Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 20
16 að vaxa og skýla bændunum íslenzku. En jarðvegurinn er enn ekki sem beztur, og enn er aðhlynningin ekki eins góð og hún ætti að vera. í nágrannalöndum vor- um hefir þetta verið betur gert, og nú sitja þar líka margir bændur í skjóli hinnar þroskuðu jurtar, sem annars mundu hraktir af skuldakröfum kaupmanna. Og sannarlega væri þess óskandi, að íslenzkir bænd- ur gætu hlúð svo að þessari nytjajurt, að hún yrði þeim eins traust stoð og hún hefir verið öðrum. Upphaflega hvatti neyðin til stofnunar samvinnufje- laga, árið 1777, og það var yfirvofandi hungur, sem hvatti biskupinn í Dhurham til að stofna hið fyrsta pöntunarfjelag, 1794. Og ekki var það annað en eymd, sem hvatti vefaratylftina í Rockdale til að mynda hið fyrsta kaupfjelag, 1844. Kjör þeirra voru þá svo aum, að þeir gátu að eins lagt fram 15 aura hver á viku, til þess að mynda með stofnsjóð. Og þá var það ekki annað en brýn þörf,. sem hvatti danska bændur til að stofna hið fyrsta mjólkursamlagsbú, 1882. Og hvað var það annað en þjóðarást og velvilji til lands og lýðs, sem knúði þjóðmæringinn, mikilmennið og ættjarðarvininn Jón Sigurðsson til þess að berjast eins fyrir verzlunarmálinu og hann gerði og hvetja menn til samvinnu.* Hann skyldi þýðingu hennar, og brýndi hana fyrir mönnum. Og enn er knýjandi þörf á samvinnu. Enn eru vörurnar okkar í lágu verði; enn eru margir óþarfir milliliðir. f*ess vegna á hver maður, sem ann þjóð og landi; hver maður, sem ann frelsi og sjálfstæði, og hver mað- ur, sem vill niðjum sínum og sjálfum sjer vel, —og það vilja þó flestir—, að styðja að samvinnu og fjelagsskap og hafa takmarkið sífellt hugfast, en það ,er: Allir bœndur samtaka með að vinna vörur sinar eins vel og hcegt er og selja þœr siðán beint til neytanda, * Sbr. Tímar. 11, ár, bls. 52—56: >Verzlun og verzlunarsamtök.« S./.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.