Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 31 Nýr eða gamall tími Harðar deilur hafa staðið að undanförnu um ný og gömul hús í miðborg Reykjavíkur. Fyrrum meirihluti í borgarstjórn lagði áherslu á að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegar. Þessa dagana blasa við myndir af gömlu Reykjavík á timburskilrúmi við húsin sem borgin keypti í vor. Ómar Blog.is Baldur Kristjánsson | 29. ágúst 2008 Hvar er leiðtoginn? Hvar er stórmennið? Kosturinn við þessa gríðarlegu sviðsetningu og miklu ræður er að draumar verða til. Menn og konur horfa fram há- leitir og háleitar – horfa inn í framtíðina, túlka drauma sína, hrífa fólk með sér. Ég er að tala um Bandaríkin sem eiga nú athygli okkar vegna flokksþings demó- krata. Forsetaembætti Bandaríkjanna er öðrum þræði hugsað fyrir leiðtoga þjóðar sem stappar í hana stálinu, minnir hana á drauma hennar, drífur hana áfram, fær hana á góðum stundum til að gleyma fátæktinni, misskiptingunni, óréttlætinu og af og til koma fram menn sem berjast gegn óréttlætinu, færa þjóð sína fram á veginn. Forsetaembættið er öðrum þræði embætti draumanna. Við þyrftum svona embætti, við þyrftum svona menn og konur. Hvar er okkar Barack Obama? Hver er okkar Hillary? Gæti maður af afrískum uppruna orðið for- sætisráðherra eða forseti hér? Gæti kona orðið forsætisráðherra hér- lendis? Hvar er leiðtoginn? Hvar er manneskja draumanna? Er hún kannski innilokuð á Bessastöðum? Og hvar er stórmennið? Voru Halldór Laxness og Sigurbjörn Einarsson, blessuð sé minning hans, síðustu stórmennin? Er tími slíkra liðinn? Meira: baldurkr.blog.is Gunnlaugur B. Ólafsson | 29. ágúst 2008 Rauður, gulur, grænn og blár Regnbogahlaupið hefst á hinu nýja miðbæjartorgi í Mosfellsbæ klukkan tíu á laugardag. Þetta er blanda af hlaupi og kraft- göngu á fellin fjögur um- hverfis Mosfellsbæ. Helgafell er rautt, Reykjafell gult, Reykjaborg græn og Úlf- arsfell blátt. Allir eru velkomnir. Upphitun undir suðrænni sveiflu- tónlist verður á undan. Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa þokkalegt þrek séu rúma þrjá tíma að hlaupa hringinn. Einn- ig er möguleiki að fara hálfan hring. Af- greiða fyrstu tvö fellin og hlaupa síðan til baka eftir stígnum niður með Varmá. Meira: gbo.blog.is Sóley Tómasdóttir | 29. ágúst 2008 Pólítík frístunda- heimilanna Á haustin, þegar bændur fara í leitir og nemendur setjast á skólabekk, glímir stjórn- málafólk við mann- ekluvandann. Málin eru rædd í nefndum og ráðum og ýmsar hugmyndir reifaðar. Sumar jafnvel sett- ar í farveg. Á endanum komast flest börn inn á frístundaheimili og stjórn- málafólkið fær frið. Þá fer lítið fyrir umræðu um frí- stundaheimili. Innra starf, barnalýðræði og fjölbreytni tómstundatilboða, upp- eldisstefna eða -aðferða virðist hvorki vera viðfangsefni stjórnmála né fjöl- miðlafólks. Í kynningarefni fyrir frístundaheimilin í Reykjavík segir: „Leiðarljós frístunda- heimilanna í Reykjavík er að hver ein- staklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, ör- yggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálf- stæðar skoðanir og hafa áhrif á um- hverfi sitt og aðstæður.“ Mönnunarvandi getur ekki verið það eina sem stjórnmálafólk lætur sig varða þegar svo metnaðarfullt verkefni er annars vegar. Frístundaheimilin eru ekki bara þjónusta við foreldra, heldur fyrst og fremst börn. Því verður pólitískur vilji að vera til staðar. Meira: soley.blog.is PENINGASTEFNA Seðlabanka Íslands hefur mjög verið til umræðu undanfarin miss- eri, enda verðbólga mikil og vextir háir. Fjöl- margar hugmyndir hafa komið fram um breyt- ingar á ramma stefnunnar, margar í þeirri von að þannig megi fá bankann til að lækka vexti. Meðal slíkra hugmynda eru tímabundið afnám verðbólgumarkmiðsins, hækkun þess eða laga- breyting til að fjölga markmiðum bankans. Önnur hugmynd sem nýlega hefur komið fram er að bankinn leggi meiri áherslu á svokölluð þolmörk verðbólgumarkmiðsins við fram- kvæmd stefnunnar, en þau eru 1,5 prósent til hvorrar áttar frá 2,5% verðbólgumarkmiði bankans, þ.e. 1–4%. Dæmi um slíkt bilmarkmið er t.d. verðbólgumarkmið nýsjálenska seðla- bankans en markmið hans er að halda verð- bólgu á bilinu 1–3% til miðlungslangs tíma. Hugmyndin er þá sú að slíkt bilmarkmið auki sveigjanleika peningastefnunnar og er t.d. vísað til þess að nýsjálenski seðlabankinn lækkaði nýverið vexti þótt verðbólga sé um 4% og bankinn spái því að hún stefni í 5% til skamms tíma. Með sama hætti gæti þá Seðla- banki Íslands hafið vaxtalækkun nú þegar, leggi bankinn meiri áherslu á þolmörkin í stað þess að einblína á 2,5% verðbólgumarkmiðið. Vara ber við öllum slíkum hugmyndum við þær aðstæður sem nú ríkja hér á landi, enda verðbólga hátt í 15% eða rúmlega 12 prósent- um yfir verðbólgumarkmiðinu og um 11 pró- sentum yfir efri þolmörkum þess. Það ætti því að blasa við að svigrúm til að slaka á aðhaldi sé mun minna en það nýsjálenska. Vandinn við ramma peningastefnunnar hér á landi er ekki að verðbólgumarkmiðið sé of mikil spenni- treyja fyrir Seðlabankann heldur hefur það þvert á móti ekki náð að veita verðbólgu og verðbólguvæntingum nægilega trausta kjöl- festu. Þar að auki er þessi samanburður á fram- kvæmd peningastefnunnar hér og í Nýja- Sjálandi á margan hátt villandi því sá sveigj- anleiki sem þarlendur seðlabanki telur sig hafa í dag hefur ekki alltaf verið fyrir hendi. Þannig byrjuðu Nýsjálendingar með mjög strangt verðbólgumarkmið í formi 0–2% mældrar, tólf mánaða. Strangt peningalegt aðhald skilaði ár- angri, verðbólga minnkaði ört og fór t.d. úr 7% í byrjun árs 1990 í 1% í lok árs 1991. Verð- bólga hefur síðan þá aðeins örsjaldan farið út fyrir bilmarkmiðið og verðbólguvæntingar hafa öðlast trausta kjölfestu í kringum miðju þess. Trúverðugleiki bankans jókst því smám saman og það gerði honum kleift að auka sveigj- anleika við framkvæmd peningastefnunnar. Alan Bollard, núverandi seðlabankastjóri, lýsti þessu í ræðu 18. janúar 2006: „Fram- kvæmd verðbólgumarkmiðsins í Nýja–Sjálandi hefur einkennst af vaxandi sveigjanleika. Þessi þróun hefur reynst fær vegna þess að verð- bólga og verðbólguvæntingar hafa öðlast traustari kjölfestu, sem gefur peningastefnunni aukið rými til að horfa framhjá áföllum og tímabundnum hækkunum á verðbólgu … Með öðrum orðum, um leið og trúverðugleiki okkar jókst og væntingar almennings hlutu betri kjölfestu, þá urðum við sveigjanlegri.“ Forsenda þess að nýsjálenski bankinn gat aukið sveigjanleika stefnunnar er því trúverð- ugleikinn sem hann byggði upp áður með mikl- um kostnaði. Hugmyndir um að leggja aukna áherslu á þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- banka Íslands ganga hins vegar út á að auka sveigjanleikann við framkvæmd stefnunnar áð- ur en slíkur trúverðugleiki er til staðar. Það væri þvert gegn reynslu Nýsjálendinga, nið- urstöðum peningahagfræðinnar og ráðlegg- ingum helstu sérfræðinga í stjórn peningamála um allan heim. Þessar hugmyndir sýna einnig vanda slíkra þolmarka í hnotskurn. Þau bjóða þeirri hættu heim að áhersla markaðsaðila, fjölmiðla, stjórn- málamanna og almennings verði ávallt á efri mörkum bilsins. Reynslan frá fyrstu árum verðbólgumarkmiðs hér á landi staðfestir það. Það gerir einnig reynslan frá öðrum löndum sem hafa átt við svipaðan trúverðugleikavanda að glíma. Verðbólguvandi þjóðarinnar er alvarlegur og krefst úrlausnar. Hann er hins vegar langt frá því að vera einstæður. Flestar þjóðar glímdu við álíka vanda á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar. Reynsla þeirra er að strangt pen- ingalegt aðhald í formi hárra vaxta sé eina leiðin til að tryggja verðstöðugleika. Til skamms tíma er aðhaldið kostnaðarsamt en af- rakstur erfiðisins er einmitt aukinn trúverð- ugleiki peningastefnunnar sem gerir seðla- bönkum kleift að styðja við efnahagsbata þegar kreppir að. Nýsjálendingar eru nú að njóta ávaxtanna af dýrkeyptum trúverðugleika verð- bólgumarkmiðsins. Við erum hins vegar ekki komnir svo langt og þurfum að þreyja þorrann enn um sinn til að njóta ávaxtanna síðar. Allar hugmyndir um að „auka sveigjanleika“ pen- ingastefnunnar þannig að dregið sé úr áherslum Seðlabankans á að koma verðbólgu í markmið ber því að varast. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. » Allar hugmyndir um að auka sveigjanleika peningastefn- unnar þannig að dregið sé úr áherslum Seðlabankans á að koma verðbólgu í markmið ber að varast Þorvarður Tjörvi Ólafsson Þórarinn er staðgengill aðalhagfræðings Seðla- banka Íslands, Tjörvi er hagfræðingur hjá Seðla- banka Íslands. Trúverðugleiki er forsenda sveigjan- leika við framkvæmd peningastefnu Þórarinn G. Pétursson Eftir Þórarin G. Pétursson og Þorvarð Tjörva Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.