Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 19
söngkona og missti tengsl við ung- mennin sem hún hafði verið svo náin í tvær vikur. „Þegar við hittumst af til- viljun, er alltaf gaman og mjög hlýtt á milli okkar.“ Fyrir neðan virðingu menntaskólanema Þótt hún hafi verið sísyngjandi sem barn var aldrei meiningin að leggja fyrir sig söng. „En hafi ein- hverjar hugmyndir vaknað hjá mér í þá veruna, læknaðist ég snarlega af þeim draumórum þegar alvara lífsins tók við í MR,“ segir Silja. Enda ekki furða því harðasta dóm- inn fékki hún í fyrsta tölublaði skóla- blaðsins um haustið fyrir framlag sitt til dægurmenningar. „Ég get ekki sofið fyrir söngvunum þeim“, sagði meðal annars í ritstjórnarpistli, þar sem gert var óspart gys að henni fyr- ir tiltækið. „Jafnframt sagði að mönnum hefði aldeilis brugðið í brún að sjá að Silja Aðalsteinsdóttir væri farin að syngja á böllum. Og tónninn í pistlinum var að slíkt væri fyrir neðan virðingu menntaskólanema, eða þannig skildi ég hann að minnsta kosti,“ segir Silja. „Kannski var þetta bara lau- flétt grín.“ Hún hætti þó ekki að sækja sveitaböll og dansa þar af miklum móð. „Þetta var allt öðruvísi í gamla daga, fólk fór út að dansa mörgum sinnum í viku og hópaðist út á dans- gólfið um leið og hljómsveitin byrjaði að spila. Ég fór að minnsta kosti einu sinni í viku enda hrein- lega lifði ég fyrir að dansa á þessum árum.“ Syngjandi her- stöðvar- andstæðingur Ekki fór það þó svo að Silja hæfi ekki aftur upp raust sína fyrir alþjóð. Víkur því sögunni að vögguvísunni, sem hún nefndi í framhjáhlaupi í upphafi samtalsins, sem dæmi um söngtilþrif sín hin síðari ár. Vögguvísa róttækrar móður nefnist hún og er eftir Böðvar Guð- mundsson. Árið 1980 brá svo við að Silja var einu sinni sem oftar að mótmæla veru hersins hér á landi. Í það sinnið fetti hún og félagar hennar fingur út í herskip NATO í Sundahöfn. „Diddi fiðla bað mig við það tækifæri að lesa þetta kvæði. Ég var svo vön að syngja það að það skipti engum togum að ég bara brast í söng. Fyrir tilstilli Didda rataði lagið síðan á plötuna Hvað tefur þig bróðir? sem Samtök her- stöðvarandstæðinga gáfu út 1981. Upp- takan tókst listavel við undirleik Sinfón- íuhljómsveitarinnar og kom lagið út aftur á plötunni Baráttusöngvar fyrir friði og þjóðfrelsi, 1999.“ Silja hefur gaman af að lagið er alltaf spilað í útvarpinu 1. maí. „Í marga daga á eftir hitti ég fólk, sem segir alveg furðu lostið: „Ég heyrði þig syngja í útvarpinu!“ Þetta fólk hefur augljóslega ekki hugmynd um fortíð hennar. Nú orðið segist Silja helst fylgjast með nýjustu lögunum og hljómsveit- unum gegnum barnabörnin sín. „Ég kann deili á Sprengjuhöllinni og Hjálmum, en vil helst hlusta á ein- söngslög með íslenskum flytj- endum,“ segir hún. Spurð hver henni finnist bestur, svarar hún að bragði: „Fyrir utan Bubba, meinarðu?“ og telur upp Kristin Sigmundsson, Diddú og fleiri. „Þótt ég sé orðin þjóðlegri með ár- unum kann ég ennþá ógrynni dæg- urlagatexta frá árunum 1956-1970. Ég skammast mín pínulítið fyrir það á meðan margt gagnlegra gleymist,“ segir fyrrum dægurlagasöngkonan, Silja Aðalsteinsdóttir, sem fyrr í mánuðinum komst yfir þann aldur, sem mestu dægurlagagoð síðustu aldar, Bítlarnir, reyndu að ímynda sér. Man einhver eftir laginu When I’m 64? vjon@mbl.is Í HNOTSKURN  Silja Aðalsteinsdóttir er fædd 3. október 1943.  Hún er gift Gunnari Karlssyni, prófessor í sagnfræði, og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn.  Silja tók BA í íslensku og ensku frá HÍ 1968. Cand. mag.-próf í ís- lenskum bókmenntum frá HÍ 1974. Uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1982. Stundaði teikninám við Listaskólann í Dublin 1964- 1965 og nám í kvikmyndafræði við Goldsmith’s College í London 1974-1976. Óskalagið Ungmenninn sem komu fram með KK-sextett áttu sér öll sitt einkennislag. Lullabies of Birdland var lag Silju. Minnisvarðinn Í Popp- minjasafninu á Reykjanesi er greint frá þætti Silju í sögu rokksins á Íslandi. Kæra Dagbók Haustið 1960 voru dagbók- arfærslur Silju með fjörleg- asta móti. Morgunblaðið/Arnór MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 19 Enn syng ég gamalt stef við þinn sængurstokk í kvöld er sólin rennur langt að fjallabaki um þá sem sitja sléttir og slóttugir við völd og sleppa aldrei neinu fantataki. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu reyna að draga úr þér kjarkinn en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn. Þeir eiga glæstar hallir þeir eiga lúxusbíl þeir eiga meir en nóg til hnífs og skeiðar þeir kæfa okkur í táragasi og kalla okkur skríl þeir koma okkar vandræðum til leiðar. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu eflaust pína þig til dauða en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að úr mörgum þeirra vætli blóðið rauða. Svo segi ég að lokum fyrst sólin hnigin er og svefnsins engill strýkur þér um hvarma að margan góðan drenginn þeir myrtu þar og hér og margur hlaut að dylja sína harma. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher myrða okkur líka einhvern veginn en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að af mörgum þeirra væri skjátan flegin. Böðvar Guðmundsson Vögguvísa róttækrar móður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.