Morgunblaðið - 25.09.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Ég er til dæmis með
gamlar sokkabuxur
sem ég hef ferðast með um
allan heim... 35
»
KATRÍN Elvars-
dóttir og Einar
Falur Ingólfsson
hafa verið tilnefnd
til hinna virtu ljós-
myndaraverð-
launa Deutsche
Börse Photo-
graphy Prize, fyr-
ir 2009. Katrín er
tilnefnd fyrir sýn-
inguna Margsaga,
sem stendur nú
yfir í Galleríi
Ágúst að Bald-
ursgötu 12. Í til-
efni af tilnefning-
unni hefur verið
ákveðið að fram-
lengja sýningu
Katrínar til 14.
október.
Einar Falur er
tilnefndur fyrir
sýninguna Staðir – Úr dagbók 1988 –
2008, sem var í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í vor.
Deutsche Börse Photography
Prize eru veitt fyrir framúrskarandi
framlag til samtímaljósmyndunar á
árinu. Tilnefning til verðlaunanna er í
höndum alþjóðlegs faghóps. Dóm-
nefnd velur síðan fjóra úr hópi hinna
tilnefndu og er sýning á verkum
þeirra sett upp í Photographers’ Gall-
ery í London. Fyrstu verðlaun nema
rúmlega fimm milljónum króna.
Þeir sem hafa unnið til verðlaun-
anna síðustu ár eru Esko Männikkö,
Walid Raad, Robert Adams og Luc
Delahaye.
Tilnefnd til
verðlauna
Katrín
Elvarsdóttir
Einar Falur
Ingólfsson
KINKI – skemmtikraftur að
sunnan, er heiti einsöngleiks
sem Lýðveldisleikhúsið sýnir í
tónlistarhúsinu Salnum í Kópa-
vogi í kvöld.
Einsöngleikurinn hverfist
um kertaljósakonsert Kinkis
Geirs Ólafssonar og verður
þetta eina tækifæri íbúa höf-
uðborgarsvæðisins til að sjá
verkið.
Benóný Ægisson, höfundur
þess og leikari, hefur starfað sem rithöfundur frá
1974. Hann hefur starfað í leikhúsi heima og er-
lendis og er Kinki – skemmtikraftur að sunnan
annar einleikur hans. Leikstjóri er Guðjón Sig-
valdason. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20.
Leiklist
Einsöngleikur
Benónýs í Salnum
Benóný í
hlutverki Kinkis
ÍSLAND er ekki líkt tungl-
inu,“ nefnist fyrirlestur sem
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,
prófessor við hug- og félags-
vísindadeild Háskólans á Ak-
ureyri, flytur í fyrirlestraröð
AkureyrarAkademíunnar í
dag. Eru þetta hugleiðingar
um þjálfun tunglfara á Íslandi.
Í fyrirlestrinum verður sagt
frá ferðalögum bandarískra
geimferðaefna um hálendi Ís-
lands 1965 og 1967. Sagt verður m.a. frá aðferðum
við þjálfun, áhuga íslenskra fjölmiðla og upplifun
Íslendinga sem fóru á fjöll með geimförum.
Fyrirlesturinn verður fluttur klukkan 17 í dag,
fimmtudag, að Þórunnarstræti 99.
Hugvísindi
Þegar tunglfarar
voru á Íslandi
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson
VÍSINDAVAKA Rannís verð-
ur haldin á morgun, föstudag, í
Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Stendur hún frá kl. 17 –
22. Dagurinn er tileinkaður evr-
ópskum vísindamönnum og
haldinn hátíðlegur víða. Hvers-
kyns vísindastörf verða kynnt.
Í aðdraganda vísindavök-
unnar hefur verið hellt upp á
vísindakaffi á hverju kvöldi í
Hafnarhúsinu og hafa vís-
indamenn flutt erindi. Í kvöld kl 20 er dagskráin
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við LHÍ, Bryn-
hildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H.
Gunnarsson frá Matís kynna girnilegar nýjungar.
Vísindi
Vísindavaka og
vísindakaffi
Sigríður
Sigurjónsdóttir
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„AMMA Dúna sagðist sjálf vera bara
venjuleg manneskja, en fyrir mér var
hún annað og meira en það,“ segir á
boðskorti ljósmyndasýningar Grétu
S. Guðjónsdóttur, Dúna.
Sýningin er afskaplega persónuleg
og hlaðin tilfinningum, ljósmyndir
sem Gréta tók af ömmu sinni heitinni,
Guðnýju Kristrúnu Níelsdóttur, sem
kölluð var Dúna, á fimm ára tímabili.
Undir lok ævinnar var hún farin að
þjást af vitglöpum og segir Gréta að
þess sjáist merki í myndunum ef vel
sé að gáð, einkum í augum ömmu
hennar.
Meðal ljósmyndanna eru nokkrar
sem teknar voru undir lok ævi Dúnu,
m.a. á sjúkrahúsi og nokkrar af henni
liðinni, við kistulagninguna. Í ljósi
þess hversu viðkvæmt efni sýning-
arinnar er og persónulegt, ekki að-
eins fyrir Grétu heldur aðra afkom-
endur Dúnu, liggur beinast við að
spyrja af hverju hún hafi ákveðið að
taka myndirnar og setja á sýningu.
„Það sem ég kveið mest fyrir af
öllu þegar ég var krakki var að missa
ömmu,“ svarar Gréta, þær hafi verið
afar nánar og miklir vinir. „Ég held
að þetta sé mín leið til að hafa hana
alltaf hjá mér, gera hana ódauðlega.
Sem ljósmyndari er ég mikið í því að
safna minningum, held að þetta sé
viss söfnunarárátta.“ Dúna lést fyrir
tæpu ári og segist Gréta með sýning-
unni votta ömmu sinni virðingu og
minnast með sínum hætti.
Fór í listaskólapartí
Amma Dúna var dugnaðarforkur,
vann langt fram á áttræðisaldur og
var mjög sjálfstæð, vel gefin og
skemmtileg, að sögn Grétu. Gréta
rifjar upp þann tíma er hún bjó í Hol-
landi og var við listnám, ein með ný-
fætt barn. Þá kom amma hennar út til
hennar og bjó hjá henni í nokkra
mánuði og fór meðal annars með
henni í skólaferðalög og partí. „Hún
tók fullan þátt í þessu og fannst það
gaman,“ rifjar Gréta upp brosandi.
Hún segir ömmu sína hafa vitað af
því að hún ætlaði að halda sýningu og
setið viljug fyrir. „Einhvern tíma
voru mamma og systir hennar að
baða hana og þá spurði hún: „Á ekk-
ert að taka myndir af þessu?“,“ segir
Gréta og kímir. Amma hennar hafi
verið mikill húmoristi.
Sýningin verður opnuð í dag kl. 17.
Myndin af ömmu
Gréta S. Guðjónsdóttir minnist ömmu sinnar Dúnu með afar persónulegri
ljósmyndasýningu í StartArt Seinustu fimm árin í lífi hennar skrásett
Ljósmyndir/Gréta S. Guðjónsdóttir
Nöfnur Dúna yngri sýnir ömmu sinni dýrgrip úr eldhússkúffu. Hægri myndina tók Gréta af ömmu sinni síðar, þegar hún var farin að þarfnast umönnunar.
„HILMARS Arnar verður saknað á Suðurlandi.
Hann er að söðla um og flytja sig til höfuðborg-
arinnar,“ segir Hrólfur Sæmundsson söngvari, en
þessa dagana eru samstarfsmenn Hilmars Arnar
Agnarssonar organista og kórstjóra, sem er að
láta af störfum í Skálholti eftir nær 20 ára farsælt
starf, að kveðja hann á Skálholtsstað með þrenn-
um tónleikum, fjölbreytilegum tónlistarflutningi.
Á þriðjudag voru Hilmar Örn og söngvararnir
Hrólfur og Herdís Anna Jónasdóttir með hádeg-
istónleika þar sem þau fluttu íslenska tónlist. Þau
flytja efnisskrána aftur á tónleikum í Skálholti í
kvöld, klukkan 20.00, en þá kemur einnig fram
þýski blokkflautuleikarinn Markus Zahnhauser.
Á laugardag klukkan 17.30 verður síðan mikil
tónlistarveisla í Skálholtskirkju. Þar koma fram
þeir kórar sem Hilmar hefur stjórnað undanfarin
ár; Skálholtskórinn, Barna- og Kammerkór Bisk-
upstungna og Kammerkór Suðurlands. Einnig
kemur fram fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara.
Má þar á meðal nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur,
Hrólf, Margréti Stefánsdóttur og Maríönnu Más-
dóttur, sálnabandið Lux Terrae, Hjörleif Valsson
og Jóhann I. Stefánsson. Fyrir tónleikana leika
Haukur Guðlaugsson, Steingrímur Þórhallsson og
Guðjón Halldór Óskarsson á orgel kirkjunnar.
Hilmar Örn kvaddur
Morgunblaðið/Ásdís
Organistinn Hilmar Örn Agnarsson flytur.
Fjöldi flytjenda á kveðjutónleikum í Skálholtskirkju
GRÉTA segir sýninguna ekki að-
eins myndir af fallegri konu heldur
myndir teknar á erfiðum tíma, þeg-
ar heilsa ömmu hennar tók að gefa
sig. „Myndirnar munu eflaust
hreyfa við einhverjum, með mis-
jöfnum hætti,“ segir Gréta. Það sé
vissulega erfitt í fámennu samfélagi
að halda jafn persónulega sýningu.
Myndirnar séu afar blátt áfram og
raunsæjar. „Við amma erum með
þessa sýningu saman, finnst mér,
þetta er okkar samband.“
Gréta segir ömmu sína ekki hafa
tranað sér fram þó að hún hafi
vissulega haft ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Því hafi hún viljað bíða
með sýninguna þar til hún væri far-
in yfir móðuna miklu.
Raunsæi
Vefsíða Grétu, www.greta.is.
EITT af alræmdustu myndverkum
evrópskrar listasögu er á leið á upp-
boð. Þegar málverk Edvard Munchs
af manni læstum í faðmlag vamíru,
var fyrst sýnt fyrir rúmri öld var það
fordæmt afar harðlega. Munch mál-
aði verkið Ást og sársauka, sem oft-
ast er kallað Vampíran, árið 1894.
Sumir töldu það vísa til heimsókna
listamannsins til vændiskvenna en
aðrir að það fjallaði um dauða systur
hans. Þegar nasistar fóru með völd í
Þýskalandi var það tekið sem dæmi
um „úrkynjaða“ list.
Samkvæmt dagblaðinu The In-
dependent mun verkið, sem hefur
verið í eigu sömu fjölskyldu í sjö ára-
tugi, verða boðið upp hjá Sotheby’s í
haust. Er búst við að nýtt met verði
sett þar í verði á verki eftir Munch,
en matsverðið er 35 milljónir dala –
um 3,3 milljarðar króna.
Vampíran hefur verið kallað syst-
urverk Ópsins, frægasta málverks
Munchs, en bæði eru hluti af 20
verka röð sem kallast Myndröð um
lífið. Þetta er það eina þeirra sem
enn er í einkaeigu, en Metropolitan-
safnið hafði það að láni um skeið.
Vampíra í
dagsljósið
Málverk Munchs
verður boðið upp
Vampíran Málverk norska lista-
mannsins Edvard Munch.