Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 58
54
III. Gamlir verzlunarreikningar.
Verzlunarsaga lands vors getur, eigi síður en önnur
söguþekking, falið í sjer ýmiskonar nytsaman fróðleik
og bendingar fyrir nútímann. þar að auki stuðlar hún
til þess, áð uppfylla þá löngun, sem flestum mönnum
er innrætt, að kynnast liðna tímanum og fá áreiðanlegar
sagnir um hann, alveg án tillits til þeirrar nytsemdar,
sem þeim fróðleik getur verið samferða.
Einkanlega hefir mjer fundizt það, á þeim mönnum,
sem eg hefi kynnzt, að þá fýsa að vita sem mest um
fornöld vora, fram að lokum Sturlungaaldar, og svo
aptur um síðasta tímabilið, svo sem frá því um 1780 til
vorra daga. En um hið langa og myrka tímabil, sem
þar liggur á milli, hafa menn minna hirt, nema þá það
sem stendur í sambandi við einhverja nafnkunna þjóð-
skörunga frá þeim dögum, svo sem biskupana Jón Ara-
son og Jón Vídalín, Hallgrím Pjetursson og fl. Petta er
mjög eðlilegt. Til þess að sagnafróðleikur geti orðið að
nautn og haft varanlega þýðingu, þarf hann að standa
í sambandi við einhverjar lifandi myndir, sem festast í
huganum, vera eins og umgjörð um þær; annars er
hætt við að allt verði skuggamyndir og allur fróðleikur-
inn svipaður þulu, sem menn botna lítið í, nema ein-
stöku sjerfræðingar, sem geta látið Ijós þekkingar sinnar
breiða birtu yfir langt tímabil. En hjá þeim kemur og
hið sama fram: þeir raða hinu smáa í kring um sínar
lifandi myndir. Munurinn eiginlega sá, að myndasafn
þeirra er fjölskrúðugra.
Alþýðumenn vorir hafa svo náin kynni af fornöldinni,
vegna gömlu bókfræðanna, að frá þeim tíma eiga þeir
gnægð af lifandi myndum. Svipuðu máli er að gegna
um tímabilið eptir 1780. Vjer eigum aptur fjölda lifandi
mynda eptir þann tíma, sökum náinna ættatengsla og
margvíslegra sagna, sem vjer höfum heyrt og enn eru