Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 77

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 77
73 andarstefnu og lífsskoðun margra beztu manna heims- ins, snúið huga þeirra frá hinum pólitíska ófrið, að friðsömum atvinnu- og siðgæðisumbótum, og glætt hjá þeim trúna á sigur hins rjetta og góða. Og þótt þessir menn sjeu enn í miklum minnihluta, og hugsjón þeirra lítt viðurkennd í samlífi manna almennt, þá eru þó áhrif hennar auðsæ hjá öllum menningarþjóðum heims- ins. F*að er þessi hugsjón, sem hrundið hefir á stað hinu mikla friðarstarfi meðal þjóðanna, er þróast og eflist ár- lega, þrátt fyrir hæðni og mótspyrnu auðkýfinga og pólitískra skörunga. Það er hún, sem safnað hefir öreiga verkalýð um heim allan undir merki sitt, í samábyrgð og samhjálp; það er hún, sem tendrað hefir eldinn í sálum hinna margmisskildu »sócialista« og »anarkista«; það er hún sem lýsti Henry George, er hann reit sínar heimsfrægu bækur um jafnrjetti allra manna tii jarðarinnar og nátt- úrugæðanna; það er hún, sem núna stendur bak við baráttuna milli þingdeildanna á Englandi í líki rjettlátari skattalaga; það er hún, sem að öllum líkindum verður barist um við næstu forsetakosningar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og síðast en ekki sízt: það er þessi hugsjón, sem hrundið hefir á stað hinni miklu sam- vinnuhreifingu í framleiðslu og skiptingu hennar eða kaupskaparmálum, sem kölluð er »Cooperation«, og kaupfjelagsskapur vor er ein lítil grein á. Það er auðvitað ekki tilgangur minn, með þessum fáu línum, að gefa nokkura tæmandi skýringu á þessu mikla efni. Eg vildi að eins benda á, hve víðtæk og yfirgripsmikil samvinnuhugsjónin er, í eðli sínu og verk- unum, og hvernig nú þegar megi rekja áhrif hennar í lífi og starfi þjóðanna, jafnvel hinu pólitíska. Eg vildi hvetja hina yngri menn til þess, að afla sjer sem beztrar fræðslu um þessi efni, því eg er viss um, að við þá

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.