Morgunblaðið - 15.10.2008, Page 1

Morgunblaðið - 15.10.2008, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 282. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MENNING SPÁÐI HRUNINU Í NÝRRI BÓK DAGLEGTLÍF Góð menntun er besta innistæðan Fjórar saman 0 8 - 1 6 0 9 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Loksins fáanlegur í sneiðum Nýjungar! Leikhúsin í landinu >> 37 FYRIRSJÁANLEGT er að hluti tekjustofna ríkisins, sem skiluðu rík- inu 68 prósentum af tekjum sínum á síðasta ári, muni lækka mikið eða jafnvel næstum falla saman. Þetta getur valdið miklum rekstr- arerfiðleikum hjá ríki og sveitar- félögum og bitnar að lokum á opin- berri þjónustu. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir stöðu margra sveitar- félaga hafa farið úr því að vera „ásættanleg“ í vera „mjög erfið“ á skömmum tíma. „Það eru erfiðir tímar framundan. Það gefur auga- leið,“ sagði Halldór. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er rekstur stórra sveitarfé- laga sem hafa staðið í mikilli upp- byggingu á skömmum tíma líklegur til þess að verða erfiður á næstu misserum. Einkum eru það sveitar- félög eins og Kópavogsbær, Hafnar- fjörður, Akureyrarbær og Reykja- víkurborg sem munu þurfa að grípa til aðgerða vegna rekstrarvanda. Staða ríkissjóðs hefur til þessa verið öfundsverð í alþjóðlegum sam- anburði. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptafræðideild HR, segir ríkið þurfa að bregðast við miklu tekju- tapi. Þar komi tvennt til greina. Draga úr framkvæmdum og hækka skatta. magnush@mbl.is | 14 Mikill tekjusamdráttur                                                ÞAÐ eru ekki eingöngu stærstu glerhýsi sem kalla á athygli gluggaþvotta- manna því smáverslanir þurfa líka sína þvotta. Sá sem lítur út um nýþveg- inn glugga öðlast nýja, ferska sýn á veruleikann. Hörkulegar norðanáttir eru alræmdar fyrir að sveipa rúður salti og skít en það er þó saklaust miðað við norðanbálið sem nú geisar í hagkerfinu. En það þarf að þvo gluggana. Ný og fersk sýn eftir þvotta Morgunblaðið/Valdís Thor LANDSBANKINN leitaði snemma á þessu ári til tveggja breskra hag- fræðinga. Þeir voru beðnir að skrifa skýrslu um orsakir þess fjár- málavanda sem steðjaði að Íslandi og bönkum landsins. Þau Willem Buiter og Anne Si- bert sendu skýrslu sína til bankans í apríl s.l. Þau komu svo til Reykja- víkur og kynntu efni skýrslunnar á fundi 11. júlí að viðstöddum m.a. hagfræðingum Seðlabankans, fjár- málaráðuneytisins, einkageirans og háskólasamfélagsins. „Vegna þess að íslenskir viðmæl- endur okkar töldu plaggið of við- kvæmt fyrir markaðinn þá sam- þykktum við að birta það ekki opinberlega,“ segir Buiter í bloggi sínu frá 9. október s.l. | 8 Bankaskýrslan þótti of viðkvæm fyrir markaðinn Eftir Guðna Einarsson og Bjarna Ólafsson FJÁRMAGN sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (IMF) getur mögulega lán- að Íslendingum er ekki talið nægja til að fullnægja fjármagnsþörf Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Því er talið að IMF muni t.d. ekki leggjast gegn því að Ísland taki lán í Rússlandi. Nú er unnið á mörgum vígstöðvum að því að útvega fjár- magn til að mæta brýnni fjárþörf Ís- lands. Washington og Moskva Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra átti fundi í gær í Washington með tveimur af æðstu embættis- mönnum IMF og einnig með fulltrúa Bandaríkjanna í framkvæmdastjórn sjóðsins. Hún tekur á endanum ákvarðanir um lánveitingar hans. Sendinefnd íslenskra embættis- manna hóf í gær viðræður í Moskvu við þarlend stjórnvöld um lánveitingu Rússa til Íslands. Þeim viðræðum verður haldið áfram í dag. Ekkert lá fyrir í gær um stærð mögulegs láns frá Rússum né tímasetningu, að sögn Sigurðar Sturlu Pálssonar, formanns nefndarinnar. Seðlabankinn virkjaði í gær gjald- miðlaskiptasamninga við seðlabanka Danmerkur og Noregs, samtals 400 milljónir evra eða um 200 milljónir evra frá hvorum seðlabanka. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í síðustu viku í samtali við mbl.is að stefnan hefði verið sú að virkja ekki samningana nema upp kæmi neyðarþörf fyrir gjaldeyri. Sagðist Geir þá ekki sjá fyrir sér að sú þörf myndi vakna á næstu dögum en ljóst má vera af aðgerðum Seðlabankans nú að raunin hefur orðið önnur. Lán IMF full- nægir ekki þörf ríkisins Gjaldmiðlaskiptasamningar við seðla- banka Danmerkur og Noregs virkjaðir Í HNOTSKURN »Hópur sérfræðinga frá Al-þjóðagjaldeyrissjóðnum hefur verið hér á landi undan- farið. »Seðlabankar Svíþjóðar,Noregs og Danmerkur gerðu tvíhliða gjaldmiðla- skiptasamning við Seðlabanka Íslands 16. maí sl. Samtals veita þeir aðgang að 1,5 millj- örðum evra.  Bankakreppa | 2, 6, 12-15, 18-19  MEÐAL þeirra sem koma nú fram á tónlistar- hátíðinni Airwaves í fyrsta sinn er sigursveit Músíktilrauna, Agent Fresco. Söngvari sveit- arinnar, Arnór Dan Arnórsson, bjó í Danmörku en var í fríi heima á Íslandi þegar hann laumaði sér inn á hátíðina í fyrsta sinn aðeins 16 ára gamall. „Ég varð ástfanginn strax. Það passar svo vel að hátíðin er alltaf á sama tíma og gefið er kartöflufrí í dönskum skólum þannig að ég hef reynt að fara hvert ár eftir þetta.“ Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir merkustu atburðina á fyrsta degi Airwaves. » 40 Arnór Dan + Airwaves = ást við fyrstu sýn Frá Airwaves  ÞÓRA B. Helgadóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðs Íslands, verður ekki með lands- liðinu í þeim tveimur mikil- vægu umspils- leikjum sem framundan eru hjá stúlkunum gegn Írlandi sökum þess að hún er með einkirningasótt. Hefur hún að læknisráði ákveðið að hvíla sig og því verður mark Íslands varið af varamarkmanni landsliðsins, Maríu B. Ágústsdóttur. » Íþróttir Úr leik með landsliðinu vegna veikinda Þóra B. Helgadóttir  ÞEIR Stefán Már Stefánsson pró- fessor og Lárus Blöndal hæstarétt- arlögmaður segja í grein í Morgun- blaðinu í dag, að þeir telji, að innlánstryggingakerfin beri aðeins ábyrgð á skuldbindingum eða bankainnstæðum sem svari til þess fjármagns, sem í þeim sé. Í greininni segir, að hlutverk Tryggingasjóðs hafi ekki verið að takast á við bankahrun enda hefðu þá framlög í hann orðið að nema tugum prósenta af innlánum. Hvetja þeir stjórnvöld til að kanna vel allan lagagrundvöll áður en þau semja við Breta og Hollendinga um hundraða milljarða greiðslur. » 23 Er innlánaábyrgð bundin við getu Tryggingasjóðs?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.