Morgunblaðið - 15.10.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Bankakreppa
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
VERIÐ er að athuga hvernig ríki og
Reykjavíkurborg geti tekið við fram-
kvæmdum við tónlistarhúsið við
Reykjavíkurhöfn. Markmiðið er að
bjarga verðmætum með því að koma í
veg fyrir að framkvæmdir stöðvist.
Taki opinberir aðilar við húsinu er
líklegt að þeir tæpu tíu milljarðar kr.
sem þegar hafa verið lagðir í bygg-
inguna fylgi.
Eignarhaldsfélagið Portus hf.
samdi við ríkið og Reykjavíkurborg
um að byggja tónlistar- og ráð-
stefnuhús við Austurhöfnina í einka-
framkvæmd. Þrátt fyrir fjárhagserf-
iðleika eigendanna, Landsbankans og
Nýsis, hefur Portus getað staðið í
skilum við verktaka, eftir því sem
næst verður komist. Félagið hafði
fjármögnun til ákveðins tíma, áður en
bankarnir fóru í þrot, en fresturinn
sem menn hafa til að ganga frá fram-
haldinu er að styttast.
Íslenskir aðalverktakar hafa hægt
á framkvæmdum í samráði við þá
sem standa fyrir verkefninu. Ekki er
lengur unnið á nóttunni.
Tekið við félagi eða samningi?
Félag í eigu ríkis og Reykjavík-
urborgar, Austurhöfn-TR ehf., hefur
það hlutverk að sjá til þess að tónlist-
arhúsið rísi og komist í rekstur. Stef-
án Hermannsson framkvæmdastjóri
segir að verið sé að fara yfir alla val-
kosti í stöðunni núna en að lokum
verði eigendur félagsins að koma að
ákvörðunum.
Málið er flókið úrlausnar, meðal
annars vegna annarra verkefna sem
eru á lóðinni við Austurhöfn og Por-
tus á aðild að. Samningar Aust-
urhafnar við Portus kveða á um að
Austurhöfn geti gengið inn í samn-
inga Portusar við verktakann og tek-
ið framkvæmdina yfir. Helgi S. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Portusar,
segir að Austurhöfn geti vissulega
gert það en þurfi þá að greiða inn í
þrotabú félagsins þá fjármuni sem
lagðir hafa verið í húsið. Þar er um að
ræða hátt í tíu milljarða króna, þar af
um tveir milljarðar í eigin fé sem
Landsbankinn og Nýsir hafa lagt
fram. Áætlað er að húsið kosti alls um
15 milljarða. Stjórnendur Portusar
leggja til að Austurhöfn fari frekar þá
leið að kaupa eða taka yfir Eign-
arhaldsfélagið Portus og tengd félög.
Telur Helgi að auðveldara verði að
halda framkvæmdinni áfram með
þeim hætti. Þá sé minni hætta á að
samningssamband við verktaka rakni
upp og framkvæmdin stöðvist.
Stjórnendur hjá Reykjavíkurborg
hugsa til þess með hryllingi ef fram-
kvæmdir við tónlistarhúsið stöðvast.
Búið er að leggja mikla orku og fjár-
muni í þessa uppbyggingu og hætt
við að verðmæti glatist ef mannvirkin
þurfa að standa í núverandi ástandi,
opin fyrir veðri og vindum.
Erfitt að fá peninga
Fjármögnun áframhaldandi fram-
kvæmda við tónlistarhúsið er aug-
ljóslega eitt mesta vandamálið nú.
Lánsfé fæst ekki erlendis og ekki
mikið fé laust á markaði hér innan-
lands. Nýi Landsbankinn tekur
væntanlega við öllum skuldum Port-
usar og ef ríkið og Reykjavíkurborg
kaupa fyrirtækið er ríkið beggja
vegna borðsins. Það gæti auðveldað
fjármögnun í bili, þar til unnt verður
að fá lán til lengri tíma hjá Norræna
fjárfestingarbankanum eins og til
hefur staðið.
Tónlistarhúsið er þegar á eftir
áætlun og verður örugglega ekki opn-
að 1. desember 2009 eins og áformað
var. Verið er að ræða þá möguleika
að hægja enn frekar á fram-
kvæmdum, ef erfiðlega gengur að fá
fjármagn, og jafnvel að taka húsið í
notkun í áföngum.
Morgunblaðið/RAX
Þokast nær Framkvæmdir eru enn í gangi við tónlistarhúsið í miðbæ Reykjavíkur, þótt ekki sé lengur unnið á nóttunni. Risastór glerhjúpur sem nota á til að loka húsinu er í smíðum erlendis.
Leita leiða til yfirtöku
Hægt hefur verið á framkvæmdum við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn Austurhöfn kannar
hvernig best sé að taka við mannvirkinu þannig að vinna stöðvist ekki og verðmæti glatist ekki
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ERFITT er að segja til um áhrif banka-
kreppunnar og efnahagsástandsins á fast-
eignamarkaðinn hérlendis með nokkurri
vissu, enn sem komið er. Að sögn Eddu
Rósar Karlsdóttur hagfræðings er ekki
hægt að byrja að spá fyrir um hvernig
markaðurinn og verðið muni breytast því á
meðan gjaldeyrismarkaður og utanrík-
isviðskipti eru í óvissu og upplausn er erfitt
að spá fyrir um grundvallarþætti á borð við
kaupmátt, atvinnustig og byggingarkostnað.
Hætta á fólksflótta
Edda Rós segir afar mikilvægt að ná tök-
um á krónunni og ná trausti í viðskiptum
við útlönd þar sem það sé forsenda fyrir ut-
anríkisviðskiptum. Ásgeir Jónsson, for-
stöðumaður greiningardeildar Kaupþings,
tekur undir að erfitt sé að segja til um út-
komuna. Hann býst þó frekar við því að
fasteignaverð muni gefa töluvert eftir og
taka að lækka á næsta ári. Hann segir kröf-
una á íbúðabréfum hafa lækkað töluvert og
því megi búast við að langtímavextir lækki
einnig. Fjármögnun verði auðveldari og
ódýrari en samtímis megi búast við sam-
drætti í hagkerfinu. Tekjur fólks lækki, at-
vinnuleysi aukist og það muni draga mátt
úr fasteignamarkaðinum.
Búast má við að nánast
allt eignaverð í landinu gefi eftir
Fjöldi auðra, nýrra íbúða mun einnig hafa
áhrif á fasteignaverðið auk þess sem fleiri
íbúðir munu standa tómar þegar erlent
vinnuafl heldur til síns heima, eins og er að
gerast í auknum mæli. Ásgeir segir að þeg-
ar fólk sé óvisst með stöðu efnahagsmála
leggi það ekki út í stórar fjárfestingar.
Ljóst sé að vilji til húsnæðiskaupa muni
dragast saman á næstunni. Þá bendir hann
á að reynslan sýni að í miklu atvinnuleysi
flytji Íslendingar einnig úr landi. Búast
megi við því núna þó misjafnt sé eftir at-
vinnugreinum hversu auðveldlega fólk geti
fengið vinnu erlendis.
„Það má búast við því að eiginlega allt
eignaverð í landinu muni gefa eftir í kjölfar
gjaldþrota bankanna og við munum vænt-
anlega sjá einhverja lækkun á fast-
eignamarkaði. Síðan krónan féll síðasta
mars hefur velta minnkað verulega í kjölfar
hækkandi verðbólgu og versnandi efnahags-
skilyrða. Hinsvegar að hafa í huga að þjóð-
inni fjölgar tiltölulega hratt og við getum
hæglega séð leigumarkað byggjast upp til
þessa að mæta aukinni eftirspurn,“ segir
Ásgeir.
Óvissa um fasteignamarkað
Hagfræðingar eru sammála um að erfitt sé að segja fyrir um áhrif efnahagsástandsins á fasteigna-
markaðinn og íbúðaverð Líkur eru þó leiddar að því að fasteignaverð muni gefa eftir og lækka
Edda Rós Karlsdóttir Ásgeir Jónsson
Hvernig stendur framkvæmdin?
Bygging tónlistarhúss við Austur-
höfnina er um það bil hálfnuð og bú-
ið að semja um flesta þá verkþætti
sem eftir eru, bæði á vegum eiganda
hússins og verktaka. Mörg samn-
ingsverk eru unnin erlendis.
Þá er vinna hafin við bílastæðahús.
Hver á húsið?
Tónlistarhúsið er byggt í einka-
framkvæmd. Eignarhaldsfélagið Por-
tus hf. sem er í eigu Landsbankans
og Nýsis er eigandi mannvirkjanna
og ætlaði að reka húsið. Samið var
um að ríkið og Reykjavíkurborg
myndu greiða það til baka á 35 ár-
um, auk rekstrarstyrkja, og var
áformað að greiðslurnar hæfust
þegar húsið kæmist í rekstur.
Hvað með hin húsin á svæðinu?
Fyrirhugað var að reisa hótel og við-
skiptamiðstöð í tengslum við tónlist-
arhúsið og nýjar höfuðstöðvar
Landsbankans. Búið er að vinna
töluvert í lóðum þessara bygginga
og eitthvað að hönnun. Hótelbygg-
ingu var frestað vegna skipulags-
mála og viðskiptamiðstöð vegna að-
stæðna á fjármagnsmarkaði. Vegna
þrots Landsbankans og minnkandi
starfsemi er ekki við því að búast að
nýjar höfuðstöðvar rísi í bráð.
S&S
INGIBJÖRG Þórðardóttir, formaður Félags
fasteignasala, segir ástandið á fast-
eignamarkaðnum afskaplega erfitt. „Auð-
vitað finnum við fyrir þessu þunga höggi
eins og allir aðrir,“ segir hún og bætir við
að þar að auki sé að draga nær jólum en
reynslan sýni að þá róist markaðurinn.
70% samdráttur hefur verið á fast-
eignamarkaðnum á þessu ári en hins vegar
bendir Ingibjörg á að aldrei hafi verið jafn-
mikið af peningum úti hjá fólki og í dag. Bú-
ið sé að taka mikið fjármagn úr bönkunum
og eigi það kannski eftir að leita að ein-
hverju leyti út á fasteignamarkaðinn.
Ingibjörg segir fasteignasala hafa orðið
vara við að Íslendingar, sem búa erlendis,
hringi og forvitnist um eignir. „Þeir sjá
kauptækifæri til að festa sér fasteign hér.
Það má segja að fasteignaverðið sé helm-
ingi lægra en fyrir ári síðan, miðað við
gengi krónunnar,“ segir hún. „Það er engin
holskefla en fólk sér greinilega tækifæri.“
Finna fyrir þungu högginu