Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 4

Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FORMAÐUR og varaformaður Breiðavíkursamtakanna, Bárður R. Jónsson og Georg Viðar Björnsson, verða viðstaddir þegar myndin Syndir feðranna, heimildamynd um upptökuheimilið í Breiðavík, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um næstu helgi. Myndin er tilnefnd í flokki heim- ildamynda en leikstjórar hennar eru Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson. Að auki er um drög að frumvarpi til laga um bætur til þeirra sem voru vistaðir í Breiðavík en samtökunum finnast bæturnar of lágar og gagnrýna hvernig þær eru reiknaðar út. Sagan bak við myndina sögð Að lokinni sýningu myndarinnar verður mögulega boðið upp á fyrir- spurnartíma með norrænum blaða- mönnum sem snýr ekki eingöngu að faglega hluta kvikmyndarinnar held- ur einnig að sögunni á bak við hana. Þá vonast Bárður til að geta hitt for- mann sambærilegra sænskra sam- taka. | 32 Ari Alexander í stjórn Breiðavíkur- samtakanna. „Hugmyndin var að við færum þarna út og yrðum viðstaddir fyrstu sýninguna á myndinni og myndum kannski í framhaldi reyna að vekja athygli á málefnum tengdum þess- um heimilum,“ segir Bárður en heimili sambærileg því í Breiðavík voru einnig rekin um tíma í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. „Það varð úr að Ari útvegaði okkur farmiða hjá Iceland Express sem styrkir okkur og það væri mjög gaman ef myndin myndi vinna, sérstaklega fyrir Ara og Bergstein, en líka fyrir okkur.“ Vonast Bárður til að sýningin veki athygli á bæði samtökunum og mál- staðnum. „Öll athygli hjálpar okkur. Það er ekki erfitt að berjast fyrir réttlætismáli þegar manni finnst að maður hafi réttlætið sín megin,“ seg- ir hann og vísar í „einhvers konar átök“ sem samtökin eiga í við rík- isstjórnina. Þau stafa af ágreiningi Fylgja eftir Syndum feðranna  Formaður Breiðavíkursamtakanna fylgir heimildamyndinni eftir á norræna kvikmyndahátíð í Svíþjóð  Tilnefnd sem besta heimildamyndin en vonast er til að hún veki athygli á samtökunum og málstaðnum Í HNOTSKURN »Syndir feðranna segir fráafdrifum drengjanna sem vistaðir voru í Breiðavík á árunum 1955-74. Samtals dvöldu þar 128 drengir og var meðalaldurinn 11 ár. »Samkvæmt frumvarps-drögum verða bætur greiddar út til manna eftir e.k. stigakerfi. Hámarksbæt- urnar eru rétt rúmar 2 millj- ónir. Breiðavík Vettvangur atburðanna Á TÍMUM stórrigninga er vissara að huga vel að niðurföllum. Hér má sjá starfsmenn Reykjavík- urborgar hreinsa niðurföll á Bergþórugötunni. Laufblöðin fjúka af trjánum í rokinu sem fylgir lægðaganginum og þau safnast fyrir í niðurföllum. Illa getur farið ef menn eru ekki vel vakandi. Morgunblaðið/Valdís Thor Vissara að huga að niðurföllunum FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is YFIR 2.000 börn hafa fengið inni á frístundaheimilum ÍTR við grunn- skóla Reykjavíkur en enn eru um 750 börn á biðlista og um 60 starfs- menn vantar til að fullnægja eftir- spurninni. Steingerður Kristjánsdóttir, verk- efnisstjóri á skrifstofu tómstunda- mála hjá ÍTR, segir að hlutirnir gangi hratt fyrir sig þessa dagana og mörg frístundaheimili hafi tæmt bið- lista sína. Því miður eigi það samt ekki við þau öll. Úrræða leitað „Ég hef fullan skilning á aðstöðu fólks,“ segir Steingerður um biðlist- ana. „Ég skil þetta sérstaklega með yngstu börnin, sex og sjö ára, og sem fjögurra barna móðir get ég al- gerlega sett mig í þeirra spor.“ Steingerður segir að meðan stað- an sé svona hafi fólk almennt ekki mörg úrræði. Stundum geti for- eldrar bekkjarsystkina í sömu að- stöðu komið upp einhverri tíma- bundinni skiptidagskrá. Rætt hafi verið um að fá dagmæður til að taka þessi börn að sér og hún hafi sjálf góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. Sumir ráði framhaldsskólanema og aðrir hafi aðgang að ættingjum en þessi úrræði séu ekki allra. Vinnu- hópur á vegum borgarinnar sé að reyna að leita nýrra leiða í þessu ástandi, sem skapist orðið á hverju hausti og foreldrar séu orðnir lang- þreyttir á. Steingerður bendir á að unnið hafi verið að því undanfarin ár að bæta starfsumhverfi, starfskjör, símennt- un starfsmanna og ýmislegt annað sem snúi að starfsfólki frístunda- heimila í þeim tilgangi að halda í starfsmenn og laða fleiri að. Liður í því hafi verið ákvörðun um að reka heimilin allt árið og það hafi gefið góða raun. Valkvætt verkefni ÍBR gerir reglulegar ánægju- kannanir og segir Steingerður að þjónustan sé mjög vel metin. Í því sambandi nefnir hún að í sumar hafi 93% foreldra verið sammála eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að dvöl á frístundaheimili hefði jákvæð, félagsleg áhrif á barnið. 90% for- eldra hefðu talið að börnin væru frekar ánægð á heimilunum. Steingerður áréttar að frístunda- heimili sé valkvætt verkefni sveitar- félaga en engu að síður sé reynt af fremsta megni að koma til móts við íbúana í þessu efni. Um 750 börn á biðlista  Um 60 starfsmenn vantar á frístundaheimili við grunnskóla Reykjavíkur  Miklar breytingar daglega og yfir 2.000 börn hafa fengið inni á heimilunum STARFSFÓLK á frístundaheimilum Reykjavíkur er á öllum aldri en miðað er við að það sé ekki yngra en 20 ára, þótt undantekningar séu frá því. Vel á fjórða tug frístundaheimila er við grunnskóla borgarinnar með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir 6–9 ára börn að loknum skóladegi. Vinnutíminn er frá um klukkan 13:30 til um klukkan 17:15 alla skóladaga. Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍBR, segir að á undanförnum árum hafi margt verið gert til þess að bæta starfs- aðstöðuna og umgjörð vinnunnar í þeim tilgangi að gera starfið að- laðandi fyrir fleiri en hingað til. Hún bendir á að í fyrra hafi elsti starfsmaðurinn verið um áttrætt. Starfsfólk heimilanna á öllum aldri HLUTFALL tekna ríkissjóðs í lönd- um OECD af tekjuskatti ein- staklinga hefur almennt minnkað á umliðnum árum nema á Íslandi og í Frakklandi þar sem þessar tekjur hafa aukist umtalsvert. Frá 1985 hefur tekjuskattur einstaklinga að meðaltali aukist hér um 11 pró- sentustig, þvert á þróunina í flest- um OECD-löndum. Þetta má lesa úr rannsóknarritgerð OECD um sam- band skattlagningar og hagvaxtar. Niðurstöðurnar eru einnig mjög jákvæðar fyrir Ísland en í ljós kem- ur að mismunur milli landa í skatt- lagningu einstaklinga virðist hafa minni neikvæð áhrif á vöxt lands- framleiðslu en mismunur í skatt- lagningu fyrirtækja. „Tekjuskattur fyrirtækja er 15% hér á landi á móti 28% meðaltali OECD-ríkja. Ein- ungis Ungverjaland og Írland eru með lægri tekjuskatt fyrirtækja en Ísland. Almennt séð hefur tekju- skattsprósenta á fyrirtæki lækkað í OECD-ríkjum frá árinu 2000 en í nokkrum tilvikum er hún sú sama,“ segir í umfjöllun fjármálaráðuneyt- isins. Veruleg aukn- ing skatta „ÞAÐ HEFUR ekkert breyst, þessar ágætu til- lögur eru þær sömu og við mót- mæltum í fyrra. Það er búið að fækka aðeins at- vinnuhúsnæði en að sama skapi bæta við íbúðar- húsnæði, þannig að þetta er meira og minna sami grauturinn í svipuðum potti,“ segir Þórarinn Ævarsson, varaformaður samtakanna Betri byggð á Kárs- nesi. Í kvöld fer fram kynning- arfundur í Kársnesskóla um breyt- ingu á svæðisskipulagi á Kársnesi. Fundurinn er haldinn að frum- kvæði Samvinnunefndar um svæð- isskipulag á höfuðborgarsvæðinu. Hægt að ná sátt um málið Þórarinn segir samtökin ekki setja svo mikið út á byggingu á Kársnesi en mótmælin hafi ætíð snúist um aukna umferð á svæðinu sem gatnakerfið í núverandi mynd þoli illa. „Ef bæjarstjórn kemur fram með einhverjar trúverðugar lausn- ir á því hvernig hægt er að leysa umferðarmálin, s.s. göng til Reykjavíkur eða setja umferð í stokk úr hverfinu, þá myndi ábyggilega nást um málið sátt.“ Reiknað er með fjölda fund- argesta og sérstaklega frá ná- grannasveitarfélögum. andri@mbl.is Sami graut- urinn í svip- uðum potti Þórarinn Ævarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.