Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 49 BÆKUR Þýdd skáldsaga Síðasta uppgötvun Einsteins Mark Alpert. Í þýðingu Ásdísar Guðna- dóttur og Ingunnar Snædal. Bjartur 2008. 397 bls. STRAX á fyrstu blaðsíðu er verið að drekkja manni í baðkari og skömmu síðar er David Swift, grandalaus prófessor við Columbia-háskólann, yfirheyrður í höfuðstöðvum FBI. Síðan rekur hver stóratburðurinn annan. Spennan snýst um leynd- ardóma eðlisfræði, svonefnda sam- sviðskenningu, sem Albert Einstein varði seinni hluta ævi sinnar í að rannsaka og nokkrir bráðfeigir sam- starfsmenn hans þekkja til. Kenn- ingin gæti reynst skeinuhættari við vopnasmíð en sú sem notuð var til að smíða kjarnorkusprengjuna. Swift kemst undan á hröðum flótta en rússneska illmennið Simon eltir hann í kapphlaupi við herinn og FBI. Forseti Bandaríkjanna er hálf- gerður auli og FBI klúðrar öllu enda svikarar þar innan veggja. Auðvitað er kona í spilinu, Monique Randall er gullfalleg og leggjalöng, þeldökk- ur eðlisfræðiprófessor og gamall sjens Swifts. Það er eftirminnileg sena í sögunni þegar hann stingur upp á því að hún dulbúist sem ein af konunum sem þrífa skrifstofur pró- fessoranna, en þá segir hún: „Það skiptir ekki máli hversu margar gráður ég hef eða hversu margar greinar ég hef skrifað eða hversu mörg verðlaun ég hef fengið. Í þeirra augum er ég ekkert nema ræstingarkona“ (143-144). Það er bagalegt að þess er ekki getið hvort bókin er þýdd úr ensku eða Norðurlandamáli. Titill hennar á íslensku er bein þýðing úr dönsku þýðingunni. Á bókarkápu segir að bókin minni á DaVinci-lykilinn sem er hárrétt, spenna og flókin fræði fléttast saman svo úr verður læsileg- ur reyfari. Eðlisfræðihugtök eru haganlega þýdd og þýðingin í heild ágæt. En í samtölunum er fræði- hugtökum og kenningum troðið upp í persónurnar svo þær verða ótrú- verðugar: „Þetta eru ormagöng, ekki satt? Brú sem tengir fjarlæg svæði tímarúmsins? Já, en einungis ófrjóar fiseindir geta stytt sér svona leið“ (313). Bókinni er ætlað stórt hlutverk, vefsíða (markalpert.com) og yfirbragð allt stefna á heims- yfirráð. Hún er ágætis afþreying á dimmu vetrarkvöldi, ekkert meir. Steinunn Inga Óttarsdóttir Ófrjóar fiseindir? Eftir Gunnhildi Finndóttur gunnhildur@mbl.is MYNDLISTARHÁTÍÐIN Sequences er helguð kvik- um listum á borð við gjörninga, vídeóverk og hljóðverk og þar er Rúrí á heimavelli. Hún hefur unnið í þessum miðlum allan sinn feril og hefur verið valin heið- urslistamaður Sequences í ár. „Ég byrjaði mjög snemma að vinna með gjörninga, reyndar var ég með gjörning þegar ég kom fram í fyrsta skipti og svo hef ég unnið mikið með sýningarstaðinn og stundina. Svo hef ég verið að vinna með kvikmyndir og hljóð allan tímann. Þetta er aðferðafræði sem heillar mig mjög og er mér eðlileg og náttúruleg,“ segir Rúrí. 30 manna gjörningur Framlag Rúríar til Sequences í ár er gjörningurinn Vocal IV sem hún vinnur í samstarfi við tónlistarmann- inn Jóhann Jóhannsson, Nýlókórinn, Matthías Hem- stock og fleiri. Alls taka yfir 30 manns þátt í gjörn- ingnum og að sögn Rúríar er þetta stærsti gjörningur sem hún hefur staðið fyrir á ferlinum. „Ég lýsi ekki gjörningi fyrirfram, það er bara í eðli verksins,“ segir hún og útskýrir að hann verði að miklu leyti spunninn á staðnum, svo að ekki sé hægt að gefa sér mikið fyrirfram. Hún fæst þó til þess að segja að þarna verði leikið á hljóðskúlptúr. „Þetta er fjöl- tæknigjörningur og margir sem koma þarna að. Allir gjörningarnir í Vocal seríunni hafa snúist í kringum fossa og þessi mun gera það líka. Þetta er alltaf sí- breytilegt og þetta er sá stærsti.“ Mikill undirbúningur hefur verið að verkinu og Rúrí segir að það hefði ekki getað orðið að veruleika nema fyrir það að samstarfsfólk hennar sé fagfólk fram í fingurgóma. „Ég legg þarna grunntóninn og síðan kem- ur Jóhann með sinn tón ofan á það og síðan hver tón- listarmaður, þannig að það eru allir að spinna innan rammans sem í þetta sinn er portið í Hafnarhúsinu.“ Í takt við tímann Aðferðir Rúríar, að vinna með ákveðið rými og tíma og umfjöllunarefni hennar, náttúra og umhverfi, eru áberandi í glænýrri íslenskri myndlist. Hún gengst þó ekki við því að hafa verið á undan sinni samtíð. „Það er ekki hægt að vera á undan sínum tíma,“ segir hún og hlær. „Íslenskir myndlistarmenn hafa verið mjög í takt við tímann í sinni túlkun síðustu áratugina og verið að gera góða hluti. Við erum ekki best eða fremst, en við þurfum ekki að skammast okkar og við getum líka ver- ið stolt af því hvað fólk hefur verið duglegt að vinna við mjög erfiðar aðstæður.“ Hún leggur sérstaka áherslu á hversu mikið henni þyki til þess koma að hafa verið valin heiðurs- listamaður á Sequences. „Mér þykir það mjög fallegt og það er gaman að unga fólkið skuli leyfa mér að vera með.“ Gjörningurinn Vocal IV fer fram í porti Hafnarhúss- ins klukkan átta í kvöld, sunnudagskvöld. Á heimavelli  Myndlistarmaðurinn Rúrí er heiðurslistamaður Sequences í ár  Fremur sinn stærsta gjörning til þessa Morgunblaðið/Árni Sæberg Foss Rúrí undirbjó gjörninginn í Hafnarhúsinu í vikunni. RÚRÍ er fædd árið 1951 í Reykja- vík, stundaði listnám þar og síðar í Hollandi. Hún vakti fyrst athygli á áttunda áratug síðustu aldar með róttækum gjörningum. Til dæmis braut hún gylltan Mercedes Benz niður með sleggju og setti amerísku fánalitina í íslenskan þjóðbúning. Flestir Íslendingar þekkja verk hennar Regnbogann sem stendur við Leifsstöð og Fyssu í Grasagarðinum í Laug- ardal. Rúrí hefur hlotið fjölda við- urkenninga á ferlinum, m.a. var hún fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum árið 2003, var valin borgarlistamaður Reykjavík- ur 2005 og í ár var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Beitti sleggju á Bensinn Róttæk Rúrí mölvar drossíuna. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.