Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÆGISÍÐA
Glæsileg og algjörlega endurnýjuð 267,0 fm 1. hæð og jarðhæð í þessu fallegu
tvíbýilshúsi á opna svæðinu við Ægisíðu. Eignin hefur öll verið endurnýjuð hið
innra á vandaðan og smekklegan hátt. Allar innréttingar sérsmíðaðar, gler og
gluggar nánast allt nýtt, raflagnir og tafla ný o.fl. Samliggjandi stofa- og borð-
stofa, sjónvarpsstofa, 4 herbergi og 3 baðherbergi. Lofthæð um 255 cm á báðum
hæðum. Lóð er endurnýjuð og hiti er í innkeyrslu, stéttum, útitröppum og stiga-
palli. Eignin er laus til afhendingar strax.
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 2ja-3ja og 4ra
herb. Íbúðum gjarnan miðsvæðis.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veita
Magnea Sverrisdóttir fasteignasali s: 861-8511 og
Hilmar Þór Hafsteinsson fasteignasali s: 824-9098.
STAÐGREIÐSLA - STAÐGREIÐSLA
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095
www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is
Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEIR stjórn-
málamenn sem nú
sitja eða hafa setið
við völd keppast nú
við að firra sig
ábyrgð á því hvernig
komið er fyrir okkur.
Blórabögglarnir eru
ytri aðstæður og Dav-
íð Oddsson. Auðvitað
skal ekki gert lítið úr ytri að-
stæðum og þætti seðlabankastjór-
ans sem um leið er fyrrverandi
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins. Þess flokks
sem hefur setið við völd und-
anfarin sautján ár ásamt Alþýðu-
flokknum, Framsóknarflokknum
og nú Samfylkingunni. Allir þessir
flokkar hafa stuðlað að því ástandi
sem nú er með lagasetningum,
einkavæðingu sjóða og banka,
óheftri græðgisvæðingu og nú síð-
ast með algeru andvaraleysi frá
því að ljóst var hvert myndi stefna
fyrir nokkrum mánuðum ef ekkert
yrði að gert. Að stíga nú fram og
grípa til ráðstafana og neyð-
araðgerða til að reyna að bjarga
því sem bjargað verður er ekki
þakkarvert eins og viðkomandi
virðast halda, heldur skylda þeirra
stjórnmálamanna sem hafa enn
umboð þjóðarinnar til að stjórna
landinu, og hafa um leið komið
þjóðinni í þá stöðu sem hún er í.
Enn segi ég, því fólk krefst þess
að þeir stjórnmálamenn sem nú
stjórna og hafa sýnt að þeir eru
ófærir um það, láti aðra um að
byggja upp úr rústunum sem
blasa við.
Ábyrgð ríkisstjórnarinnar
Sú ríkisstjórn sem nú situr við
völd ber auðvitað höfuðábyrgð á
þeirri hörmulegu stöðu sem ís-
lenskt þjóðfélag er í. Allt tal um
að ytri aðstæður ráði mestu um
hvernig komið er nú er út í hött.
Hvað með varnaðar-
orð hagfræðinga und-
anfarna mánuði?
Hvað með álitsgerðir
erlendra sérfræðinga
við alþjóðastofnanir?
Hvað með varnaðar-
orð þess hluta stjórn-
arandstöðunnar sem
hefur bent á að svona
færi ef ekki yrði kom-
ið böndum á fjár-
málakerfið, vextina og
lántökurnar svo dæmi
séu tekin? Viðbrögðin
voru í skásta falli að brosa góðlát-
lega að þessu úrtölufólki.
Ábyrgð bankastjóra
Eftir að opinberir sjóðir og
bankar voru einkavæddir hófst
það fjármálafyllerí sem eigendur
bankanna og bankastjórar þeirra
ýttu almenningi og fyrirtækjum út
í, og tóku sjálfir þátt í með eigin
gróðasjónarmið að leiðarljósi. Tek-
in voru óhófleg lán til að fjár-
magna yfirtökur og fjárfestingar
sem nú hefur komið í ljós að eng-
ar forsendur voru fyrir. Við-
skiptavinir bankana voru hvattir
til að kaupa hlutabréf í þeirra eig-
in fyrirtækjasamsteypum, boðin
lán til húsnæðiskaupa, bílakaupa,
fullvissaðir um að þeir stæðu und-
ir þeim fjárfestingum sem þeir
réðust í, hvattir til að skuldbreyta
í erlend lán o.s.frv. Stjórnendur
bankanna blekktu almenning til að
geta haldið blöðrunni þaninni til
hins ýtrasta þó svo þeir hafi vitað
af hættunni sem fylgdi því að
skuldsetja þjóðina um fimmtánföld
fjárlög íslenska ríkisins og að ef á
móti blési myndi blaðran springa.
Að halda því nú fram að þeir beri
enga sök á ástandinu heldur að
ríkið hafi ekki getað staðið við
bakið á bönkunum og því fór sem
fór er þvílík ósvífni að fólki gjör-
samlega blöskrar.
Ábyrgð eftirlitsaðila
Þær eftirlitsstofnanir og Seðla-
bankinn sem hafa átt að fylgjast
með umsvifum bankanna og hugs-
anlegum afleiðingum þeirra hafa í
stuttu máli sagt ekki staðið sig.
Hvað með öll úthugsuðu þolprófin
á banka- og hagkerfið? Hvað með
aðvaranir vegna margfaldrar
þenslu bankakerfisins umfram ís-
lenska hagkerfið? Hvað um áhrif
hávaxtastefnunnar á greiðslugetu
almennings og fyrirtækja? Hvað
um greiningu á getu krónunnar
sem gjaldmiðils til að standa af
sér áföll sem þessi? Hvað um allar
yfirlýsingarnar um að hag- og
fjármálakerfi okkar væru stöndug
og í stakk búin til að takast á við
allan vanda? Niðurstaðan er því
miður sú að þessar stofnanir eru
marklausar.
Staðan núna
Almenningur og fyrirtæki á Ís-
landi eru kominn í þrot. Höf-
uðstóll lána hefur hækkað vegna
verðbóta eða gengisfalls krón-
unnar, vextir eru hæstir í allri
Evrópu, verðlag á nauðsynjum
hefur hækkað gífurlega vegna
verðbólgu og fallandi gengis.
Hrina fjöldauppsagna er hafin og
fyrirsjánlegt er að atvinnuleysi
mun verða mikið á næstu mán-
uðum. Þeir sem á annað borð
halda atvinnu sinni verða fyrir
tekjutapi vegna samdráttar. Þetta
mun svo aftur leiða til þess að fólk
og fyrirtæki geta ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Verðmæti
eigna hríðlækkar. Gjaldþrot blasa
við mörgum. Í mörgum tilfella er
ævisparnaðurinn fokinn út í veður
og vind. Þá er ótalin sú neyð sem
blasir við lífeyrisþegum vegna
tekjutaps.
Sátt!!
Nú tala málsmetandi menn sem
hafa komið okkur í þessa stöðu,
ásamt þeim sem hafa sogað til sín
frá þjóðinni auðæfi hennar um að
ekki megi ásaka neinn og reyna að
sættast. Íslendingar séu dugleg
þjóð, berjist og byrji upp á nýtt.
Er það gert til að hægt sé að ná
af okkur öllu aftur seinna? Á al-
menningur að fyrirgefa komandi
atvinnuleysi? Á almenningur að
fyrirgefa eignaupptökuna? Eða að
eiga erfitt með að fæða og klæða
börnin sín? Hvað um lífeyrisþeg-
ana, – eiga þeir líka að fyrirgefa
og gleyma skertum réttindum?
Fólkið sem var fátækt fyrir og
verður enn fátækara, – á það líka
að fyrirgefa? Nei, ég veit að í
þetta sinn verður þeim sem bera
ábyrgðina ekki fyrirgefið eitt eða
neitt. Megi tröll hirða ykkar sátt.
Dregnir til ábyrgðar
Steingrímur Ólafs-
son skrifar um efna-
hagsástandið á Ís-
landi
» Að stíga nú fram og
grípa til ráðstafana
og neyðaraðgerða til að
reyna að bjarga því sem
bjargað verður er ekki
þakkarvert…
Steingrímur Ólafsson
Höfundur er iðnrekstrarfræðingur.
FRIÐARSÚL-
AN sem Yoko
Ono ásamt öðr-
um gekkst fyrir
að reist yrði í
Viðey til minn-
ingar um John
Lennon og frið-
arboðskap hans
er stórkostlegt
uppátæki. (Len-
non var eins og
flestir vita í
hljómsveit allra tíma, The Beatles).
Þegar dimma tekur er það tilhlökk-
unarefni að kveikt sé á henni. Þá
má sjá bjarma af henni þar sem
bláhvítir ljósgeislarnir teygja sig
upp til himins eins og í hljóðri
beinskeyttri bæn. Ekki skiptir máli
hvar maður er staddur á höf-
uðborgarsvæðinu, hún sést alls
staðar að. Það er snilldin við gerð
hennar, samanborið við hefð-
bundnar steinstyttur á stalli sem
enginn sér nema fara á staðinn.
Enginn kemst hins vegar hjá því
að taka eftir friðarsúlunni. Allir
borgarbúar og aðrir í margra kíló-
metra radíus sjá hana oft á sólar-
hring þegar kveikt er á henni.
Hvað skyldi þeim þá detta í hug?
Eitthvað um Lennon? Einhver
hending úr lögum hans? „Imag-
ine“? Eitthvað um friðarboðskap
hans? „Já, þarna er friðarsúlan
hans Lennons!“ Í hvert sinn, mörg
hundruð þúsund sinnum alls á dag
eða oftar, kviknar þá væntanlega
jákvæð hugsun um frið eða gleðj-
andi laglínu sem hefur þann magn-
aða kraft að koma manni í betra
skap og til að bæta heiminn.
Gleyma stund og stað, skammdeg-
inu, nokkur augnablik. Ímyndaðu
þér!
Á undraverðan hátt skapar ljós-
súlan borginni okkar einhvern veg-
inn fyllingu og rými, festu og fest-
ingu sem maður greindi ekki fyrr.
Tengingu við himin og heim, sem
tengir okkur um leið og fyllir von-
andi af friðsæld. Með öflugum
sprota sínum rýfur hún einangr-
unina hér norður í Atlantshafi og
kveikir bjartar og hátíðlegar til-
finningar með von um friðsamlegri
og betri heim, fjær og nær, og
bendir á að við erum ekki ein.
Ímyndaðu þér! – Takk fyrir frið-
arsúluna!
Ennfremur vil ég taka fram, að:
Ég bið konur og ég bið menn
og allar þjóðir skilja,
að klikkuð stríð má kæfa enn
með kærleika og vilja.
Eins og hjá hrópanda í eyðimörk
bergmálar hvatning um nærtæka,
en að því er virðist erfiða, aðferð til
þess:
Gefið grið
og glæðið kalið hjarta.
Við viljum frið
og von um framtíð bjarta.
KRISTINN SNÆVAR JÓNS-
SON,
cand.merc. og guðfræðinemi.
Ímyndaðu þér frið
Frá Kristni Snævari Jónssyni
Kristinn Snævar
Jónsson
Í NOKKUR ár hef ég undrað mig
á því hvernig vissir aðilar hafa
getað velt millj-
ónunum á milli
handa sinna.
Borgað út millj-
ónir í kauploka-
samninga, borg-
að milljónir fyrir
vel unna samn-
inga, og keypt
eignir sem hafa
haft svo mörg
núll fyrir aftan
fremstu tölu að
mér er ómögulegt að fara með
upphæðina.
Nú er svo komið að þessir
„stórkaupmenn“, sem hvorki sjást
né heyrist í nú, voru allir aðaleig-
endur í Glitni, sem nú er í eigu
ríkisins. Skrítið að svona traustur
banki með trausta bakhjarla geti
endað í eigu ríkisins!
Í gær kom svo frétt um að
Bretarnir hafa fryst eignir þeirra
úti í Bretlandi. Notast þeir við lög
sem heita „asset freezing regime“.
Þessi lög eru notuð þegar t.d. þarf
að takast á við hryðjuverka-
starfsemi.
Nú velti ég því fyrir mér, hvort
ekki sé hægt að nota þessi lög
hérna heima?
Hvernig væri að nota þessi lög
á okkar góðu „stórkaupmenn“ sem
eru búnir að koma okkur í þessa
stöðu?
Búnir að eyðileggja mannorð
okkar smáborgaranna. Búnir að
rústa bankakerfinu okkar. Búnir
að koma fólki í gjaldþrot.
Ætli þeir kalli sig Íslendinga,
hvar sem þeir eru niðurkomnir.
Þetta ævintýri þeirra hefur
skaðað okkur nú og um ókomin ár,
þess vegna ætti að vera hægt að
nota sömu refsiaðgerðir á þá og
Bretar nota á okkur.
ÁGÚSTA HILDUR
GIZURARDÓTTIR
nemi.
Rödd smáborgarans
Frá Ágústu Hildi Gizurardóttur
Ágústa Hildur
Gizurardóttir
Sími 551 3010
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
mbl.is
smáauglýsingar