Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 40

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 40
3Ö 9. Um vörukaupin. Mönnum hættir almennt of mikið til þess, að álíta að verzlun sje ekki mjög vandasamt starf. Ef maður hefir svolitla vöruþekkingu og dálítið rekstursfje, þá er stund- um talið að nóg sje fengið. F*að munu enda vera nokk- ur dæmi þess, að verzlun sje byrjuð þó hvorutveggja þetta vanti að mestu leyti. En þetta er rangt álitið. Dæmin eru deginum ljósari, að gjaldþrot • og prettir koma í stað heiðarlegrar og raungóðrar verzlunarstarf- semi. Einna mestur misbrestur er opt á þeirri þekking og framsýni, sem nauðsynleg er til þess að geta, í tæka tíð, vitað um eða gizkað á þær verðsveiflur, sem verða á hinum almenna vörumarkaði. En, á þessu veltur það, hvað mest, hvernig verzlunin ber sig. Af því ekki er við því að búast, að kaupfjelagar hafi almennt þá fjölbreyttu þekkingu, sem í þessu máli er nauðsynleg, mun það vanalega affarasælast fyrir þá, að eiga sem minnst við óvissar gróðatilraunir(»SpecuIation«), en halda sjer að hinu nauðsynlega og því, sem reynsl- an sýnir að bezt hefir gefizt. Hversu mikið kaupa skuli í einu fer eptir því, hvað vænta má að varan seljist fljótt, og þeim verðmun, sem á því er, hvort meira eða minna er keypt. Ef, t. d., 10 kaffisekkir fást einum eyri ódýrari, hvert pund, en ef að eins 2 sekkir eru keyptir, þá borgar það sig því að eins að kaupa hið meira, ef það selst þá allt á svo sem 3 mánuðum. Þess verður og að gæta, að varan lakast vanalega við langa geymslu, og hætta getur verið á því, að hún falli í verði. Pegar fjelagið hefir fasta viðskipta- staði er verðið opt hið sama, hvort sem meira er keypt eða minna, sje þess að eins gætt að láta standa á hin- um frumlegu heildarumbúðum. Er þá bezt að kaupa eigi meira en þörf krefur, til næstu ferðar. Vandlæti í vörugæðum verður að fara mest eptir ósk-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.