðnistón. Alltaf hljópst þú til að
taka til kaffi og með því, hvort sem
ég var ein á ferð eða fleiri. Best var
ef það var til ömmukaka (krydd-
kaka m/rúsínum) og mjólk, sem ég
man eftir hjá þér alla tíð.
Amma mín, svo eigum við nú
minningar um það þegar ég týndi
snuðinu mínu undir horninu á litla
skápnum á ganginum á Ljósalandi.
Ég sem lagði það innan við fótinn á
skápnum og gleymdi mér svo í leik
með græna fílinn þinn með stóru
gulu eyrun, sem var hægt að draga
á eftir sér. Á meðan hvarf snuðið
og ég grét auðvitað úr mér augun
og vildi ekki fara heim án snuðsins.
Þú vorkenndir mér svo mikið að þú
sagðist ætla að keyra strax í
Hveragerði með snuðið ef þú fyndir
það, og þannig fékkst ég til þess að
fara. Nokkrum árum seinna frétti
ég að mamma hefði tekið snuðið
þegar ég sá ekki til.
Einu sinni vorum við Gísli Jón
hjá ykkur afa (á Ljósalandi). Gísli
Jón var að fara að veiða eins og
hann var vanur. Ég vildi fara með,
en afi leyfði það ekki. Ég var nú
aldeilis ekki ánægð með það. Þá
komst þú, amma, og gafst mér
Palo-brjóstsykur og baðst mig að
labba með þér út í búð til Gústa
Sæland og hjálpa þér að versla og
bera heim. Nú auðvitað gleymdi ég
veiðiferðinni þann dag. Áfram get
ég haldið í að rifja upp sögur, en
ákveð að stoppa hér og eiga aðrar
minningar fyrir mig.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
amma mín. Ég veit að þú ert komin
á betri stað, þar sem svo margir
ástvinir taka á móti þér og þar sem
veikindin hrjá þig ekki lengur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Kær kveðja
Sigurbjörg Sara.
Í dag er til grafar borin elskuleg
föðuramma mín, Sigurbjörg Svan-
hvít. Á kveðjustund sem þessari
koma upp margar minningar en
einhverra hluta vegna ná orðin ekki
að tjá það sem í hjarta manns býr.
Þegar ég hugsa til baka, til þess
tíma er afi var enn á lífi, man ég
varla eftir ömmu öðruvísi en með
svuntu í eldhúsinu eða í gúmmístíg-
vélum úti í skúr að hjálpa afa í
blómunum. Mér þótti ávallt gott að
koma til þeirra, og ekki spillti það
að alltaf fékk maður brúnköku með
rúsínum hjá þeim. Enginn gerði
jafngóðar brúnkökur og hún amma
mín, og hefur kannski enginn feng-
ið eins mikið að finna fyrir því og
móðir mín sem fékk uppskriftina
hjá tengdamömmu sinni til þess að
gera eins kökur og hún, en allt kom
fyrir ekki og var kakan hennar
ömmu ávallt í uppáhaldi.
Komurnar í sveitina voru ávallt
ánægjulegar, enda mikil ró sem
ríkti yfir heimilinu. Alltaf var tími
til þess að sinna fjölskyldu og vin-
um, og allir voru velkomnir. Þrátt
fyrir allar komurnar vildi ég aldrei
gista þar. Það var alveg sama
hversu oft hún amma mín bauð mér
það, ávallt afþakkaði ég. Það var
einungis eitt skipti sem að amma
minntist þess að ég hefði gist hjá
henni og afa, það var eftir að ég
hafði dottið úr kerru. Tennurnar í
mér ásamt fleiru höfðu orðið fyrir
hnjaski sem varð til þess að ég
mátti ekkert borða. Greyið amma
gat ekki hugsað sér að borða fyrir
framan mig og var mikið að vand-
ræðast yfir þessu við afa sem skildi
nú ekkert hvert vandamálið væri
enda hafði hann nú bara fengið sér
að borða án þess að hugsa út í eitt-
hvað svona lagað. Í þessari sömu
ferð fórum við amma í göngutúr
þar sem að ég fræddi hana um alla
þá bíla sem fram hjá okkur keyrðu
en hafði ekki mikinn áhuga á þeim
blómum sem amma reyndi að sýna
mér.
Eftir að afi dó fluttist amma úr
sveitinni til Hveragerðis. Þar
keypti hún sér litla og notalega
íbúð í parhúsi og undi sér vel.
Minningarnar þaðan eru fjölmarg-
ar, og oft mynduðust þar skemmti-
legar umræður við borðstofuborðið,
en faðir minn átti mjög erfitt með
að hemja sig þegar kom að því að
stríða móður sinni. Þar sagði hún
manni líka frá gömlu dögunum,
þegar að amma og afi bjuggu á
Brúnalaug í Eyjafirði og amma
horfði á ljóstýrurnar í sveitinni og
talaði um þær. Já, þar var komið
uppnefni fyrir suma, pabbi kallaði
móður sína sjaldan annað en Týru
gömlu og tók hún því, eins og flest-
ir, sem stríðni frá honum með stök-
ustu ró og brosi. Minningarnar eru
svo ótal margar.
Um leið og ég kveð þig með
söknuði, elsku amma, vil ég þakka
Sigurbjörg Svanhvít
Steindórsdóttir
SJÁ SÍÐU 38