Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 31 G luggatjöld eru andlit heimilisins, sagði mamma alltaf, hún sagði líka að það væri talsvert hægt að sjá hvernig heimilið væri eft- ir því hvernig gardínur væru fyrir gluggum, “ segir Bára Ólafsdóttir. Bára hefur sannarlega átt sinn þátt í að skapa andlit fjölda heimila því hún hefur sérhæft sig í að sauma gluggatjöld fyrir jafnt heimili sem stofnanir, ríka sem fátæka. En hvers þarf að gæta þegar saumaðar eru vandaðar gardínur? „Það þarf fyrst og fremst að mæla rétt fyrir gluggatjöldunum. Ég nota mitt eigið málband, ég treysti helst ekki annarra, þau geta verið teygð eða ekki rétt,“ segir Bára. „Svo þarf að finna gott snið og gott efni. Þegar ég var að byrja gardínusaumaskapinn voru velúrgardínurnar á útleið en damask að koma í staðinn og silki. Þegar ég sauma úr silki klippi ég alla jaðra. Reyndar klippi ég jaðra af öllum efnum. Þeir geta orsakað kipring í hliðum eða fláa í gardínunum. Á silkinu klippi ég 4 til 5 sentimetra af hlið- unum til að losna við fláann. Einnig er stundum fallegra að losna við að sauma saman hliðartjöld, sérstaklega ef efni eru þunn. Þá legg ég til að keypt verði mjög breið efni, t.d. 2,8 til 3 metra á breidd sem ég nota þá á hæðina. Þetta kemur vel út.“ Hvers konar gardínur eru vinsælar núna? „Það eru þunnar og léttar gardínur. Mér sýnist að kappar séu að koma inn aftur, þetta er eins og öll önnur tíska, fer í hring.“ Starfaði í gardínubúð En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ég réð mig til starfa hjá Zeta-brautum og gluggatjöldum fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Það var auglýst eftir starfsmanni og það hefur líklega ráðið úrslitum að ég kunni þá þegar nokkuð með nálina að fara,“ segir Bára. Hvernig lærði hún að fara með nálina? „Mamma var mikil saumakona og saumaði á okkur krakkana og svo þegar ég eignaðist börn sjálf má segja að „neyðin kenni naktri konu“, ég fór að sauma á mig og börnin. Ég lærði þó mest í saumaskap þegar ég starfaði í tvö ár hjá Tískuhúsi Ínu sem var í Hafn- arstræti. Sú verslun seldi tilbúinn fatnað sem var saumaður á staðnum. Þarna starf- aði ég sem saumakona undir stjórn eiganda og önnur kona til var á saumastofunni. Við saumuðum með tilsögn Ínu jakka og buxur – svokölluð buxnadress, sem voru mikið í tísku. Þarna lærði ég mjög mikið sem kom mér svo að notum þegar ég fór að sauma gardínur. Það var eftir þetta að ég byrjaði að vinna sem afgreiðslustúlka í Zetu-brautum. Með mér þar var eldri kona sem kunni mikið fyr- ir sér í gardínusaumi og stundaði hann sem aukavinnu. Hún kenndi mér mikið. Smám saman fór ég að taka að mér lítil verkefni í gardínusaumi og þetta vatt upp á sig og þar kom að ég stofnaði gluggatjaldasaumastofu í Hafnarfirði – Saumastofu Báru. Ég leigði húsnæði við Dalshraun, um 100 fermetra, það þarf talsvert pláss ef maður ætlar að taka að sér stór verkefni í svona sauma- skap.“ Saumað fyrir sendiráð og biskup Tókstu fljótlega að þér stór verkefni? „Já, en ein manneskja afkastar ekki svo miklu. Ég hef þó saumað fyrir t.d. sendiráð í Reykjavík, svo sem fyrir sendiráð Þjóð- verja, Norðmanna og Svía. Skemmtilegast var að vinna fyrir sænska sendiráðið. Þar var þá karlmaður sendiherra sem hafði mik- inn áhuga og miklar skoðanir á hvernig gardínur sendiráðsins ættu að vera. Hann teiknaði gluggatjöld fyrir alla glugga á stof- unum og ég saumaði glæsilegar gardínur samkvæmt hans fyrirsögn. Einnig hef ég saumað gluggatjöld fyrir biskup Íslands í biskupssetrið við Bergstaðastræti, þ.e. mót- tökustofurnar þar. Það var skemmtilegt verkefni og ljúft að koma inn á heimili bisk- upshjónanna.“ Hvaða verkefni fyrir einstakling er minn- isstæðast? „Arkitekt einn hér í Reykjavík bað mig að sauma gluggatjöld fyrir sig í gamlan sumar- bústað sem móðir hans hafði átt og hann vildi fá alveg eins gardínur og móðir hans hafði haft á sínum tíma í bústaðnum. Hann teiknaði þær allar upp mjög fallega og ég saumaði alveg eins gardínur og mamma hans hafði haft í bústaðnum.“ Ertu að sauma mikið núna? „Ég hef minnkað þetta mjög mikið og flutt saumastofuna heim til mín, þar sauma ég í rólegheitum fyrir valda kúnna. Ég sit ekki alltaf við saumavélina, það að sauma gardínur krefst þess að maður vandi sig við að sníða, noti títuprjóna eða þræði, straui upp alla falda og saumi svo rólega. Það er ekki hægt að flýta sér ef gardínur eiga að verða óaðfinnanlegar.“ Morgunblaðið/Golli Fagmenneskja Bára Ólafsdóttir er afar vandvirk við gluggatjaldasaumnum og kann fjölmörg ráð til þess að glugggatjöld heppnist vel og falli fagurlega að umhverfi sínu. Þarna er hún við glugga sem hún ætlar senn að sauma gardínur fyrir. Gluggatjöld – andlit heimilisins „Það sést oft á gardínum fyrir gluggum hvernig heimilið er,“ segir Bára Ólafsdóttir í sam- tali við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur. Bára hefur sérhæft sig í gluggatjaldasaumi og saumað fyrir einstaklinga sem stofnanir, m.a. sendiráð og móttökustofur biskupseturs. Í HNOTSKURN » Bára fylgist oft með þeim sem húnhefur saumað fyrir. Í eldhúsi hennar er m.a. blómamynd frá ánægðum við- skiptavini með áletruninni: Með kærum kveðjum til gardínumeistara. »Bára segir felligardínur þó nokkuðvinsælar, þær taka enda lítið pláss. Þá nefnir hún borða til ásaums þannig gerða að fellingarnar falla allar öðrum megin, þetta sparar líka pláss. »Bára segir afbrigði af amerískri upp-setningu æ meira notaða, enda geri slík uppsetning gardínur glæsilegar. Bára fæddist í tómataskúr á Laugalandi í Borgarfirði 16. október 1941. „Faðir minn vann þar við að smíða íbúð- arhúsið en gróðurhúsa- starfsemin var hafin.“ Faðir Báru var Ólafur Ólafsson trésmiður. Hann lést úr berklum frá konu og fjórum börnum þegar Bára var fimm ára og yngsta syst- ir hennar nýfædd. Sú minnsta var skírð yfir kistu föður síns og fékk nafn hans. Móðir Báru, Þóra Helga- dóttir, fór sem ráðskona í Munaðarnes til Magnúsar, bróður Málfríðar og Sigríðar Einarsdætra sem báðar voru þekktir rithöfundar. Þar sótti Bára skóla, fór síðar á síld á Siglufirði og vertíð í Eyjum, vann verkakvenna- störf í Reykjavík í mjólk- urbúð og þvottahúsi. Hún eignaðist telpu, flutti með hana til Dalvíkur og gerðist ráðskona. Íslenskt Heimilisfólk og gestir á hlaðinu í Munaðarnesi á fyrstu árum lýðveldisins. Bára er telpan með slaufuna fremst á myndinni. Unglingur Bára Ólafs- dóttir meðan hún vann í Bifröst. Fæddist í tómataskúr Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu. Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17, opið til sjö öll kvöld. Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.