Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» SKOÐANIR» Ljósvakinn: Með puttann á púlsinum Staksteinar: Dorrit-áhrifin Forystugreinar: Finnar syrgja | Einkavæðing virkjananna UMRÆÐAN» Ný lög um sjúkratryggingar Átök í Frjálslynda flokknum Tímar mikilla tækifæra Áhætta fjárfestingarbanka almennt mun meiri Lærdómur nýmarkaða af kreppunni Peningarnir hurfu og traustið hvarf VIÐSKIPTI» 3 3 3 3  3 3 3   3  3 4  %5"' .$ "+ $% 6 $#  $ $#""&" 1 . " 3 3  3 3  3 3 3   3 - 71 ' 3 3 3 3 3 3 3 3  3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7"7<D@; @9<'7"7<D@; 'E@'7"7<D@; '2=''@&"F<;@7= G;A;@'7>"G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 13° C | Kaldast 6° C Suðvestan 8-13 m/s og skúrir en hægara og léttskýjað austan til. Hlýjast norðaust- anlands. » 10 Ari Alexander er að leggja lokahönd á heimildamynd um Jórunni Viðar. Hún er nálæg í tíma en langt í burtu. » 32 KVIKMYNDIR» Ari ferðast með Jórunni TÓNLIST» „Ég hef sko alltaf staðið í skilum.“ » 32 „Við amma erum með þessa sýningu saman,“ segir Gréta S. Guðjónsdóttir. Myndirnar eru tekn- ar á fimm árum. » 30 LJÓSMYNDUN» Ljósmyndir af ömmu KVIKMYNDIR» Dómar um kvikmyndir dagsins á RIFF. » 37 MYNDLIST» Karlmenn geta lent í kvenmannsfötum. » 34 Menning VEÐUR» 1. Starfar ei lengur hjá World Class 2. Utanríkisráðherra veikist 3. Bjuggu við ofbeldi í rúm þrjú ár 4. Leitað að morðvopninu  Íslenska krónan styrktist um 1,74% Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er bara redding frá degi til dags,“ segir Arnar Júlíusson um gæslu átta ára sonar síns að loknum skóla klukkan tvö og þar til foreldr- arnir koma heim úr vinnu um klukk- an fimm. Felix Flóki Arnarsson er í 3. bekk Langholtsskóla. Fjölskyldan fluttist heim frá Danmörku í sumar og þar vandist hann því að fara beint úr skólanum á frístundaheimili. Í Reykjavík er öldin önnur. „Þetta er mikil breyting fyrir okk- ur,“ segir pabbi hans og bætir við að staðan sé mjög slæm í skólanum, því mörg börn séu í sömu stöðu. „Við höldum að það sé borin von að hann komist inn á frístundaheimili.“ Ekki vanur að vera einn Foreldrarnir eiga erfitt með að hlaupa úr vinnunni til að vera með stráknum en Arnar segir að hann geti reyndar stundum hagrætt vinnutíma sínum. Móðurafi stráksins vinni til hálffimm og hann hlaupi oft í skarðið, nái í Úlfar Áka, sem sé þriggja ára, á leikskóla og fari svo heim, þar sem Felix Flóki bíði. „Það er mjög erfitt að þurfa allt í einu að horfa upp á strákinn einan heima,“ segir Arnar og áréttar að drengur- inn sé alls ekki vanur því. „Mér liði miklu betur að vita af honum á öruggum stað en að hann hringi á ákveðnum tíma til þess að láta okkur vita hvar hann sé. Hann er bara átta ára barn og á ekki að þurfa að taka ákvörðun um hvar hann er hverju sinni.“ Arnar segir ljóst að bæta verði kjör starfsfólksins sem vinni mjög mikilvægt uppeldisstarf. Á leikskól- unum sé margt hugsjónafólk, sem foreldrar treysti fyrir börnum sínum og meta verði vinnu þess að verð- leikum. Borgarfulltrúinn Kjartan Magn- ússon, formaður ÍTR, segir að góður árangur hafi náðst á nýliðnum dög- um og vikum við að vinna á biðlistum frístundaheimila borgarinnar „en betur má ef duga skal,“ segir hann. Kjartan bendir á að eftirspurn eft- ir plássi á frístundaheimilunum hafi aukist ár frá ári og nú hafi tekist að útvega ríflega 2.000 börnum pláss. Áfram verði unnið á sömu braut. „Við lítum á það sem markmið okkar að leysa vanda allra þeirra barna sem hafa sótt um,“ segir hann. Redding frá degi til dags  Börn á biðlista frístundaheimila og forráðamenn þeirra í erfiðri stöðu  Markmið borgaryfirvalda að leysa vanda allra þeirra barna sem hafa sótt um Morgunblaðið/Kristinn Feðgar Arnar ásamt Úlfari Áka og Felix Flóka. Móðir þeirra, Guðný Camilla Aradóttir, var í vinnunni.  Um 750 börn | 4 MYND Ara Alexanders Ergis Magnússonar og Bergsteins Björgúlfssonar, Syndir feðranna, sem fjallar um afdrif þeirra drengja sem vistaðir voru á Breiðavík keppir um verðlaun á kvik- myndahátíðinni Nordisk Panorama sem í ár er haldin í Malmö. Stjórnarmenn úr Breiðavíkursamtökunum fara utan með kvikmyndagerðarmönnunum. Ætla þeir að nota tækifærið til þess að kynna samtök sín og jafnframt að kynnast starfi sam- bærilegra samtaka í Svíþjóð. Ari Alexander er nú að leggja lokahönd á mynd um tónskáldið Jórunni Viðar. „Hún leiðir algerlega söguna sjálf, mér finnst skemmtilegast að vinna á þeim forsendum, frekar en að annað fólk sé að bakka viðkomandi upp með ein- hverjum hetjusögum,“ segir hann. | 4 og 32 Breiðavíkur- drengir utan SPENNAN í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu karla jókst enn í gær. Keflvík- ingar hefðu orðið meistarar ef FH-ingum hefði ekki tekist að leggja Breiðablik að velli en Hafn- firðingarnir unnu öruggan sigur, 3:0. Leikmenn Keflavíkur horfðu á fyrri hálfleikinn í beinni sjón- varpsútsendingu, en þar sem staðan var orðin 3:0 í hálfleik gáfu þeir öll fagnaðarlæti upp á bátinn og drifu sig beint á æfingu. Úrslitin ráðast því í lokaumferð Landsbanka- deildarinnar en allir leikir hennar fara fram klukkan 16 á laugardaginn. Keflavík fær Fram í heimsókn og verður Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 35 ár með sigri. Takist það ekki, geta FH-ingar hirt af þeim meistaratitilinn með því að leggja Fylkismenn að velli í Árbænum. FH þarf tveggja marka sigur ef Keflavík gerir jafntefli. vs@mbl.is Ræðst á laugardaginn FH vann og Keflavík varð ekki meistari í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Farnir Leikmenn Keflavíkur standa vonsviknir upp í hálfleik og drífa sig á æfingu. Borgarleikhúsinu Fýsn Verðbólgan gæti aukist  Mikill þrýstingur er á hækkanir á vöru og þjónustu vegna veikingar krónunnar og bendir margt til þess að verðbólgan muni því færast í aukana. Neysluverðsvísitalan hækk- aði um 0,86% frá í ágúst en það jafn- gildir 14% verðbólgu á heilu ári. »1 Eiður með sigurmarkið  „Þetta var sætt og kominn tími til að minna á sig,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morg- unblaðið en hann tryggði Barcelona sigur gegn Real Betis, 3:2, í spænsku 1. deildinni. » Íþróttir Lögreglustjóri segir upp  Jóhann R. Benediktsson lög- reglustjóri á Suðurnesjum hefur sagt upp starfi sínu vegna trún- aðarbrests í samskiptum við dóms- málaráðuneytið. Með honum ganga út þrír lykilstarfsmenn embættisins um næstu mánaðamót. »2 Stolið fyrir 2,5 milljarða  Stolið er úr íslenskum verslunum fyrir tvo og hálfan milljarð á ári og kostnaðurinn sem þær verða fyrir vegna þjófnaðar, mistaka og örygg- isviðbúnaðar nemur þremur millj- örðum, samkvæmt alþjóðlegri könn- un frá síðasta ári. Búðaþjófnaður minnkaði nokkuð milli ára. »6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.