Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 20
16 að vaxa og skýla bændunum íslenzku. En jarðvegurinn er enn ekki sem beztur, og enn er aðhlynningin ekki eins góð og hún ætti að vera. í nágrannalöndum vor- um hefir þetta verið betur gert, og nú sitja þar líka margir bændur í skjóli hinnar þroskuðu jurtar, sem annars mundu hraktir af skuldakröfum kaupmanna. Og sannarlega væri þess óskandi, að íslenzkir bænd- ur gætu hlúð svo að þessari nytjajurt, að hún yrði þeim eins traust stoð og hún hefir verið öðrum. Upphaflega hvatti neyðin til stofnunar samvinnufje- laga, árið 1777, og það var yfirvofandi hungur, sem hvatti biskupinn í Dhurham til að stofna hið fyrsta pöntunarfjelag, 1794. Og ekki var það annað en eymd, sem hvatti vefaratylftina í Rockdale til að mynda hið fyrsta kaupfjelag, 1844. Kjör þeirra voru þá svo aum, að þeir gátu að eins lagt fram 15 aura hver á viku, til þess að mynda með stofnsjóð. Og þá var það ekki annað en brýn þörf,. sem hvatti danska bændur til að stofna hið fyrsta mjólkursamlagsbú, 1882. Og hvað var það annað en þjóðarást og velvilji til lands og lýðs, sem knúði þjóðmæringinn, mikilmennið og ættjarðarvininn Jón Sigurðsson til þess að berjast eins fyrir verzlunarmálinu og hann gerði og hvetja menn til samvinnu.* Hann skyldi þýðingu hennar, og brýndi hana fyrir mönnum. Og enn er knýjandi þörf á samvinnu. Enn eru vörurnar okkar í lágu verði; enn eru margir óþarfir milliliðir. f*ess vegna á hver maður, sem ann þjóð og landi; hver maður, sem ann frelsi og sjálfstæði, og hver mað- ur, sem vill niðjum sínum og sjálfum sjer vel, —og það vilja þó flestir—, að styðja að samvinnu og fjelagsskap og hafa takmarkið sífellt hugfast, en það ,er: Allir bœndur samtaka með að vinna vörur sinar eins vel og hcegt er og selja þœr siðán beint til neytanda, * Sbr. Tímar. 11, ár, bls. 52—56: >Verzlun og verzlunarsamtök.« S./.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.