Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 39

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 39
35 Ieita í aðra átt. Það er því ekki einhlýtt, sízt út um sveitir, að hafa kornvörur og nýlenduvörur, heldur einn- ig álnavöru, iðnaðarvöru, m. fl. Peningar, sem fást fyrir þessar vörur, eru alveg eins góðir og aðrir, sem sparast við kaup á nýlenduvörum, og ágóðatap sem af því Ieiðir að hafa ekki til vöru, sem selzt hefði, er að sínu leyti eins óþægilegt og verð- tap á vöru, sem ekki hefði átt að hafa á boðstólum. Það er ekki hægt að koma mikilli og fastri viðskipta- veltu kaupfjelags í gott horf, nema það hafi talsvert fjölbreyttar og sundurgreindar vörur. Pá fyrst er einnig hægt að veita afgreiðslumanni sæmileg laun, og þá get- ur maður um leið náð í vel hæfan mann, sem líkur eru til að festi tryggð við fjelagið. En, eiga þá fjelögin að verzla með munaðarvöru og óþarfa? Pað er stundum örðugt að greina hið þarflega og ó- þarfann í hreina flokka. Pað, sem einn kallar munaðar- vöru, kallar annar nauðsynjavöru; og það, sem allir á einum tíma kalla munað, nefna allir nauðsyn á öðrum tíma. Yfirleitt hygg eg það ekki vera hlutverk fjelags- stjórnar, í fyrstu röð, að ákveða hvað fjelagsmenn megi kaupa, eða ekki kaupa, heldur komi þar fyrst af öllu til greina: að útvega þeim útgjaldasparnað í svo mörgum greinum vörukaupanna, sem unnt er. Auðvitað verður að fara varlega í kaup á þeim vörum, sem talsverð hætta er með að illa seljist, og einkum verður að gæta varúðar með álnavöru og glysvarning; má þar eigi treysta mjög á fortölur hinna algengu vöru- bjóða, þó þeir segi, að svona vörur hafi runnið út á þeim og þeim stað. F*að er ætíð nauðsynlegt að fram- færsla vörunnar sje í sem allra líklegustu hlutfalli við söluhorfurnar, svo að hver vara nálgist það sem mest að bera sig, að minnsta kosti, og fágætari vörurnar verði ekki hinum algengari til þyngsla. 3*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.