Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 9
FERÐAMENN um Öskju í
Dyngjufjöll rak marga í roga-
stans um helgina þegar þeir ætl-
uðu að baða sig í gígnum Víti en
hitastig vatnsins er jafnan yfir 30
gráðum. Var vatnið ískalt þegar
fólkið ætlaði að drífa sig ofan í
og höfðu sumir áhyggjur af því
að eldstöðvarnar í Öskju væru
kulnaðar.
Að sögn Magnúsar Tuma Guð-
mundssonar, jarðfræðings hjá
Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands, er orsök kalda vatnsins
mun einfaldari.
Leirinn á svæðinu hleypti
vatninu ekki í gegn
Fyrir helgina gerði mikið
vatnsveður á hálendi landsins og
sluppu Dyngjufjöll ekki við úr-
komuna. Líklegast hefur rign-
ingin flætt ofan í Víti og kælt það
tímabundið en svæðið í kring er
þakið leir sem hleypir vatni ekki
auðveldlega í gegnum sig.
Regnið hefur því að mestu leyti
runnið í vatnið. Magnús Tumi tel-
ur þó líklegt að hitastig vatnsins
sé nú orðið eðlilegt. ylfa@mbl.is
Rigningin
kældi Víti
tímabundið
Hrútafjörður | Einn þekktasti sölu-
skálinn við hringveginn, Staðarskáli
í Hrútafirði, opnar í dag í nýju húsi
við nýja veginn í Hrútafjarðarbotni.
Vegagerðin hefur hleypt umferð-
inni á nýjan veg um Hrútafjörð. Við
það hvarf brúin á Síká af hringveg-
inum en hún var síðasta einbreiða
brúin á hringveginum milli Reykja-
víkur og Akureyrar. Gamli Brúar-
skálinn var rifinn og Staðarskáli fer
aðeins úr þjóðleið. N1 sem á rekst-
urinn lét byggja nýjan Staðarskála
við hringveginn, skammt vestan
Hrútafjarðarár, við ný vegamót
Djúpvegar.
Starfsemi Staðarskála verður með
svipuðu sniði í nýju húsnæði, að sögn
Kristins Guðmundssonar stöðvar-
stjóra, verslun, veitingastaður og
bensínafgreiðsla. Skálinn opnar
klukkan átta að morgni.
Staðarskáli á nýjum stað
Kæra ekki frá
skiptastjóra
Á fimmtudag í síðustu viku var sagt
frá rannsókn efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra á flugfélaginu
City Star Airlines, sem var í eigu Ís-
lendinga. Í fréttinni kom fram að
upphaflega hefði kæra borist frá
skiptastjóra þrotabús flugfélagsins,
fengust þær upplýsingar frá deild-
inni. Hið rétta er að kæran barst frá
öðrum einstaklingi sem tengist fé-
laginu. Er hlutaðeigandi beðinn af-
sökunar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
JÓSEF Halldór Þor-
geirsson lögfræðingur
og fyrrverandi alþing-
ismaður lést 23. sept-
ember síðastliðinn, 72
ára að aldri.
Jósef fæddist 16. júlí
1936 á Akranesi. For-
eldrar hans voru Þor-
geir Jósefsson forstjóri
frá Eystra-Miðfelli í
Hvalfjarðarsveit og
Svanlaug Sigurðar-
dóttir húsfreyja frá
Akranesi.
Jósef Halldór ólst
upp hjá foreldrum sínum á Akranesi
og bjó þar alla tíð. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1956 og lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands árið 1963. Hann
starfaði sem framkvæmdastjóri Þor-
geirs & Ellerts hf. til ársins 1992 en
síðasta hluta starfsævi sinnar starf-
aði hann sem lögfræðingur í sam-
gönguráðuneytinu.
Jósef sat í bæjarstjórn Akraness
fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1966
til 1982 og á Alþingi ár-
in 1978 til 1983. Auk
þess sat hann í mörg-
um nefndum á vegum
bæjarins. Jósef starf-
aði lengi innan Lions-
hreyfingarinnar á Ís-
landi og var m.a.
umdæmisstjóri árin
1974 og 1975 og fjölum-
dæmisstjóri árin 1975
og 1976. Lionsklúbbur
Akraness gerði hann að
Melvin Jones-félaga
árið 1986 en það er
æðsta viðurkenning
Lionsmanna.
Jafnframt starfaði Jósef mikið á
vegum Sambands málm- og skipa-
smiða og Félags dráttarbrauta- og
skipasmiðja, sem bæði runnu inn í
Samtök iðnaðarins, og var formaður
beggja félagana.
Jósef kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Þóru Björk Kristinsdóttir, 15.
mars 1959 í Reykholti í Borgarfirði.
Þau eignuðust þrjá syni, Þorgeir,
Benjamín og Ellert Kristin.
Andlát
Jósef Halldór
Þorgeirsson
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Flottir
jakkar,
toppar
og buxur
Stærðir 38-56
www.xena.is
SÉRVERSLUN
GLÆSIBÆ S: 553 7060
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Fjölbreytt úrval
af undirfötum
Póstsendum
Bómullar- og
velúrgallar
fyrir konur á
öllum aldri
margir litir
Stærðir S - XXXL
ný sending
Verið velkomin
Velúrgallar
M
b
l
1
0
4
9
2
3
1
Sími 568 5170
,
Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533
Tax-free-bomba
Fríhafnarverð
Verið velkomi
n
Fríhafnarverð á öllum vörum
í verslunum okkar þessa helgi
fimmtudag til sunnudags
m
b
l1
05
01
59
Fréttir
í tölvupósti
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn