Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón VíðirHallason var fæddur á Skjögra- stöðum í Valla- hreppi 14. sept- ember 1930. Foreldrar hans voru hjónin María Einarsdóttir og Halli Þorsteinsson. Þau hjón eignuðust 3 syni, þá Sigstein, Einar og Jón, sem allir eru látnir. Á Skjögrastöðum bjó fjölskyldan til árs- ins 1931, en þá brann bærinn. Fluttu þau þá á Buðlungavelli og byggðu þar og bjuggu til ársins 1935 að þau fluttu í Þingmúla. Á næstu árum voru þau m. a. í Víði- vallagerði og Strönd, en árið 1939 fluttu þau í Sturluflöt og var það framtíðarheim- ili allt til ársins 1999 að þeir Jón og Sigsteinn fluttu í Egilsstaði, en þeir voru þá einir á lífi. Jón Víðir var jarðsunginn á Valþjófsstað 2. október. Það var vissulega óvænt frétt fyrir mig eins og marga fleiri, er ég frétti lát vinar míns Jóns Hallasonar, eins og hann var enn hress og kátur. Ég get þó glaðst hans vegna að fá að fara svona hljóðlega og fljótt, nákvæm- lega eins og hann hafði kosið, að vera laus við legu á sjúkrahúsi og kannski þjáningar. Enginn átti von á þessu strax. Jón Halla var sá skemmtileg- asti maður sem ég hef kynnst og er þá mikið sagt, ég held að ég tali fyrir munn margra. Það var gaman að fylgjast með hvað hann náði vel til allra sem hann umgekkst og ekki síst barna og unglinga, það var þessi sér- staka virðing sem hann bar fyrir öll- um sem hafði þessi áhrif. Ég var svo heppinn að kynnast Jóni mjög vel fyrir nokkrum árum, en þá hjálpaði hann mér við að breyta hlöðu í fjár- hús. Frá þeim tíma var ég tíður gest- ur hjá honum og drakk hjá honum kaffi flesta morgna þegar ég færði honum Moggann. Í raun fannst mér dagurinn ekki getað byrjað almenni- lega fyrr en því var lokið. Ég var ekki einn um þessa morgunsopa hjá Jóni því stundum voru komnir 3 og 4 áður en morgunninn var allur, allir með sama markmiðið að gantast við eld- húsborðið. Í íbúð Jóns var spaugstofa í öðru hverju herbergi og dugði varla til. Í fyrsta skipti sem ég hitti Jón í einstaklega góðu veðri uppi í Fljóts- dal, eins og það getur best orðið þar, sagði hann: „Þetta er nú meira voða veðrið“ og brosti. Þetta er gott dæmi um hans stíl. Jón Hallason var sem sagt fæddur og uppalinn í íslenskri sveit, og þróuðust mál þannig að hann ílengdist þar og varð bóndi á Flöt ásamt Sigsteini bróður sínum. Frá árinu 1961 voru þeir bræður skrifaðir fyrir búi. Fyrstu árin á Flöt voru ekki dans á rósum, til að byrja með var bústofn mjög lítill og hey- skap þurfti að sækja langt frá bæ, því kom það oft í hlut Jóns, sem var yngstur þeirra bræðra, að annast móður þeirra sem hafði fengið löm- unarveiki og var bundin við hjólasól frá miðjum aldri. Búið stækkaði smátt og smátt og þótti mjög snoturt í alla staði, því þar ríkti mikil snyrti- mennska og frágangur allra mann- virkja til fyrirmyndar. Á Flöt var sér- stök gestrisni og oft margt um manninn, ekki síst um göngur og allt fjárrag, bæði haust og vor, því bær- inn var nokkuð afskektur og ekki í al- faraleið. Ekki má gleyma handtaki þeirra bræðra sem var þétt og fast, og voru kveðjurnar ekki bara bæ bæ heldur kvöddu þeir iðulega innilega. Jón var mjög handlaginn, einkum góður smiður bæði á tré og járn. Þá stundaði hann nokkuð smíðavinnu bæði með búskapnum og síðar. Hann aðstoðaði marga sveitunga sína ef reka þurfti nagla einhverstaðar. Jón var liðtækur í félagsmálum, einkum á sínum yngri árum, hann var um tíma í sveitarstjórn. Þá var hann virkur í samkomuhaldi ýmiskonar eins og þorrablótum og leiklist, hann gat hermt eftir öllum körlum í sveitinni. Ekki flíkaði hann þessum hæfileikum sínum á nokkurn hátt,en kom þeim mun oftar á óvart. Við hjónin þökkum þér fyrir ógleymanleg kynni. Við förum svo yf- ir stöðuna eins og hún verður þegar við hittumst næst, handan við hornið. Far þú í friði kæri vinur. Jón Björnsson. Jón Víðir Hallason ✝ Hjartans þakkir færi ég þeim sem sýndu mér samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, INDRIÐA PÁLS ÓLAFSSONAR, Rjúpnasölum 12, Kópavogi. Sérstakar þakkir færi ég þeim á líknardeild Landspítalans og prestinum sem þar er, einnig Strætókórnum fyrir alla þá hjálp sem mér var veitt við andlát hans. Guð blessi ykkur öll. Edda Guðrún Ármannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR ÓLADÓTTUR, áður til heimilis að Engimýri 12, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar- og hjúkrunarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Óli G. Jóhannsson, Lilja Sigurðardóttir, Edda Jóhannsdóttir, Þórhallur Bjarnason, Örn Jóhannsson, Þórunn Haraldsdóttir, Emilía Jóhannsdóttir, Eiður Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir stuðning í veikindum og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, SALBJARGAR ÓSKARSDÓTTUR, Hagamel 30, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 24. september. Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarfræðingum og læknum heimahlynningar Landspítalans. Sverrir Harðarson, Arnheiður Gróa Björnsdóttir, Kristrún Sverrisdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Hörður Óskarsson, Bryndís Óskarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, STEFÁNS EINARS STEFÁNSSONAR rafverktaka, Breiðabliki 3, Neskaupstað. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Ása Stefánsdóttir, Bergþóra Stefánsdóttir, Elmar Halldórsson, Guðný Stefánsdóttir, Þuríður Stefánsdóttir, Björn Kristjánsson, Aldís Stefánsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Þóra Stefanía Stefánsdóttir, Karl Gunnar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR SIGURBALDURSDÓTTUR frá Ísafirði, Asparfelli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki deildar L- 5, Landspítalanum Landakoti. Ásta Dóra Egilsdóttir, Jón Jóhann Jónsson, Petrína Margrét Bergvinsdóttir, Hulda Bergvinsdóttir, Gunnar Hallsson, Jón Bergvinsson, Ingibjörg Viggósdóttir. Það virðist vera svo langt síðan þú kvaddir okkur. Þú greindist fyrir tæplega ári síðan með krabbamein. Þú hreifst okkur með í þann draum að þú værir ekkert að fara frá okkur og við trúðum því innilega þar til í lokin. Þú fórst frá okkur í ágúst og síðan þá hefur þetta verið allt í móðu fyrir mér. Það líður ekki dagur án þess að jég hugsi um þig, pabbi minn. Þú hefðir orðið 48 ára í dag (11.10.). Ingvi Jón Rafnsson ✝ Ingvi Jón Rafns-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1960. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. ágúst. Þegar við Dagur vor- um yngri fórstu með okkur til Vestmanna- eyja í ævintýranlegan leiðangur að veiða lundapysjur. Þetta voru einu dagarnir á árinu sem ég mátti vaka fram á nótt með þér. Við fórum með Herjólfi heim og slepptum lundapysj- unum þar um borð. Eitt sinn gleymdum að gefa þeim frelsi og ákváðum að fara rétt hjá Reykjarvíkurhöfn og kasta þeim í sjóinn þar. Ekki leið á löngu þar til að við sáum þær aftur á forsíðu DV. Þá hafði önnur fjölskylda fundið þær. Þetta var litla leyndarmálið okkar. Alla tíð hefur mig dreymt um að verða einsog þú þrátt fyrir langa vinnudaga. Ég fékk draum minn uppfylltan eitt kvöld þegar ég mátti þjóna með þér til borðs á Pasta Basta. Ég fékk meira að segja svuntu og bakka og gekk stolt við hlið þér það kvöld. Mér fannst ég svo fullorðin þrátt fyrir að vera bara 7 ára gömul. Þú kunnir að elda heims- ins besta mat. Ég þurfti aldrei að fara út að borða, ég fór í staðinn til mömmu og pabba að borða steikina sem pabbi hafði lagað. Pabbi var mikill næturbröltari og þegar allir voru komnir djúpt í draumaheim var hann á fótum með samloku sem hann hafði gert úr kvöldmatnum. Sat hann sæll með samlokuna í sófanum og horfði á spennumynd sem hann hafði leigt fyrr um daginn. Ég var ekki lengi að koma mér niður til hans að kvarta yfir svefnleysi. Ég reyndi að vaka eins lengi með honum og ég gat og endaði á að borða samlokuna með honum. Samband okkar hefur verið á alla vegu. Í lokin kom ég daglega í heimsókn ef ekki oftar. Það nægði honum að sitja með mér og við horfð- um á mynd saman. Alltaf varð hann jafn hissa þegar ég fór. Ég sagði honum að ég myndi koma á morgun og hinn og hinn. Ég hugsaði að ég gæti alltaf komið aftur en það breyttist á augabragði. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa og ég sakna hans ógurlega mikið. Hann var hetj- an mín og pabbi minn. Ég elska þig. Þín dóttir, María Ósk Ingvadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET HLÍN AXELSDÓTTIR, húsmóðir, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, föstudaginn 10. október. Útförin auglýst síðar. Ólafur Marel Ólafsson, Theodóra Ólafsdóttir, Adolf Guðmundsson, María Vigdís Ólafsdóttir, Hrönn Ólafsdóttir, Guðjón Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.