Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 37

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 37
33 Það þarf að sjá vel tyrir því, að afgreiðslumaður setji kaupfjelaginu sæmilegar tryggingar fyrir því, sem hon- um er trúað fyrir, annaðhvort með því að leggja ákveðna fjárhæð inn í fyrirtækið sjálft, sem þá sje skýrt fram tek- ið að sje tryggingarfje, eða þá, að hann leggi fram skrif- lega og ákveðna ábyrgð nokkurra áreiðanlegra manna. Enn fremur verður að gera skýran og nákvæman samn- ing við afgreiðslumann um verkahring hans, ábyrgð og launakjör. Auk þessa er nauðsynlegt að hann hafi skýra og sundurliðaða reglugerð til eptii breytni í daglegum störfum og um meðferð varanna.* 7. Peningaborgur)- Kaupfjelögin ættu að eins að úthluta vörum gegn peningum eða öðrum fullgildum gjaldeyrir. Með þeirri aðferð, að lána fjelagsmönnum, fást ef til vill fleiri fje- lagsmenn og meiri viðskiptavelta, en hitt er þó enn þá áreiðanlegra, að menn munu fljótlega—og má ske beisk- lega —iðrast þess, að menn í þessu mikilvæga atriði hafa hvikað frá hugsjón kaupfjelaganna. Pegar farið er að lána á annað borð, kemur það í Ijós, að það gengur illa að stöðva strauminn, og lánin verða fjelaginu að skaða, að minnsta kosti kemur vaxta- tap til greina, sem þeir verða að hjálpa til að bæta upp sem ekki fá lánin. Ýmsir þeir hagsmunir, sem annars eru að kaupfjelagi, geta nú ekki komið í ljós: Maður tapar þeirri hagsbót, sem fylgir hreinni borgun: að temja sjer það að láta ekki útgjöldin fara fram úr tekjunum. Pað er enginn vafi á því, að fjárinálavandræði manna, nú á dögum, stafa að miklu leyti af því, að það er svo auðveldur aðgangur að því að fá lán á lán öfan. »Bara * Á eptir þessari grein í handbókinni er prentað sýnishorn af samn- ingi, ábyrgðarskjal afgreiðslumanns og reglugerð um dagleg störf hans. S. /. 3

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.