Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 45

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 45
41 ið komið af kjöti að heiman. Fyrst hafði það komið frá Suðurlandi síðast í September og fyrst í Október, og selzt við óvanalega háu verði. En þegar kjötið fór að koma til muna frá Norður- og Austurlandi, lækkaði verðið. A undan mjer voru komnar 100 tunnur frá Húsavík, og gat eg þegar selt þær danska Sambandinu á 60 kr., og sennilega sama verði allt dilkakjötið, hefði það þá verið komið. En það var eigi fyr en í Nóvember að megnið af íslenzka saltkjötinu kom til Hafnar, eða um 15000 tunnur á einni viku, að sögn. í því flóði var mest af því kjöti, sem eg átti að selja, eða alls um 600 tunnur, með pylsum og lærum. Um þetta leyti fjell kjötið dálítið, frá 2 — 3 kr. tunnan, að mjer virtist, og var það minna verðfall en margir bjuggust við að verða mundi, er því nær allt íslenzkt kjöt streymdi inn á mark- aðinn á einni viku. Um söluna á kjöti kaupfjelaganna samdist svo, að Sambandskaupfjelagið keypti það all't saman á 58 kr. tunnuna, að meðaltali, þar með tald- ar þær 100 tunnur, er fyrst komu. í þessu kjöti voru um 100 tunnur af veturgömlu kjöti, og var hver sú tunna talin 2 — 3 kr. verðlægri en af dilkakjöti. Petta verð mun gera nálægt 54 kr. tunnan, að meðaltali (að frá dregnu flutningsgjaldi og útlendum kostnaði). Er það 3—4 kr. meira en í fyrra. Eg þykist mega fullyrða, að ekki hefði verið hægt, í Danmörku, að selja nokkrum áreiðanlegum kaupanda þetta kjöt með jafn háu verði. Dýralæknisstimplað kjöt var einlægt talið í eitthvað hærra verði, en þó fannst mjer ekki muna þar miklu. Eg get því ekki annað álitið en salan á kjöti okkar gengi fremur vel og greiðlega eptir atvikum. Mun eg má ske síðar að því víkja, hve þýðingarmikið eg álít samband okkar og samvinnu við hin dönsku kaupfjelög í þessari grein. Til Svíþjóðar fór eg i þeim tilgangi að ná sambandi við kaupfjelögin þar um kjötverzlun framvegis. Hafði eg

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.