Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 29

Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 29
vinnuleysi. „Þegar ég var í íslensku í háskól- anum árið 1994 var rafmagnsverkfræðingur að bora í Árnagarð að utan. Þá höfðum við ekki hugmynd um að netið væri á næsta leiti. Þegar netbólan sprakk höfðum við ekki hugmynd um að það gæti orðið sexí að vinna í banka. Engan af mínum vinum langaði til að vinna í banka þegar ég var um tvítugt, þá var ekki talið prakt- ískt að læra hagfræði. Og kannski er nauðsyn- legt að aftur verði leiðinlegt að vinna í banka, því bankarnir soguðu til sín of mikið af hæfu fólki, eins og rafmagnsverkfræðinga og eðl- isfræðinga – þeir átu nánast allan okkar krea- tíva massa.“ Hann segir að margir séu núna í svipuðu ástandi og rithöfundur sem lokið hefur við bók. „Þá tekur við sársaukafullt tímabil, þar sem haldið er út í óvissuna og byrjað á nýju verki, án þess að vita hvort það tekst eða ekki. Staðan er alvarleg en sagan sýnir að nú ætti að hefjast tímabil gríðarlegrar nýsköpunar hjá þjóðinni, þó að við sjáum ekki enn á yfirborðinu öll fyr- irtækin og hugmyndirnar sem einn og einn maður er búinn að liggja með. Bankarnir réðu til sín jafnmarga og heilbrigðiskerfið og þess vegna tölum við enn bara um Össur og Marel, en ekki sex önnur sambærileg fyrirtæki. Það er takmarkað sem lítil þjóð getur gert samtímis. Ef allir vinna í banka og restin við að grafa upp hálendið – þá gerum við ekki annað á meðan.“ Hann segir að nú þegar margir missi vinnuna losni um gríðarlega þekkingu. „Það er ekkert persónulegt, við getum kennt Wall Street um eða einhverju öðru,“ segir hann. „En nú erum við komin með heila kynslóð sem kann að fóta sig og stendur jafnfætis mörgum úti í heimi, er með gríðarlegt tengslanet og kann að fara frá Paddington Station niður í City. Við sáum að þegar þrengdi að hjá Oz, þá varð til CCP sem flytur út meiri verðmæti en heilt álver í hugbún- aði. Og forsendan fyrir því var sú að fólk gat far- ið inn í hugmyndina, tölvufræðingar urðu ódýr- ari og lykilfólk losnaði, því erfitt er að stofna fyrirtæki með því að skrapa upp jaðarinn.“ Kristján Valur Jónsson verkfræðingur hjá CCP segir eftirminnilegt er hann stóð úti á alt- ani á skrifstofunni á Grandagarði og andaði að sér haustloftinu. „Geir var rétt að ljúka við að biðja Guð að blessa landið. Og þarna er kall á ýtu að fylla uppí höfnina fyrir lúxusíbúðir. Af hverju er hann ekki farinn heim?“ En þannig er það, lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist og fólk aðlagast aðstæðum. „Ef auðvelda leiðin er ekki fær verður að finna nýjar leiðir og þá reynir á hugvitið,“ segir Jón Kalman. „Ef þú reynir ekki á þig, kynnistu ekki sjálfum þér. Íslenska þjóðin er að kynnast sjálfri sér og finna sinn innri styrk.“ Páll Valsson segir að í svona umróti verði menn að fara varlega með orð. „Þau geta sprungið, eins og segir í ágætu ljóði. Síðasta kreppa endaði með heimsstríði. En það er undir okkur komið að sjá til þess að eitthvað gott komi út úr hremmingunum.“ Andri Snær tekur undir að fólk þurfi að for- gangsraða og huga að grunngildunum. „Börn eru fjárfesting,“ segir hann. „Börnin mín hafa bara vaxið.“ Hornsteinar þjóðfélagsins Þekkingar- fyrirtækin Öflug og alþjóðleg þekkingarfyrirtæki, svo sem Össur, Marel, CCP, Alfesca. Lífeyrissjóðskerfi Eignir sem nema rúmri lands- framleiðslu í lífeyrissjóðakerfinu. Það er hlutfallslega stærst í Evrópu, fyrir utan olíusjóð Norðmanna. Þannig verður það áfram, jafnvel þótt allt fari á versta veg. Heilbrigðiskerfið Öflugt heilbrigðiskerfi, sama hvaða mælistikur eru notaðar. Aðgangur óháður eignum og tekjum. Ferðamennska Hratt vaxandi á undanförnum árum. Aldrei verið ódýrara að ferðast til Íslands. Er ekki Ísland komið á kortið núna? Sveigjanlegt hagkerfi Hagkerfið aðlagast fljótt breytingum. Vinnuafl og fjármagn færist auðveldlega á milli greina. Síðast var lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greitt á fimm árum. Menningarlíf Rætur þjóðarinnar liggja djúpt í bókmenntum. Eigum framúrskarandi lista- menn á flestum sviðum. Listin veitir þjóðinni innblástur og nærir samfélagið. Lýðræði Lýðræðisleg og þingræðisleg hugsun stendur traustum fótum. Inngróin sjálfstæðishugsun, þrautseigja og virðing fyrir fólki. Bæði kynin taka fullan þátt í þjóðfé- laginu. Þolgæði Banka- og gjaldeyriskrísur eiga sér upphaf og endi. Í miðjum fellibylnum ráða menn ekki við atburðarásina, svo hefst uppbyggingin. Færeyjar og Argentína hafa náð sér á strik. Lítið samfélag Þétt fjölskyldu- og tengslanet, lítil stéttaskipting og mikil samstaða þegar á reynir. Fljót að tileinka okkur nýjungar og aðlagast. Öflugir innviðir, svo sem vegir, samgöngur og tækni. Sjávarútvegurinn 300 þúsund manna þjóð sem veiðir 1% af öllum afla í heiminum. Sjávarútvegurinn borgar með sér, en borgað er með honum í öðrum löndum. Menntakerfi Hér á landi er vel menntað vinnuafl. Ókeypis menntun fyrir alla. Öflugar menntastofnanir um allt land. Ungt samfélag Meðalaldur er 37 ár, fjórum árum lægri en í Evrópu. Hér eru fleiri vinnandi hendur. Landbúnaður Matvælaframleiðsla sem mætir þörfum þjóðarinnar fyrir kjöt, mjólk og visst grænmeti. Mjög gott sjúkdómaástand, ekki notað eitur eða hormón í framleiðslu. Bankar Enn eru bankar til staðar og vel starfhæfir, smáir og stórir. Straumur er stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni. Búum yfir mikilli þekkingu og reynslu í fjármálageiranum. Auðlindir Hrein náttúra, vatn og loft. Getum nýtt enn betur gufuafl og vatnsafl. Mætum 70-80% af orkuþörf þjóðarinnar. Uppbygging álvers er hafin í Helguvík, fyrirhuguð á Bakka, stækkun í Straumsvík. Áhugi á gagnaveri og annarri flóru stóriðju. Morgunblaðið / EE MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 29 „Ég hef undanfarna mánuði hlakkað óg- urlega til að koma heim,“ segir Börkur Gunnarsson, aðstoðartalsmaður NATO í Afganistan. „Það tekur á mann að vinna í umhverfi þar sem fólk borðar gras til að komast af í norðurhéruðunum og berfætt og horuð börn betla frá manni hvenær sem farið er af kampnum, mæður með tárin í augunum og ungabörn í fanginu. En þegar óöryggið hefur lent á Íslandi, þá veit maður ekki hvað bíður manns þar leng- ur. Maður heyrir af fólki grátandi og frekar fleiri en færri hafa misst vinnuna. Og þeir sem halda henni eru ekki vissir um að halda húsunum sínum. Maður vill vera heima hjá sínum nánustu á svona tímum og hryllir við örvæntingunni sem hefur gripið um sig, en ég er þó nokkuð öruggur um að allir hafi í sig og á. Það er mikilvægt öryggi.“ Mikilvægt öryggi „Ég held að kærleikurinn sé eina aflið sem huganlega getur hjálpað ráðvilltu fólki,“ segir Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. „Sá sem eflir kærleikshugmyndir sínar veðjar á heiðarleik- ann og krefst hans af valdhöfum; hann hafnar lygi og raunveruleikaflótta. Vinkona mín á áttræðisaldri, sem tapað hefur lífssparnaði sínum, sagði mér að hún hefði þetta val og það ætlaði hún að nýta sér. Hún ætlaði hvorki að hengja smiðinn né bakarann vegna þess að hún væri á móti dauðarefsingum í öllum myndum. En þar sem hún bæri sjálf ábyrgð á eigin heimsku og tapi vegna trúgirni sinnar og græðgi þá ætti hún kröfu á að ráðamenn tækju ábyrgð á sínum gjörðum. Þetta er nátt- úrlega það sem kallast að líta í eigin barm og geri menn það á heiðarlegan hátt losna þeir við óttann sem er hin raunverulega andstæða lífsins. Með ótta og flótta að vopni vinnst auðvitað ekkert í því flóði sem gengur yfir.“ Aflið í kærleiknum kynnast sjálfri sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.