Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 11
7
hennar. Landið hefir kostað menn til Spánar til að
kynna sjer verkun á saltfiski og mann til Ameríku til
að kynna sjer markaðshorfur síldar þar, en til að kynna
sjer markað og verkun uilar hefir lítið verið gert.
Petta er því undarlegra, sem markaður hennar er
slæmur, og, að því er mjer virðist, alveg óviðunandi.
Verðið, sem við fáum fyrir hana, er sannkallað smánar-
verð, enda er varla annars að vænta, nú sem stendur.
Kemur þetta af því tvennu: að ullin er illa og misjafn-
lega verkuð, og svo af hinu, að hún fer ótal krókaleið-
ir þangað til hún að lokum kemst til Ameríku, en þar
er hún mest notuð.
Mestur hluti ullarinnar er fluttur til Danmerkur, en
þangað hefir hún ekkert að gera, þar er hún sama sem
ekkert notuð. Hún er send þaðan aptur til Englands,
Pýzkalands og Ameríku. Það er að eins farmgjald, upp-
skipun, húsaleiga og fl. þessháttar, sem orðið hefir að
borga af henni í Danmörku, og svo hafa að sjálfsögðu
kaupmennirnir lagt nokkuð á hana. Eptir fleiri krókaleið-
ir lendir hún mestöll í Ameríku, og aldrei mun það vera
færri en fjórar millihendur milli framleiðanda og neyt-
anda. Og sannarlega er brýn þörf á að fækka þeim og
minnka þann flutningskostnað, sem nú leggst á hana á
okkar kostnað.
En hjer er því eins varið og með kjötverzlunina:
hverjum einstökum bónda er ómögulegt að verzla beint
við notendur ullarinnar, en með sammvinnu geta menn
það. Með samtökum hefir verið velt þyngra hlassi en
ullarmilliliðunum.
En til þess þyrfti öflugt fjelag, sem Ijeti þvo og að-
greina alla ullina á sama hátt og hefði skip sem flytti
þana beint til Ameríku, því þar er beztur markaður fyr-
ir hana. Ætti það þá að koma aptur með þær vörur
handa kaupfjelögunum, sem hægt er að fá ódýrastar
þar, svo sem hveiti, maís o. fl. En áður en hægt er að
koma þessu í framkvæmd, þarf að rannsaka nákvæm-