Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 4
4 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BLAÐAMANNAMIÐSTÖÐ var
sett upp í Miðbæjarskólanum vegna
fjölda erlendra blaða- og frétta-
manna sem komu hingað í síðustu
viku til þess að fjalla um efnahags-
ástandið. Hún verður a.m.k. opin út
helgina. Urður Gunnarsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins,
sagði að um 70 fjölmiðlamenn hefðu
skráð sig í miðstöðinni en fleiri
hefðu komið án þess að skrá sig. Þá
hefur verið hringt dag og nótt frá
útlöndum til að leita upplýsinga og
viðtala.
„Mér er til efs að nokkuð hafi
vakið meiri athygli á Íslandi, ef frá
er talinn Reykjavíkurfundurinn,“
sagði Urður um atburði síðustu
daga. Hún sagði að almenn ánægja
hefði verið með daglega blaða-
mannafundi í Iðnó og fréttamenn-
irnir hefðu talað um að hér hefðu
þeir fengið greiðari aðgang en þeir
ættu að venjast.
Þurý Björk Björgvinsdóttir,
starfsmaður utanríkisráðuneytisins,
var við afgreiðslu í blaðamanna-
miðstöðinni á föstudaginn var. Hún
sagði að miðstöðin hefði verið opn-
uð síðdegis á þriðjudag. Þar var að-
staða fyrir blaðamenn til að tengja
tölvur sínar og senda myndir og
kvikmyndir til erlendra fjölmiðla.
Starfsmenn erlendra sjónvarps-
fréttastofa höfðu þarna aðstöðu til
að klippa saman fréttamyndskeið
og senda með hjálp háhraða ljós-
leiðaratengingar.
Þurý sagði að gestirnir hefðu
verið ánægðir með aðstöðuna og til
dæmis færðu þeir sem komu frá
CNBC-fréttastofunni starfsfólki í
miðstöðinni stóran blómvönd í
kveðjuskyni. gudni@mbl.is
Mikil athygli
Morgunblaðið/RAX
Miðstöðin Starfsmenn í fjölmiðlamiðstöðinni í Miðbæjarskólanum og í ut-
anríkisráðuneytinu hafa liðsinnt fjölda erlendra fjölmiðlamanna.
Efnahagsmálin hér hafa vakið gríð-
armikla athygli erlendra fjölmiðla
MIKIÐ er um dýrðir á 8. sýningu
Ferðaklúbbsins 4x4 í Fífunni í Kópa-
vogi þar sem starfsemi klúbbsins er
kynnt og jeppar af öllum gerðum og
tegundum sýndir. Þetta er stærsta
sýning klúbbsins til þessa og eru 130
ferða- og fjallabílar til sýnis, allt frá
óbreyttum jeppum upp í mestu tröll.
Jafnframt fagnar klúbburinn 25 ára
afmæli sínu um þessar mundir. Á
sýningunni eru ennfremur kynntar
allar landsbyggðadeildir klúbbsins
en í honum eru 6 þúsund manns í
heildina.
Sýningin verður opin í dag, sunnu-
dag frá kl. 12-20.
Jeppatröllin sýna sig í Fífunni á 25 ára afmælissýningu Ferðaklúbbsins 4x4
130 nýir
og gamlir
jeppar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ERNA Solberg,
formaður Hægri-
flokksins í Nor-
egi, hefur ritað
Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra
landsins, bréf þar
sem hún hvetur
hann til að beita
sér fyrir því, að
Noregur og önn-
ur Norðurlönd komi Íslendingum til
aðstoðar í þrengingum þeirra.
„Já, ég ritaði Stoltenberg bréf og
hvatti hann til að ræða við forsætis-
ráðherra annarra Norðurlanda um
samræmda aðstoð við Ísland og Ís-
lendinga í þeirri alvarlegu fjármála-
kreppu, sem þjóðin á við að stríða,“
sagði Solberg í viðtali við Morgun-
blaðið í gær.
Kvaðst Solberg annaðhvort eiga
von á formlegu svari frá Stoltenberg
eða þá, að hann léti hendur standa
fram úr ermum í þessu máli, sem
væri auðvitað besta svarið.
Mikilvægt út á við
„Ég tel mjög mikilvægt, ekki síst
út á við, að Norðurlöndin taki af allan
vafa um, að þau ætli að standa með
Íslendingum í þessum erfiðleikum,“
sagði Solberg og hún kvaðst vita, að
á þessu máli væri mikill skilningur
og velvild meðal norskra þingmanna
yfirleitt. Hefðu raunar margir vikið
sérstaklega að því í umræðum um
norsku fjárlögin og önnur mál.
Solberg sagði, að í bréfi sínu til
Stoltenbergs hefði hún ekki rætt um
með hvaða hætti Íslendingar skyldu
aðstoðaðir enda nokkuð ljóst hver
þörfin væri í þeim efnum. Kvaðst
hún búast við, að Stoltenberg myndi
á næstu dögum ræða þetta mál við
starfsbræður sína á Norðurlöndum
og bætti við, að auk beinnar fjár-
hagsaðstoðar gætu Norðmenn lagt
sitt af mörkum í tæknilegum efnum.
Þeir hefðu gengið í gegnum sína
bankakreppu snemma á síðasta ára-
tug. Þá hefðu bankarnir verið þjóð-
nýttir en væru nú aftur komnir í
einkaeigu að mestu leyti.
Hvetur til
aðstoðar við
Íslendinga
Vill að norsk stjórnvöld beiti sér fyrir
samræmdum aðgerðum Norðurlanda
Erna Solberg
Í HNOTSKURN
»Forsætisráðherra Noregshefur verið hvattur til þess
að stuðla að þvi að Noregur og
önnur Norðurlönd aðstoði Ís-
lendinga í þrengingum í efn-
hagslífinu
BRESKI kaupsýslumaðurinn Sir
Phillip Green á í viðræðum um að
leggja allt að 2 milljarða punda, jafn-
virði 377 milljarða króna, inn í Baug.
Fram kom í breska blaðinu Fin-
ancial Times, að Green hefði komið
til Íslands í einkaþotu ásamt Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarfor-
manni Baugs í Bretlandi á föstudag.
Hefði hann rætt við forsvarsmenn
Baugs. Green ræddi jafnframt við
viðskiptaráðherra, að því er Stöð 2
greindi frá.
FT hefur eftir Green, sem á m.a.
verslunarkeðjurnar BHS og
Top shop, að hann eigi í viðræðum
við Jón Ásgeir og Gunnars Sigurðs-
son, forstjóra Baugs, um að kaupa
öll lán Baugs í íslensku bönkunum í
Bretlandi. Segir FT að það sé 1-2
milljarðar punda. „Allar eignirnar
hafa verið frystar,“ sagði Green við
FT. „Ég vil ekki að neitt þessara
fyrirtækja falli.“
Green ræðir
við Baug
GUNNAR Reynir
Bæringsson er látinn
eftir stutta baráttu við
ólæknandi krabba-
mein. Gunnar fæddist
árið 1949 á Ísafirði og
bjó þar til 22 ára ald-
urs.
Gunnar starfaði í
útibúi Landsbankans á
Ísafirði og síðar í útibúi
Landsbankans á Akur-
eyri.
Gunnar var meðal
stofnenda fyrsta ís-
lenska kreditkortafyr-
irtækisins árið 1980
Kreditkort hf. (Eurocard) og starf-
aði þar sem framkvæmdastjóri til
ársins 1998. Hann
gerðist útibússtjóri hjá
Búnaðarbankanum í
Grafarvogi árin 1998-
1999 og sinnti síðar
sjálfstæðri ráðgjöf og
framkvæmdastjórn
ýmissa fyrirtækja þar
til árið 2002 að hann
stofnaði ásamt öðrum
fyrirtækið Kortaþjón-
ustuna ehf. þar sem
hann var starfandi
stjórnarformaður til
dauðadags. Gunnar
lætur eftir sig eigin-
konu, Guðrúnu Arn-
finnsdóttur, þrjú uppkomin börn og
átta barnabörn.
Gunnar Bæringsson
Andlát
AUSTURRÍSKI stjórnmálamaður-
inn Jörg Haider lést í umferðarslysi
í Klagenfurt í Austurríki í gær-
morgun. Að
sögn fréttastof-
unnar APA ók
Haider emb-
ættisbíl sínum,
sem fór út af
veginum af
ókunnum
ástæðum. Hai-
der fékk alvar-
lega höfuð-
áverka og lést
skömmu síðar.
Haider, sem var 58 ára, var fylkis-
stjóri Kärnten-fylkis og leiðtogi
Framtíðarsamtakanna, nýstofnaðs
stjórnmálaflokks yst á hægri væng
austurrískra stjórnmála.
Fyrir vann Haider stóran kosn-
ingasigur sem leiðtogi Frelsis-
flokksins.
Jörg Haider
lést í bílslysi
Jörg Haider
ÍSLANDSMEISTARAR Vals töp-
uðu 3:2 gegn ítalska liðinu Bardolino í
öðrum leik sínum í milliriðli Evrópu-
keppni kvenna í knattspyrnu í Umeå í
Svíþjóð. Margrét Lára Viðarsdóttir
skoraði bæði mörk Vals en það er
nánast öruggt að Valur verður ekki í
einu af tveimur efstu sætum riðilsins
og þar með eru möguleikarnir á að
komast í 8-liða úrslit úr sögunni.
Valur tapaði 3-2
gegn Bardolino
Valsstúlkur Kunna að fagna.
HELGI Magnússon, formaður Sam-
taka iðnaðarins og stjórnarmaður í
stjórn og framkvæmdastjórn SA, var-
ar við „innistæðulausum“ samnings-
bundnum launahækkunum sem eiga
að koma til framkvæmda í mars á
næsta ári, því fyrirtæki komi ekki til
með að ráða við slíkt miðað við að-
stæður í þjóðfélaginu. Verði haldið
fast við samningsákvæði í þessa veru,
muni það þýða að fyrirtæki neyðist til
að segja upp enn fleira fólki. „Bar-
áttan næstu mánuði og misseri mun
snúast um að halda atvinnuleysi í lágmarki og ég tel mjög
æskilegt að verkalýðshreyfingin og atvinnulífið nái sem
bestu samstarfi um að verja störfin í landi. Ætla má að
atvinnuleysi aukist ef til launahækkana kemur í byrjun
næsta árs því fyrirtækin hafa almennt ekki möguleika á
að hækka laun við núverandi aðstæður og yrðu því til-
neydd til að grípa til enn frekari uppsagna. Ég hef fulla
trú á að fyrirtækin geri allt sem í valdi þeirra stendur til
að vinna með verkalýðshreyfingunni í að halda atvinnu-
leysi niðri. Innistæðulausar launahækkanir munu engu
skila, heldur gera öllum erfiðara fyrir.“
Helgi tekur fram að þetta er persónuleg skoðun hans
en ekki mótuð stefna SI og SA. orsi@mbl.is
Varar við innistæðulausum
launahækkunum á næsta ári
Helgi Magnússon