Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 10
10 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
S
ennilega hefur enginn maður
á Íslandi verið undir jafn-
miklu álagi undanfarnar tvær
vikur og Geir Hilmar Haarde
forsætisráðherra. Öll spjót
hafa staðið á honum; hann
hefur verið hundeltur af inn-
lendum og erlendum fréttamönnum; fundað
með bankamönnum, seðlabankamönnum,
stjórnarliðum, stjórnarandstæðingum, alla
daga og fram á rauðanótt suma sólarhring-
ana. Ekki er að sjá að þessi ómælda pressa
sé að sliga forsætisráðherra vorn þegar við
hittumst í Ráðherrabústaðnum eldsnemma
á föstudagsmorgun og fáum þetta líka
dúndurgóða kaffi úr alvöru kaffiföntum.
– Geir, það hefur ekki verið öfundsvert
hlutskipti að vera forsætisráðherra und-
anfarnar tvær vikur eða svo. Hvernig hefur
þér liðið í öllum atganginum?
„Mér hefur persónulega liðið alveg bæri-
lega, vegna þess að ég tel mig hafa verið að
gera rétta og nauðsynlega hluti. Ég hef lagt
mig allan fram um að gera þetta eins vel og
hægt er, en auðvitað er þetta ekki hlutskipti
sem maður hefði óskað sér. Hér eru að ger-
ast atburðir sem maður trúði aldrei að gætu
gerst á Íslandi.
Það er ekki langt síðan ég var í sjónvarpi
vestur í Bandaríkjunum og fullyrti að ís-
lensku bankarnir myndu geta staðið í skil-
um, að minnsta kosti út næsta ár, vegna
þess að þeir væru búnir að fjármagna sig.
En atburðir gerðust mjög hratt, sem leiddu
til þess að atburðarásin fór á versta veg.
Um það er svo ekki að fást, en við gripum
inn í þetta, held ég, á hárréttu augnabliki
með mjög afgerandi hætti. Ég hef fulla trú
á því að við komumst í gegnum þetta
ástand.
Þetta hafa verið langir dagar og stuttar
nætur og gríðarlegt vinnuálag. Mér hefur
þótt mjög vænt um, þegar andbyrinn er
svona mikill, hversu mikinn og almennan
stuðning ég fæ og finn fyrir frá almenningi,
fólkinu sem ég er í vinnu hjá. Ég hef fengið
ógrynni af tölvupósti, bréfum, kveðjum og
sendingum frá fullt af fólki sem ég ekki
þekki. Þetta er afar dýrmæt hvatning, sem
ég met mikils.“
– Geir. Ég held við þurfum að fara yfir
sviðið vítt og breitt, þar sem þú, forsætis-
ráðherra, skýrir hinar stóru línur og við
ræðum það sem fór úrskeiðis og hvaða lær-
dóm má draga af því gjörningaveðri sem
riðið hefur yfir íslenskt efnahags- og at-
vinnulíf undanfarnar vikur.
Ef við byrjum á frelsinu margrómaða,
sem var innleitt hér með EES-samningnum,
að margra mati án þess að nauðsynlegar
girðingar væru reistar samfara því.
Hvers vegna voru ekki reistar þær girð-
ingar, sem við sjáum í dag og ýmsir hafa
séð árum saman að voru nauðsynlegar, í
formi miklu agaðra reglugerðarverks um
viðskipti og fjármálastarfsemi?
Töldum reglugerðina góða
„Við höfum talið okkur vera með bestu
löggjöf á því sviði, grundvallaða á EES-
samningnum og þar með sömu reglur og
Ef við stöndum saman í gegnum
þessa erfiðleika, styðjum hvert annað
og hagnýtum okkur þau tækifæri sem
skapast munu, þá verður íslenska
þjóðin öflugri en nokkru sinni fyrr
Geir H. Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra, hefur að
flestra mati staðið eins og
klettur í hafinu undanfarna
viku, á einhverjum erfiðustu
og mestu óvissutímum ís-
lenska lýðveldisins. Hann lýs-
ir hér í samtali við Morg-
unblaðið hvernig mál horfa
við honum, hvað hefur farið
úrskeiðis hjá okkur og hvert
okkur ber að stefna.
Morgunblaðið/Golli