Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 46

Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Lay Low – eða Lovísa einsog hún heitir að skírn-arnafni – lýsir því fyrirblaðamanni að platan nýja, sem kallast Farewell Good Night’s Sleep, hafi byrjað að raðast saman í kringum leikritið Ökutíma sem Leikfélag Akureyrar sýndi síð- asta haust. Lovísa samdi þar tónlist- ina sem var vel kántrískotin auk þess sem nokkur vel valin lög eftir Dolly Parton prýddu sýninguna. Öðruvísi „Platan er mjög ólík fyrstu plöt- unni,“ segir Lovísa en sú plata rað- aðist saman nánast fyrir hendingu. Lay Low hafði hent inn tveimur lög- um á myspace-síðu sína í bríaríi og átti aldrei von á – frekar en nokkur – að úr yrði heil plata, hvað þá ferill. „Upptökuferlið er öðruvísi, hljóm- urinn öðruvísi, tónlistin öðruvísi. Ég syng líka öðruvísi, ég greindi það bara fyrir stuttu þegar ég var að renna Please Don’t Hate Me í gegn. Þetta er ekki meðvitað, ég er bara orðin öruggari og er afslappaðri ein- hvern veginn. Ég fékk eiginlega nettan kjánahroll þegar ég heyrði þennan gamla söng! Þar var ég að fela mig á bakvið alls kyns áhrifs- hljóð en það er ekki svo núna. Ég stíg óhikað fram.“ Atinu í kringum Ökutíma lauk í kringum síðustu áramótin og þá fóru menn að velta fyrir sér útgáfu á Please … úti í löndum. „Hugur minn var hins vegar kom- in á bólakaf í þessa nýju plötu,“ seg- ir Lovísa. „Það var í janúar, febrúar sem ég fór að draga saman laga- hugmyndir sem höfðu farið í gang í kringum Ökutíma. Mig langaði til að vinna með erlendum upp- tökustjóra og ég og Kári (Sturluson, umboðsmaður) sendum beiðni á nokkra gaura, suma sæmilega stóra, svona til að kanna málin. Svo fáum við svör frá Liam Watson, nafn sem ég kannaðist ekki við en ég þekkti til verka hans og þá sér- staklega þess sem hann hefur verið að gera með White Stripes (Watson var upptökumaður á plötunni Ele- phant, sem sló í gegn árið 2003).“ Gamalt Watson þessi er mikill segul- bandsmaður, vinnur eingöngu með fornfálegan upptökubúnað en á meðal viðskiptavina má nefna Heavy Trash (Jon Spencer), Dan Sartain og Kills, allt saman lista- menn sem leggja mikið upp úr gömlum, lifandi hljóm. Lay Low hélt utan til London í febrúar og vann tvö lög í hljóðveri Watson, Toerag Studios. Sú vinna gekk glimrandi vel og ákveðið var að klára plötuna í júlí og ágúst í sama hljóðveri. Til liðs við sig fékk Lay Low nokkra breska hljóðfæraleik- ara og þar á meðal sjálfan B.J. Cole, fremsta stálgítarleikara Bretlands og þótt víðar væri leitað, en Cole er afar virtur í sínu fagi og hefur m.a. starfað með Elton John, R.E.M., The Verve, Sting og David Gilmour, Scott Walker, Beck, Robert Plant og Björk svo fáeinir séu nefndir. Þá hefur hann og starfað náið með Björgvini Halldórssyni, bæði í Sléttuúlfunum og Brimkló. „Eftir að hafa hitt Watson og hans fólk fór ég almennilega í gang,“ segir Lovísa. „Ég samdi mikið fyrir plötuna í maí t.a.m., dvaldist ein í Hrísey og á Borg- arfirði eystri til að vera í friði og spekt.“ Lovísa segir Watson mjög fyndna týpu, hann eigi t.d. ekki gemsa og kunni vart að senda tölvupóst þrátt fyrir að vera tiltölulega ungur og gömlu tímarnir ráði öllu í hljóð- verinu. „Það er t.d. suð á plötunni, bara vegna þess að þetta eru svo gamlar græjur. Þá klæðir hann sig líka upp í gömul tískuföt. Hann er samt ekk- ert að rembast við þetta eða þykjast – þetta er bara hann alla leið. Ég hlusta mjög mikið á gamalt kántrí og fíla sándið á þeim plötum mjög vel. Markmiðið var að fanga þann hljóm.“ Ekki er hægt að segja annað en að það hafi tekist. En Lay Low er ekki að binda sig einvörðungu við kántrí á plötunni. Opnunarlagið minnir dálítið á Nick Cave, höfug og hægstreym ballaða en strax á eftir kemur lagið sem nú er í spilun á út- varpsstöðum landsins, „By and By“, einhvers konar ægigrípandi jað- arkántrí. En þegar komið er lengra inn í plötuna verður hamslaus ást Lovísu á kántríi öllum ljós og sum lögin sópa hlustandanum upp á svið Grand Ole Opry-hallarinnar í Nash- ville í kringum ’50, ’60, þegar vin- sælir listamenn eins Tammy Wy- nette, Patsy Cline og Eddy Arnold réðu ríkjum. Heimilislegar og ekki alveg kórréttar bakraddir (eins og þær eiga að vera), fullkomna svo seiðinn. Textarnir vísa meira að segja í kersknislega orðaleiki þessa tíma, eða eins og segir í einu laginu: „My Second Hand Heart/May Fall Apart …“ „Þeir sem voru að spila með mér voru flestir fremur ungir, utan Cole,“ rifjar Lovísa upp. „Einn hafði farið í túr með Oasis og þeir voru svona hálfpartinn session-spilarar, hafa verið að spila með hinum og þessum en eru líka að vinna í sínu. Þeir voru ekki grjótharðir gaurar sem mættu með fýlusvip til að spila upp í laun. Það myndaðist mjög góð stemning í hljóðverinu og það var voða gaman – þetta varð að hljóm- sveit, mætti segja.“ Hyldýpi kántrísins Lovísa skellir upp úr þegar hún minnist þess hvernig hún og Wat- son lögðu plötuna upp. „Ég sendi honum hugmyndir með því að skrifa niður lög sem ég fíla; sagðist fíla sönginn þarna, kórinn þarna o.s.frv. Hann svaraði til baka að hann ætti ca. 90% af þessum plötum þannig að við vorum alger- lega að tala saman.“ Áður en Lovísa gerði Please … hafði hún stofnað kántrísveit með vinkonum sínum, sem var nokkurs konar undanfari Lay Low. Þannig að nú er hún eiginlega komin heil- hring … og er jafnframt pikkföst í dásamlegu hyldýpi kántrísins. „Ef ég fer í Kolaportið kaupi ég bara kántríplötur,“ segir hún. „En það er ekki eins og ég hlusti ekki á neitt annað – eða samt, ég hlusta eiginlega eingöngu á kántrí akkúrat núna (hlær). Þetta er svaka tímabil sem ég er að ganga í gegnum.“ Hún segist einkum hrifin af gömlu kántríi og nefnir Lefty Friz- zell, Lorettu Lynn, Porter Wago- ner, George Jones og Charlie Rich sem dæmi. „Ég er mjög hrifin af þessu gamla, mjúka Nashville-kántrí. Það er eiginlega mitt uppáhalds kántrí. Ég meika hins vegar ekki að hlusta á nýja kántríið, Toby Keith, Tim McGraw og það allt. Það er ekki minn tebolli. Ég er ekkert að dissa það sem slíkt, það er margt fínt þar líka, en hljómurinn og þessi straum- línulagaða aðkoma höfðar ekki til mín.“ Rétta stefnan Til stendur að gera strandhögg með plötuna í fyllingu tímans en ekkert er enn fast í hendi. „Það er enn verið að skoða hitt og þetta í þeim efnum. Við erum ekki búin að draga upp neina hernaðar- áætlun. Ef ég á að vera alveg hrein- skilin þá pæli ég ekki mikið í þessu, þó að mér þyki tilhugsunin vissu- lega spennandi. En ég missi ekki Hver getur læknað kramið Tónlistarkonan Lay Low hreyfði rækilega við tóneyrum þjóð- arinnar fyrir tveimur árum með plötunni Please Don’t Hate Me. Önnur hljóðversplata hennar kemur út nú eftir helgi, en þar kveð- ur við annan en þó gamalkunnugan hljóm. Sveitatónlist Ameríku, frekar en hrár blús, ræður nú ríkjum. Arn- ar Eggert Thoroddsen og Lay Low rottuðu sig saman í yfirstandandi kreppu og gleymdu sér þægilega yfir sameig- inlegu áhugamáli: kántrí … og meira kántrí. Sveitasæla Lay Low er hamingjusamlega týnd í amerískri sveitatónlist á nýrri plötu sinni, sem kemur út eftir helgina. Morgunblaðið/Golli Rokk og rólegheit Lay Low verður á ferð og flugi í næstu viku, bæði ein og með rokksveit sinni, Benny Crespo’s Gang.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.