Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 38
38 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eðvald Eðvalds-son fæddist á
Kálfshamarsvík á
Skaga 8. mars 1937.
Hann lést á Land-
spítala við Hring-
braut 2. október síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Eðvald Júl-
íusson, bóndi í Krók-
seli á Skagaströnd,
f. 23.12. 1903, d.
20.1. 1937 og Mar-
grét Guðmunds-
dóttir, f. 3.8. 1909 á
Skagaströnd, d. 11.10. 1971.
Börn þeirra voru: Marel Eð-
valdsson, f. 11.11. 1931, Jón Eð-
valdsson, f. 20.1. 1933, d. 22.11.
1931, Sigurlaug, f. 23.2. 1934.
Þann 24.12. 1958 kvæntist Eðvald
eiginkonu sinni Ernu Másdóttur,
fyrrverandi fiðlukennara, f. 26.5.
1934 í Hafnarfirði.
Börn þeirra eru: Sigurlaug
fiðluleikari, f. 4.1.1963 og Sigrún,
konsertmeistari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, f. 13.1. 1967. Eð-
vald átti eitt barnabarn, Ernu
Ruth Bobroff, dótt-
ur Sigurlaugar.
Þegar Eðvald var
9 ára gamall brá
móðir hans búi og
flutti með börn sín
til Hafnarfjarðar.
Fljótlega eftir ferm-
ingu fór Eðvald á
sjó, fyrst á síld-
arbáta og síðan á
ýmsa aðra báta. Í
kringum 1960 fór
hann í Stýrimanna-
skólann og fékk
skipstjóra- og stýri-
mannsréttindi. Starfaði hann síð-
an á sjó, fyrst sem stýrimaður og
síðan skipstjóri. Í kringum 1990
hætti hann á stóru bátunum og
keypti sér trillu og gerðist trillu-
karl. Hann var formaður smábáta-
félagsins „Báran“ í Hafnarfirði
frá 1995 til 2002 og var þá jafn-
framt í stjórn Landssambands
smábátaeigenda. Hann gerði alla
tíð út frá Sandgerði og starfaði
við sjóinn allt til dauðadags.
Úrför Eðvalds Eðvaldssonar
hefur farið fram í kyrrþey.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Með kveðju,
eiginkona.
Eigi má feigum forða og eigi
verður ófeigum í hel komið.
Nokkurn veginn svona heyrði ég
föður minn mæla þessa setningu,
þegar hann vildi minna mann á að
enginn fær flúið örlög sín. Það var
hann sem hjálpaði manni að halda
sálarró þegar dauðsfall var annars
vegar.Að þetta væri lífsins gangur
og eitt af því fáa í lífinu sem væri
alveg öruggt og bókað að við stæð-
um öll frammi fyrir fyrr eða síðar.
Harmi slegin sit ég nú samt hér
og rita þessar línur og vil með þess-
um orðum minnast föður míns fyrir
hönd okkar systranna.
Pabbi okkar var sjómaður alla
sína ævi og fyrir okkur þegar við
vorum börn var hann sá sterkasti,
duglegasti og sá allra myndarleg-
asti. Eins og títt var um sjómanna-
fjölskyldur á þessum tíma þá voru
mæðurnar kannski hinir eiginlegu
uppalendur á meðan feðurnir sóttu
sjóinn og drógu björg í bú. Og
þannig var það hjá okkur. Pabbi
okkar var hetjan okkar sem kom
alltaf eins og engill eða himnasend-
ing heim af sjónum og umvafði okk-
ur hlýju sinni þótt þreyttur væri
oft. Þetta breyttist aldrei þótt árin
færðust yfir okkur. Hann var stoð
okkar og stytta í einu og öllu.
Hann var líka besti sögumaður
sem ég hef kynnst. Fáir gátu sagt
sögur eins og hann og gert það eins
skemmtilega. Og það besta var þeg-
ar hann gat varla klárað sögurnar
fyrir hlátri. Fegurri hlátur hef ég
hvorki heyrt fyrr né síðar. Hann
átti það til að segja bestu sögurnar
aftur og aftur þegar vel lá á honum
og þótt við værum að heyra þær í
30. skiptið þá sátum við með stjörn-
ur í augunum mæðgurnar þrjár og
biðum eftir því þegar hann færi að
hlæja. Eða þegar við í útilegu sát-
um inni í hjólhýsinu í hellirigningu,
mamma að laga kakó og hann að
segja okkur draugasögur og gat
gert mann trylltan af hræðslu með
augnaráðinu einu saman.
Mikill samgangur var á milli okk-
ar fjölskyldu og fjölskyldu Sigur-
laugar systur hans, eiginmanns
hennar og dætra þeirra fimm sem
pabba þótti óhemju vænt um og er
mér það minnistætt þegar hann
kvaddi þau ávallt með orðunum
„Guð varðveiti ykkur og styðji“ sem
mér fannst alltaf jafn tilkomumikið
sem unglingur.
Hann var gríðarlega vel lesinn og
vel að sér, talaði mjög fallegt mál
og kunni ógrynni af ljóðum sem
hann fór með af tilþrifum við hin
ýmsu tækifæri. Alltaf gátum við
leitað til hans, hann hafði alltaf tíma
fyrir okkur, ógrynni af þolinmæði
og hjálpaði okkur alltaf að leysa
okkar mál. Alltaf gat hann sagt eitt-
hvað fallegt við mann. Hann var uxi
í kínverskri stjörnuspeki og ein-
kenni uxans er að bera byrðir ann-
arra af mikilli þrautseigju og þann-
ig var einmitt pabbi. Hann vildi
hlífa sínum nánustu og vernda þá
og bar sínar byrðar í hljóði. Sterkar
voru skoðanir hans og hann gat ver-
ið skapstór en gat brætt alla með
fallega brosinu sínu. Hann hafði
mikla útgeislun og hlýju sem lét fáa
ósnortna og gaf Ernu litlu afastelp-
unni sinni allt sem hann átti.
Oft fannst mér hann vera engill í
lifanda lífi en nú veit ég að hann er
orðinn það.
Minningin um hann verður ljósið
í lífi okkar. Hvíli hann í friði.
Sigrún.
Nú þegar haustar að kveður
frændi okkar, Eðvald Eðvaldsson,
eða frændi, eins og hann heitir í
okkar huga, eftir erfið veikindi.
Frændi ólst upp með móður sinni
og systkinum í Kálfshamarsvík í
Austur-Húnavatnssýslu fram til níu
ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan
suður í Hafnarfjörð. Brauðstritið
hófst snemma á þeim tímum og
frændi hóf lífsstarf sitt, sjómennsk-
una, 13 ára gamall. Seinna fór hann
í Sjómannaskólann og aflaði sér
skipstjórnarréttinda.
Í Hafnarfirði kynntist frændi eig-
inkonu sinni, Ernu Másdóttur fiðlu-
kennara. Hún var æskuvinkona
móður okkar og hefur sá vinskapur
haldist allar götur síðan og tengt
fjölskyldur okkar vináttuböndum.
Vináttan ásamt frændseminni hefur
gengið í arf til okkar systranna og
dætra þeirra hjóna, Sigurlaugar og
Sigrúnar.
Frændi var glæsilegur maður,
dökkur yfirlitum og bráðmyndar-
legur. Hann var skarpgreindur, víð-
lesinn og hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, ríka útgeisl-
un og kunni öðrum betur að segja
sögur. Og hann hafði fallegan mál-
róm hann frændi.
Við systurnar vorum afar stoltar
af frænda, skipstjóranum sem
sigldi til útlanda og færði okkur fá-
gætan og framandi varning á tím-
um gjaldeyris- og innflutningshafta.
Við höfum ennþá sérstakt dálæti á
honum, enda var hann okkur ávallt
góður og gerði sér ekki mannamun
hverjir sem viðmælendur hans
voru, börn eða fullorðnir. Þær voru
notalegar stundirnar þegar hann
stakk sér inn í eldhúsið hjá mömmu
í Löngufitinni í kaffisopa. Við syst-
urnar löðuðumst að honum og tínd-
umst hver af annarri inn í eldhúsið
í spjallið. Hann hafði frá mörgu að
segja og glaðværð og gamansemi
fylgdi honum hvar sem hann kom.
Mikið hafði hann frændi fallegan
hlátur.
Það er furðuerfitt að minnast
þessa uppáhaldsfrænda. Við eigum
svo margar góðar minningar um
þau Ernu og stelpurnar: líf fjöl-
skyldna okkar er samofið. Ótal
samverustundir koma upp í hug-
ann: útilegurnar þegar við frænk-
urnar vorum litlar, öll áramótin
sem fjölskyldurnar héldu hátíðleg
saman og það hefðu orðið dálítið
skrítin jól ef við hefðum ekki þekkt
neinn pakka undir jólatrénu sem
gæti verið Mackintoshið frá
frænda.
Þegar frændi kom heim af sjón-
um eftir langa fjarveru ríkti gleði í
Faxatúninu. Silla og Sigrún hlökk-
uðu alltaf til að fá hann heim enda
var hann þeim yndislegur faðir og
hvatti þær í öllu sem þær tóku sér
fyrir hendur – uppeldið á systr-
unum lenti þó meira á Ernu sem
stóð ætíð í brúnni á heimilinu. Það
er ómetanlegt fyrir dótturdóttur
frænda, Ernu Ruth, sem nú er að
verða átta ára, að hafa fengið að
kynnast afa sínum og verja með
honum löngum stundum. Þau
frændi og Erna Ruth höfðu mikið
dálæti hvort á öðru og fengu jafnan
glampa í augun þegar þau töluðu
hvort um annað. Þau spjölluðu mik-
ið saman og hún lærði margt af
honum, ekki síst í orðsins list. Í
veikindum frænda var Erna Ruth
spurð hvernig afi hennar hefði það:
„Eins og blómi í eggi“ hafði hún
orðrétt eftir honum.
Við systurnar trúum því að nú
líði frænda loksins eins og blóma í
eggi.
Elsku Erna, Silla, Sigrún og litla
Erna Ruth, missir ykkar er mikill
en við biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur í sorginni og sendum ykkur
fallegu og glaðlegu kveðjuna hans
frænda: „Varðveiti ykkur og
styðji!“
Kolbrún, Margrét,
Guðrún, Erna og Guðný
Sigurðardætur.
Eðvald Eðvaldsson
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Sigurlaug og Erna Ruth.
HINSTA KVEÐJA
✝
Sonur minn, bróðir okkar og mágur,
EMIL AUÐUNSSON,
Mölleparken,
Toftlund,
Danmörku,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 14. október kl. 13.00.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Sveinn Auðunsson, Erika Steinmann,
Kristín Auðunsdóttir, Haukur Ágústsson,
Ólafur Auðunsson, Helena Stefánsdóttir.
✝
Heittelskaður eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SVEINSSON,
Drekavogi 4,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 6. október, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn
14. október kl. 15.00.
Gróa Friðjónsdóttir,
Anton Sigurðsson, Valný Óttarsdóttir,
Anna Hulda Sigurðardóttir, Reynir Grétarsson,
Friðjón Þór Gróuson, Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir,
Tinna Brá Sigurðardóttir, Eyþór Snorrason
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
INGIBJÖRG S. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrannarstíg 18,
Grundarfirði,
lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi fimmtu-
daginn 9. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Runólfsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ODDGEIR PÉTURSSON,
Faxabraut 13,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn
4. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
14. október kl. 14.00.
Garðar Oddgeirsson, Helga Gunnlaugsdóttir,
Eva Oddgeirsdóttir, Elías Guðmundsson,
Nína Oddgeirsdóttir,
Viðar Oddgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
SIGRÍÐAR INGIBJARGAR KRISTINSDÓTTUR,
Grund,
Hringbraut 50.
Starfsfólk Grundar fær okkar bestu þakkir fyrir
frábæra umönnun síðustu árin.
Sölvi Þór Þorvaldsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Valur Steinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Þorvaldur Þorvaldsson, Gróa Kristjánsdóttir,
Haukur Þorvaldsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
móður minnar og frænku okkar,
ÞORBJARGAR MÖLLER LEIFS,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis á
Hávallagötu 17.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða
fyrir góða umönnun.
Leifur Leifs
og frændsystkini.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
FYLKIR ÁGÚSTSSON,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 9. október.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. október kl. 13.00.
Lára J. Haraldsdóttir,
Guðmundur Fylkisson,
Ágúst Fylkisson, Jóhanna Svansdóttir,
Jens Andri Fylkisson, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Jóhanna Fylkisdóttir, Samúel Orri Stefánsson,
Guðmundur Ágústsson, Bergþóra Bergmundsdóttir,
Ágúst Ingi Ágústsson, Inger Jörgensdóttir,
Greta Ágústsdóttir, Ingvar Jón Ingvarsson,
Fríða Ágústsdóttir, Magnús Waage
og barnabörn.